Færsluflokkur: Menntun og skóli
-1- Jesús gekk út úr helgidóminum og hélt brott. Þá komu lærisveinar hans og vildu sýna honum byggingar helgidómsins.
-2- Hann sagði við þá: Þér sjáið allt þetta? Sannlega segi ég yður, hér mun ekki eftir látinn steinn yfir steini, er eigi sé niður brotinn.... Musteri gyðinga var lagt í rúst um 70 e.Kr.
-3- Þá er hann sat á Olíufjallinu, gengu lærisveinarnir til hans og spurðu hann einslega: Seg þú oss, hvenær verður þetta? Og hvert mun tákn komu þinnar og endaloka veraldar?
Lærisveinarnir spyrja tveggja spurninga og þegar Jesús svarar þeim, þá sundurliðar hann ekki svarið. Varnaðarorð hans eiga við allt til enda veraldar...
-4- Jesús svaraði þeim: Varist að láta nokkurn leiða yður í villu.
-5- Margir munu koma í mínu nafni og segja: Ég er Kristur! og marga munu þeir leiða í villu.
-9- Þá munu menn framselja yður til pyndinga og taka af lífi, og allar þjóðir munu hata yður vegna nafns míns.
-11- Fram munu koma margir falsspámenn og leiða marga í villu.
-12- Og vegna þess að lögleysi magnast, mun kærleikur flestra kólna.
-13- En sá sem staðfastur er allt til enda, mun hólpinn verða.
-14- Og þetta fagnaðarerindi um ríkið verður prédikað um alla heimsbyggðina öllum þjóðum til vitnisburðar. Og þá mun endirinn koma.
-15- Þegar þér sjáið viðurstyggð eyðingarinnar, sem Daníel spámaður talar um, standa á helgum stað, lesandinn athugi það...
-16- þá flýi þeir, sem í Júdeu eru, til fjalla.
Viðurstyggð eyðingarinnar er Satan, helgasti staður gyðinga var musterið í Jerúsalem þar sem moska múhameðstrúarmanna stendur núna.
-21- Þá verður sú mikla þrenging, sem engin hefur þvílík verið frá upphafi heims allt til þessa og mun aldrei verða.
-22- Ef dagar þessir hefðu ekki verið styttir, kæmist enginn maður af. En vegna hinna útvöldu munu þeir dagar styttir verða.
-23- Ef einhver segir þá við yður: Hér er Kristur eða þar, þá trúið því ekki.
-24- Því að fram munu koma falskristar og falsspámenn, og þeir munu gjöra stór tákn og undur til að leiða afvega jafnvel hina útvöldu, ef orðið gæti.
-27- Eins og elding sem leiftrar frá austri til vesturs, svo mun verða koma Mannssonarins.
-29- En þegar eftir þrenging þessara daga mun sólin sortna og tunglið hætta að skína. Stjörnurnar munu hrapa af himni og kraftar himnanna bifast.
-30- Þá mun tákn Mannssonarins birtast á himni, og allar kynkvíslir jarðarinnar hefja kveinstafi. Og menn munu sjá Mannssoninn koma á skýjum himins með mætti og mikilli dýrð.
-36- En þann dag og stund veit enginn, hvorki englar á himnum né sonurinn, enginn nema faðirinn einn.
-42- Vakið því, þér vitið eigi, hvaða dag Drottinn yðar kemur.
-44- Verið þér og viðbúnir, því að Mannssonurinn kemur á þeirri stundu, sem þér ætlið eigi.
19.maí 1780 varð það fyrirbrigði sem er kallað ,,dimmi dagurinn"
http://www.google.is/search?hl=is&q=may+19th+1780&btnG=Google+leit&lr=
og nóttina eftir varð ,,tunglið sem blóð"...
13.nóv 1833 varð mikið stjörnuhrap að talað var um stjörnuregn.
http://www.google.is/search?hl=is&q=nov+13th+1833+&btnG=Leita&lr=
Héldu margir þá að endalokin væru komin. Á milli þessara fyrirbrigða liðu 53 ár... síðar á þessu ári verða liðin 176 ár frá stjörnuregninu. Samkvæmt orðum Jesú eiga kraftar himnanna eftir að bifast... VAKIÐ... enginn veit hvenær það gerist.
Menntun og skóli | Breytt 21.4.2009 kl. 00:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.4.2009 | 22:36
Blindir leiðtogar - Matt. 23.kafli
-1- Þá talaði Jesús til mannfjöldans og lærisveina sinna:
-2- Á stóli Móse sitja fræðimenn og farísear.
-3- Því skuluð þér gjöra og halda allt, sem þeir segja yður, en eftir breytni þeirra skuluð þér ekki fara, því þeir breyta ekki sem þeir bjóða.
-4- Þeir binda þungar byrðar og leggja mönnum á herðar, en sjálfir vilja þeir ekki snerta þær einum fingri.
-5- Öll sín verk gjöra þeir til að sýnast fyrir mönnum, þeir breikka minnisborða sína og stækka skúfana.
Jesús kallar fræðimennina og faríseana, hræsnara (vers 13,14,15,23,25, 27,29,) segir þá vera blinda leiðtoga (16v, 24v,), blinda heimskingja (17v), blinda menn (19v), blinda farísea (26v) og höggorma og nöðrukyn (33v).
Prestastéttin, sem sá um uppfræðslu innan safnaðanna var á villigötum. Hinar heilögu ritningar voru aðeins til í musterinu og samkunduhúsunum og þess vegna erfitt fyrir hvern og einn að ætla að lesa þær og stúdera í einrúmi. Fólkið, innan safnaðarins gerði það sem prestarnir sögðu þeim... Guð hafði sent marga spámenn til að leiða gyðinga af hinni röngu braut sem þeir gengu en allt kom fyrir ekki.
37- Jerúsalem, Jerúsalem! Þú sem líflætur spámennina og grýtir þá, sem sendir eru til þín! Hversu oft vildi ég safna börnum þínum, eins og hænan safnar ungum sínum undir vængi sér, og þér vilduð eigi.
-38- Hús yðar verður í eyði látið... (2007 útg. orðar það... ,,Guð mun yfirgefa musteri yðar og það verður lagt í rúst")
5.Mós 28:62...Aðeins fámennur hópur skal eftir verða af yður, í stað þess að þér áður voruð sem stjörnur himins að fjölda til, af því að þú hlýddir eigi raustu Drottins Guðs þíns.
Allur kaflinn ætti að vera hverjum kristnum manni til íhugunar, að rannsaka ritningarnar sjálfur, betur sjá augu en auga... fyrir utan að sífellt er hægt að nálgast orðið frá nýju sjónarhorni.
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 23:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.4.2009 | 17:18
Snörur og fótakefli - Matt. 22.k shl.
Farisearnir reyndu hvað þeir gátu að leggja snörur fyrir Jesú. Hvað eftir annað kallar hann þá hræsnara og alltaf vitnar hann í spádóma Gt.
Gyðingar og saddúkear sátu ekki um Jesú til að að fá sannanir fyrir að Jesús væri sonur Guðs - heldur öfugt, þeir vildu sanna að hann væri það ekki. Svo virðist sem þetta áhugamál þeirra hafi sameinað þá í baráttunni gegn Jesú.
-23- Sama dag komu til hans saddúkear, en þeir neita því, að upprisa sé til, og sögðu við hann:
-24- Meistari, Móse segir: Deyi maður barnlaus, þá skal bróðir hans ganga að eiga konu bróður síns og vekja honum niðja.
-25- Hér voru með oss sjö bræður. Sá fyrsti kvæntist og dó. Hann átti engan niðja og eftirlét því bróður sínum konuna.
-26- Eins varð um næsta og þriðja og þá alla sjö.
-27- Síðast allra dó konan.
-28- Kona hvers þeirra sjö verður hún í upprisunni? Allir höfðu þeir átt hana.
-29- En Jesús svaraði þeim: Þér villist, því að þér þekkið ekki ritningarnar né mátt Guðs.
-30- Í upprisunni kvænast menn hvorki né giftast. Þeir eru sem englar á himni.
-31- En um upprisu dauðra hafið þér ekki lesið það sem Guð segir við yður:
-32- Ég er Guð Abrahams, Guð Ísaks og Guð Jakobs. Ekki er hann Guð dauðra, heldur lifenda.
-33- En mannfjöldinn hlýddi á og undraðist mjög kenningu hans.
-34- Þegar farísear heyrðu, að hann hafði gjört saddúkea orðlausa, komu þeir saman.
Sakkúkear voru hópur gyðinga sem fór einungis eftir ritningunni en ekki erfikenningunum, þeir trúðu ekki á upprisu og því finnst manni einkennileg þessi spurning sem þeir leggja fyrir Jesú, varðandi upprisuna.
En spurningin er sönnun þess að þegar þörf krefur geti andstæðingar sameinast í andstöðu sinni... svipað og systkini sem berjast innbyrðis en saman sé á þau ráðist.
Saddúkear fóru aðeins eftir ritningunni en Jesús segir að þeir þekki þær ekki...þrátt fyrir allan sinn lærdóm. Þegar Jesús spyr, eiga þeir engin svör.
17.4.2009 | 15:06
Brúðkaupsveislan - Matt. 22.1-14
Það segir í guðspjallinu að Jesús talaði ekki á dæmisagna til fólksins (Matt 13:34). Það sem margir átta sig ekki á, er að margar þeirra eru ádeila á gyðinga fyrir að þekkja ekki þann sem þeir biðu eftir.
Margar dæmisagnanna eru um himnaríki, en höfundur Alfa námskeiðsins segir að orðið himnaríki sé aðeins að finna í Matt og ennfremur segir hann að gyðingar hafi notað þetta orð um himinninn þegar þeir vildu forðast að nefna nafn Guðs.
-1- Þá tók Jesús enn að tala við þá í dæmisögum og mælti:
-2- Líkt er um himnaríki og konung einn, sem gjörði brúðkaup sonar síns.
-3- Hann sendi þjóna sína að kalla til brúðkaupsins þá, sem boðnir voru, en þeir vildu ekki koma.
-4- Aftur sendi hann aðra þjóna og mælti: Segið þeim, sem boðnir voru: Veislu mína hef ég búið, uxum mínum og alifé er slátrað, og allt er tilbúið, komið í brúðkaupið.
-5- En þeir skeyttu því ekki. Einn fór á akur sinn, annar til kaupskapar síns,
-6- en hinir tóku þjóna hans, misþyrmdu þeim og drápu.
Konungurinn í sögunni er Guð sem sendi son sinn Jesús sem brúðguma til jarðar. Jesús er brúðguminn (Matt 9:15)... Þjónar hans (spámennirnir) buðu til veislunnar og hinum útvöldu (gyðingum) var boðið til veislunnar, en þeir vildu ekki taka á móti boðskortinu. Spámenn Guðs voru ofsóttir og þeir drepnir.
-7- Konungur reiddist, sendi út her sinn og lét tortíma morðingjum þessum og brenna borg þeirra.
-8- Síðan segir hann við þjóna sína: Brúðkaupsveislan er tilbúin, en hinir boðnu voru ekki verðugir.
Guð reiddist og gyðingar voru herleiddir... þeir misstu land sitt og musteri... Hjörtu þeirra voru hætt að þekkja Guð. Áherslan breyttist, fyrst hinir útvöldu vildu ekki klæðast brúðkaupsklæðum (taka sinnaskiptum) og gera sig tilbúna fyrir veisluna þá skyldi öðrum vera boðið.
-9- Farið því út á vegamót, og bjóðið í brúðkaupið hverjum þeim sem þér finnið.
-10- Þjónarnir fóru út á vegina og söfnuðu öllum, sem þeir fundu, vondum og góðum, svo að brúðkaupssalurinn varð alskipaður gestum.
-11- Konungur gekk þá inn að sjá gestina og leit þar mann, sem var ekki búinn brúðkaupsklæðum.
-12- Hann segir við hann: Vinur, hvernig ert þú hér kominn og ert ekki í brúðkaupsklæðum? Maðurinn gat engu svarað.
-13- Konungur sagði þá við þjóna sína: Bindið hann á höndum og fótum og varpið honum í ystu myrkur. Þar verður grátur og gnístran tanna.
-14- Því að margir eru kallaðir, en fáir útvaldir.
Hver sá sem tekur við fagnaðarerindinu - íklæðist brúðkaupsklæðum - hjarta hans er umskorið og nýtt líf er hafið með Kristi. Einn gestanna skorti trú... og takið eftir kærleikanum ,,vinur" hvernig er þú hér kominn... og af því að hann þekkti ekki Jesú, þá var honum vísað út.
,,Margir eru kallaðir"... það er fullt af fólki sem heyrir boðskapinn en tekur aldrei afstöðu um hvort þeir vilji fylgja Jesú - þeir sem taka afstöðu eru útvaldir... og það er sorglegt að Jesús segir að þeir verði FÁIR.
17.4.2009 | 00:12
Vondir vínyrkjar - Matt. 21:33-46
-33- Heyrið aðra dæmisögu: Landeigandi nokkur (Guð) plantaði víngarð. Hann hlóð garð um hann, gróf fyrir vínþröng og reisti turn, seldi hann síðan vínyrkjum (gyðingum) á leigu og fór úr landi.
-34- Þegar ávaxtatíminn nálgaðist, sendi hann þjóna sína (stóru spámennina) til vínyrkjanna að fá ávöxt sinn.
-35- En vínyrkjarnir tóku þjóna hans, börðu einn, drápu annan og grýttu hinn þriðja.
-36- Aftur sendi hann aðra þjóna (litlu spámennina), fleiri en þá fyrri, og eins fóru þeir með þá.
-37- Síðast sendi hann til þeirra son sinn (Jesús) og sagði: Þeir munu virða son minn.
-38- Þegar vínyrkjarnir sáu soninn, sögðu þeir sín á milli: Þetta er erfinginn. Förum og drepum hann, og náum arfi hans.
-39- Og þeir tóku hann, köstuðu honum út fyrir víngarðinn og drápu hann.
-40- Hvað mun nú eigandi víngarðsins gjöra við vínyrkja þessa, þegar hann kemur?
-41- Þeir svara: Þeim vondu mönnum mun hann vægðarlaust tortíma og selja víngarðinn öðrum vínyrkjum á leigu, sem gjalda honum ávöxtinn á réttum tíma.
-42- Og Jesús segir við þá: Hafið þér aldrei lesið í ritningunum: Sá steinn, sem smiðirnir höfnuðu, er orðinn hyrningarsteinn. Þetta er verk Drottins, og undursamlegt er það í augum vorum.
-43- Þess vegna segi ég yður: Guðs ríki verður frá yður tekið og gefið þeirri þjóð, sem ber ávexti þess.
-44- Sá sem fellur á þennan stein, mun sundur molast, og þann sem hann fellur á, mun hann sundur merja.
-45- Þegar æðstu prestarnir og farísearnir heyrðu dæmisögur hans, skildu þeir, að hann átti við þá.
-46- Þeir vildu taka hann höndum, en óttuðust fólkið, þar eð menn töldu hann vera spámann.
Æðstuprestarnir þekktu ekki hyrningarsteininn, þeir afneituðu Jesú sem syni Guðs og gyðingar misstu forréttindin sem þeir höfðu haft, þ.e. að vera útvalin þjóð Guðs. Guðs ríki var frá þeim tekið og gefið hinni kristnu þjóð.
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 00:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.4.2009 | 23:52
Pálmasunnudagur - Matt. 21:1-9
-1- Þegar þeir nálguðust Jerúsalem og komu til Betfage við Olíufjallið, sendi Jesús tvo lærisveina
-2- og sagði við þá: Farið í þorpið hér framundan ykkur, og jafnskjótt munuð þið finna ösnu bundna og fola hjá henni. Leysið þau og færið mér.
-3- Ef einhver hefur orð um, þá svarið: Herrann þarf þeirra við, og mun hann jafnskjótt senda þau.
-4- Þetta varð, svo að rættist það, sem sagt er fyrir munn spámannsins:
-5- Segið dótturinni Síon: Sjá, konungur þinn kemur til þín, hógvær er hann og ríður asna, fola undan áburðargrip.
-6- Lærisveinarnir fóru og gjörðu sem Jesús hafði boðið þeim,
-7- komu með ösnuna og folann og lögðu á þau klæði sín, en hann steig á bak.
-8- Fjöldamargir breiddu klæði sín á veginn, en aðrir hjuggu lim af trjánum og stráðu á veginn.
-9- Og múgur sá, sem á undan fór og eftir fylgdi, hrópaði: Hósanna syni Davíðs! Blessaður sé sá sem kemur, í nafni Drottins! Hósanna í hæstum hæðum!
Þrjú guðspjallanna greina frá atburðarrás pálmasunnudags og þó frásagnirnar séu svipaðar, eru þær ekki eins. Mark nefnir daginn ekki, þar hefst frásögnin þegar 2 dagar eru til páska.
Í Matt eru dýrin tvö, asna og foli... í Lúk (19:30) er dýrið eitt, foli sem enginn hefur riðið, 35v segir að lærisveinarnir hafi sett Jesús á bak, 37v segir að það eru lærisveinarnir sem hrópa: Hósanna... og 41v segir að þegar Jesús horfði yfir Jerúsalem hafi hann grátið... (skildi hann ekki gráta ef hann stæði þar í dag?)
Það er aðeins Jóh (12:13) sem nefnir pálmagreinarnar sem þessi sunnudagur er kenndur við.
Menntun og skóli | Breytt 17.4.2009 kl. 15:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.4.2009 | 23:11
Allir eru jafnir - Matt. 20.kafli
Kaflinn byrjar á þekktri dæmisögu Jesú um verkamenn víngarðsins... sögu sem kennir okkur að það er aldrei of seint að taka trú, játast Kristi og sagan kennir okkur að laun allra eru hin sömu þ.e. eilíft líf.
Þeim sem voru ráðnir í morgunsárið til starfa í víngarðinum fannst óréttlátt að þeir sem voru ráðnir rétt fyrir dagslok, ættu að fá sömu laun... og þeir kvörtuðu þrátt fyrir að fá umsamin laun... Þarna var ekki um launaleynd að ræða, laununum var deilt út í lok dags í allra viðurvist... Í upphafi hafa þeir sennilega hrósað happi yfir að hafa fengið vinnuna en í lok dagsins snúast þeir í óánægju sinni gegn þeim sem réði þá...
Sagan kennir okkur að við erum öll tilbúin að fá MEIRA en við áttum upphaf-lega að fá... og að við segjum sjaldan NEI TAKK - ég er komin með nóg.
Jesús segir að við eigum að þjóna og gefa.. og menn eigi ekki að upphefja sig fyrir öðrum.
-25- En Jesús kallaði þá til sín og mælti: Þér vitið, að þeir, sem ráða fyrir þjóðum, drottna yfir þeim, og höfðingjar láta menn kenna á valdi sínu.
-26- En eigi sé svo meðal yðar, heldur sé sá, sem mikill vill verða meðal yðar, þjónn yðar.
-27- Og sá er vill fremstur vera meðal yðar, sé þræll yðar,
-28- eins og Mannssonurinn er ekki kominn til þess að láta þjóna sér, heldur til að þjóna og gefa líf sitt til lausnargjalds fyrir marga.
Í ríkjum heimsins ríkir mikil stéttaskipting. Þar þjóna aðeins hinir lægra settu, en Jesús segir að við eigum að þjóna hver öðrum eins og engin stéttaskipting væri. Besta dæmið sem hann sýndi var þegar hann þvoði fætur lærisveina sinna (Jóh.13:5-10). Þetta er í raun ábending um að við getum ekki stéttaskipt okkur - við erum öll jöfn. Það er enginn hærri en annar.
Hinir blindu menn við veginn (30v) hrópuðu enn hærra til Jesú þegar fólk hastaði á þá... þeir voru lágt settir, því menn trúðu því að fatlanir og örkuml væru í beinu samhengi við syndir viðkomandi... Eins eigum við að gera, við eigum að hrópa hærra...við eigum ekki að láta neinn hasta á okkur þegar við áköllum Drottin.
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 23:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.4.2009 | 23:12
Hvað gott á ég að gjöra til að öðlast eilíft líf ? - Matt. 19.kafli
-16- Þá kom til hans maður og spurði: Meistari, hvað gott á ég að gjöra til þess að öðlast eilíft líf?
-17- Jesús sagði við hann: Hví spyr þú mig um hið góða? Einn er sá hinn góði. Ef þú vilt inn ganga til lífsins, þá haltu boðorðin.
-18- Hann spurði: Hver? Jesús sagði: Þú skalt ekki morð fremja, þú skalt ekki drýgja hór, þú skalt ekki stela, þú skalt ekki bera ljúgvitni,
-19- heiðra föður þinn og móður, og þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig.
-20- Þá sagði ungi maðurinn: Alls þessa hef ég gætt. Hvers er mér enn vant?
-21- Jesús sagði við hann: Ef þú vilt vera fullkominn, skaltu fara, selja eigur þínar og gefa fátækum, og munt þú fjársjóð eiga á himnum. Kom síðan, og fylg mér.
Svipaða frásögn er líka að finna í Markúsi 10:17-20 og Lúkasi 18:18-22. Mattesuarguðspjall er eina guðspjallið sem hefur orðið ,,gott" í spurningunni. Í því felst að maðurinn vænti svars sem varði verk... að gera góðverk sem færi honum eilíft líf.
Í öllum guðspjöllunum eru talin upp sömu 5 boðorðin, auk tvöfalda kærleiksboðorðsins í Matt og í Mark er bætt við ,,þú skalt ekki pretta"
Það sem gerir þessar frásagnir athyglisverðar er það að, það er Jesús sem telur upp boðorðin
Hvers vegna nefnir hann ekki fyrst af öllu, að maðurinn eigi að elska Drottinn Guð einan og hafa ekki aðra guði en hann
að hann eigi ekki að gera eftirmyndir og líkneski
að hann eigi ekki að leggja nafn Guðs við hégóma
og hvers vegna minnti Jesús manninn ekki á að halda hvíldardaginn?
Svo er ekki minnst á áminninguna um að girnast ekki konu eða eigur annarra
Fyrir kristna manneskju eru fyrstu boðorðin mikilvægust, þ.e. sambandið við Guð.
Í Mark og Lúk þekkir maðurinn boðorðin en ekki í Matt... hann spyr ,,Hver?" EN hann hefur samt haldið þau. Skýringin er sennilega sú, að Lúk segir manninn vera höfðingja, hann var ekki gyðingur og boðorðin sem maðurinn hafði alist upp við voru almennar samfélagsreglur.
Vegna þess að maðurinn er ekki gyðingur, nefnir Jesús ekki boðorðin sem varða sambandið við Guð og þess vegna segir Jesús að það verði honum svo erfitt að komast í himnaríki. Til þess hefði maðurinn þurft að láta eigur sínar víkja úr fyrsta sæti í hjarta sínu og setja Krist í hásætið... Það getur tekið á að ákveða að fylgja Kristi.
-29- Og hver sem hefur yfirgefið heimili, bræður eða systur, föður eða móður, börn eða akra sakir nafns míns, mun fá margfalt aftur og öðlast eilíft líf.
Þarna er ekki verið að tala um trúboða sem hverfa út í heim til boða fagnaðarerindið - heldur þann sem þurfti að yfirgefa heimili sitt því sá hinn sami var gerður brottrækur af heimilinu sakir trúarinnar á Krist.
15.4.2009 | 22:18
Hver er mestur ? - Matt. 18.kafli
-1- Á þeirri stundu komu lærisveinarnir til Jesú og spurðu: Hver er mestur í himnaríki?
-2- Hann kallaði til sín lítið barn, setti það meðal þeirra
-3- og sagði: Sannlega segi ég yður: Nema þér snúið við og verðið eins og börn, komist þér aldrei í himnaríki.
-4- Hver sem auðmýkir sjálfan sig eins og barn þetta, sá er mestur í himnaríki.
-10- Varist að forsmá nokkurn þessara smælingja. Ég segi yður, að englar þeirra á himnum sjá jafnan auglit míns himneska föður.
-11- Því að Mannssonurinn er kominn að frelsa hið týnda.
Sá sem hefur ekki tekið við fagnaðarerindinu er TÝNDUR... nákvæmlega eins og hver annar hlutur sem hefur færst úr sínum stað... hann er glataður nema hann finnist og sé settur á sinn stað... þannig er sá týndur sem á ekki stað í ríki Guðs.
Til þess að geta tekið við fagnaðarerindinu - verður hjartað að taka á móti eins og hjarta ungabarns... eins og óskrifað blað. Gamlar kenningar verða að fjúka - ritningin verður að kenna. Versin frá 15-17 segja að við eigum að tala um fyrir bróður okkar, víki hann af veginum, en skeyti hann engu um varnaðarorðin eigi að líta á hann sem heiðingja.
Pétur kemur með viðkvæma spurningu:
-21- ... Herra, hve oft á ég að fyrirgefa bróður mínum, ef hann misgjörir við mig? Svo sem sjö sinnum?
-22- Jesús svaraði: Ekki segi ég þér sjö sinnum heldur sjötíu sinnum sjö.
70 x 7 = 490 Það er enginn vandi að fyrirgefa 490 manns einu sinni hverjum... það er hins vegar mjög erfitt að fyrirgefa sömu persónunni 490 sinnum... það tekur virkilega á. Það eru sem sagt engin takmörk fyrir því hvað við eigum að fyrirgefa oft og á sama hátt engin takmörk á því hve oft við eigum að geta beðið um fyrirgefningu... en það þarf að biðja um fyrirgefningu - hún kemur ekki sjálfkrafa.
-35- Þannig mun og faðir minn himneskur gjöra við yður, nema hver og einn yðar fyrirgefi af hjarta bróður sínum.
15.4.2009 | 17:12
Hlýðið á hann - Matt. 17.kafli
-5- Meðan hann var enn að tala, skyggði yfir þá bjart ský, og rödd úr skýinu sagði: Þessi er minn elskaði sonur, sem ég hef velþóknun á. Hlýðið á hann!
-6- Þegar lærisveinarnir heyrðu þetta, féllu þeir fram á ásjónur sínar og hræddust mjög.
-7- Jesús gekk til þeirra, snart þá og mælti: Rísið upp, og óttist ekki.
-8- En er þeir hófu upp augu sín, sáu þeir engan nema Jesú einan.
Hlustið á orð Jesú, sagði Guð faðir... en oft eru eyru okkar lokuð eða eins og Kristur sagði ,,heyrandi heyra þeir ekki"... Eins viljum við velja hverju við viljum trúa, sem þýðir ekkert annað en að því sem við trúum ekki, lokum við augum okkar og eyrum fyrir.
Á nokkrum stöðum í Biblíunni er sagt frá því að kraftur heilags anda hafi verið svo mikill, að menn ,,féllu fram á ásjónur sínar"... þeir féllu aldrei aftur á bak eins og nú tíðkast þar sem menn eru ,,slegnir niður" á vakningarsamkomum.
-15- og sagði: Herra, miskunna þú syni mínum. Hann er tunglsjúkur og illa haldinn. Oft fellur hann á eld og oft í vatn.
-16- Ég fór með hann til lærisveina þinna, en þeir gátu ekki læknað hann.
-17- Jesús svaraði: Ó, þú vantrúa og rangsnúna kynslóð, hversu lengi á ég að vera hjá yður? Hversu lengi á ég að umbera yður? Færið hann hingað til mín.
-18- Og Jesús hastaði á hann og illi andinn fór úr honum. Og sveinninn varð heill frá þeirri stundu.
-19- Þá komu lærisveinarnir til Jesú og spurðu hann einslega: Hvers vegna gátum vér ekki rekið hann út?
-20- Hann svaraði þeim: Vegna þess að yður skortir trú. Sannlega segi ég yður: Ef þér hafið trú eins og mustarðskorn, getið þér sagt við fjall þetta: Flyt þig héðan og þangað, og það mun flytja sig. Ekkert verður yður um megn.
-21- En þetta kyn verður eigi út rekið nema með bæn og föstu.
Mustarðskorn er smæst allra frækorna... hversu lítil var þá trú lærisveinanna sem stóðu við hlið Jesú... og það þrátt fyrir að þeir yrðu ekki aðeins vitni að kraftaverkum hans heldur gaf Jesús þeim vald til að gera kraftaverk.
Er þá nokkur furða að menn sýni vantrú í dag.
Nýjustu færslur
- Áramóta-annáll fyrir árið 2024
- Kefl - Denver CO - Santa Fe NM 8-13.nóv 2024
- Kefl - Portland OR - WA - ID 19-27. sept 2024
- Kefl - Chicago IL og fl. 4-12. júli 2024
- Kefl - Raleigh NC - Bristol TN 20-27. mars 2024
- Kef - Raleigh NC - Orlando - Kef.. 27 des 2023- 6.jan 2024
- Áramóta annáll fyrir árið 2023
- Virginia 9-20.nóv 2023
- Denver CO, WY og MT 1-9.okt 2023
- Kórferð til Bristol 27-30.sept 2023
Færsluflokkar
- 100 MARAÞON
- Afmæliskveðjur
- Annálar
- Bloggar
- Brandarar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- MARAÞON
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Apríl 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Desember 2021
- Desember 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Apríl 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- September 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Janúar 2018
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Ágúst 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Bloggvinir
Af mbl.is
Innlent
- Mærir árvekni tollgæslu
- Húsfyllir á öryggisráðstefnu Syndis
- Fór í mál því hún var kölluð andlega veik
- Deildu um uppsögn á barnshafandi konu
- Inga Sæland skipar bara sitt fólk
- Kastaði bollum og diskum á kaffihúsi
- Þrýstingur á Ísland í óformlegum samtölum
- Björg Ásta Þórðardóttir nýr framkvæmdastjóri í Valhöll
- Búvörumálið: Hæstiréttur hafnar kröfu samtakanna
- Áhersla á verulega aukin framlög til varnarmála
Erlent
- Veit ekki hvað mörgæsirnar gerðu Trump
- 6,9 stiga skjálfti við Papúa Nýju-Gíneu
- Trump frestar TikTok-banni á ný
- Lækkaðu vexti Jerome
- Starfsmenn þjóðaröryggisráðsins látnir fjúka
- Sex börn létust í árás Rússa á heimaborg Selenskís
- Ný gögn í máli prinsins og kínversks njósnara
- Trump segir að Kína hafi gert mistök
- Embættismaður drepinn í Úkraínu
- Kínverjar slá til baka
Viðskipti
- Rekstur Íslandspósts líklega nokkuð þyngri eftir Temu
- Díana og Einar ráðin til Reon
- 5,5 milljónir króna á mann árlega
- Argentina í viðræðum við Bandaríkin um tollfríðindi
- Ráðstöfunartekjur á mann 1,6 milljónir
- Mikil lækkun á bandarískum mörkuðum
- Samdráttur en áfram tækifæri til vaxtar
- Smá kostnaður á milli vina?
- Líkur á samdrætti í BNA
- Enn skelfur markaður og Kína bregst við