Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Menntun og skóli

Að heimta tákn - Matt. 16.kafli

-1- Þá komu farísear og saddúkear, vildu freista hans og báðu hann að sýna sér tákn af himni.
-2- Hann svaraði þeim: Að kvöldi segið þér: Það verður góðviðri, því að roði er á lofti.
-3- Og að morgni: Illviðri í dag, himinninn er rauður og þungbúinn. Útlit loftsins kunnið þér að ráða, en ekki tákn tímanna.
-4- Vond og ótrú kynslóð heimtar tákn, en eigi verður henni annað tákn gefið en tákn Jónasar. Síðan skildi hann við þá og fór.

Vantrúin er í eðli okkar... við viljum sannanir fyrir öllu. Menn vildu ekki sjá ,,einhver tákn" heldur vildu þeir sjá þau tákn sem ritningarnar spáðu fyrir í sambandi við komu Messíasar. Táknin voru til staðar en þeir kunnu ekki að ráða þau.
Jesús segir síðan við lærisveinana ,,varist súrdeig farisea" (6v) og hann var að tala um kenningar þeirra (12v) http://bryndissvavars.blog.is/blog/bryndissvavars/entry/816538/ 
Jesús varar við kenningum farísea... gyðingar voru á villigötum, kirkja Krists byggir alfarið á trú á Jesú Krist, en Pétur sagði við hann: Þú ert Kristur, sonur hins lifanda Guðs (16v).

-24- Þá mælti Jesús við lærisveina sína: Hver sem vill fylgja mér, afneiti sjálfum sér, taki kross sinn og fylgi mér.
-25- Því að hver sem vill bjarga lífi sínu, mun týna því, og hver sem týnir lífi sínu mín vegna, mun finna það.
-26- Hvað stoðar það manninn að eignast allan heiminn og fyrirgjöra sálu sinni? Eða hvað gæti maður látið til endurgjalds fyrir sálu sína?
-27- Mannssonurinn mun koma í dýrð föður síns með englum sínum, og þá mun hann gjalda sérhverjum eftir breytni hans.
-28- Sannlega segi ég yður: Nokkrir þeirra, sem hér standa, munu eigi dauða bíða, fyrr en þeir sjá Mannssoninn koma í ríki sínu.

Að afneita sjálfum sér... er að setja Krist framar en sjálfan sig. Í okkar menningarheimi kostar ekki mikið að fylgja Kristi... aðeins eitt .  Við sætum hvorki ofsóknum né verðum fyrir aðkasti fyrir trúna. Baráttan sem við heyjum er við okkur sjálf... Á ég að játa trú mína fyrir öðru fólki?...
Jesús segir ,,Hvern þann sem kannast við mig fyrir mönnum, mun og ég við kannast fyrir föður mínum á himnum." (Matt 10:32)


Mannasetningar - Matt. 15.kafli

-1- Nú komu til Jesú farísear og fræðimenn frá Jerúsalem og sögðu:
-2- Hvers vegna brjóta lærisveinar þínir erfikenning forfeðranna? Þeir taka ekki handlaugar, áður en þeir neyta matar.
-3- Hann svaraði þeim: Hvers vegna brjótið þér sjálfir boðorð Guðs sakir erfikenningar yðar?
-4- Guð hefur sagt: Heiðra föður þinn og móður, og: Hver sem formælir föður eða móður, skal dauða deyja.
-5- En þér segið: Hver sem segir við föður sinn eða móður: Það sem þér hefði getað orðið til styrktar frá mér, er musterisfé,
-6- hann á ekki að heiðra föður sinn eða móður. Þér ógildið orð Guðs með erfikenning yðar.
-7- Hræsnarar, sannspár var Jesaja um yður, er hann segir:
-8- Lýður þessi heiðrar mig með vörunum, en hjarta þeirra er langt frá mér.
-9- Til einskis dýrka þeir mig, er þeir kenna þá lærdóma, sem eru mannasetningar einar.

Erfikenning má segja að sé lífsstíll sem verður sífellt mikilvægari þáttur í lífi einstaklings. Smátt og smátt urðu erfikenningar gyðinga sterkari en boðorð Guðs...  þær urðu að lögum og á tímum Jesú voru þær orðnar fremri boðorðum Guðs...
Eitt boðorðanna segir ,,Heiðra skaltu föður þinn og móður" og einu sinni taldi ég þetta merkja að maður ætti að bera virðingu fyrir foreldrum sínum... en samkvæmt þessum versum merkir þetta að ,,sjá fyrir" foreldrum sínum og þá sennilega í ellinni. Farisearnir voru farnir að seilast í það fé sem átti að styrkja foreldrana. Kenningar fariseanna lifa góðu lífi hjá gyðingum í dag eins og áður - ekkert hefur breyst hjá þeim.

-10- Og hann kallaði til sín mannfjöldann og sagði: Heyrið og skiljið.
-11- Ekki saurgar það manninn, sem inn fer í munninn, hitt saurgar manninn, sem út fer af munni.
-12- Þá komu lærisveinar hans og sögðu við hann: Veistu, að farísearnir hneyksluðust, þegar þeir heyrðu orð þín?
-13- Hann svaraði: Sérhver jurt, sem faðir minn himneskur hefur eigi gróðursett, mun upprætt verða.
-14- Látið þá eiga sig! Þeir eru blindir, leiðtogar blindra. Ef blindur leiðir blindan, falla báðir í gryfju.

Þeir voru blindir... Sá sem virðurkennir ekki Krist mun upprættur verða... og þetta er mikilvægt fyrir þá sem boða orðið... látið þá eiga sig (amk í bili) sem hneykslast á orði Guðs.

Sagan um samversku konuna http://bryndissvavars.blog.is/blog/bryndissvavars/entry/659218/


Brauð lífsins - Matt. 14.kafli

-14- Þegar Jesús steig á land, sá hann þar mikinn mannfjölda, og hann kenndi í brjósti um þá og læknaði þá af þeim, er sjúkir voru.
-15- Um kvöldið komu lærisveinarnir að máli við hann og sögðu: Hér er engin mannabyggð og dagur liðinn. Lát nú fólkið fara, að þeir geti náð til þorpanna og keypt sér vistir.
-16- Jesús svaraði þeim: Ekki þurfa þeir að fara, gefið þeim sjálfir að eta.
-17- Þeir svara honum: Vér höfum hér ekki nema fimm brauð og tvo fiska.
-18- Hann segir: Færið mér það hingað.
-19- Og hann bauð fólkinu að setjast í grasið. Þá tók hann brauðin fimm og fiskana tvo, leit upp til himins, þakkaði Guði, braut brauðin og gaf lærisveinunum, en þeir fólkinu.
-20- Og þeir neyttu allir og urðu mettir. Og þeir tóku saman brauðbitana, er af gengu, tólf körfur fullar.
-21- En þeir, sem neytt höfðu, voru um fimm þúsund karlmenn, auk kvenna og barna.

Jesús læknaði sjúka og brauðfæddi þúsundir í miðri sorg sinni vegna Jóhannesar. Á sorgarstundu og einmitt þegar hann fór burt til að vera einn... þá umbar hann og kenndi í brjósti um fólkið.  Hann hrakti fólkið ekki frá sér, heldur þvert á móti, því fylgdi blessun að vera í návist hans.

Jesús er brauð lífsins, fæddur í Betlehem, en Hebreska merkingin er ,,Hús Brauðsins"...
Jesús braut brauðið, gjörði þakkir... og það mettaði þúsundir.
Þessa frásögn er hægt að sjá sem táknmynd... Orð Guðs er brauð lífsins og það mettaði þúsundir heiðingja... alla þá sem eltu Jesús þarna út í óbyggðina. 
En orð Guðs er fyrir alla og það var sama hversu margir þeir voru sem tóku á móti orðinu... það kom það ekki niður á þeim útvöldu sem áttu það fyrir, ef þeir vildu á annað borð taka við boðskapnum .... Leifarnar, hinar 12 körfur eru 12 ættkvíslir Ísraels. NÓG FYRIR ALLA.

Við þurfum að þekkja Jesús... Hann á ekki að þurfa að segja ,,þetta er ég" (27v). Hvað sem kemur upp á... eða þegar við sökkvum - þá er hann haldreipið sem við bindum traust okkar á... Hann er alltaf með útrétta hönd (31v) og sannarlega sonur Guðs (33v).


Hver sem eyru hefur hann heyri - Matt. 13.kafli

-1- Sama dag gekk Jesús að heiman og settist við vatnið.
-2- Svo mikill mannfjöldi safnaðist að honum, að hann varð að stíga í bát og sitja þar. En allt fólkið stóð á ströndinni.
-3- Hann talaði margt til þeirra í dæmisögum...

,,Sama dag" merkir að það var enn hvíldardagur, Það má segja að Jesús hafi haft mest að gera á hvíldardögum, en þá fór hann venjulega í samkomuhús gyðinga, hann læknaði, hann prédikaði undir berum himni og oft sagði hann fólkinu dæmisögur. Oft endaði hann frásagnir sínar á þessu orðatiltæki ,,Hver sem eyru hefur hann heyri"...
Þetta er vinsamleg ábending... Guð gaf þér eyru - hlustaðu á orð hans. Dæmisögur má túlka á margan hátt og þær má lesa inn í allar aðstæður... en hvers vegna dæmisögur ???

-12- Því að þeim, sem hefur, mun gefið verða, og hann mun hafa gnægð, en frá þeim, sem eigi hefur, mun tekið verða jafnvel það, sem hann hefur.
-13- Þess vegna tala ég til þeirra í dæmisögum, að sjáandi sjá þeir ekki og heyrandi heyra þeir ekki né skilja.
-14- Á þeim rætist spádómur Jesaja: Með eyrum munuð þér heyra og alls ekki skilja, og sjáandi munuð þér horfa og ekkert sjá.
-15- Því að hjarta lýðs þessa er sljótt orðið, og illa heyra þeir með eyrum sínum, og augunum hafa þeir lokað, svo að þeir sjái ekki með augunum né heyri með eyrunum og skilji með hjartanu og snúi sér, og ég lækni þá.

Kærleikur Krists er svo mikill að hann neyðir engan til fylgis við sig, þeir sem vilja ekki sjá og skilja, geta gengið burt og ekki þóst hafa skilið söguna, þetta geta þeir gert með fullri reisn... Jesús gefur val... þeir sem velja að heyra og skilja munu hafa gnægð.
Dæmisögurnar segja að bæði kristnir og heiðnir munu lifa í samfélagi fram að uppskerutíð, við enda veraldar, eða þar til englarnir koma og skilja vonda menn frá réttlátum (49v.)

-52- Hann [Jesús] sagði við þá: Þannig er sérhver fræðimaður, sem orðinn er lærisveinn himnaríkis, líkur húsföður, sem ber fram nýtt og gamalt úr forðabúri sínu.
Menn þurftu að þekkja hin gömlu rit til að þekkja hvenær spádómar þeirra rættust, þekkja bæði hið nýja og hið gamla orð... og til þess þurfti vilja til að ,,heyra og skilja."


Drottinn hvíldardagsins - Matt. 12.kafli

-1- Um þessar mundir fór Jesús um sáðlönd á hvíldardegi. Lærisveinar hans kenndu hungurs og tóku að tína kornöx og eta.
-2- Þegar farísear sáu það, sögðu þeir við hann: Lít á, lærisveinar þínir gjöra það, sem ekki er leyft að gjöra á hvíldardegi.
-3- Hann svaraði þeim: Hafið þér eigi lesið, hvað Davíð gjörði, þegar hann hungraði og menn hans?
-4- Hann fór inn í Guðs hús, og þeir átu skoðunarbrauðin, sem hvorki hann né menn hans og engir nema prestarnir máttu eta.
-5- Eða hafið þér ekki lesið í lögmálinu, að prestar vanhelga hvíldardaginn í musterinu á hvíldardögum, og eru þó án saka?
-6- En ég segi yður: Hér er meira en musterið.
-7-
Ef þér hefðuð skilið, hvað felst í orðunum: Miskunnsemi vil ég, ekki fórnir, munduð þér ekki hafa sakfellt saklausa menn.
-8- Því að Mannssonurinn er herra hvíldardagsins.

Í annað sinn koma fyrir þessi orð Jesú: ,,Miskunnsemi vil ég, ekki fórnir" (Matt 9:13). Menn áttu ekki sífellt að horfa á og bera saman afglöp sín við afglöp annarra - heldur áttu menn að líta í eigin barm... og reyna að bæta sig en ekki að fórna sífellt fyrir sömu syndirnar.
Fyrir faríseum var musterið það allrahelgasta á jörðinni, Jesús segist vera MEIRA en musterið og hann var herra hvíldardagsins. Gyðingaþjóðin var fjötruð í erfikenningum sínum og ákvæðum lögmálsins og farísearnir reyna að hanka Jesús á að brjóti lögmálið.

Margir vilja afsaka lækningar Jesú á hvíldardegi með því að kraftaverk hans hafi ekki verið ,,vinna"... en allt sem við gerum eru verk, ákveðin vinna, hvort sem við fáum greitt fyrir eða ekki. Lærisveinar Jesú hvorki föstuðu (Mark 2:20, Lúk 5:35) eða hvíldust á meðan hann starfaði, en hann tók það fram að þeir myndu gera það eftir að hann væri farinn.
Eitt af mörgum kraftaverkum Jesú, var að reka út illa anda og virðast margir hafa verið andsetnir á þeim dögum - skildi það vera líka í dag?

-28- En ef ég rek illu andana út með Guðs anda, þá er Guðs ríki þegar yfir yður komið.
-43- Þegar óhreinn andi fer út af manni, reikar hann um eyðihrjóstur og leitar hælis, en finnur ekki.
-44- Þá segir hann: Ég vil hverfa aftur í hús mitt, þaðan sem ég fór. Og er hann kemur og finnur það tómt, sópað og prýtt,
-45- fer hann og tekur með sér sjö aðra anda sér verri, og þeir fara inn og setjast þar að, og verður svo hlutur þess manns verri eftir en áður. Eins mun fara fyrir þessari vondu kynslóð.

Guðs ríki... þ.e. heilagur andi, tekur sér bólfestu í okkur ef við gefum við honum pláss í lífi okkar. Á sama hátt hlýtur fólk sem er andsetið - að gefast á vald hins illa með því að gefa því pláss í lífi sínu.
Okkur er lífsnauðsynlegt að fylla hjörtu okkar af kærleika Krists, svo ekkert tómarúm skapist þar sem nýtist hinum illu öflum heimsins.


Ert þú sá sem koma skal... - Matt. 11.kafli

-2- Jóhannes heyrði í fangelsinu um verk Krists. Þá sendi hann honum orð með lærisveinum sínum og spurði:
-3-
Ert þú sá, sem koma skal, eða eigum vér að vænta annars?
-4- Jesús svaraði þeim: Farið og kunngjörið Jóhannesi það, sem þér heyrið og sjáið:
-5- Blindir fá sýn og haltir ganga, líkþráir hreinsast og daufir heyra, dauðir rísa upp, og fátækum er flutt fagnaðarerindi.
-6- Og sæll er sá, sem hneykslast ekki á mér.
-10- Hann er sá, sem um er ritað: Sjá, ég sendi sendiboða minn á undan þér, er greiða mun veg þinn fyrir þér.
-13- Spámennirnir allir og lögmálið, allt fram að Jóhannesi, sögðu fyrir um þetta.
-14- Og ef þér viljið við því taka, þá er hann Elía sá, sem koma skyldi.

Vantrúin er alltaf til staðar... eða eins og Jesús sagði: Vond og ótrú kynslóð heimtar tákn...(Matt 16:4)... en jafnvel þó þeim væru gefin táknin sem spádómar ritningarinnar sögðu fyrir, þá var vantrúin enn til staðar.

-11- Sannlega segi ég yður: Enginn er sá af konu fæddur, sem meiri sé en Jóhannes skírari. En hinn minnsti í himnaríki er honum meiri.

Var Jesús þá ekki fæddur af konu??? Auðvitað er Guði ekkert um megn, Almáttugur Guð gat sleppt Maríu við fæðinguna... Hver erum við að vera með einhverjar getgátur...

-28- Komið til mín, allir þér sem erfiði hafið og þungar byrðar, og ég mun veita yður hvíld.
-29- Takið á yður mitt ok og lærið af mér, því að ég er hógvær og af hjarta lítillátur, og þá munuð þér finna hvíld sálum yðar.
-30- Því að mitt ok er ljúft og byrði mín létt.

Komið til mín... http://bryndissvavars.blog.is/blog/bryndissvavars/entry/693797/
Þegar við erum gjörsamlega að sligast af áhyggjum og erfiðleikum dagsins, þá leggjum við öll okkar vandamál í hans hendur eða við hans fætur... í heitri bæn biðjum við um lausn - en alltof oft gerist það að lokinni bæninni að við höldum áfram að kljást við vandamálið... við gleymdum að skilja það eftir hjá honum... treysta honum fyrir að leysa allt á bestan veg... því
hann er sá sem beðið var eftir - Frelsari heimsins.


Trúboð - Matt. 10.kafli

-1- Og hann kallaði til sín lærisveina sína tólf og gaf þeim vald yfir óhreinum öndum, að þeir gætu rekið þá út og læknað hvers kyns sjúkdóm og veikindi.
-2- Nöfn postulanna tólf eru þessi: Fyrstur Símon, sem kallast Pétur, og Andrés bróðir hans, þá Jakob Sebedeusson og Jóhannes bróðir hans,
-3- Filippus og Bartólómeus, Tómas og Matteus tollheimtumaður, Jakob Alfeusson og Taddeus,
-4- Símon vandlætari og Júdas Ískaríot, sá er sveik hann.
-5- Þessa tólf sendi Jesús út og mælti svo fyrir:
Haldið ekki til heiðinna manna og farið ekki í samverska borg.
-6-
Farið heldur til týndra sauða af Ísraelsætt.
-7- Farið og prédikið: Himnaríki er í nánd.

Jesús kom sem trúboði og tilgangur ferðarinnar var að leiða hina útvöldu þjóð réttan veg. Þjóðin var týnd... En stærsti hluti þjóðarinnar vildi ekki taka við honum.
,,Himnaríki er í nánd"... himnaríki er alltaf í nánd, hver og einn hefur einungis sinn líftíma til að gera upp hug sinn - og okkar ævi er óráðinn tími. Það er því betra að gera upp hug sinn fyrr en seinna hvort maður ætlar að þiggja þá gjöf sem fagnaðarerindið er.

-14- Og taki einhver ekki við yður né hlýði á orð yðar, farið þá úr því húsi eða þeirri borg og hristið dustið af fótum yðar.

Sá sem prédikar fagnaðarerindið á hvorki að deila við viðmælenda sinn né þröngva boðskapnum upp á hann - betra er fyrir hann að hverfa á brott.

-16- Sjá, ég sendi yður eins og sauði meðal úlfa. Verið því kænir sem höggormar og falslausir sem dúfur.
-17- Varið yður á mönnunum. Þeir munu draga yður fyrir dómstóla og húðstrýkja yður í samkundum sínum.
-22- Og þér munuð hataðir af öllum vegna nafns míns. En sá sem staðfastur er allt til enda, mun hólpinn verða.
-28- Hræðist ekki þá, sem líkamann deyða, en fá ekki deytt sálina.
Hræðist heldur þann, sem megnar að tortíma bæði sálu og líkama í helvíti.
-32- Hvern þann sem kannast við mig fyrir mönnum, mun og ég við kannast fyrir föður mínum á himnum.
-33-
En þeim sem afneitar mér fyrir mönnum, mun og ég afneita fyrir föður mínum á himnum.
-40- Sá sem tekur við yður, tekur við mér, og sá sem tekur við mér, tekur við þeim, er sendi mig.

Jesús vissi að fagnaðarerindið sem átti að sameina lýð Guðs myndi sundra hópnum og valda ofsóknum og hatri á fylgismönnum hans... Í öllum okkar erfiðleikum og mótlæti eigum við einungis að hræðast einn óvin, þann sem tortímir sálu okkar...
Baráttan er um tignirnar og völdin í heiminum (Efe 6:12)... því allt varðar þetta tilbeiðslu... Það getur enginn sótt um inngöngu fyrir annan í himnaríki... Í trúmálum þarf hver og einn að taka afstöðu hvort hann fylgi Kristi.


Trú er allt sem þarf - Matt. 9.kafli

-1- Þá sté Jesús í bát og hélt yfir um og kom til borgar sinnar.
-2- Þar færa menn honum lama mann, sem lá í rekkju. Þegar Jesús sá trú þeirra, sagði hann við lama manninn: Vertu hughraustur, barnið mitt, syndir þínar eru fyrirgefnar.
-3- Nokkrir fræðimenn sögðu þá með sjálfum sér: Hann guðlastar!
-4- En Jesús þekkti hugsanir þeirra og sagði: Hví hugsið þér illt í hjörtum yðar?

Hversu oft erum við ekki tilbúin að dæma það sem við þekkjum ekki? Hvort sem það er gott eða illt. Læknaðist maðurinn við að fá syndir sínar fyrirgefnar eða notaði Jesús aðeins þetta orðfæri vegna þess að fræðimennirnir hafi talið fólki trú um að bæklanir þeirra væru í beinu samhengi við syndir þeirra.

-9- Þá er hann gekk þaðan, sá hann mann sitja hjá tollbúðinni, Matteus að nafni, og hann segir við hann: Fylg þú mér! Og hann stóð upp og fylgdi honum.
-10- Nú bar svo við, er Jesús sat að borði í húsi hans, að margir tollheimtumenn og bersyndugir komu og settust þar með honum og lærisveinum hans.
-11- Þegar farísear sáu það, sögðu þeir við lærisveina hans: Hvers vegna etur meistari yðar með tollheimtumönnum og bersyndugum?
-12- Jesús heyrði þetta og sagði: Ekki þurfa heilbrigðir læknis við, heldur þeir sem sjúkir eru.
-13- Farið og nemið, hvað þetta merkir: Miskunnsemi vil ég, ekki fórnir. Ég er ekki kominn til að kalla réttláta, heldur syndara.

Fylg þú mér... Jesús setur engin inntökuskilyrði fyrir þá sem vilja fylgja honum, önnur en að trúa á hann. Miskunnsemi vil ég - ekki fórnir, sagði Jesús. Þessum orðum beindi hann til Faríseanna, en þeim var mjög umhugað um að hver og einn innan samfélagsins skilaði sínum fórnum. 
Og höfðu menn ekki efni á að gefa til musterisins þá bauð erfikenning þeirra upp á að skila ,,korban" (Mark 7:8-11) 
Farisearnir viðurkenndu ekki að þeir væru syndarar... þeir töldu sig vera réttláta og hina heiðnu vera syndara...

Í þessum kafla læknar Jesús lamaða manninn, konuna með blóðlátin, reisti dóttur forstöðumannsins til lífsins, gaf tveim blindum mönnum sjónina og læknaði mállausan mann með illan anda.  Hvílík kraftaverk...
-33- Og er illi andinn var út rekinn, tók málleysinginn að mæla. Mannfjöldinn undraðist og sagði: Aldrei hefur þvílíkt sést í Ísrael.

Jesús kenndi í samkundum gyðinga og læknaði hvar sem hann fór...
-36- En er hann sá mannfjöldann, kenndi hann í brjósti um þá, því þeir voru hrjáðir og umkomulausir eins og sauðir, er engan hirði hafa.
-37- Þá sagði hann við lærisveina sína: Uppskeran er mikil, en verkamenn fáir.
-38- Biðjið því herra uppskerunnar að senda verkamenn til uppskeru sinnar.

Verkamennirnir eru þeir sem prédika fagnaðarerindið, þeir sem sá fræinu (orði Guðs) og nostra við það svo það vaxi upp, dafni og beri ávöxt... og uppskeran margfaldist. 

Matt 7:19  Hvert það tré, sem ber ekki góðan ávöxt, verður upp höggvið og í eld kastað.


Þurfum ekki að fara neitt - Matt. 8.kafli

-2- Þá kom til hans líkþrár maður, laut honum og sagði: Herra, ef þú vilt, getur þú hreinsað mig.
-3- Jesús rétti út höndina, snart hann og mælti: Ég vil, verð þú hreinn! Jafnskjótt varð hann hreinn af líkþránni.
-4- Jesús sagði við hann: Gæt þess að segja þetta engum, en far þú, sýn þig prestinum, og færðu þá fórn, sem Móse bauð, þeim til vitnisburðar.

Þegar Jesús snerti manninn, braut hann hreinleikalögin... Jesús var syndlaus, þess vegna geta brot á hreinleikalögunum ekki verið synd. 
Mörgum finnst mjög undarlegt, að Jesús hafi beðið manninn að þegja yfir kraftaverkinu, en sagt honum að hann ætti að sýna prestinum sig...
Það var presturinn sem skar úr hvort maður ætti að vera í einangrun vegna sjúkdóms eins og holdsveiki, en líklega hefur það ekki verið ástæða þess að Jesús sendi manninn til prestsins. Presturinn hefði átt að átta sig á að nú væru spádómar Gt að rætast... Jesús gerði allt sem hann gat til að sýna fram á hver hann væri - en án árangurs.

Jesús læknar svein hundraðshöfðingjans (heiðingja) og undrast mikla trú hans og segir jafnframt:
-11- En ég segi yður: Margir munu koma frá austri og vestri og sitja til borðs með Abraham, Ísak og Jakob í himnaríki,-12- en synir ríkisins munu út reknir í ystu myrkur. Þar verður grátur og gnístran tanna.
Þeir sem taka við Jesú munu komast í ríki hans en jafnvel þeir sem áður voru útvaldir munu vera útilokaðir.

-19- Þá kom fræðimaður einn til hans og sagði: Meistari, ég vil fylgja þér, hvert sem þú ferð.
-20- Jesús sagði við hann: Refar eiga greni og fuglar himins hreiður, en Mannssonurinn á hvergi höfði sínu að að halla.
-21- Annar, úr hópi lærisveinanna, sagði við hann: Herra, leyf mér fyrst að fara og jarða föður minn.
-22- Jesús svarar honum: Fylg þú mér, en lát hina dauðu jarða sína dauðu.

Einn vill fylgja Jesú hvert sem er, en annar vill koma seinna... þegar betur stendur á.
Við þurfum ekki að ,,fara neitt" til að fylgja Jesú.  Ákvörðunin á sér stað í hjörtum okkar og hana er hægt að rækta hvar sem við erum, með bæn, beiðni og þakkargjörð.


Launin á himnum - Matt. 6.kafli

-1- Varist að iðka réttlæti yðar fyrir mönnum, þeim til sýnis, annars eigið þér engin laun hjá föður yðar á himnum.
-2- Þegar þú gefur ölmusu, skaltu ekki láta þeyta lúður fyrir þér, eins og hræsnarar gjöra í samkunduhúsum og á strætum til þess að hljóta lof af mönnum. Sannlega segi ég yður, þeir hafa tekið út laun sín.
-3- En þegar þú gefur ölmusu, viti vinstri hönd þín ekki, hvað sú hægri gjörir,
-4- svo að ölmusa þín sé í leynum, og faðir þinn, sem sér í leynum, mun umbuna þér.

Þetta er eitt af því sem okkar er freistað með, af hinum illu öflum... að sanna okkur fyrir öðrum. Eins og ritningin segir, þá nægir að Guð viti okkar gjörðir.
Reyndar á þetta við um fleiri hluti en ölmusu eða góð verk, bænir okkar eiga að vera einfaldar, frá hjartanu og gerðar í einrúmi og enginn þarf að vita hvenær við leggjum eitthvað á okkur s.s. föstum.

-31- Segið því ekki áhyggjufullir: Hvað eigum vér að eta? Hvað eigum vér að drekka? Hverju eigum vér að klæðast?
-32- Allt þetta stunda heiðingjarnir, og yðar himneski faðir veit, að þér þarfnist alls þessa.
-33- En leitið fyrst ríkis hans og réttlætis, þá mun allt þetta veitast yður að auki.
-34- Hafið því ekki áhyggjur af morgundeginum. Morgundagurinn mun hafa sínar áhyggjur. Hverjum degi nægir sín þjáning.

Áhyggjur okkar eru óþarfar, en samt sem áður viljum við burðast endalaust með þær.
Drottinn segir ekki að við eigum að vera óábyrg og hugsa ,,þetta reddast", heldur eigum við að vera eins ábyrg og við getum og hugsa ,,þetta blessast"


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband