Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Annálar

Gleðilegt ár 2014

Hlaupa-annállinn hefur verið birtur á http://byltur.blog.is en hér verður uppdate á flestu öðru sem gerðist á árinu.
Með pabbaEins og fram kemur á byltublogginu var árið 2013 viðburðarríkt, bæði gleðilegir og sorglegir atburðir gerðust. Við misstum kæran vin okkar, Braga Freymodsson í byrjun janúar og í október dó elsku pabbi minn mjög snögglega. Maður er aldrei viðbúinn þó maður viti að einhverntíma komi að slíkum sorgardegi í lífi manns, því maður vonar að hann komi einhverntíma í framtíðinni. Þeirra verður sárt saknað.
Blessuð sé minning þeirra. 

 

Emilía Líf 2ja ára 2014

Afmælisbarn dagsins - nýjársdags... er fyrsta og ennþá eina langömmudúllan mín, Emílía Líf... Hún er 2ja ára í dag. Við Lúlli pössuðum hana svolítið síðasta sumar og okkur fannst hún ótrúlega mikið krútt. Síðasta haust flutti litla fjölskyldan til Noregs en við lifum á því að þau flytji aftur eftir nokkur ár. Á meðan notum við Skype :) 

Stórafmæli: Pabbi varð 80 ára í janúar, Óli 40 ára, Svavar 30 ára og Bryndís Líf 20 ára. 


Fjölgun: Á þessu ári á ég von á sjöunda barnabarninu og öðru langömmubarni.

Útskrift 1.7.2013 303

Hlaup: Ég get ekki sagt að ég hafi hlaupið (æft) mikið þetta árið en náði samt að komast 18 maraþon í 8 ferðum til USA. En ég hef tekið þá ákvörðun að fara annan hring um fylki USA. Ég hljóp aðeins 1 maraþon heima á þessu ári, þ.e. Reykjavíkurmaraþon. Svavar og Lovísa fóru 10 km. :)

Áfangi: Ári eftir útskrift úr Guðfræðideild HÍ fékk ég, ásamt fleirum, "embættisgengi" við hátíðlega athöfn í Dómkirkjunni í Reykjavík. Nú get ég loksins sótt um prests-embætti :) 

Lúlli var heiðraður fyrir lífsstarfið á Sjómannadaginn :)

ratleikur 1.8.2013 011

Ratleikurinn: Við systurnar, (ég, Berghildur og Edda) Inga Bjartey og Matthías músaskott tókum þátt í ratleik Hafnarfjarðar. Ég ein kláraði öll 27 spjöldin, Berghildur, Edda og Matthías (4 ára) tóku 18 spjöld og Inga Bjartey 9 stk. Ég skilaði samt aðeins inn fyrir 18 spjöld því ég hafði ekki áhuga á vinningnum fyrir allan leikinn, vildi frekar eiga möguleika á gönguskóm en líkamsræktarkorti.
Ég gekk nokkrum sinnum á Helgafell, fór á Húsfell, Esjuna og gekk Selvogsgötuna.

Reykjavíkurmaraþon 23.8.2013 432

Götusýningin: Við Edda tókum þátt í listasýningu Íslandsbanka en sýningin var á strætóskýlum höfuðborgarsvæðisins. Þessi sýning var í tengslum við Menningarnótt og var svolítið skemmtilegt að sjá myndina sína í stækkuðu formi til sýnis.

Systraferð til Florida: Ég hafði upphaflega ætlað ein til Florida yfir Thanksgiving en ferðin breyttist í systraferð, sem tókst frábærlega vel... Við versluðum grimmt dag-og-nótt og síðan hljóp ég Space Coast Marathon á Cocoa Beach. Ferðin var í viku og var eiginlega "of stutt" og við hefðum líka getað þegið meira töskupláss :)
Héðan í frá gæti ég farið að selja í maraþon-ferðir með mér :)

Þennan annál skrifa ég í Santa Barbara í Californíu en við Lúlli keyptum þessa ferð á miðju ári 2013. Ég hljóp á annan í jólum (algerlega æfingalaus) en á eftir að hlaupa hálft maraþon í Hollywood 4.jan og heilt maraþon 5 jan í Camarillo. Við fljúgum síðan heim 6.jan LAX - SEATTLE - KEF. 

Óska ykkur farsældar á þessu nýja ári :)


« Fyrri síða

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband