Leita í fréttum mbl.is

Einn fyrir alla - allir fyrir einn!

Í Post 16:22 segir frá uppþoti á hvíldardegi í Filippí og að Páll og Sílas sem voru á ferðalagi þar, hafi verið handteknir og varpað í fangelsi. Það er ekki nóg að vörðurinn eigi að gæta þeirra vandlega... það er settur stokkur á fætur þeirra... til að fyrirbyggja flótta.

Post 16:26 Þá varð skyndilega landskjálfti mikill, svo að grunnur fangelsisins riðaði. Jafnskjótt opnuðust allar dyr, og fjötrarnir féllu af öllum.
Vegna þess að fangarnir flúðu ekki, spyr fangavörðurinn hvað hann eigi að gera til að verða hólpinn.

Post 16:31En þeir sögðu: Trú þú á Drottin Jesú, og þú munt verða hólpinn og heimili þitt. 

Ekki aðeins hann heldur heimili hans líka.Einmitt þetta hefur oft komið upp í huga minn... getur það verið... Gengur þetta svona fyrir sig ?  Gildir hér máltækið : Einn fyrir alla og allir fyrir einn.  

Við höfum séð það í ritningunni... fyrir einn mann kom syndin í heiminn og einn maður leysti okkur undan henni...
Fólk reynir ekki húðstrýkingu og fangelsanir hér í dag, eins og Páll og Sílas reyndu, erfiðleikar dagsins í dag af allt annarri gerð en erfiðleikar manna áður fyrr.  En erfiðleikar eru það samt og það má ekki vanmeta þá eða gera lítið úr þeim.  Allt of margir eiga virkilega erfitt líf. Líf sem er stanslaust basl og áhyggjur af morgundeginum.

Eru menn almennt trúlausari nú en áður?  Blundar trúarneisti í fólki og þá er spurningin... slokknar þessi neisti þegar eitthvað bjátar á eða styrkist hann og verður að loga eða brennandi báli.   
Páll og Sílas voru húðstrýktir og fangelsaðir EN innra með þeim brann trúarinnar bál... þeir báðust fyrir og bandingjarnir hlustuðu... þetta er mikilvægur punktur... þeir hlustuðu, trúarfræinu hafði verið sáð... því við jarðskjálftann opnuðust allar dyr í fangelsinu og fjötrarnir féllu af öllum föngunum.  

Bænir Páls og Sílasar leystu líka hina fangana... ef Guð hefði viljað... hefði hann getað opnað bara dyrnar hjá þeim tveim... en hann opnaði allar dyrnar og felldi fjötrana af öllum. 

Þá er það spurningin um... einn fyrir alla... skiptir trúin máli, fyrst trú og bænir Páls og Sílasar leystu þá alla.  Nægir trú eins manns, (eða reyndar tveggja manna ) nægja bænir annarra til að bjarga okkur hinum? Þarf ekki hver og einn sína fullvissu... þarf ekki hver og einn sitt haldreipi... 

Vill einhver treysta því að einhver annar biðji fyrir honum svo hann bjargist... er ekki öruggara að biðja sjálfur!!! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Sæl Bryndís.

Þetta er mjög góð ábending og vel vert umhugsunarefni fyrir alla jafnt konur sem kalla.

Takk fyrir.

kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 12:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband