Færsluflokkur: Menntun og skóli
23.2.2009 | 19:41
Númer hvað er þjóðin?
Það var vitað fyrirfram að þessi stjórn myndi sitja í stuttan tíma, þess vegna hefði maður haldið að áherslan lægi á að styrkja og styðja heimilin í landinu og atvinnuvegina... en að sóa tímanum í svona vitleysu...
![]() |
Lausn ekki fundin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.2.2009 | 23:28
Númer EITT
Orðið ,,testamenti þýddi til forna eiður, skrifleg tilmæli, erfðaskrá eða ákvæði. Gríska og hebreska merkingin getur líka verið ,,sáttmáli. Sáttmáli í hinni fornu veröld þýddi bindandi samkomulag milli tveggja aðila og það var oft innsiglað með dýrafórn þ.e. blóði fórnardýrs. Móses stofnsetti hinn Gamla sáttmála með dýrafórn á altari Guðs. Þennan sáttmála kallar Nýja testamentið lögmálið og boðorðin
Lögmálið samanstendur af 613 ákvæðum [1] og Boðorðin eru 10.... báðar tölurnar hafa þversummuna EINN.... Við höfum bara eitt líf og einn Guð og hann á að vera númer eitt hjá okkur.4.2.2009 | 20:26
Byrjað á öfugum enda?
Hvers vegna þurfti að stjórnin að víkja? Var hún ekki að fara eftir þeim úthlutunarreglum sem voru fyrir og einhverjir aðrir settu... og þarf ekki að vera ,,einhver" stjórn á meðan reglurnar eru þá endurskoðaðar?
Ég er námsmaður á námslánum... ég veit að maður þarf að ná prófunum til að fá lánið? Þess vegna eru lánin greidd eftirá. Falli námsmaður í einhverju fagi, bætir það örugglega ekki að hafa þegar fengið námslánið... þá þyrfti að borga það til baka er það ekki ???
Ég get ekki séð annað en að Katrín verða sér úti um atkvæði námsmanna... hún er komin í kosningabaráttu.
![]() |
Vék stjórn LÍN frá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.1.2009 | 13:54
Trúmál og siðferði
Ég var að skoða bloggflokkana og sá að það var búið að breyta nafni flokksins ,,trúmál" í ,,trúmál og siðferði"... flokkar sem hljóta þá að hanga saman... þó siðferði eigi auðvitað við alla líka hina vantrúuðu.
Það er sama hvaða trú fólk aðhyllist... Budda, Islam, Hindú, Gyðingdóm, Kristni eða Vantrú... allt þetta fólk reynir að lifa eftir svipuðum reglum og boðorðum og vill vera í sátt og samlyndi við aðra. Innan um í öllum þessum hópum eru til öfgahópar.
Hér á landi hafa oft verið spyrt saman þessi tvö orð ,,kristið" og ,,siðferði." Oftast er þá átt við að siðferðið sé trúarlegt... en ekki samfélagslegt atriði.
Ég hef áður bloggað um skiptingu boðorðanna 10...
http://bryndissvavars.blog.is/blog/bryndissvavars/entry/642887/
http://bryndissvavars.blog.is/blog/bryndissvavars/entry/637734/
Fyrstu boðorðin varða samband manns við Guð og teljast því trúarlegi hluti þeirra... seinni hluti þeirra þ.e. frá og með hvíldardagsboðorðinu er samfélagsreglur... reglur sem eru gerðar fyrir manninn svo honum geti liðið vel og verið óttalaus í samfélagi við aðra.
Þessar reglur gilda alls staðar hverju sem menn trúa...
Það er sérstaklega vantrúað fólk er í einhverri nöp við orðalagið ,,kristilegt siðgæði" og þeir blanda því meira að segja við Gamla testamentið... en réttilega væri aðeins hægt að tengja það við Nýja testamentið og boðorð Jesú um að elska Guð og náungann eins og sjálfan þig.
9.1.2009 | 15:26
Guð einstaklinga
Ísrael var það nafn sem Guð valdi fyrir ákveðinn þjóðfélagshóp... útvalningin var á Jakob og afkomendum hans, sem urðu að þjóð og Guð gaf þessari þjóð ákveðið land... En eins og Job sagði, þá bæði gaf Drottinn og tók.
Af þeirri einföldu ástæðu að Ísraelsmenn misstu landið sem Drottinn gaf þeim... er raunhæft að ætla að Drottinn hafi tekið landið af þeim aftur en um leið og þeir misstu landið, misstu þeir musterið þar sem æðstipresturinn friðþægði fyrir þjóðina í heild einu sinni á ári.
Spámaðurinn Esekíel var búinn að prédika yfir Ísraelsmönnum (18.kafli) að hver einstaklingur innan Ísraels yrði að standa reikningsskil gerða sinna.
Við dauða Krists á krossinum breyttist fyrirheitið sem Guð hafði gefið Ísraelsmönnum sem þjóð - eftir þetta var fyrirheitið einstaklingsbundið.
Jesús sagði: Það kemst enginn í ríki Guðs nema fyrir mig.
7.1.2009 | 21:33
Niðurstöður?
Geimurinn verður alltaf ráðgáta fyrir okkur og menn eru að geta sér til um ýmislegt. Nýjar ,,niðurstöður" segja okkur ekkert nema það að vísindamenn vita í raun ekkert fyrir víst... þetta eru allt getgátur... sem margir taka síðan sem heilögum sannleika.
![]() |
Vetrarbrautin sögð stærri en talið var |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 21:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
7.1.2009 | 21:11
Glæsilegt, til hamingju Ólafur
Ég er sérstaklega hrifin af framtaki Ólafs H. Johnson að reka menntaskóla með þessu sniði eins og Menntaskólinn Hraðbraut er rekinn.
Ég var í fyrsta árganginum sem útskrifaðist eftir aðeins 2ja ára nám. Kerfið er frábært, aðeins 3 fög í einu... 4 vikur í geðveiki... bara grín... 1 vika í próf og vikuna á eftir er frí, ef maður náði prófunum - annars var hún notuð til að taka prófið aftur.
Það er frábært að geta útskrifast á 2 árum - og þau eru svo fljót að líða :)
![]() |
Nýir eigendur að Menntaskólanum Hraðbraut |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 21:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.12.2008 | 19:43
Hvað voru vitringarnir margir?
Ég varpaði þessari spurningu fram, þegar við systur vorum að föndra jólakúlur um daginn. Hvað voru vitringarnir margir?
Ekki stóð á svörunum, allar sammála um að þeir hafi verið 3... og vitnuðu meira að segja í Biblíuna.
Matt 2:1
Þegar Jesús var fæddur í Betlehem í Júdeu á dögum Heródesar konungs, komu vitringar frá Austurlöndum til Jerúsalem
Matt 2:11
þeir gengu inn í húsið og sáu barnið og Maríu, móður þess, féllu fram og veittu því lotningu. Síðan luku þeir upp fjárhirslum sínum og færðu því gjafir, gull, reykelsi og myrru.
Það er oft þetta einfaldasta sem fellir okkur... Eitthvað sem við höfum bitið í okkur og myndum standa á því föstum fótum að væri rétt... en sannleikurinn er sá að tala vitringanna er hvergi nefnd - aftur á móti eru gjafirnar þrjár, gull, reykelsi og myrra.
17.12.2008 | 19:54
Allra hagur...
Sem krakki man ég eftir sjoppueiganda og sundlaugaverði sem voru af erlendum uppruna. Sjoppueigandinn talaði slagfæra íslensku... varð kanski að gera það svo það væri hægt að versla við hann en hinn danski sundlaugavörður var búinn að búa til sitt eigið tungumál, sem ég held að hvorki Danir eða Íslendingar hefðu skilið þó lífið lægi við...
Tengdamamma mágkonu minnar reyndi hins vegar aldrei að læra íslenskuna, þó hún væri búsett hér í fjölda ára... svo það er nauðsynlegt að ýta við fólki. Það er nauðsynlegt að setja kröfur, því eftir allt saman er auðveldara fyrir fólkið sjálft að fóta sig hér, ef það lærir málið.
![]() |
Íslenskupróf skilyrði fyrir ríkisborgararétti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.11.2008 | 18:31
Ótrúlega krúttlegt
Guð segir: Ég hef valið engil fyrir þig úr hópi engla og hann bíður eftir þér, þessi engill mun sjá um þig.
En segðu mér Guð, segir barnið... hérna á himninum geri ég ekkert annað en að syngja og brosa og það er nóg til að vera hamingjusamur.
Og Guð segir: Engillinn þinn kemur til með að syngja fyrir þig, hann brosir til þín alla daga og þú verður umlukinn ást og þannig verður þú hamingjusamur.
Barnið spyr: En hvernig get ég skilið tungumálið sem mennirnir tala?
Guð svarar: Engillinn þinn segir falleg orð við þig, fallegustu orð sem þú hefur nokkurn tíma heyrt og með mikilli þolinmæði og kærleik mun hann kenna þér að tala.
Barnið spyr: Hvað geri ég ef ég vil tala við þig?
Guð segir: Engillinn þinn mun setja saman hendur þínar og kenna þér að biðja.
Barnið segir: Ég hef heyrt að á jörðinni séu til vondir menn, hvernig get ég varið mig?
Og Guð segir: Engillinn þinn mun verja þig þó það kosti hann lífið.
Barnið segir: En ég verð alltaf sorgmæddur, því ég sé þig ekki oftar.
Guð segir: Engillinn þinn á eftir að segja þér frá mér og vísa þér veginn í áttina til mín, en þó mun ég alltaf vera við hlið þér.
Á þessu andartaki færðist ró yfir himininn, guðdómlegar raddir heyrðust og barnið sagði: Kæri Herra, þar sem ég er að fara, segðu mér... hvað heitir engillinn minn?
Og Guð svaraði: Nafn hans skiptir ekki máli, þú kallar hann bara ,,mömmu"
Nýjustu færslur
- Áramóta-annáll fyrir árið 2024
- Kefl - Denver CO - Santa Fe NM 8-13.nóv 2024
- Kefl - Portland OR - WA - ID 19-27. sept 2024
- Kefl - Chicago IL og fl. 4-12. júli 2024
- Kefl - Raleigh NC - Bristol TN 20-27. mars 2024
- Kef - Raleigh NC - Orlando - Kef.. 27 des 2023- 6.jan 2024
- Áramóta annáll fyrir árið 2023
- Virginia 9-20.nóv 2023
- Denver CO, WY og MT 1-9.okt 2023
- Kórferð til Bristol 27-30.sept 2023
Færsluflokkar
- 100 MARAÞON
- Afmæliskveðjur
- Annálar
- Bloggar
- Brandarar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- MARAÞON
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Apríl 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Desember 2021
- Desember 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Apríl 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- September 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Janúar 2018
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Ágúst 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007