Færsluflokkur: Bloggar
6.1.2008 | 03:56
Kaupa meira
Við höfum lítið orðið vör við óveðrið hér í Californíu. Fréttir í sjónvarpi hafa verið fullar af viðvörunum en versta veðrið er fyrir norðan, einhversstaðar hjá San Francisco. Það rigndi aðeins hér í gær og eitthvað hefur verið vindasamt í nótt, því göturnar voru fullar af pálmadrasli.
Við heimsóttum kirkju Hafdisar frænku minnar í Rolling Hills. Þar var matur eftir messuna. Síðan lá leið okkar í nokkrar búðir. Lúlli er farinn að skilja jakkann sinn eftir í bílnum, það er svo heitt í þessum búðum og svo er honum heitt í hamsi, kominn með íslenskt kaupæði.
Einu sinni var erfitt að fá hann til að máta, en nú segir hann við mig við innganginn..... ferð þú ekki bara í stelpudeildina !!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.1.2008 | 05:20
Komin til Redondo aftur
Við erum komin með nýtt verkefni núna..... kaupa stærri föt á okkur, okkur gengur mjög vel að hlaupa í spik, höfum ekkert fyrir því.
Jonna og Bragi hafa dekrað svo við okkur að við förum stækkandi....
Við fórum til Solvang í gær, borðuðum hádegismat þar og síðan á
2 vín-búgarða. þar smökkuðum við fjölda rauðra og hvítra vína. Steinunn keyrði.
Um kvöldið borðuðum við á TEE-OFF og svo var spilað UNO.
Hreint frábært.
Í morgun fórum við í Costco en síðan renndum við Lúlli til baka til Redondo Beach.
Það hefur varla verið talað um annað í fréttum hérna en óveðrið sem er von á.
Þeir dansa hér regndansinn alla daga.... bíða eftir og biðja stanslaust um rigningu..... við erum ekki sammála, en vildum vera komin niðureftir áður en það byrjaði að rigna.
Það verður að segjast eins og er.... við myndum ekki verða svo mikið vör við rigninguna.... erum svolítið mikið í búðum
Bloggar | Breytt 7.1.2008 kl. 16:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.1.2008 | 16:42
Enn byrjar nýtt ár
Héðan er allt gott að frétta. það er víst vetur hérna en við tökum ekkert eftir því... veðrið er svo dásamlegt.
Við vorum með íslenska veislu í gær, steiktur íslenskur fiskur og á eftir var spilað UNO.
Við fórum síðan allt of seint að sofa, erum enn á vitlausum tíma.
í dag ætlar Steinunn að fara með okkur á vínbúgarða einhversstaðar hjá Solvangi og Neverlandi Michael Jackson's, aldrei að vita nema maður banki aftur hjá goðinu, hann svaraði ekki bjöllunni þegar við heimsóttum hann síðast.
á é í ú ó ý ð þ æ ö
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.1.2008 | 18:47
Smá ferðasaga
Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla
Ferðin gekk ekki snurðulaust fyrir sig.
Fyrst var 6 tima flug til New York, við vorum með 2 töskur i farangri sem við endur-innrituðum eftir skoðun til LA.
önnur þeirra var full af frostinni matvöru, bæði kjöti og fiski.
Fluginu til LA seinkaði, biðum i 3 klst.
Flugið til LA var 5:45, það er svo miklu lengra að fljúga gegnum NY en Minneapolis.
Töskurnar okkar urðu auðvitað eftir, svo þarna bættust við 2 timar i viðbót... það varð að hafa það....
þá var það bílaleigubíllinn sem við pöntuðum svo ódýrt hjá Dollar á netinu, vegna þess að við erum með Bissness-Visakort sem tryggir okkur hjá bílaleigum lika... en Dollar samþykkti það ekki, reglur fyrirtækisins. þegar það var búið að bæta tryggingunum ofaná verðið, var bíllinn orðinn rándýr.....
við fórum þá til Hertz, en þeir áttu bara lúxuskerrur eftir.... af þvi að ég er Goldmember, pantaði maðurinn leigubíl fyrir okkur og gaf okkur 25 $ voucher sem dugði næstum fyrir bílnum.
kl. 4 um nóttina á Californíutíma komum við í íbúðina í Redondo, töskulaus og bíllaus.
Við hringdum í Jonnu og Braga til að láta vita af okkur og Lúlli hringdi heim i Hertz og pantaði bíl.
Bílinn fengum við ekki fyrr en rúmum sólarhring seinna.
þegar leið á daginn hringdi ég öðru hverju til að athuga með töskurnar, en það endaði með þvi að Lúlli fann þær sjálfur í hrúgunni, þegar við sóttum bílinn. þá var liðinn 2 og 1/2 sólarhringur frá þvi að Lúlli pakkaði matnum niður.
Sem betur fer var allt i lagi með allt saman, því Lúlli pakkaði þessu öllu svo vel... allt í einangrunar-umbúðum.
á é í ú ó ý ð þ æ ö
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.12.2007 | 22:18
Kveðjur frá Santa Barbara
Oh my. . . hvað við höfum það gott.
Erum í sól og sumaryl.
sendum öllum heima á klakanum okkar bestu kveðjur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.12.2007 | 13:18
Gleðileg Jól
Sendum okkar
bestu óskir um
Gleðileg jól og
farsælt komandi ár.
Hafið það gott yfir hátíðarnar.
Þökkum liðin ár og óskum ykkur alls hins besta á komandi árum.
Bryndís og Lúther
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.12.2007 | 10:06
Jólin að koma
Jólastressið fór alveg framhjá mér,
við keyptum nær allar jólagjafirnar
í Colorado í ágúst.
Tvisvar í prófatörninni leit ég upp úr
bókunum til að dreifa huganum,
í annað skiptið setti ég upp jólaskrautið
og í hitt skiptið pakkaði ég inn gjöfunum.
Svo að nú, þegar ég er í spennufalli eftir prófin.....
þá er ég búin að fara einu sinni í Kringluna og Smárann og dingla mér þar,
bara horfa á stressið í hinum.... frábært
Ég er bara að bíða eftir jólunum......
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.12.2007 | 14:08
Úff... prófin búin
Hvílíkur léttir að prófin eru búin,
það var samt ekki tekið með sitjandi sældinni
þetta hefur verið erfið törn
skólabækurnar heilt fjall.....
Nú á miðju hausti hætti ég við árlega hlaupaferð til Usa
svo ég hef alltaf mætt í tíma,
en álagið var svo mikið að ég var að kikna
svo ég hef lifað undanfarið á þeirri ákvörðun að taka árs-frí
eftir BA-ritgerðina......... sem sagt eftir þetta skólaár.
En nú er törnin búin - og jólin á næsta leyti
nóg að gera í sambandi við þau, en það er bara gaman.
Sýningin mín verður ekki tekin niður fyrr en á föstudag..... jibbý
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.12.2007 | 19:14
Framlenging
Eintóm gleði og hamingja
Ég mætti galvösk kl 4 í dag,
í brjáluðu veðri
til að taka niður sýninguna mína.
Það vill þannig til að sú næsta sem verður með sýningu er ekki tilbúin með hana og mér var boðið að hafa myndirnar uppi viku í viðbót.
ég er auðvitað hæstánægð með það.
Svo nú gefst þeim sem ekki hafa enn komist, tækifæri til að sjá herlegheitin.
Þessar myndir eru úr þema sem ég kalla fjölskyldan. Þetta eru Hann og Hún, en svo eru pör eða heil fjölskylda.
Koma svo - allir á Sjónarhól
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.12.2007 | 20:17
Málverkasýningin
Ég er mjög ánægð með fyrstu einkasýninguna mína.
Ég gat komið 12 myndum fyrir, sem er gott í svona litlu plássi,
2 eru þeim megin sem afgreiðsluborðið er,
hinar 10 eru í salnum hægra megin.
Ég gæti alls ekki sýnt á þessum tíma er fyrirkomulagið væri ekki eins og það er. Ég hef verið svo upptekin undanfarið, fyrst við stóra ritgerð, síðan heimapróf og nú er ég að lesa fyrir þessi 3 skriflegu próf sem ég þarf að mæta í. Síðasta prófið hjá mér er 17.des.
Sýningin er opin frá 10-18 alla virka daga
Ég vona að fólk kíki inn, skoði myndirnar og skrifi sig í gestabókina mína sem er á staðnum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Kef - Raleigh NC - Orlando - Kef.. 27 des 2023- 6.jan 2024
- Áramóta annáll fyrir árið 2023
- Virginia 9-20.nóv 2023
- Denver CO, WY og MT 1-9.okt 2023
- Kórferð til Bristol 27-30.sept 2023
- Erie Pennsylvanía 7-11.sept 2023
- Seattle - Alaska - Seattle - heim, 25-30.júlí 2023
- Baltimore - Boston 29.maí - 11.júní 2023
- Washington DC 23-31.mars 2023
- Annáll fyrir árið 2022
Færsluflokkar
- 100 MARAÞON
- Afmæliskveðjur
- Annálar
- Bloggar
- Brandarar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- MARAÞON
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Apríl 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Desember 2021
- Desember 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Apríl 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- September 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Janúar 2018
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Ágúst 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007