Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Fyrir hvað?

Mikið var að einhverjir sem hafa náð framúrskarandi árangri eru sæmdir fálkaorðunni... útvarpið sagði nú riddarakrossi.
Í gegnum tíðina liggur við að hafa menn verið að fá þessa blessuðu orðu ,,fyrir að mæta í vinnuna sem þeir þiggja þegar laun fyrir"

Þess vegna er tími til kominn að heiðra þá sem eiga það skilið.... þ.e. handboltakappana og þjálfara liðsins... 
Það sem ég skil ekki er.... hvers vegna formaður handknattleikssambandsins á að fá hana líka ! ég segi bara: Fyrir hvað? 


mbl.is Fálkaorðan bætist í orðusafnið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hægri - vinstri

Í gamla daga þótti ekki gott að vera örvhentur.... ætla ekki að fara meira út í það... en sumir eru jafnhentir... þ.e. jafnvígir á báðar....
Þessi frétt framkallaði þegar í stað þrælgóðan brandara sem ég las einu sinni í Sjónvarpsvísinum og er nokkurnveginn svona.

Tveir menn buðu starfskonu sinni að spila golf með sér. Hún tók því og sagðist annað hvort mæta 6:15 eða 6:30.

Daginn eftir mætti hún 6:15 valdi sér kylfu og fór völlinn á mun færri höggum en þeir. Þeir voru vonsviknir, höfðu talið sig betri en hana í golfinu. Næsta morgun mætti hún á sama tíma, vann þá aftur með yfirburðum þótt hún slæi nú með vinstri hendi.

Vinnufélagarnir spurðu hvernig hún færi að þessu og spurðu hvað hefði ráðið því að hún notaði  hægri höndina í gær en í dag þá vinstri. 

Sko... sagði hún, ég kíki undir sængina hjá manninum mínum, ef vinurinn vísar til hægri, slæ ég með hægri hendinni, ef hann vísar til vinstri slæ ég með vinstri.

Vinnufélagarnir litu hvor á annan og spurðu: Hvað gerirðu ef hann vísar beint upp?
..... hm... þá mæti ég kl 6:30... sagði hún Wink


mbl.is „Örvhentir" smokkfiskar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bein skilaboð

Þegar ég hafði komið mér framúr í morgun og var að fá mér bita.... laumaðist maðurinn með eitthvað frá ískápnum að fartölvunni minni Woundering

Mér hafði sem sagt tekist að fara í ísskápinn án þess að taka eftir smágrein sem hann hafði klippt út úr 24 stundum.... stundum er maður blindur...
Greinin var um að ókláraðar ritgerðir nema í Háskóla Íslands væru þekkt vandamál......

Ég er að berjast í BA-ritgerðinni minni núna... og mér hefur ekki gengið sérlega vel að halda mér við efnið í sumar... það hvarlaði ekki að mér að ég væri ein að berjast... en vissi samt ekki að þetta væri vandamál. það sem kom mér á óvart var að það eru tímatakmörk varðandi skil, grunnnámið má ekki taka lengi tíma en 5 ár - eftir það taka fyrstu námskeiðin að fyrnast.... það er fúlt Shocking

Gullið hafði klippt greinina út til að drífa mig áfram... vel meint og skýr skilaboð  Kissing


Þarf ekki að breyta kosningafyrirkomulaginu?


Þetta er nú ótrúlegt.... aumingja kjósendur Framsóknar í Reykjavík.... Hvað flokk kusu þeir?

Er ekki kominn tími til að breyta kosningafyrirkomulaginu... annað hvort kýs maður mann eða flokk.
Komist flokkur að, þá á hann visst marga menn inni, fari einhver úr flokknum þá er sætið áfram flokksins...
Manneskja sem er búin að segja sig úr flokki á ekki að fara með völdin sem hún fékk í gegnum flokkinn sem hún vill ekkert hafa með lengur... þeir sem kusu hana í upphafi geta endað með að hafa kosið og þar með stutt þann flokk sem það vildi síst að kæmist að.  


mbl.is Marsibil segir sig úr Framsóknarflokknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aldrei að segja aldrei...

Þarna sannast máltækið að maður á aldrei að segja aldrei.
Mér hafði einhvernveginn skilist .... af fréttum eftir ermasundsafrekið... að Benedikt hefði fengið yfir sig nóg af sundi og vatni..... og ætlaði varla í bað aftur !!!


mbl.is Benedikt synti Drangeyjarsund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Berjast áfram - klára þetta

Nú stendur berjatíðin sem hæst. Ég er búin að tína í 2 daga og borða þessa dásamlegu hnoðra hjúpaða sykri á kafí í rjóma... Tounge

En nú er ég búin að leika mér nóg, alvaran verður að fá smá pláss... og ég verð hreint að berja mig áfram með þess BA ritgerð mína.  Þetta gengur ekkert... en nú tek ég á þessu og klára þetta.

Veðrið hefur verið allt of gott í sumar til að hanga inni yfir bókum og svo uppgötvaði ég.... að ég á enn fjölskyldu, hún hefur ekki gefist upp á að sjá mig grúfa mig ofaní bækurnar síðustu 6 ár. 

Við höfum svo sannarlega notið þess að fara í gönguferðir, grilla og skemmta okkur saman Grin og hvaða gráða slær því við Wink


Fékk hún óskarinn?

Mér líst vel á Hönnu Birnu. Held hún eigi eftir að plumma sig vel í starfinu. Ég sá í fyrirsögn að hún hefði fengið Óskar inn...... fékk hún óskarinn?
mbl.is Hanna Birna borgarstjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að komast í Beckham...

Ææjjjjj..... aumingja maðurinn.... fastur á bekknum

En þeir eru eitthvað ekki að skilja þetta lögreglan og sjúkraliðarnir í Hong Kong.  Sko.... maðurinn var ekki hommi fyrst hann var ekki laus eftir fjögurra tíma átök með lögreglu og sjúkraliðum í karlkyni.... svo þeir hefðu átt að kalla á kvenlögreglu og hjúkrunarkonur.... hann hefði kanski losnað fyrr !

Þetta er tvímælalaust tilefni fyrir nýtt orðatiltæki.... að komast í ,,bekkham".


mbl.is Ýmislegt reynt til þess að fá fullnægingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að borga í beinhörðum...

Alltaf heyrir maður eitthvað nýtt. Hann hefur sjálfsagt verið lengi að AURA saman fyrir bílnum, grey karlinn. Varla hefur hann farið í strætó að kaupa bílinn... smámynt er engin smá-mynt þegar hún er orðin í kílóatali. Umhugsunarvert af hverju hann treysti tékkum en ekki seðlum.
Þetta segir maður nú að sé að borga í beinhörðum.
mbl.is Greiddi nýjan bíl með smámynt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orðlaus

Ef maður verður nokkurntíma orðlaus þá er það við svona fréttir. Það dynja yfir okkur fréttir þar sem foreldrar fara illa með börnin sín. Börn lokuð inni árum eða áratugum saman og nú ungt barn eitt heima og í hlekkjum á meðan foreldarnir vinna úti.
Fer heimurinn versnandi eða erum við bara á öld upplýsinganna, að frétta af hlutum sem hægt var að leyna endalaust áður.
Ekkert er nýtt undir sólinni, segir prédikarinn.
mbl.is Hlekkjaður við vaskinn á meðan foreldrar voru í vinnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband