Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Vigtin og kílóin


Ég sá Ljónið vigta sig eitt kvöldið... og gat ekki orða bundist, og sagði, hvernig þorirðu á vigtina á kvöldin?
Eins og alltaf var von á góðu svari.... ég verð svo glaður í fyrramálið, miklu léttari  Smile

Svo setti hann innsogið á...... en bumban hreyfðist ekki...

Þetta er sorglegt, eins og lögmálið sé, hærri aldur, fleiri kíló...
það eina sem er hægt að gera í stöðunni er að festa vigtina á einhverri þægilegri tölu og brosa út að eyrum   Joyful

Nei, í alvöru þá verður að gera eitthvað í þessari orkusöfnun með hækkandi sól. 


,,TOP SECRET"


Við gerðumst menningarleg í dag. 
Við heimsóttum Clinton safnið sem er staðsett hér í Little Rock.  Í þessu safni var að finna líkan af Hvíta húsinu og forsetabílinn sem Bill Clinton notaði. 
Hvíta húsið er smækkuð mynd af því raunverulega, 1 tomma vs 1 fet,  ef ég skildi það rétt. 

Safnið er nánast skýrsla um hvert skref Clintons sem forseti...... nema auðvitað það sem er ,,TOP SECRET"

Það hlýtur að vera ,,TOP SECRET" að Clinton kom til Reykjavíkur og borðaði pulsu á Bæjarins Bestu.  Wink


Hungur

Við höfum varla fengið almennilega máltíð í þessari ferð.  Þessi fylki, Louisiana og Arkansas hafa annan brag á matsölustöðum en við eigum að venjast í Bandaríkjunum. 

Um daginn fórum við á Country Bar-B-Q stað.  Við störðum á diskana þegar þeir komu, besta lýsingin á kjötinu !..... kalt niðursneitt álegg, engin sósa og ein bökuð kartafla.  Við vorum svöng.  
 

Við erum ekki fyrir kínverskan mat því þar stendur sífellt yfir leitin að nautinu og kjúklingnum svo að þegar við slógum inn ,,buffet” á Garminum, þá völdum við Royal Buffet sem var það eina sem var ekki kínverskt.  Þegar við komum þangað glorhungruð reyndist það líka vera kínverskt.  Við ákváðum að láta slag standa fyrst við vorum komin....

Ps......við fundum hvorki nautið eða kjúklinginn  GetLost


Skelfing nöturlegt


Við keyrðum um í gær, ætlunin var einfaldlega að fá sér eitthvað að borða....... þá sáum við fyrir alvöru hvað eyðileggingin eftir Katrínu, er skelfileg.  Frown 

Við keyptum okkur Garmin þegar við vorum úti síðast en það var ekkert að marka neitt.  Þar sem áttu að vera verslanir, voru draugahús.... en uppbyggingin er hafin og nýjar verslanir komnar annarsstaðar..... það þarf bara að finna þær. 

Kraftgekk Mardi Gras New Orleans Maraþonið í dag og þurfti að hafa meira fyrir því en í Rock N Roll í Phoenix í janúar.
Við keyrum norður áleiðis til Little Rock í Arkansas á morgun.


New York


Gistum í New York í nótt og fljúgum kl 10;30 til New Orleans í Louisiana.
Allt gekk að óskum, hitinn var um frostmark þegar við komum en í morgun þegar vöknuðum var snjókoma.

Hótelið stendur í brekku, sem er svo sem ekkert athugavert við, en það skrítna er, að gangurinn inni fylgir brekkunni...... sem er nokkuð löng og brött.  við erum heppin frekar ofarlega í brekkunni, því lobbyið er efst.

Ritgerðir...

Fyrir utan BA ritgerðina er ég í fimm fögum, og allir kennararnir eru með ritgerðir,

í 1 fagi erum við þrjár með 15 bls. verkefni með power point kynningu, var að klára það,
3 fög eru með 15-20 bls. ritgerðir + 1 tími kynning fyrir bekkinn,
.....í einu þeirra á að auki að skila 10 úrdráttum úr kennslubókinni hver þeirra 3-6 bls.
1 fag er með 2 litlar ritgerðir, og ég hef skilað annarri þeirra (8 bls)
og svo ætla ég að skrifa BA ritgerðina sem á að vera 50 bls.

Svo ég hef haft nóg að gera, og eins gott að halda sig við efnið.... skrifa, og auðvitað lesa allar þessar bækur....  til að geta skrifað þessar ritgerðir.

En í næstu viku er starfsvika -frí í skólanum-
og við ætlum til Bandaríkjanna, hvað annað InLove  I love it,
Auðvitað tek ég bækur með mér, og fartölvuna...... geri það alltaf...


F

Mér gekk vel í prófunum, en einum kennara gekk ekki eins vel að gefa mér einkunn.  Blush

Til að geta útskrifast þarf ég að klára 90 einingar.  Ég er einungis búin með 70 því ég FÉLL í einu námskeiði í haust.  Eitt stórt..... F

Námskeiðið var 5 einingar.  Ég hefði kanski verið sátt við að falla ef mér hefði fundist ég eiga það skilið, ef ég hefði ekki getað sinnt námsefninu, ekki lært eða svoleiðis, en........... ég hafði lagt alla áherslu á þetta fag. 
Nú hef ég átt fund með kennaranum til að fá útskýringar á þessari einkunn og satt best að segja er ég bara ringlaðri á eftir. 
En ég tók ákvörðun að hengja mig ekki á þetta fag og bæti við öðru fagi til að ná þessum einingum.

EN að fá svona Fall... Þetta minnir mig á brandara sem ég heyrði einu sinni og verður að vera sagður á ensku...

Two little girls were talking together. 
One says to the other:  I know everything about my mom. 
Really, says our little girl... I don´t know anything about my mom. 

The other girl says:  You can find out everything about her,
just read her driver's license.... it´s all there. 

Our little girl took her morther purse and read her driver´s license. 
Later that evening she says to her mother:
..... Mom I know everything about you. 

You do ???  says her mother. 
..... Yes and I know why you and dad got a divorce.......

Well young lady, you tell me... said her mother.

It´s because you got an F in sex.....


Brjálað veður


Það er brjálað veður úti, sem betur fer er komin helgi og í svona veðri er það góður tími til að lesa, sofa og hugsa málið.  Gasp 
Maður þarf öðru hverju að gera það.  Ég er ekkert farin að æfa aftur, en það verður tekið á því eftir helgi ... Wink alveg satt.

Við erum auðvitað að skipuleggja árið, utanlandsferðirnar. 
Ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Smile

Eins og ég hef bloggað áður, þá lifði ég fyrir áramót á þeirri hugsun að útskrifast með BA gráðu eftir þessa önn og taka mér svo frí frá skólanum í 1 ár. 

Ég hef ekki bara safnað vitneskju í skólanum, heldur líka kílóum.  Frown
Þetta er sjötta árið mitt í fullu námi, á fullri ferð og mig er farið að hlakka svo til að eiga líf utan skólans... sem er nú bráðnauðsynlegt þegar maður er eins ríkur og ég er, 4 börn og 5 barnabörn.

En auðvitað verð ég að halda vel á spöðunum.... hjörtunum, tíglunum og laufunum til þess að takast það.


Komin heim aftur

ég verslaði svolítið
Við komum heim í morgun, lentum 8:15. 

Það var víst 2ja tíma seinkun á fluginu út.  Við vöknuðum kl 6 í gærmorgun og höfum því verið á ferðalagi í 19 tíma. 
Ég er svo heppin að byrja ekki í skólanum fyrr en á morgun. 

bryggjan í RedondoÆtla að hanga uppi í dag til að snúa tímanum strax, Lúlli er sofnaður í stólnum. 

Við lentum á svakalegum útsölum í LA, og versluðum grimmt. 
Þá vorum við líka heppin að vera í LA þegar það rigndi í St. Barbara og öfugt.  Við dönsuðum anti-regndans

Lúlli á ströndinniStröndin í Redondo og bryggjan er dásamleg. 
Á ströndinni er breiður malbikaður stígur skiptur í 3 brautir, ein braut fyrir gangandi og tvær... ein í hvora átt fyrir hjólandi og línuskauta. 

En Steinunn Danley á afmæli í dag.... hún er fimmtug

TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN   Kissing


þrettándaveisla

Tengdamamma er 81 árs í dag, 6.jan .... til hamingju Heart 

Við reyndum að hringja heim í gær, en krakkarnir svöruðu ekki.
En svo talaði ég við Hörpu á msn í morgun og allt var gott ....  
skokkaði eftir ströndinni.... þetta er í annað sinn sem ég skokka. Frábært. Cool

Við tókum saman smá ferðadót, afmælisgjöfina til Steinunnar, borðuðum breakfast á The Home Town Buffet og keyrðum til Santa Barbara. 

Þar beið okkar hangikjötsveisla med nýrri tegund af uppstue ,,Jonna's Special" . 
Og .... svo var spilað UNO.... og kartöflur og rófur. Wizard 

 á  é  í  ú  ó  ý  ð  þ Þ  æ  ö


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband