Leita í fréttum mbl.is

Dagur 7, Cocoa Beach FL - Toronto Canada - Keflavík Ísland

Við vöknuðum kl 6 am til að ganga frá öllu og ná fluginu kl 13 til Toronto... Tíminn flaug frá okkur... sturta, morgunmatur, pakka því síðasta, troða öllu í bílinn, kaupa það síðasta, klukkutíma keyrsla til Orlando, skila bílnum, koma sér í afgreiðsluna, tékka sig inn og skila af sér töskunum... þetta var ekkert stress en tíminn var ekkert of langur. Flugið var kl 13 og tók tæpar 3 klst.

Þetta er í fyrsta sinn sem ég flýg til Canada... hef áður bæði keyrt og farið hlaupandi yfir landamærin. Nú var svipað ferli (útfylling pappíra) og þegar maður kemur til USA... 

Við þurftum að bíða nokkra klukkutíma á flugvellinum og við notuðum tímann til að fá okkur að borða og fara í tölvu. Flugið heim var kl 20:10 og við lentum um kl 6:20 í Keflavík.

Veðrið tók hressilega á móti okkur, rok og rigning - þá er Florida nú betri. Lúlli sótti okkur en Emil beið með morgunmat handa okkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband