Færsluflokkur: Menntun og skóli
16.3.2009 | 21:17
Fjallræðan, Matt. 5:3-12
Matt 5:3-12
-3- Sælir eru fátækir í anda, því að þeirra er himnaríki.
-4- Sælir eru sorgbitnir, því að þeir munu huggaðir verða.
-5- Sælir eru hógværir, því að þeir munu jörðina erfa.
-6- Sælir eru þeir, sem hungrar og þyrstir eftir réttlætinu, því að þeir munu saddir verða.
-7- Sælir eru miskunnsamir, því að þeim mun miskunnað verða.
-8- Sælir eru hjartahreinir, því að þeir munu Guð sjá.
-9- Sælir eru friðflytjendur, því að þeir munu Guðs börn kallaðir verða.
-10- Sælir eru þeir, sem ofsóttir eru fyrir réttlætis sakir, því að þeirra er himnaríki.
-11- Sælir eruð þér, þá er menn smána yður, ofsækja og ljúga á yður öllu illu mín vegna.
-12- Verið glaðir og fagnið, því að laun yðar eru mikil á himnum.
Þannig ofsóttu þeir spámennina, sem voru á undan yður.
Sælir eru þeir sem taka við fagnaðarerindinu um Jesú Krist... séu þeir sorgbitnir yfir því að þeirra nánustu hati þá fyrir sakir nafns hans, þá munu þeir huggaðir verða.
Sælir eru þeir sem töldu sig ekki vita betur og afneituðu eða unnu gegn fagnaðarerindinu, heldur hungraði eftir hinu nýja lögmáli, lögmáli trúarinnar, því þeir munu erfa jörðina á efsta degi.
Sælir eru þeir sem hungrar og þyrstir eftir að verða réttlættir af Kristi því þá mun ekkert skorta á hinni nýju jörð...
Sælir eru þeir sem elska náungann eins og sjálfan sig, miskunna öðrum og boða frið og fögnuð hjartans því þeir verða börn Guðs.
Verið stöðug í boðun fagnaðarerindisins, þó það kosti mótlæti, óvinsældir, vinslit, hatur eða ofsóknir, óvinurinn hefur frá upphafi heims verið sem grenjandi ljón og þannig hefur hann ofsótt alla þá sem boða orð Guðs hreint og ómengað... honum verður ekki út kastað fyrr en við endi tímanna.
15.3.2009 | 22:40
Frelsar lögmálið?
Hver vill ekki vera góð persóna, vinna náunga sínum gott, vera vinur í raun og hjálp í neyð? ALLIR, HVER EINASTI MAÐUR VILL LÁTA GOTT AF SÉR LEIÐA.
Góð verk færa okkur vellíðan og á sama hátt leiðist okkur ef við getum ekki staðið undir þessum væntingum sem við höfum til sjálfra okkar... okkur líður illa ef við getum ekki hjálpað. En það vill fylgja góðverkum að sá hinn sami telur sig nær Guði... það felist frelsun í því að gera góðverk, en Jesús segir að jafnvel vondir séu góðir við sína... svo góðsemi sé því ekki mælikvarði til að frelsast.
Matt 7:11 Fyrst þér, sem eruð vondir, hafið vit á að gefa börnum yðar góðar gjafir, hve miklu fremur mun þá faðir yðar á himnum gefa þeim góðar gjafir, sem biðja hann?
Lögmálið í Gamla testamentinu var haldreipi gyðinga... vegna lögmálsins töldu þeir sig fremri öðrum mönnum og töldu sig frelsast fyrir að halda það.
Jesús vissi hvernig þeir hreyktu sér upp gagnvart öðrum og spurði þá: (Jóh.7:19) Gaf Móse yður ekki lögmálið? Samt heldur enginn yðar lögmálið. Hví sitjið þér um líf mitt?
Jesús boðaði nýtt fagnaðarerindi... frelsun fyrir trú á hann. Páll postuli segir í Róm 3:20-28
...með því að enginn lifandi maður réttlætist fyrir honum af lögmáls-verkum. En fyrir lögmál kemur þekking syndar. -21- En nú hefur réttlæti Guðs, sem lögmálið og spámennirnir vitna um, verið opinberað án lögmáls. -22- Það er: Réttlæti Guðs fyrir trú á Jesú Krist öllum þeim til handa, sem trúa. Hér er enginn greinarmunur: -23- Allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð, -24- og þeir réttlætast án verðskuldunar af náð hans fyrir endurlausnina, sem er í Kristi Jesú. -25- Guð setti hann fram, að hann með blóði sínu væri sáttarfórn þeim sem trúa. Þannig sýndi Guð réttlæti sitt, því að hann hafði í umburðarlyndi sínu umborið hinar áður drýgðu syndir, -26- til þess að auglýsa réttlæti sitt á yfirstandandi tíma, að hann sé sjálfur réttlátur og réttlæti þann, sem trúir á Jesú. -27- Hvar er þá hrósunin? Hún er úti lokuð. Með hvaða lögmáli? Verkanna? Nei, heldur með lögmáli trúar.
-28- Vér ályktum því, að maðurinn réttlætist af trú án lögmálsverka.
Það frelsast enginn fyrir að halda lögmál gyðinga. Við frelsumst fyrir náð Jesú Krists. Hin góðu verk hvorki frelsa okkur eða veita okkur forgang til Himnaríkis en þau færa okkur áfram vellíðan, hvort við erum veitendur þeirra eða þiggjendur.
Menntun og skóli | Breytt 16.3.2009 kl. 13:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.3.2009 | 18:25
OMG

![]() |
Danskt kynlífssafn gjaldþrota |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.3.2009 | 23:35
Skikkja réttlætisins
Þegar Guð síðan horfir niður á okkur á degi dómsins, þá sér Guð skikkju Krists en ekki syndarann sem er undir henni.
Lúther sagði að undir skikkjunni væri sami syndarinn og áður, syndin væri ekki horfin burt, hún væri enn til staðar... en Kristur væri búinn að breiða yfir hana. Hann er búinn að fyrirgefa okkur hana. Þannig útlistaði hann hvernig Kristur hafi íklætt okkur skikkju réttlætisins. Það er því stór munur á þessari tilgátu og því að telja, að fyrir réttlætingu af trú séum við hreinsuð af syndinni og þannig gerð syndlaus... aðeins Kristur er syndlaus... synd okkar er aðeins hulin.
Siðbótamaðurinn, leggur ríka áherslu á að hver og einn verði að ,,glíma eins og hann orðar það, sjálfur við Guð... það er, hver og einn verður að leita hans sjálfur, iðrast sjálfur og veita sjálfur skikkju réttlætisins viðtöku. Kristur er persónulegur frelsari þinn, hér koma engir milliliðir að gagni og hann veit allt um syndarann undir skikkjunni... en það er sama hve mikið við lesum og fræðumst um Jesú Krist, það er alltaf hægt að kynnast honum og náð hans BETUR.
Þegar hjörtu okkar hafa meðtekið Krist sem frelsara okkar, þá fáum við löngun til góðra verka, til að bæta okkur og verða betri manneskjur. Það er allt annað, en að vinna verk til þess að frelsast... allt annað en að ætlast til að frelsast í staðinn fyrir verkið.
Guð þarfnast ekki verka okkar... en náungi okkar þarfnast þeirra. Guð vill að við þjónum og hjálpum hvort öðru... Séum hvort öðru styrkur, veitum hvort öðru skjól og verndum og verjum hvort annað.
Við byggjum ekki kirkju fyrir Guð, hún er fyrir náungann svo að hann geti byggt upp samband við Guð, eins og við. Guð á ekki bara heima í kirkjunni, hann er þar sem hann er boðinn velkominn, hann er alltaf með okkur, allsstaðar.
Einn gárungi sagði... að Guð væri allsstaðar í heiminum... nema hjá páfanum í Róm... þar er hann með staðgengil.
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 23:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.3.2009 | 12:46
Einn fyrir alla - allir fyrir einn!
Í Post 16:22 segir frá uppþoti á hvíldardegi í Filippí og að Páll og Sílas sem voru á ferðalagi þar, hafi verið handteknir og varpað í fangelsi. Það er ekki nóg að vörðurinn eigi að gæta þeirra vandlega... það er settur stokkur á fætur þeirra... til að fyrirbyggja flótta.
Post 16:26 Þá varð skyndilega landskjálfti mikill, svo að grunnur fangelsisins riðaði. Jafnskjótt opnuðust allar dyr, og fjötrarnir féllu af öllum.
Vegna þess að fangarnir flúðu ekki, spyr fangavörðurinn hvað hann eigi að gera til að verða hólpinn.
Post 16:31En þeir sögðu: Trú þú á Drottin Jesú, og þú munt verða hólpinn og heimili þitt.
Ekki aðeins hann heldur heimili hans líka.Einmitt þetta hefur oft komið upp í huga minn... getur það verið... Gengur þetta svona fyrir sig ? Gildir hér máltækið : Einn fyrir alla og allir fyrir einn.Við höfum séð það í ritningunni... fyrir einn mann kom syndin í heiminn og einn maður leysti okkur undan henni...
Fólk reynir ekki húðstrýkingu og fangelsanir hér í dag, eins og Páll og Sílas reyndu, erfiðleikar dagsins í dag af allt annarri gerð en erfiðleikar manna áður fyrr. En erfiðleikar eru það samt og það má ekki vanmeta þá eða gera lítið úr þeim. Allt of margir eiga virkilega erfitt líf. Líf sem er stanslaust basl og áhyggjur af morgundeginum.
Eru menn almennt trúlausari nú en áður? Blundar trúarneisti í fólki og þá er spurningin... slokknar þessi neisti þegar eitthvað bjátar á eða styrkist hann og verður að loga eða brennandi báli.
Páll og Sílas voru húðstrýktir og fangelsaðir EN innra með þeim brann trúarinnar bál... þeir báðust fyrir og bandingjarnir hlustuðu... þetta er mikilvægur punktur... þeir hlustuðu, trúarfræinu hafði verið sáð... því við jarðskjálftann opnuðust allar dyr í fangelsinu og fjötrarnir féllu af öllum föngunum.
Bænir Páls og Sílasar leystu líka hina fangana... ef Guð hefði viljað... hefði hann getað opnað bara dyrnar hjá þeim tveim... en hann opnaði allar dyrnar og felldi fjötrana af öllum.
Þá er það spurningin um... einn fyrir alla... skiptir trúin máli, fyrst trú og bænir Páls og Sílasar leystu þá alla. Nægir trú eins manns, (eða reyndar tveggja manna ) nægja bænir annarra til að bjarga okkur hinum? Þarf ekki hver og einn sína fullvissu... þarf ekki hver og einn sitt haldreipi...
Vill einhver treysta því að einhver annar biðji fyrir honum svo hann bjargist... er ekki öruggara að biðja sjálfur!!!
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 20:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.3.2009 | 13:01
Drottinn er minn hirðir
Það eru margir sem halda upp á 23.Davíðssálm. Þetta fékk ég sent frá Carroll Filmore og er þetta ágætis útlistun í fáum orðum um hverja línu í sálminum.
Drottinn er minn hirðir - Það er persónulegt samband
mig mun ekkert bresta - hans er forðabúrið
á grænum grundum lætur hann mig hvílast - það er hvíld
leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta - það er endurnæring
Hann hressir sál mína - það er lækning
leiðir mig um rétta vegu - Það er handleiðsla
sakir nafns síns - Það er tilgangur
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal - Það er prófsteinn
óttast ég ekkert illt, - það er vernd
Því þú ert hjá mér, - Það er trúfesti
sproti þinn og stafur hugga mig - það er agi/hlýðni
Þú býrð mér borð frammi fyrir fjendum mínum - það er von
Þú smyrð höfuð mitt með olíu - það er helgun
bikar minn er barmafullur - það eru alsnægtir
Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína - það er blessun
og í húsi Drottins bý ég langa ævi, - það er eilíft öryggi
Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta.
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 13:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.3.2009 | 13:13
Týndi sonurinn
Síðasta dæmisagan af þeim þrem í 15 kafla Lúk. er um týnda soninn. Í þessari sögu er ekki einungis glaðst yfir því að finna hinn týnda, heldur er fyrirgefið, á stundinni, án nokkurs skilyrðis. Þessar 3 sögur um hið týnda fara stigmagnandi.
Í fyrstu sögunni týndist 1% af sauðunum, í næstu 10% af drökmunum... í þessari er það 50%. Því maðurinn átti 2 sonu og annar týndist.
Þessi dæmisaga hefur ótrúlega mörg andlit, og horfa flestir á faðirinn sem Guð sem fyrirgefur okkur feilsporin... vegna þess að faðirinn tók syninum opnum örmum, tilbúinn að fyrirgefa allt. Síðan getum við íhugað hvor sonanna var í raun glataður.
En hvað ef við setjum okkur sjálf sem föðurinn, getum við séð hann sem áminningu fyrir okkur, var hann týndur í eigin áhyggjum? Var hann ekki svo upptekinn af því sem hann hafði misst, þ.e. syninum sem fór, að hann kunni ekki að þakka fyrir eða meta það sem hann hafði... gleymdi hann að hann átti 2 syni. Getum við tekið föðurinn sem áminningu um... að gleyma ekki þeim sem standa alltaf við hlið okkar, þeim sem vinna sín verk án möglunar og án umbunar.
Er það nógu gott fyrir þann sem er alltaf við hlið manns, að heyra setningu eins og faðirinn sagði:
Lúk 15:31 Hann sagði þá við hann: Barnið mitt, þú ert alltaf hjá mér, og allt mitt er þitt...
Nei, ég er ansi hrædd að við verðum að gefa ,,kiðling öðru hverju. Hrósa og verðlauna þá sem eru alltaf við hlið okkar, verðlauna þá sem standast væntingar okkar. Eldri sonurinn kvartaði við föður sinn að hafa aldrei fengið neitt frá föður sínum.
Takið eftir því að það er ekki fyrr en honum finnst hann settur til hliðar, að hann kvartar...
Enn eitt sjónarhorn, á það hver var virkilega týndur eða í hverju við týnum okkur.
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 13:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.3.2009 | 12:51
Týnda drakman
Dæmisaga nr. 2 er dæmisagan um týndu drökmuna. Þessi dæmisaga lætur lítið yfir sér. Ef við teljum setningu vera frá punkti til punkts, þá er hún 3 setningar, en hún segir ótrúlega mikið.
Lúk 15:8 Eða kona, sem á tíu drökmur og týnir einni drökmu, kveikir hún þá ekki á lampa, sópar húsið og leitar vandlega, uns hún finnur hana?
Ég veit ekki nákvæmlega hve mikils virði 1 drakma er, en við fáum strax að vita, að þessi týnda drakma er ekki sú eina sem konan á. Ég veit ekki heldur hvað lampaolían kostaði, en á þessum tíma, hún hefur örugglega verið dýrmæt. En konan byrjar strax að leita... eins og hún hafi ekkert annað að gera, eða eins og drakman færi eitthvað þó hún leitaði þegar það væri orðið bjart...
Í þessari dæmisögu hefur verðmæti hins týnda, þó það sé aðeins 1 drakma, aukist í 10% frá sögunni um týnda sauðinn.
Ef við kíkjum á 1.vers þessa kafla þá segir þar að það eru tollheimtu-menn að hlusta. Jesús vissi að til þess að dæmisögurnar virkuðu sem best, urðu þær að vera um málefni sem fólkið þekkti að eigin raun. Týndur peningur var betri viðmiðun en týndur sauður fyrir tollheimtumenn.
-9- Og er hún hefur fundið hana, kallar hún saman vinkonur sínar og grannkonur og segir: Samgleðjist mér, því að ég hef fundið drökmuna, sem ég týndi.
Ef konur þessa tíma hafa verið líkar konum í dag, þá er eins líklegt að, það hafi kostað hana meira en eina drökmu, að kalla saman vinkonur sínar og grannkonur. Þegar upp er staðið var konan kanski í mínus.
-10- Ég segi yður: Þannig verður fögnuður með englum Guðs yfir einum syndara, sem gjörir iðrun. Þessi saga segir okkur að það getur kostað okkur meira en það sem við týndum, að gefast ekki upp, heldur leita þar til við finnum, frekar en að sætta sig við að týna og láta það bara eiga sig.
Aðalmálið er að finna hið týnda og bjarga því frá eilífri glötun.
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 12:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.3.2009 | 12:36
Týndi sauðurinn
Í Lúkasarguðspjalli segir Jesús 3 dæmisögur í röð sem fjalla allar um eitthvað sem er týnt, það er týndi sauðurinn, týnda drakman og týndi sonurinn.
Fyrsta dæmisagan er Lúk 15:4 um týnda sauðinn.
-4- Nú á einhver yðar hundrað sauði og týnir einum þeirra. Skilur hann ekki þá níutíu og níu eftir í óbyggðinni og fer eftir þeim, sem týndur er, þar til hann finnur hann?Einn af hundraði eða 1% finnst okkur ekki hátt hlutfall, og margir myndu hugsa : Hvað ef hinir 99 myndu týnast á meðan. Var það þá þess virði að hafa áhyggjur af þessu eina prósenti sem var týnt.
-6- Þegar hann kemur heim, fagnar hann með vinum og nágrönnum. Í okkar verslunarháttum væri 1% tap afskrifað án umhugsunar. En þetta er dæmisaga og dæmisögur verða að vera á sama plani og hlustendurnir. Allir áheyrendurnir þurftu að hafa fyrir því að eiga í sig og á, flestir á þessum tíma voru hirðar, sem skildu að hver sauður var dýrmætur. Það kostaði tíma og erfiði að halda þeim saman og leita þeirra sem týndust en gleðin yfir að hafa fundið þann týnda, gerði það þess virði.
-7- Ég segi yður, þannig verður meiri fögnuður á himni yfir einum syndara, sem gjörir iðrun, en yfir níutíu og níu réttlátum, sem ekki hafa iðrunar þörf. Við sem erum margbúin að lesa þessa dæmisögu vitum að Kristur er að tala um syndarann, þann sem leiðist frá hjörðinni hans.
Hinir 99 voru ekki í hættu, þeir voru frelsaðir búnir að játast Jesú... þó þeir væru í ,,óbyggðum sem sagt á hættusvæðum, innan um úlfa og óargadýr... þá voru þeir öruggir... væru þeir innan hjarðarinnar.
En hverjum þeim sem bjargast.... það er þeim sem iðrast og snúa aftur..... er fagnað ákaft á himnum.
Önnur hætta hjarðarinnar er ef það kemst ,,úlfur í sauðagæru" inn í hópinn. Verk hirðisins er að vernda hópinn, bæði fyrir úlfum sem geta komist inn í hópinn og vilja draga sauðina út úr hópnum og einnig að leita þeirra sem týnast eða villast burt.
Menntun og skóli | Breytt 3.3.2009 kl. 12:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.2.2009 | 21:55
Heyra ekki og skilja ekki...
Jesús sagði í Jóh 15:1-8
-1- Ég er hinn sanni vínviður, og faðir minn er vínyrkinn.
-2- Hverja þá grein á mér, sem ber ekki ávöxt, sníður hann af, og hverja þá, sem ávöxt ber, hreinsar hann, svo að hún beri meiri ávöxt.
-3- Þér eruð þegar hreinir vegna orðsins, sem ég hef talað til yðar.
-4- Verið í mér, þá verð ég í yður. Eins og greinin getur ekki borið ávöxt af sjálfri sér, nema hún sé á vínviðnum, eins getið þér ekki heldur borið ávöxt, nema þér séuð í mér.
-5- Ég er vínviðurinn, þér eruð greinarnar. Sá ber mikinn ávöxt, sem er í mér og ég í honum, en án mín getið þér alls ekkert gjört.
-6- Hverjum sem er ekki í mér, verður varpað út eins og greinunum, og hann visnar. Þeim er safnað saman og varpað á eld og brennt.
-7- Ef þér eruð í mér og orð mín eru í yður, þá biðjið um hvað sem þér viljið, og yður mun veitast það.
-8- Með því vegsamast faðir minn, að þér berið mikinn ávöxt, og verðið lærisveinar mínir.
Páll sagði í Róm 10:16-19 Hefur Ísrael hvorki heyrt eða skilið fagnaðarerindið um Krist???
Og margir í dag skilja ekki heldur að þeir gyðingar sem búa í Ísraelsríki nútímans eru ekki lengur útvalin þjóð Guðs... Þeir sem afneita Kristi eiga ekki að vera upphafnir af kristnum.
Kristur gerði allt sem hann gat til að boða gyðingum fagnaðarerindið, hann sendi lærisveinana út tvo og tvo (Lúk 10:1) en skilaboð hans til þeirra voru... að væru þeir ekki velkomnir, þá skyldu þeir þurrka dustið af fótum sér og fara, en þrákálfarnir sem vildu ekki taka á móti fagnaðarboðskapnum skyldu samt fá að vita að Guðs ríki væri í nánd.
Nýjustu færslur
- Áramóta-annáll fyrir árið 2024
- Kefl - Denver CO - Santa Fe NM 8-13.nóv 2024
- Kefl - Portland OR - WA - ID 19-27. sept 2024
- Kefl - Chicago IL og fl. 4-12. júli 2024
- Kefl - Raleigh NC - Bristol TN 20-27. mars 2024
- Kef - Raleigh NC - Orlando - Kef.. 27 des 2023- 6.jan 2024
- Áramóta annáll fyrir árið 2023
- Virginia 9-20.nóv 2023
- Denver CO, WY og MT 1-9.okt 2023
- Kórferð til Bristol 27-30.sept 2023
Færsluflokkar
- 100 MARAÞON
- Afmæliskveðjur
- Annálar
- Bloggar
- Brandarar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- MARAÞON
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Apríl 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Desember 2021
- Desember 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Apríl 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- September 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Janúar 2018
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Ágúst 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007