Leita í fréttum mbl.is

Til hvers kom Jesú?

Kom hann til að klappa liðinu á bakið og segja: Þetta er fínt, allt gott og rétt sem þið gerið, haldið áfram á þessari braut og þið munið fá Guðs ríki að launum.
Nei aldeilis ekki... Jesús sagði við öldunga gyðinga... Matt 23:16  Vei yður, blindir leiðtogar!  Matt 23:17  Blindu heimskingjar... Matt 23:29  Vei yður, fræðimenn og farísear, hræsnarar! ... og sagði að Guðs ríki yrði tekið af þeim og gefið þeirri þjóð sem bæri ávöxt (Matt 21:43)
Jesús var sendur til hinna týndu sauða Ísraels.  Þeir voru týndir og þeir þekktu ekki góða hirðinn.

Jesús var ekkert að skafa af hlutunum, enda hafði hann efni á því... Hann velti við borðum... hann boðaði lausn og nýtt líf fyrir þá sem vildu fylgja sér. Það er ekki átakalaust fyrir fólk að kasta gömlum siðum - lífsstíl...

Við syngjum gjarnan ,,Faðir minn gerðu mig að keri"... ,,sem mótar þú" en viljum við láta mótast? Eru gamlar hugmyndir og skoðanir... misjafnlega fengnar eða ígrundaðar að flækjast fyrir okkur. Við skiljum ritninguna misvel í fyrstu skrefum en viljum teyga boðskapinn. Þegar við stígum fyrstu skrefin höfum við í raun litlar varnir gegn röngum kenningum.

Matt 7:15   Varist falsspámenn. Þeir koma til yðar í sauðaklæðum, en innra eru þeir gráðugir vargar.
Hvers vegna skyldi Jesús nota ,,sauðaklæði" sem samlíkingu... jú, Hann er hirðir sauðanna og þeir sem læða inn villukenningunum, læða sér í hópinn og þykjast vera hans. Þeir eru eins og fræ illgresisins á hveitiakrinum, saklaust í fyrstu en erfitt viðureignar þegar það hefur náð rótfestu.

Jesús kom til að boða nýtt líf, líf í fullri gnægð, fyrir þá sem fylgja honum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband