Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
25.11.2014 | 23:36
Dagur 1 í Orlando
Við sváfum nokkuð vel... samt ótrúlega tímalausar... vöknuðum eldsnemma og vorum komnar í morgunmat rúmlega sjö og sóttum pakkana sem vorum pantaðir á netinu og sendir á hótelið...
Þurftum að hjálpast að að bera þá alla í herbergið.
Berghildur tók myndina og setti á Facebook og ég stal henni þar... þið þurfið að lesa athugasemdina með henni... haha ENNNNNN
hva... það er verið að bjarga mömmu frá "leitarstarfi" í búðunum.
Það voru þrumur, eldingar og úrhellis-ausandi-skýfalls-rigning í morgun þegar við byrjuðum að versla... Veðrið var svipað og í síðasta rigningarhlaupi.
Við vorum nokkuð duglegar... og LANGUR DAGUR og eftir daginn var verslun dagsins mynduð á rúminu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.11.2014 kl. 12:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.11.2014 | 04:45
Keflavik - Orlando 24.11.2014
Þessi síða er að verða ferða-blogg-síða. Ég hef lítið sem ekkert skrifað hér nema þegar ég ferðast. Við systur erum í systra-ferð í Orlando - með Thanksgiving, BlackFriday og Space Coast Marathon sem primary goal.
Við fórum á loft frá Keflavík 5:15 og flugtíminn var 8 klst og 20 mín... seinkun upp á hálftíma vegna mótvinds. Það voru nokkrar ,,nýjar" myndir í skemmtikerfinu en ég átti í mesta basli með skjáinn minn - hann var bilaður.
Við fengum ágætis bíl hjá Thrifty og skelltum okkur á áttuna sem við vorum líka á í fyrra. Klukkan er 4:45 á íslenskum tíma núna... og tími til að fara að sofa.
Super 8 International Drive
5900 American Way, Orlando 32819 Florida
room 146... síðan 137... og aftur 146 hehe...
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.11.2014 | 16:55
Kaupmannahöfn - heim :)
Gærdagurinn var langur en skemmtilegur, afmælisveislan tókst mjög vel og við vorum svo ljónheppnar að hafa ákveðið að gista á sama hóteli og veislan var á.
Kjartan sonur Erlings sótti okkur á hótelið kl 9:30 í morgun og keyrði okkur út á Kastrup... það liggur við að það sé slegist um að dekra við okkur.
Það fylgdi ekki morgunmatur með hótelinu svo við fengum okkur að borða á flugvellinum. Við vorum mættar áður en tékkið inn byrjaði en það mátti ekki vera styttri tíminn sem við höfðum til að komast í gegnum öryggisleitina, borða og ganga í okkar terminal.
Ferðin gekk í alla staði vel og gott að koma heima aftur.
8.11.2014 | 16:26
Keflavik-Kaupmannahöfn
Þetta hefur verið langur en skemmtilegur dagur. Ég vaknaði kl 3 am, Berghildur, Edda og mamma sóttu mig um kl 4 og við keyrðum út á flugvöll. Flug kl 7:15.
Ég var að fljúga í fyrsta sinn með WOW-air... og mér líst ekki á að fljúga með þeim aftur... Það er hreinlega ekki hægt að ferðast með AÐEINS 5 kg...
Flugið var 3 klst og við lentum á Kastrup 11:20. Erling Kristjan frændi var svo æðislegur að leigja sér bíl, sækja okkur úr á flugvöll, keyra okkur á hótelið, bjóða okkur heim í kaffi og síðan upp eftir öllu Sjálandinu og fleira áður en hann skilaði okkur aftur á hótelið.
Park Hotel
Strandvejen 23, Hellerup
Köbenhavn
22.10.2014 | 16:17
Towson MD - heim á klakann
Af því að ég hljóp svo mörg maraþon í þessari ferð - þá tók því aldrei að snúa tímanum, við vöknuðum snemma og fórum snemma að sofa flesta daga. Heimferðardagurinn var því MJÖG langur.
Við vorum búin að pakka... svo við þurftum eiginlega bara að dinglast eitthvað um daginn, borða, skila bílnum og mæta snemma upp á Dulles Airport til að vigta töskurnar og kannski færa eitthvað á milli.
Í þessari ferð sem var 12 dagar, keyrðum við frá DC til Virgininu, West Virgininu, gegnum Norður Carolinu og yfir hornið á Tennessee til Suður Carolinu... aftur norður til Baltimore og þaðan til Atlantic City í New Jersey... og síðasti leggurinn var svo frá NJ til Washington DC.
Við keyrðum 1.744 mílur og ég hljóp 5 maraþon í 5 fylkjum á 9 dögum. Þau voru ríflega mæld og eru samtals ca 215 km.
Næsta ferð sem er systraferð í Space Coast Marathon, er eftir mánuð.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.10.2014 | 16:48
Atlantic City NJ - Towson MD
Þá er heimferðin hafin fyrir alvöru... öll maraþonin búin og bara eftir að græja heimferðina. Við keyrðum aftur til Baltimore þar sem við verðum í nótt og svo er flug heim á morgun. Það hefur kólnað aðeins hér í NJ, peysa er málið ;)
Comfort Inn
8801 Loch Raven Blvd, Towson, MD, US, 21286
18.10.2014 | 23:42
Baltimore MD - Atlantic City NJ
Við keyrðum strax eftir Baltimore-maraþonið til Atlantic City í New Jersey... án þess að ég færi úr hlaupagallanum eða burstaði saltkögglana úr andlitinu... Ég rétt hljóp inn í Balleys Ballroom - gegnum kasíó fullt af fólki og sótti númerið mitt og við tékkuðum okkur síðan inn á hótelið...
Knights Inn Atlantic City
500 North Albany Avenue, Atlantic City, NJ 08401, US
Phone: ??? room 118
17.10.2014 | 00:05
Durham NC - Baltimore MD
Ég var með hugann heima á keyrslunni í dag... það er komið ár síðan pabbi dó... og mér finnst það enn svo ótrúlegt. Blessuð sé minning hans.
Þá er heimferðin hafin, við keyrðum norður til Baltimore í dag. Veðrið var gott og ferðin gekk vel þangað til við fórum að nálgast Washington... þá fór allt að teppast um og gegnum borgirnar. Við stoppuðum í einu molli á miðri leið og teygðum úr okkur... og versluðum aðeins.
Við keyrðum framhjá hinni risastóru og frægu byggingu Pentagon á leiðinni gegnum Washington DC. Þá eigum við bara eftir að sjá Hvíta húsið með eigin augum. Við sáum og gengum um nákvæma eftirlíkingu af forsetaskrifstofunni í Little Rock... í Clinton safninu fyrir nokkrum árum.
Það er algert KAOS í Baltimore núna... Ég fékk áríðandi skilaboð frá maraþoninu...

Additional changes may be necessary based on the results of the games. Please read your Runners Handbook and Letter from the Race Director below.
Ef liðið hérna kemst áfram... þá verður plan B sett í framkvæmd á meðan á hlaupinu stendur... því það byrjar og endar við The Stadium þar sem keppnin fer fram... 37 þús manns að hlaupa og annað eins að fylgjast með leiknum... maður minn hvað það verður mikil kássa á götunum.
Quality Inn Downtown
110 Saint Paul Street
Baltimore, MD, US, 21202
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.10.2014 | 21:22
Seneca SC - Durham NC
Þá er The Appalachian Series búin... ég tók 3 maraþon í seríunni á 4 dögum.
Við lögðum af stað til baka í morgun. Við stoppuðum aðeins á leiðinni til að teygja úr okkur og komum á Áttuna okkar milli 3 og 4. Við fengum okkur að borða og settum tærnar upp í loft.
Super 8 Durham/University Area NC
2337 Guess Road, Durham, NC, US , 27705
Phone: 1-919-286-7746 room 110
17.6.2014 | 02:44
Manchester NH - Boston MA
Það líður að heimferð. Við keyrðum frá Manchester fyrir hádegið til Boston. Edda og Emil voru búin að bóka herbergi fyrir okkur öll á meðan við fórum til Lubec Maine, á Hampton Inn í Boston... Veðrið var yndislegt í dag, yfir 20 stiga hiti og sól. Við Edda tókum bekk traustataki til að fá nokkra sólageisla á okkur.
Það er alltaf hægt að versla AÐEINS MEIRA... í Target sem var rétt hjá... og svo borðuðum við í HomeTownBuffet í Glen Meddow Mall. Edda og Emil voru búin að skila sínum bíl en við skiluðum okkar um kvöldmat. Flug heim annað kvöld.
Hampton Inn, Boston Logan Airport
230 Lee Burbank Highway
Revere, Massachusetts 02151
Nýjustu færslur
- Áramóta-annáll fyrir árið 2024
- Kefl - Denver CO - Santa Fe NM 8-13.nóv 2024
- Kefl - Portland OR - WA - ID 19-27. sept 2024
- Kefl - Chicago IL og fl. 4-12. júli 2024
- Kefl - Raleigh NC - Bristol TN 20-27. mars 2024
- Kef - Raleigh NC - Orlando - Kef.. 27 des 2023- 6.jan 2024
- Áramóta annáll fyrir árið 2023
- Virginia 9-20.nóv 2023
- Denver CO, WY og MT 1-9.okt 2023
- Kórferð til Bristol 27-30.sept 2023
Færsluflokkar
- 100 MARAÞON
- Afmæliskveðjur
- Annálar
- Bloggar
- Brandarar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- MARAÞON
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Apríl 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Desember 2021
- Desember 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Apríl 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- September 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Janúar 2018
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Ágúst 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007