Leita í fréttum mbl.is

Gleðilegt ár 2017

GLEÐILEGT ÁR 2017

ÉG ÓSKA ÖLLUM GÆFU OG GUÐS BLESSUNAR Á KOMANDI ÁRI.
TAKK FYRIR LIÐNU ÁRIN

Hlaupa annállinn er kominn á http://byltur.blog.is/blog/byltur/

Afmælisbarn dagsins er Emilía Líf, nú er hún orðin 5 ára, stóra langömmu stelpan mín. Þau halda sennilega upp á afmælið í dag heima hjá sér í Noregi. Við sendum kveðjur frá Texas annað árið í röð.

FJÖLSKYLDAN 

Það fjölgaði um einn í lok mars... og ég vil taka það strax fram að ég var á landinu... nýlent frá USA... þegar Lovísa og Gunnar eignuðust strák sem fékk síðan nafnið Mikael Frosti. Þá eru barnabörnin orðin átta. Við erum blessuð :)

STÓRAFMÆLI ÁRSINS

Öll ár eru viðburðarrík, við hjónin áttum bæði stórafmæli á þessu ári. Lúlli varð 70 ára í júlí og ég 60 ára í nóvember. Ótrúlegt en satt - eða er þetta samsæri... setti einhver vitlaus ártöl á dagatölin okkar.

FERÐALÖG

Við þreytumst ekki að ferðast, amk ekki ég. Ég fór 7 ferðir til USA og tvær ferðir til Evrópu, fyrst til Noregs og svo til Grikklands. Kannski er þetta upphafið af EXPLORING EUROPE... hver veit :) Nú hef ég klárað annan maraþon hring um USA... og er komin yfir 200 maraþon.

HREYFING

Ég hljóp 10 heil maraþon á árinu og eitt hálft... Við systur og Svavar tókum ratleikinn eins og undanfarin sumur, ýmist að hluta til eða allan... Við Vala fórum ÓTAL ferðir á Helgafellið okkar og ég gekk Prestastíginn með góðum hópi... EN... toppur alls var gönguferðin niður í Grand Canyon. Ég hafði beðið í heilt ár eftir þessari göngu sem tókst frábærlega vel og var ótrúleg upplifun. 
https://www.youtube.com/watch?v=Br8STgrH4LY

Ég er enn að glíma við meiðsli í hægra fæti. Það veldur því að ég þori ekki að æfa of mikið... en það hefur auðvitað þau áhrif að maraþonin taka sífellt lengri tíma hjá mér... EN ÉG HEF ALLTAF JAFN GAMAN AÐ ÞESSU OG ELSKA AÐ FERÐAST.

Þetta ár verður spennandi... meiri ævintýri :)

PS.

Ég braut blað er ég sótti um prestsembætti í fyrsta sinn... en það er í Hjallakirkju í Kópavogi... spennandi að vita hvað það leiðir af sér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 2 langömmubörn :) Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
;
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Jan. 2019
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband