Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Hjálp að fá, hvenær sem er

JesúbarniðHeart  Heart  Heart  Heart  Heart

Jólin eru alltaf jafn helg í mínum huga. Það fer gleðistraumur um mig þegar jólaguðspjallið er lesið og jólasálmarnir sungnir.

Þessi jól hafa verið öðruvísi en vanalega... í fyrsta lagi var okkur boðið í mat á aðfangadagskvöld. Við fengum æðislega jólasteik og nú voru teknir upp pakkar með barnabörnum í Vogum. Það er langt síðan við höfum séð pakka rifna upp með látum InLove
Um kvöldið þegar við komum heim, fór ég að finna fyrir eirðarleysi og kláða í fótum og klst seinna var ég orðin viðþolslaus... og stokkbólgin á ökklunum, sofnaði loks kl 4 um nóttina. Ég reyndi að lifa af á jóladag, en þá fór mig að klæja á fleiri stöðum, frá úlnlið og upp handlegg, á hálsi, í hári... hreinlega allsstaðar.

Þegar ég sá fram á svefnlausa nótt hringdi ég á vaktina og rétt slapp þangað inn fyrir 11:30. Þeir gáfu mér sterkar ofnæmistöflur og ég keyrði heim. Á leiðinni versnaði ég aftur en harkaði af mér... og náði að sofna.
Vaknaði kl 4:30 um nóttina vegna verks í vinstri hendi sem var orðin stokkbólgin. Þá ákvað ég að reyna ekki að berja þetta af mér og var komin inn á slysavarðstofu kl 5... Fékk enn sterkari ofnæmistöflur til að taka samhliða hinum og sterakrem. 
Vona að þetta dugi Tounge... en það er dásamlegt hvað við erum heppin hér... hægt að fá hjálp á hvaða tíma sem er, hvort sem það er heilög hátíð eða hánótt.


Gleðileg Jól

pakkaflóð        

      Jólakveðja

Óska ættingjum og vinum
          nær og fjær, 
   gleðilegrar jólahátíðar
                 og 
  farsældar á komandi ári.

   Guð blessi ykkur öll.


Komin heim

Við komum heim í morgun, lentum kl 6:10 í Keflavík. Við fórum út af hótelinu um hádegi á þriðjudag, flugum næturflug til Boston (4:30 klst) lentum þar kl. 7 um morguninn...
Vegna þess hve langt var á milli fluga urðum við að taka töskurnar og bíða í 10 klst. á flugvellinum eftir að geta tékkað okkur aftur inn. Þegar við höfðum gert það fórum við á Priority Pass inn á betri stofu...þar sem átti að vera matur og drykkur... meiri drykkur - smá kökunasl... gott að við vorum með nesti með okkur. 

Flugið heim var kl. 8:35 í gærkvöldi og flugtími 4:10. Tvö næturflug taka aðeins á... Pabbi og mamma sóttu okkur á völlinn. Ég svaf sirka 1 klst í hvoru flugi og er orðin svolítið drusluleg. Ætla samt að hanga uppi í dag til að snúa strax á íslenskan tíma. Nú er ég búin að taka upp úr töskunum og ganga frá dótinu og farin að þvo þvott - ekki veitir af Wink


Í Santa Barbara

Við lentum í 5 og 1/2 tima töf á flugvellinum í Seattle og komum því ekki til Long Beach fyrr en um kvöldmat. Gunna systir Óla var mætt og það áttu sér stað vöruskipti... hún fékk lambahrygg frá mömmu sinni en við tökum hunda-undirfeldssköfur heim i staðinn fyrir Hörpu.

Við ætluðum með rútu til Redondo Beach, en það fór allt í vaskinn... orðið dimmt, enginn vissi neitt þarna og við þreytt eftir alla töfina svo það endaði með að við tókum leigubíl.  

Mikið var gott að koma ,,heim" til Redondo. Eftir að hafa skilað af okkur töskunum og hringt til Santa Barbara til að láta vita af okkur - löbbuðum við út í Albertson og keyptum okkur eitthvað í svanginn... ég komst ekkert á netið, allir í húsinu komnir með adsl.

Morguninn eftir kysstum við ströndina og bryggjuna og slöppuðum af. Um kvöldmat tókum við strætó upp á flugvöll og náðum í bílaleigubílinn.

HELLO... CALIFORNIA HERE WE COME.

Í dag keyrðum við síðan til Jonnu og Braga... vina okkar, öðlinganna og höfðingjanna í Santa Barbara.
PS... Við höldum alltaf að við séum konungborin þegar við komum hingað  KissingKissing

á  é  í  ú  ó  ý  ð  þ Þ  æ  ö Ú Ó Ð


Bryndís Líf á afmæli í dag :)

Bryndís LífHeart Innilegar hamingjuóskir...

Elsta barnabarnið og nafna mín, Bryndís Líf á afmæli í dag, 29 nóv. orðin 15 ára.
Vá... hvað árin hlaupa, maður minn (hjá mér) hún er ábyggilega búin að bíða lengi eftir þessu...

Við afi sendum Heart kveðjur frá Seattle til þín, Bryndís Líf og óskum þér alls hins besta í framtíðinni.


Komin til Boston

Það er nýbreyttni hjá Icelandair að farþegar þurfa að borga fyrir heyrnartól og mat.  Ég sem á fullt af gömlum heyrnartólum - gleymdi þeim. Nú þarf ekki lengur að borga fyrir bíómyndirnar... ég horfði á 2 á leiðinni út.
Við vorum bara með nesti, langlokur úr Bónus og sáum ekki eftir því... þeir sem keyptu sér í flugvélinni fengu alveg eins langlokur og við - þeir borguðu bara meira.

Á morgun eigum við flug til Seattle.


Ótrúlega krúttlegt

Barn snýr sér að Guði og segir: Mér er sagt að ég verði sendur á jörðina á morgun., hvernig get ég lifað eins lítill og ósjálfbjarga og ég er?
Guð segir: Ég hef valið engil fyrir þig úr hópi engla og hann bíður eftir þér, þessi engill mun sjá um þig.
En segðu mér Guð, segir barnið... hérna á himninum geri ég ekkert annað en að syngja og brosa og það er nóg til að vera hamingjusamur.
Og Guð segir: Engillinn þinn kemur til með að syngja fyrir þig, hann brosir til þín alla daga og þú verður umlukinn ást og þannig verður þú hamingjusamur.

Barnið spyr: En hvernig get ég skilið tungumálið sem mennirnir tala?
Guð svarar: Engillinn þinn segir falleg orð við þig, fallegustu orð sem þú hefur nokkurn tíma heyrt og með mikilli þolinmæði og kærleik mun hann kenna þér að tala.
Barnið spyr: Hvað geri ég ef ég vil tala við þig?
Guð segir: Engillinn þinn mun setja saman hendur þínar og kenna þér að biðja.

Barnið segir: Ég hef heyrt að á jörðinni séu til vondir menn, hvernig get ég varið mig?
Og Guð segir: Engillinn þinn mun verja þig þó það kosti hann lífið.
Barnið segir: En ég verð alltaf sorgmæddur, því ég sé þig ekki oftar.
Guð segir: Engillinn þinn á eftir að segja þér frá mér og vísa þér veginn í áttina til mín, en þó mun ég alltaf vera við hlið þér.

Á þessu andartaki færðist ró yfir himininn, guðdómlegar raddir heyrðust og barnið sagði: Kæri Herra, þar sem ég er að fara, segðu mér... hvað heitir engillinn minn?

Og Guð svaraði: Nafn hans skiptir ekki máli, þú kallar hann bara ,,mömmu"

Kata vinkona í öskuregni

Mér brá heldur í brún, þegar ég sá þessa frétt... var ekki búin að kíkja almennilega á kortið til að athuga hvort Kata væri í hættu.  Vindurinn er nú versti óvinurinn.
Nú erum við hjónin að fara bæði til LA og til að hitta vini okkar í Santa Barbara... sem hafa sem betur fer ekki þurft að flýja heimili sitt og við biðjum þess að baráttuliðið nái að slökkva eldana hið fyrsta. 
Skógareldar á þessum svæðum eru farnir að herja ansi oft á fólk í Californíu... eins og jarðskjálftahættan sem vofir sífellt yfir þeim sé ekki nóg.

Þeir sem telja sig hafa vit á þessu segja að skógareldar séu hluti af viðhaldi í náttúruferlinu og maðurinn auki aðeins á eldsmatinn í skógarbotninum með því að slökkva eldana of snemma.
Við sem erum alltaf í heimsókn þarna... erum ekki hissa að húsin í jaðri bæjarins brenni, því skógurinn umkringir þau...
Við vonum að bæjarstæðið í Santa Barbara sem er með því fallegasta sem til er, fái að vera það áfram.


mbl.is Íslensk kona í öskuregni skógarelda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

BA-útskriftarveisla

Kvöldið í kvöld var aldeilis frábært, systur mínar og vinkonur mættu með mennina sína að samfagna gráðunni með mér. Þar sem ég þurfti 180 einingar til að geta útskrifast... hlýt ég að vera 180 gráðu... eitthvað???  Salvador sló í gegn, bæði Mohito-ið og jarðarberja- Margaritan.
Hvílíkt hvað við áttum skemmtilegt kvöld, kvöld sem á eftir að lifa í minningunni. Brandarar... sannar og næstum sannar sögur flugu og mikið hlegið Grin

TAKK FYRIR MIG HeartKissingHeart

Berghildur og Edda komu, Helga og Haraldur, hlaupavinkonurnar Soffía og Vala með mennina sína og Björg vinkona... Palli varð að standa vaktina.
BA-gráðu-skjalið var innrammað upp á vegg Smile ... næst er það Masterinn, æðislegt að geta hlakkað til að fagna því með góðum vinum. 

BA-ritgerðin


« Fyrri síða

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband