Leita í fréttum mbl.is

Námsbókaflóð

Það mætti halda að ég hafi verið að mynda jólabókaflóðið, en þetta eru námsbækurnar þetta haustið. 

Ég man þegar ég byrjaði í HÍ.  Fór á kynningarfundinn og kom stolt heim með stundatöflu haustsins.   Þar voru nokkrir tímar á stangli, vægast sagt mjög ólíkt því sem ég var vön í Hraðbraut, þar var alltaf þéttskipuð stundatafla...  Maðurinn tók stundatöfluna upp...leit á hana og sagði.... kallarðu þetta að vera í skóla !

Sem minnir mig á það að... um daginn losaði ég nokkrar hillur af námsbókum, fór með bækur í pappakössum á bókamarkaðina.  Það voru bækur frá báðum árunum mínum í Hraðbraut, allar bækurnar sem sonurinn notaði í Flensborg (og hann tók rúmar 200 einingar) og bækur úr Iðnskólanum frá heimasætunni.  Við geymdum flestar mála-og orðabækur... en samt ekkert smá fjall......

Fékk innleggsnótur.....en í nýju kerfi bókabúðanna ... er kassastrimillinn inneign.  Þetta er að sjálfsögðu ekki í frásögur færandi, nema að inneignin er óðum að hverfa, mást af strimlinum....

það er auðvitað óljóst hvernig þetta endar !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband