Leita í fréttum mbl.is

Þurfum ekki að fara neitt - Matt. 8.kafli

-2- Þá kom til hans líkþrár maður, laut honum og sagði: Herra, ef þú vilt, getur þú hreinsað mig.
-3- Jesús rétti út höndina, snart hann og mælti: Ég vil, verð þú hreinn! Jafnskjótt varð hann hreinn af líkþránni.
-4- Jesús sagði við hann: Gæt þess að segja þetta engum, en far þú, sýn þig prestinum, og færðu þá fórn, sem Móse bauð, þeim til vitnisburðar.

Þegar Jesús snerti manninn, braut hann hreinleikalögin... Jesús var syndlaus, þess vegna geta brot á hreinleikalögunum ekki verið synd. 
Mörgum finnst mjög undarlegt, að Jesús hafi beðið manninn að þegja yfir kraftaverkinu, en sagt honum að hann ætti að sýna prestinum sig...
Það var presturinn sem skar úr hvort maður ætti að vera í einangrun vegna sjúkdóms eins og holdsveiki, en líklega hefur það ekki verið ástæða þess að Jesús sendi manninn til prestsins. Presturinn hefði átt að átta sig á að nú væru spádómar Gt að rætast... Jesús gerði allt sem hann gat til að sýna fram á hver hann væri - en án árangurs.

Jesús læknar svein hundraðshöfðingjans (heiðingja) og undrast mikla trú hans og segir jafnframt:
-11- En ég segi yður: Margir munu koma frá austri og vestri og sitja til borðs með Abraham, Ísak og Jakob í himnaríki,-12- en synir ríkisins munu út reknir í ystu myrkur. Þar verður grátur og gnístran tanna.
Þeir sem taka við Jesú munu komast í ríki hans en jafnvel þeir sem áður voru útvaldir munu vera útilokaðir.

-19- Þá kom fræðimaður einn til hans og sagði: Meistari, ég vil fylgja þér, hvert sem þú ferð.
-20- Jesús sagði við hann: Refar eiga greni og fuglar himins hreiður, en Mannssonurinn á hvergi höfði sínu að að halla.
-21- Annar, úr hópi lærisveinanna, sagði við hann: Herra, leyf mér fyrst að fara og jarða föður minn.
-22- Jesús svarar honum: Fylg þú mér, en lát hina dauðu jarða sína dauðu.

Einn vill fylgja Jesú hvert sem er, en annar vill koma seinna... þegar betur stendur á.
Við þurfum ekki að ,,fara neitt" til að fylgja Jesú.  Ákvörðunin á sér stað í hjörtum okkar og hana er hægt að rækta hvar sem við erum, með bæn, beiðni og þakkargjörð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband