Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Baton Rouge - New Orleans LA

Við tékkuðum okkur út snemma því við ætluðum að fara á Golden Corral í morgunverðarhlaðborð. Það er æðislegt að byrja daginn á baconi, eggjum, ommilettu, vöfflu og öllu mögulegu… Ummm, namm

Það voru svo um 80 mílur niður til New Orleans. Við byrjuðum á því að ná í gögnin fyrir hlaupið, fórum svo á startið og síðast á hótelið. Ég held ég myndi forðast í lengstu lög að velja þetta hótel aftur þó það sé ágætlega staðsett… Annars er kannski ekki sanngjarnt að dæma eftir útlitinu og starfsfólkið getur ekki gert að því að næstum allt er bilað og þjónusta eiginlega ENGIN. Síðast þegar við vorum í New Orleans var það stuttu eftir eyðilegginguna eftir fellibylinn Katrínu og allt í rúst… en nú er allt að byggjast upp.

Hverfið er ekki það besta, herbergið er svosem ágætt en það er ekki einu sinni sími á herbergjunum. Við vorum á þriðju hæð, fyrst virkuðu lyklarnir ekki, svo áttum í vandræðum með internetið og sjónvarpsfjarstýringin var batteríislaus… allt kostaði sér ferð niður fyrir mig… við reyndum að fá betra herbergi – sem var svo verra og við fórum til baka. 
En hér er þvottavél fyrir gesti – það er plús… að þvo eftir hlaupið á morgun... en þegar ég ætlaði að nota hana var peningaskiptirinn bilaður og konan í afgreiðslunni yppti bara öxlum.

The Midtown Motel
3900 Tulane Avenue, New Orleans (Louisiana), LA 70119, USA

Phone   +15042185984


New York - Louisiana

Hótelið í New York var ágætt, snyrtilegt og með góðan morgunmat... Ein nótt í New York nægir okkur - borgin er ekki í uppáhaldi hjá okkur... Það er mjög þægilegt að flugvallar-hótelin eru með skuttlur til og frá JFK.
Við áttum flug með 
JetBlue til Louisiana um kl 3 eh. Flugið var tæpa 4 tíma svo það var komið myrkur þegar við fengum bílinn hjá Budget í New Orleans. Þá áttum við eftir að keyra til Baton Rouge. Hér verðum við í rúma viku.

Knights Inn Baton Rouge,
9919 Gwenadele Ave, Baton Rouge, LA 70816 US
Phone Number  :  1-866-460-7456, room 123


Gleðilegt ár 2015

 

GLEÐILEGT OG GÆFURÍKT KOMANDI ÁR 2015

Ég hef þegar fært inn hlaupa-annálinn fyrir 2014 á http://byltur.blog.is og er að reyna að muna hvað gerðist eiginlega á þessu ári. Nú þýtur tíminn svo hratt framhjá að það er erfitt að muna hvað gerðist og hvenær. Ég man að Lúlli átti að fara í hnjáliðaskipti daginn fyrir Reykjavíkurmaraþon (þetta er eins og í LAX, LAX, LAX)... en því var svo frestað. Við hjónin vorum bæði, allt árið í hremmingum með tennurnar, en það fer sem betur fer að taka enda. 

Emilía Líf og Eva Karen 2014Afmælisbarn dagsins...
Ótrúlegt en satt... í dag er Emilía Líf lang-ömmu-dúllan mín 3ja ára. Litla fjölskyldan í Noregi stækkaði 5.mars þegar Helga-amma fékk stærstu afmælisgjöf lífsins, Evu Karen. Nú eru allir svo spenntir því eftir nokkra daga kemur fjölskyldan til landsins í heimsókn.

Stórafmæli...
Mamma varð 85 ára 19.apríl sl. og komum við systkinin saman af því tilefni.  Þá gerðist sá merkis atburður að ég fór erlendis ÁN ÞESS AÐ HLAUPA... Það hefur ekki gerst í 18 ár... Erlingur eini eftirlifandi af bræðrum pabba varð 90 ára 8.nóv og við Edda, Berghildur og mamma skelltum okkur til Danmerkur í veisluna.

Langamma með nýjasta langa-lang-ömmu-barnið 19.6.2014Fjölgun á árinu...
Ég fékk annað langömmu-barn 5.mars þegar Bryndís Líf og Símon Már eignuðust Evu Karen í Noregi. Þá kom sjöunda barnabarnið í heiminn 6.júní þegar Lovísa og Gunnar eignuðust Indíu Carmen. Ég var í miðju maraþoni í Illinois í USA þegar sms-ið kom. Barnabörnin eru orðin 7 og 2 lang-ömmu-börn.

Hreyfing...
Ætli það hafi ekki verið meiri hreyfing á bankareikningnum en mér... ég var frameftir öllu sumri að jafna mig eftir hálku-byltur og reyndi að halda mér aðeins við með því að hjóla, ganga og synda í bland, en við systurnar höfum synt á föstudögum frá því í mars. Stundum fór ég oft í viku á Helgafell og svo var það ratleikurinn en ég leitaði öll 27 spjöldin uppi...  

Ég fór fjórar ferðir til USA að hlaupa og í síðustu ferðinni hlupu Edda og Berghildur hálft maraþon í fyrsta sinn. Sonurinn fór líka hálft maraþon í fyrsta sinn síðasta sumar í Reykjavík.

Einhverntíma kemur að því að börnin koma með mér í maraþon í USA. 


Gleðileg jól

Kæru ættingjar, vinir og samstarfsfélagar. Við sendum ykkur bestu óskir um

Gleðileg Jól

megi friður og helgi jólahátíðarinnar lýsa ykkur í skammdeginu. 

Bryndís og Lúther

advent3[1]


Dagur 7, Cocoa Beach FL - Toronto Canada - Keflavík Ísland

Við vöknuðum kl 6 am til að ganga frá öllu og ná fluginu kl 13 til Toronto... Tíminn flaug frá okkur... sturta, morgunmatur, pakka því síðasta, troða öllu í bílinn, kaupa það síðasta, klukkutíma keyrsla til Orlando, skila bílnum, koma sér í afgreiðsluna, tékka sig inn og skila af sér töskunum... þetta var ekkert stress en tíminn var ekkert of langur. Flugið var kl 13 og tók tæpar 3 klst.

Þetta er í fyrsta sinn sem ég flýg til Canada... hef áður bæði keyrt og farið hlaupandi yfir landamærin. Nú var svipað ferli (útfylling pappíra) og þegar maður kemur til USA... 

Við þurftum að bíða nokkra klukkutíma á flugvellinum og við notuðum tímann til að fá okkur að borða og fara í tölvu. Flugið heim var kl 20:10 og við lentum um kl 6:20 í Keflavík.

Veðrið tók hressilega á móti okkur, rok og rigning - þá er Florida nú betri. Lúlli sótti okkur en Emil beið með morgunmat handa okkur.


Dagur 6, Space Coast Marathon 30.11.2014

Dagur 6, Space Coast Marathon 30.11.2014 031Það fór lítið fyrir verslun þennan daginn... enda var annað og merkilegra á dagskránni hjá okkur. Tilgangur ferðarinnar (amk eitt af aðalverkefnum ferðarinnar) var að hlaupa Space Coast Marathon á Cocoa Village.

Við vöknuðum 2:45 og eftir allar serímóníurnar fórum við með rútunni í hlaupið. Berghildur og Edda voru að hlaupa hálft maraþon í fyrsta sinn og þeim gekk báðum vel... Peningurinn er æðislega flottur...

Heimferðardagur 1.12.2014 004Veðrið var ALLT OF GOTT... og eftir hlaupið vorum við Edda alls ekki tilbúnar að fara bara inn á eftir... svo við löbbuðum niður á strönd og fórum í klst sólbað.

Eftir sólbaðið, sturtu og hringingar heim fórum við út að borða á "Þriðjudegi". Þetta er í annað sinn sem ég hleyp á afmælisdeginum mínum, síðast var það 2008 í Seattle. Núna er nokkurra stiga frost í hlaupinu hjá þeim....
FRÁBÆR DAGUR :)


Dagur 5, Cocoa Beach 29.11.2014

race6449-logo.bsZWxvVið tróðum öllum töskunum inn í bílinn og keyrðum til Cocoa Beach. Við byrjuðum á að sækja númerin okkar og tékkuðum okkur inn á Days Inn á Atlantic Ave. Það er sól og frábært veður svo við ætlum að kyssa ströndina aðeins. 

Days Inn 
5500 North Atlantic Ave, A1A & Atlantic Ave, Cocoa Beach, FL 32931 US

Room 138




Dagur 4 í Orlando, 28.11.2014

BLACK FRIDAY

Dagur 4 í Orlando, 28.11.2014Það er ekki hægt að segja annað en að við höfum staðið okkur vel í dag... við fórum að sofa um 10 leytið í gærkvöldi... vöknuðum síðan kl 2:30am og fórum í útsöluþorpið... og komum aðeins við budduna. Síðan fórum við heim á hótel og lögðum okkur aðeins áður en við fórum í morgunmat.

Eftir morgunmatinn héldum við áfram og fórum þá í mollin til að athuga hvort það væri eitthvað eftir í þeim... ÓJÁ og við redduðum því. Við fengum okkur síðan kvöldmat áður en við fórum heim á hótel og pökkuðum flestu því við skiptum um hótel á morgun.


Dagur 3 í Orlando, 27.11.2014

THANKSGIVING... eitthvað af búðum lokaðar en flestar opnar í PREMIUM OUTLET á International Drive. VIÐ ÞANGAÐ og vorum þar allan daginn... Við vorum ekki þær einu. 

Dagur 3 í Orlando, 27.11.2014Við gátum verslað svolítið... orðnar eins og jólatré þegar við hættum um kl 6... samt fengum við að geyma góss til miðnættis í einni búð, en þá fer verðið niður á gólf.

Á heimleiðinni komum við við í Best Buy. Þar var verið að opna og löng biðröð til að komast inn og önnur eins til að borga á kassanum.


Dagur 2 í Orlando, 26.11.2014

Dagur 2 í Orlando 26.11.2014Verslunartörnin í dag spannaði 12 klst... við byrjuðum á uppáhaldsbúðunum okkar og enduðum í Outdoor World... þá var þetta líka orðið gott.

Eins og sést á myndinni, var ekki slegið slöku við í dag og Edda keypti tösku í ROSS. Við borðuðum á Golden Corrall um 4 leytið. Margar búðir byrjuðu með afsláttinn í dag en Thanksgiving er á morgun... Þá byrjar fjörið fyrir alvöru.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband