Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Týndi sauðurinn

Í Lúkasarguðspjalli segir Jesús 3 dæmisögur í röð sem fjalla allar um eitthvað sem er týnt, það er týndi sauðurinn, týnda drakman og týndi sonurinn.

Fyrsta dæmisagan er Lúk 15:4 um týnda sauðinn.

 -4- Nú á einhver yðar hundrað sauði og týnir einum þeirra. Skilur hann ekki þá níutíu og níu eftir í óbyggðinni og fer eftir þeim, sem týndur er, þar til hann finnur hann?

Einn af hundraði  eða 1% finnst okkur ekki hátt hlutfall, og margir myndu hugsa : Hvað ef hinir 99 myndu týnast á meðan.  Var það þá þess virði að hafa áhyggjur af þessu eina prósenti sem var týnt.

-6- Þegar hann kemur heim, fagnar hann með vinum og nágrönnum.  Í okkar verslunarháttum væri 1%  tap afskrifað án umhugsunar.  En þetta er dæmisaga og dæmisögur verða að vera á sama plani og hlustendurnir.  Allir áheyrendurnir þurftu að hafa fyrir því að eiga í sig og á, flestir á þessum tíma voru hirðar, sem skildu að hver sauður var dýrmætur. Það kostaði tíma og erfiði að halda þeim saman og leita þeirra sem týndust  en gleðin yfir að hafa fundið þann týnda, gerði það þess virði.   

-7- Ég segi yður, þannig verður meiri fögnuður á himni yfir einum syndara, sem gjörir iðrun, en yfir níutíu og níu réttlátum, sem ekki hafa iðrunar þörf. Við sem erum margbúin að lesa þessa dæmisögu vitum að Kristur er að tala um syndarann, þann sem leiðist frá hjörðinni hans. 
Hinir 99 voru ekki í hættu, þeir voru frelsaðir búnir að játast Jesú... þó þeir væru í ,,óbyggðum”  sem sagt á hættusvæðum,  innan um úlfa og óargadýr... þá voru þeir öruggir... væru þeir innan hjarðarinnar.  

En hverjum þeim sem bjargast.... það er þeim sem iðrast og snúa aftur..... er fagnað ákaft á himnum. 


Önnur hætta hjarðarinnar er ef það kemst ,,úlfur í sauðagæru" inn í hópinn. Verk hirðisins er að vernda hópinn, bæði fyrir úlfum sem geta komist inn í hópinn og vilja draga sauðina út úr hópnum og einnig að leita þeirra sem týnast eða villast burt.


Til hvers kom Jesú?

Kom hann til að klappa liðinu á bakið og segja: Þetta er fínt, allt gott og rétt sem þið gerið, haldið áfram á þessari braut og þið munið fá Guðs ríki að launum.
Nei aldeilis ekki... Jesús sagði við öldunga gyðinga... Matt 23:16  Vei yður, blindir leiðtogar!  Matt 23:17  Blindu heimskingjar... Matt 23:29  Vei yður, fræðimenn og farísear, hræsnarar! ... og sagði að Guðs ríki yrði tekið af þeim og gefið þeirri þjóð sem bæri ávöxt (Matt 21:43)
Jesús var sendur til hinna týndu sauða Ísraels.  Þeir voru týndir og þeir þekktu ekki góða hirðinn.

Jesús var ekkert að skafa af hlutunum, enda hafði hann efni á því... Hann velti við borðum... hann boðaði lausn og nýtt líf fyrir þá sem vildu fylgja sér. Það er ekki átakalaust fyrir fólk að kasta gömlum siðum - lífsstíl...

Við syngjum gjarnan ,,Faðir minn gerðu mig að keri"... ,,sem mótar þú" en viljum við láta mótast? Eru gamlar hugmyndir og skoðanir... misjafnlega fengnar eða ígrundaðar að flækjast fyrir okkur. Við skiljum ritninguna misvel í fyrstu skrefum en viljum teyga boðskapinn. Þegar við stígum fyrstu skrefin höfum við í raun litlar varnir gegn röngum kenningum.

Matt 7:15   Varist falsspámenn. Þeir koma til yðar í sauðaklæðum, en innra eru þeir gráðugir vargar.
Hvers vegna skyldi Jesús nota ,,sauðaklæði" sem samlíkingu... jú, Hann er hirðir sauðanna og þeir sem læða inn villukenningunum, læða sér í hópinn og þykjast vera hans. Þeir eru eins og fræ illgresisins á hveitiakrinum, saklaust í fyrstu en erfitt viðureignar þegar það hefur náð rótfestu.

Jesús kom til að boða nýtt líf, líf í fullri gnægð, fyrir þá sem fylgja honum.


Varist súrdeig farísea og saddúkea

Matt 16:6-12 
-6- Jesús sagði við þá: Gætið yðar, varist súrdeig farísea og saddúkea.
-7- En þeir ræddu sín á milli, að þeir hefðu ekki tekið brauð. -8- Jesús varð þess vís og sagði: Hvað eruð þér að tala um það, trúlitlir menn, að þér hafið ekki brauð? -9- Skynjið þér ekki enn? Minnist þér ekki brauðanna fimm handa fimm þúsundum og hve margar körfur þér tókuð saman? -10- Eða brauðanna sjö handa fjórum þúsundum og hve margar körfur þér tókuð saman?
-11- Hvernig má það vera, að þér skynjið ekki, að ég var ekki að tala um brauð við yður. Varist súrdeig farísea og saddúkea.
-12- Þá skildu þeir, að hann hafði ekki talað um að varast súrdeig í brauði, heldur kenningu farísea og saddúkea.

Jóh 6:35 Jesús sagði þeim: Ég er brauð lífsins. Þann mun ekki hungra, sem til mín kemur, og þann aldrei þyrsta, sem á mig trúir.

Varnaðarorð Jesú eru þau að við eigum að varast að blanda öðrum trúarbrögðum inn í trú okkar á hann... en sífellt fleiri hinna frjálsu trúarsamfélaga eru farin að upphefja gyðinga, Ísraelsríki nútímans og Jerúsalem... Að sjálfsögðu eigum við að elska og virða alla, sama hverrar trúar þeir eru, en þessi upphafning er komin út í öfgar.

Súrdeig gyðinga á ekki samleið með Brauði lífsins.


Fjölhæf eða biluð?

Fréttin segir að konan hafi verið ákærð fyrir að stofna barni í hættu... HALLÓ... var hún á einkalóð eða á almennum vegi. Allir aðrir hafa verið í hættu. Þetta er bara bilun !
mbl.is Ók bíl, gaf barni brjóst og talaði í síma á meðan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Friðum kengúrur...

Ég hvet alla til að skrifa sig í athugasemdir... og safna þannig undirskriftum um að friða ástralskar kengúrur.
mbl.is Ástralir ósáttir við hvalveiðar Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Númer hvað er þjóðin?

Númer hvað er þjóðin?  Það er hreint ótrúlegt hvað stjórnin ætlar að sóa þessum dýrmæta tíma sem hún hefur...  til þess eins að reka Davíð... Hvað bætir það hag atvinnulausra eða þeirra sem eru að missa allt sitt.
Það var vitað fyrirfram að þessi stjórn myndi sitja í stuttan tíma, þess vegna hefði maður haldið að áherslan lægi á að styrkja og styðja heimilin í landinu og atvinnuvegina... en að sóa tímanum í svona vitleysu...
mbl.is Lausn ekki fundin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gyðingar - kristnir

Ég heyri það stundum að menn skipta gyðingum í 2 hópa... gyðinga og gyðing-kristna og eru menn þá væntanlega að telja þá gyðing-kristna sem hafa tekið kristna trú. 
En málið er mjög einfalt... ef búddisti tekur upp kristna trú verður hann kristinn, ekki búdda-kristinn. Ef múslimi tekur upp kristna trú verður hann kristinn, ekki múslima-kristinn og það er nákvæmlega eins ef gyðingur tekur upp kristna trú... þá verðu hann kristinn, ekki gyðing-kristinn.

Þessi flokkun á gyðingum, kemur sennilega út frá ritum fræðimanna nútímans. En þar rekst maður á aðgreiningu hins frumkristna safnaðar á 1.öld.
Þar eru menn að vísa til bakgrunns þeirra sem voru í hinum fyrstu söfnuðum... og til aðgreiningar nota þeir ,,heiðin-kristinn og gyðing-kristinn" en fólkið sjálft flokkaði sig sem gyðinga þar til í óeirðunum árið 49/50 er Kládíus rak alla ,,gyðinga" frá Róm. sbr. Post.18:2 og en í Rómv.16:3... eru þessir gyðingar samverkamenn í Kristi.

Við fall musterisins um árið 70... er talið að kristnir hafi aðgreint sig endanlega frá gyðingum. Strax á 1.öld finnast vísbendingar um að kristnir menn hafi aðgreint sig með því að taka upp sunnudaginn sem hvíldardag, þó páfi hafi ekki sett það í lög fyrr en árið 323.


Afnemið biðlaunin...

Maður hefur nú aldrei skilið að þjóðin kýs stjórn til fjögurra ára... og eftir þessi 4 ár... fara menn á biðlaun.  Halló... þeir vissu að þeir væru bara ráðnir í 4 ár... Þeir eru sömu sporum og verktakar og annað fólk sem er ráðið í ákveðinn tíma - eftir 4 ár er verktakatíminn BÚINN.
mbl.is Leggur til afnám laga um eftirlaun ráðamanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Raddir mótmælenda ekki þjóðarinnar...

Það má dást að þrautseigju mótmælenda... að mæta í hvaða veðri sem er til að standa með búsáhöldin fyrir utan Alþingishúsið. Þetta fólk mætir bara fyrir sjálft sig... enginn getur mætt í nafni annars. Það getur kallað sig Raddir fólksins en þau eru bara raddir þeirra sem mæta.

Það er misjafnt hvað forkólfarnir draga inn í umræðuna og ætla að fá athygli út á... Herði Torfa fannst t.d. að Geir Haarde ætti ekki að draga veikindi sín fram á þessum tíma... en hann sagði ekkert þegar kynhneigð Jóhönnu var dregin fram í dagsljósið.  Það er ekki sama hver er... allir í kosningabaráttu, verið að veiða atkvæði hjá samkynhneigðum.


mbl.is Raddir fólksins funduðu með forsætisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Annað rán fljótlega...

Undarlegt að menn skuli segja frá því að þjófarnir hafi ,,gleymt" demantakassanum!!! Eru þeir að biðja um annað rán?
mbl.is „Leggstu niður ef þú vilt lifa"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband