Leita í fréttum mbl.is

Labor day

loftbelgirVið keyrðum í gær frá New Mexico til Colorado Springs.  Við keyrðum allan tímann með eldingar fyrir framan okkur. 

Allt í einu skall á ,,rigning" sem mér fannst líkari slyddu, hvorugt var rétt, þetta voru flugur sem þöktu framrúðuna og rúðuþurrkurnar gerðu illt verra. 

Við vorum heppin að umferðin var ekki mikil, flugunar urðu eins og hvít skán á rúðunni, þó að það gerði síðan úrhelli, var skánin áfram á rúðunni.

Í dag, mánudag er verkalýðsdagur og hátíðisdagur.  Í mörgum búðum er aukaafsláttur og sérstök tilboð. 

loftbelgurUm morguninn var einhver loftbelgjakeppni.  Hver loftbelgurinn á fætur öðrum flaug yfir húsið og framhjá hótelglugganum hjá okkur. 

Við keyrðum til Pueblo West og heimsóttum Lilju og Joe.  Hún dekraði við okkur í mat og drykk.  Það voru teknar myndir og skoðaðar gamlar myndir.  Húsið þeirra er mjög skemmtilegt, við eigum eftir að heimsækja þau aftur þegar ég hleyp hér í Colorado.

Þessi belgur flaug framhjá og Lúlli tók myndina út um gluggann.

Mynd birt með góðfúslegu leyfi hans. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband