Leita í fréttum mbl.is

Námsbókaflóð

Það mætti halda að ég hafi verið að mynda jólabókaflóðið, en þetta eru námsbækurnar þetta haustið. 

Ég man þegar ég byrjaði í HÍ.  Fór á kynningarfundinn og kom stolt heim með stundatöflu haustsins.   Þar voru nokkrir tímar á stangli, vægast sagt mjög ólíkt því sem ég var vön í Hraðbraut, þar var alltaf þéttskipuð stundatafla...  Maðurinn tók stundatöfluna upp...leit á hana og sagði.... kallarðu þetta að vera í skóla !

Sem minnir mig á það að... um daginn losaði ég nokkrar hillur af námsbókum, fór með bækur í pappakössum á bókamarkaðina.  Það voru bækur frá báðum árunum mínum í Hraðbraut, allar bækurnar sem sonurinn notaði í Flensborg (og hann tók rúmar 200 einingar) og bækur úr Iðnskólanum frá heimasætunni.  Við geymdum flestar mála-og orðabækur... en samt ekkert smá fjall......

Fékk innleggsnótur.....en í nýju kerfi bókabúðanna ... er kassastrimillinn inneign.  Þetta er að sjálfsögðu ekki í frásögur færandi, nema að inneignin er óðum að hverfa, mást af strimlinum....

það er auðvitað óljóst hvernig þetta endar !


Málverkin og bækurnar

námsbækur haust 2007Ég hélt ég væri komin með námsleiða... miklaði þetta svo fyrir mér.  Tveir kennarar með 4-5 námsbækur hvor,  fyrir utan búnka af ljósrituðum greinum sem á að lesa.... þeir  eru með kröfumiklar ritgerðir...  og allir kennararnir setja upp nemendafyrirlestra-form....

En ég er að jafna mig á áfallinu, þetta var bara of mikið i einu.... ég var heppin að fyrstu bækurnar sem ég opnaði voru svo áhugaverðar að ég lifnaði við. Wink  

Það skiptir líka miklu máli að ég leyfi mér að mála eftir hádegi á föstudögum, í skúrnum hjá Eddu systir.  Þá getur maður aðeins kúplað sig út.

Annars fórum við eh síðasta föstudag með nokkur málverk í tvö Gallerí á Skólavörðustígnum.... Ekki skiptu nein verk um eigendur, en þetta var mikilvægt skref í að kynna sig... Ekki spurning  Smile


Ættfræðibækur

HPIM1105Fyrir rúmum 3 árum seldum við húsið okkar, minnkuðum við okkur um 150 fermetra, og fluttum á ,,frímerki".  Við flutninginn fóru bílfarmar í Sorpu og Góða hirðinn.... Samt fluttum við með alltof mikið dót með okkur.

Ættfræði var ,,eitt" af mínum stærstu áhugamálum og ég hef safnað að mér bókum.... síðan ég gekk í ættfræðifélagið ca 28 ára... og ég var félagi í amk. 15 ár.  Vikum saman lá ég inn á safni og rakti ættir, gerði ættartré og hvaðeina. 

Þegar við fluttum var ég sest á skólabekk og ættfræðibókunum var pakkað í kassa.  Ég hafði ekki hillupláss fyrir þær... og hef ekki enn.

Þess vegna hef ég tekið þá stóru ákvörðun að selja þær.... Ég sé ekki fram á að hafa nokkurn tíma fyrir ættfræðigrúsk..... þó það sé rosalega gaman. 


Ljósmyndir

sú gamlaÞað hringdi einhver kona frá Blaðinu í gær og tók viðtal gegnum símann við mig.  Það var svosem ekkert mál.  Ekki vildi hún að ég sendi henni mynd.... það varð að senda ljósmyndara á staðinn.  OK.  Þegar hann kom, var farið að rigna, kólna og skyggja... en hvað um það myndin var tekin á pallinum bakvið og maðurinn hélt því fram að hann væri mjög góður ljósmyndari..... það getur vel verið, en myndin er samt hörmung.

Þetta minnti mig á..... að fyrir mörgum árum þurftum við hjónin bæði að endurnýja ökuskírteinin okkar.  Þetta var á þeim tíma þegar myndin var inn í kerfinu.  Maðurinn sótti skírteinin okkar og ég fékk áfall þegar ég sá myndina.  Í ökuskírteininu..... sem gildir til 2026... var hrikaleg skyndimynd sem var tekin á Hrafnistu í starfsmannaskírteinið mitt þar.  Bankinn á Hrafnistu hafði sent myndina í gagnagrunn reikningsstofnunar.  Í ökuskírteini mannsins var lala-mynd sem hann hafði einhverntíma látið setja í lyftaraprófsskírteini......

Mér leist ekkert á þetta og fór á Sýslumannsskrifstofuna og sagði við konuna að ég væri ekki sátt við þetta... gamla myndin í skírteininu hefði verið skárri... Hún viðurkenndi það og sagði að ég mætti koma með nýja mynd.... hún sagði: þú mátt skipta.... en EKKI maðurinn þinn, ég sá hann.... hann er svona.


Þetta gengur ekki ...

bækurÉg er í fullu námi í guðfræði ... en það mætti halda að ég væri enn í sumarfríi.  Ég hef varla litið í bók. 

Mér tókst að skipuleggja lestur og áherslur, en mér hefur aldrei reynst eins erfitt að opna bækurnar... eins og núna. 

En nú gengur þetta ekki lengur.... enginn verður óbarinn biskup..... ég meina prestur.  Ég verð að taka mig á. 


Símaauglýsingin...

Ég sagði einhverntíma að ég ætlaði nú alls ekki að blanda mér í umræður dagsins.... en auglýsing símans brýtur blaðið.  Höfundur auglýsingarinnar Jón Gnarr gefur sig út fyrir að vera trúaður maður.  Ég ætla ekki að leggja mat á það, enda geta menn ekki mælt trú. 

En hugmyndir hans um Guð hljóta að endurspeglast í auglýsingunni.  Á símaskjánum stendur nafnið Jesú..... En Frelsarinn okkar heitir Jesús...... með s í endann.

Ekki veit Jesús mikið um sína menn, ef hann þarf að hringja og spyrja hvar þeir eru... en minn Guð er amk. svo máttugur og mikill að hann veit miklu meira um mig en ég sjálf.

Það sem kom manni ekki á óvart við auglýsinguna.... var að ,,Júdas" var SVIKARI.... bæði þá.... og nú í auglýsingunni þegar hann notar síma frá öðru fyrirtæki. 

Svo kemur í ljós að ,,Jesús" skiptir við sama símafyrirtæki.... ekkert kemur fram hvort hann var með frelsi eða í áskrift eða hvort þeir hafi verið ,,vinir".... þó við vitum að hann sé vinur allra.... elskar syndarann en hatar syndina. 


Hver fékk mest ?

broskallmeðkaffiVið vorum að taka upp úr töskunum, maðurinn var að dást að eldhúsdótinu ,,sínu" enda orðin húsherrann hér.... og þá datt mér í hug gömul saga af innkaupaferð.  Tóta heitin gömul vinkona mín sagði mér hana einu sinni.

Það var þannig að... þegar fjölskyldan kom heim úr innkaupaferð, sagði 5 ára sonur hjónanna:  Það fengu allir eitthvað núna, pabbi fékk nýja sokka, ég fékk húfu og vettlinga, litli bróðir fékk galla... en mamma fékk mest... HÚN FÉKK ALLAN MATINN. 


Home sweet home

Já,já, það er ágætt að koma heim, en mig langaði ekkert heim.  Það er fínt að vera á ferðalagi, með allt sem maður þarf í ferðatöskunni.  Hafa bara föt til skiptanna og smá snyrtidót.  Cool

Ég fór ósofin í skólann.  Sem betur fer var kennslan bara í 2 tíma.  Eftir tímann fór ég út í bóksölu stúdenta.... og var eitthvað svo rugluð að ég keypti bækur fyrir fag sem ég er búin með.... tók í vor....  Það verður að reiknast mér til fyrirgefningar að ég þekkti ekki bækurnar því þessi kennari kennir aldrei sömu bækurnar.... einn af þessum erfiðu. 

Hvað sem því líður þá er sjötta skólaárið mitt byrjað..... Smile 


Á leiðinni heim

heimili útigangsmannsKlukkan er 9.... við eigum flug kl. 14:20 frá Denver til Minneapolis og síðan heim eitthvað um kl. 20. um kvöldið.  Komum heim eldsnemma í fyrramálið. 

Eins og venjulega hef ég misst 1-2 daga af skólanum og mæti beint í tíma......og svo ætla ég að heimsækja hetjuna.   það þýðir ekkert annað en að hafa nóg fyrir stafni allan daginn og sofna á venjulegum tíma um kvöldið .... og þá er ég búin að snúa tímanum.

Þessi ferð hefur verið góð, við erum búin að keyra mikið (2.230 mílur segir mælirinn), sjá margt, gista á mörgum stöðum..... öll Buffetin sem við erum búin að borða á.....ummmmm.  Frábært, ég get ekki beðið eftir næstu ferð sem er eftir tæpa 2 mán. 

MAÐUR Á AÐ VERA GUÐI ÞAKKLÁTARI FYRIR HVAÐ MAÐUR Á OG GETUR LEYFT SÉR....... MYNDIN ER AF HEIMILI ÚTIGANGSMANNS..... HANN BJÓ RÉTT HJÁ HÓTELINU OKKAR Í ALBUQURQUE NEW MEXICO.


Hetjumyndir

IMG_0839

 Nú er öldin önnur !

Í öllum þessum ferðum okkar erlendis höfum við sætt okkur algerlega við að vera sambandslaus heim. 

Tímamunurinn hér hefur líka haft sitt að segja, annað hvort er of snemmt eða of seint að hringja.   

Einhvernveginn sætti maður sig við þetta en þegar maður hefur tækin og tæknina.... þá er það ekki spurning... tölvan verður alltaf með hér eftir og ekki tekin hótel nema með hispeed internet

 

EftirNú, þegar maður les mbl. bloggar, sendir email og er á msn, þá er þetta ekkert mál. 

Ég var að fá sendar myndir á msn.... af hetjunni okkar, honum Adam. 

Myndir teknar fyrir og eftir aðgerðina.

 


Lilja og Joe í Pueblo West

Brittny, Lilja og JoeVið áttum góða stund með Lilju og Joe.  Þau hafa búið í Pueblo í 12 ár. 

Við hittum Lilju í Selvoginum áður en við fórum út og fórum til USA viku á undan henni.  Það var skemmtileg tilviljun að hún búi þar sem við erum að ferðast og að tíminn hentaði til heimsóknar.

Joe fór í hjartaaðgerð fyrir 3 mán. og er að berjast við sýkingu í skurðinum. 

Með þeim á myndinni er Brittney, vona að ég skrifi það rétt, hún er dóttir Díönu yngstu dóttur þeirra.

Lilja ætlar að senda mér myndir sem hún tók af okkur saman.   Takk fyrir okkur


Labor day

loftbelgirVið keyrðum í gær frá New Mexico til Colorado Springs.  Við keyrðum allan tímann með eldingar fyrir framan okkur. 

Allt í einu skall á ,,rigning" sem mér fannst líkari slyddu, hvorugt var rétt, þetta voru flugur sem þöktu framrúðuna og rúðuþurrkurnar gerðu illt verra. 

Við vorum heppin að umferðin var ekki mikil, flugunar urðu eins og hvít skán á rúðunni, þó að það gerði síðan úrhelli, var skánin áfram á rúðunni.

Í dag, mánudag er verkalýðsdagur og hátíðisdagur.  Í mörgum búðum er aukaafsláttur og sérstök tilboð. 

loftbelgurUm morguninn var einhver loftbelgjakeppni.  Hver loftbelgurinn á fætur öðrum flaug yfir húsið og framhjá hótelglugganum hjá okkur. 

Við keyrðum til Pueblo West og heimsóttum Lilju og Joe.  Hún dekraði við okkur í mat og drykk.  Það voru teknar myndir og skoðaðar gamlar myndir.  Húsið þeirra er mjög skemmtilegt, við eigum eftir að heimsækja þau aftur þegar ég hleyp hér í Colorado.

Þessi belgur flaug framhjá og Lúlli tók myndina út um gluggann.

Mynd birt með góðfúslegu leyfi hans. 


Hörku bílstjóri

Lúlli töffari

Aksturinn hér í USA hefur verið mín deild en maðurinn er í þjálfun hjá mér.... hann er að verða hörku bílstjóri.

Við erum ca 2 mílur frá gamla bænum.  Í gær fórum við á rúntinn... maðurinn er gamall aðdáandi Morgan Kane ..... þess vegna var óhugsandi að fara í gegnum Santa Fe og hingað niðureftir.... án þess að kíkja á hina frægu Rio Grande.  Svo ég segi nú eins og er.... þá voru árbakkarnir ennþá mjög villtir og hálfgert drullusvað !

En á leiðinni þaðan keyrðum við fram á hlið hins fræga þjóðvegar 66.  Auðvitað vorum við ekki með myndavélina þá og urðum að keyra þangað aftur í dag..... ég varð að fara út og munda myndavélina.  Sjáið hvað maðurinn er mikill töffari  Cool


Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Sept. 2007
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband