Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Musteri Drottins í Jerúsalem

Gamla testamentið - Gamli sáttmáli er saga óhlýðinnar þjóðar, þjóðar sem Guð valdi til forystu, en þjóðin brást, eins og við bregðumst öll... óhlýðni, eigingirni og græðgi láta okkur haltra til beggja hliðina í lífinu.
Hvernig sem við reynum, þá verður einhver prósenta af gjörðum okkar röng... afleiðingarnar eru ekki alltaf slæmar fyrir okkur sjálf, en það réttlætir ekki það sem er rangt í upphafi.

Menn líta til Salómons konungs með lotningu, hann var mikilmenni, valinn til forystu af Guði, sonur Davíðs og Batsebu. Viska hans er rómuð en hann hrasaði eins og aðrir breyskir menn. Davíð faðir hans hafði ekki fengið að byggja musteri fyrir Guð, musterisþjónustan fór fram í tjaldi. Salómon fékk það hlutverk að byggja musterið. Það segir frá byggingu þess í 1.Kon.6:2-3

-2- Musterið, sem Salómon konungur reisti Drottni, var sextíu álnir á lengd, tuttugu álnir á breidd og þrjátíu álnir á hæð.
-3- Forsalurinn fyrir framan musterishúsið var tuttugu álnir á breidd fram með musterisendanum og tíu álnir á dýpt fram af musterinu.
Í lok 6.kafla segir að bygging musterisins hafi tekið 7 ár.

Í upphafi 7.kafla segir að Salómon hafi verið 13 ár að byggja höll sína...
-2- Hann byggði Líbanonsskógarhúsið, er var hundrað álnir á lengd, fimmtíu álnir á breidd og þrjátíu álnir á hæð
-6- Hann gjörði súlnasal, fimmtíu álnir á lengd og þrjátíu álnir á breidd, og forsal þar fyrir framan ...
-7- Hann byggði hásætissal, þar sem hann kvað upp dóma dómhöllina,...

Auk þess lét Salómon byggja fyrir sig hús sem hann bjó í... Húsin sem Salómon ætlaði sjálfum sér voru stærri en það sem hann gerði fyrir Guð. Hvaða skilaboð er hægt að lesa út úr þessu... Var Salómon meiri en Guð? En Guð getur fyrirgefið alls kyns yfirsjónir en ekki að menn dýrki aðra guði.

Í 1.Kon.9:1-9 birtist Guð Salómon og sagði:
-5- þá vil ég staðfesta hásæti konungdóms þíns yfir Ísrael að eilífu, eins og ég hét Davíð föður þínum, er ég sagði: Eigi skal þig vanta eftirmann í hásæti Ísraels.
-6- En ef þér snúið baki við mér, þér og synir yðar, og varðveitið eigi boðorð mín og lög, þau er ég hefi lagt fyrir yður, en farið og þjónið öðrum guðum og fallið fram fyrir þeim,
-7- þá mun ég uppræta Ísrael úr því landi, sem ég gaf þeim, og húsinu, sem ég hefi helgað nafni mínu, mun ég burt snara frá augliti mínu, og Ísrael skal verða að orðskvið og spotti meðal allra þjóða.
-8- Og þetta hús, svo háreist sem það er hver sem gengur fram hjá því, honum mun blöskra og hann mun blístra. Og er menn spyrja: Hvers vegna hefir Drottinn leikið svo hart þetta land og þetta hús?
-9- munu menn svara: Af því að þeir yfirgáfu Drottin, Guð sinn, er leiddi feður þeirra af Egyptalandi, og héldu sér að öðrum guðum, féllu fram fyrir þeim og þjónuðu þeim. Fyrir því hefir Drottinn leitt yfir þá alla þessa ógæfu.

Nú stendur moska á rústum musterisins í Jerúsalem - Hvaða skilaboð eru það?


Allt er þegar þrennt er

Máltækið segir: Allt er þegar þrennt er og Gamla testamentið segir að Guð hafi gert 3 sáttmála. 
Sá fyrsti var við Nóa, 1.Mós.9;11 en tákn hans er regnboginn.

-11- Minn sáttmála vil ég gjöra við yður: Aldrei framar skal allt hold tortímast af vatnsflóði, og aldrei framar mun flóð koma til að eyða jörðina.
-12- Og Guð sagði: Þetta er merki sáttmálans, sem ég gjöri milli mín og yðar og allra lifandi skepna, sem hjá yður eru, um allar ókomnar aldir:
-13- Boga minn set ég í skýin, að hann sé merki sáttmálans milli mín og jarðarinnar.

Annar sáttmálinn var við Abraham 1.Mós.17:9 en tákn þess sáttmála er umskurnin.

-9- Guð sagði við Abraham: Þú skalt halda minn sáttmála, þú og niðjar þínir eftir þig, frá einum ættlið til annars.
-10- Þetta er minn sáttmáli, sem þér skuluð halda, milli mín og yðar og niðja þinna eftir þig: Allt karlkyn meðal yðar skal umskera.
-11- Yður skal umskera á holdi yfirhúðar yðar, og það sé merki sáttmálans milli mín og yðar. 

Síðasti sáttmálinn var gerður á Sínaí-fjalli 2.Mós.31:12 og tákn hans er hvíldardagurinn.

-12- Drottinn talaði við Móse og sagði:
-13- Tala þú til Ísraelsmanna og seg: Sannlega skuluð þér halda mína hvíldardaga, því að það er teikn milli mín og yðar frá kyni til kyns, svo að þér vitið, að ég er Drottinn, sá er yður helgar.
-14- Haldið því hvíldardaginn, því að hann skal vera yður heilagur. Hver sem vanhelgar hann, skal vissulega líflátinn verða, því að hver sem þá vinnur nokkurt verk, sá maður skal upprættur verða úr þjóð sinni.
-15- Sex daga skal verk vinna, en sjöundi dagurinn er algjör hvíldardagur, helgaður Drottni. Hver sem verk vinnur á hvíldardegi, skal vissulega líflátinn verða.

Fyrst sáttmálinn var við Nóa, annar við Abraham og niðja hans og sá síðasti til Ísraelsmanna í eyðimörkinni. Margir telja regnbogann enn vera sáttmála við Guð, kristnir menn stunda ekki umskurn og enginn... sama hversu trúaður hann er... virkilega heldur hvíldardaginn.

Samt sem áður er hvíldardagurinn það eitt það besta sem Guð hefur gefið okkur, því við þurfum að hvíld og endurnæringu - á sál og líkama.


Í upphafi skapaði Guð...

Biblían byrjar á þessum orðum... Í upphafi skapaði Guð himin og jörð. Það kemur vel til greina að þetta upphaf hafi verið löngu áður en önnur sköpun hófst. Hver erum við, að fella dóma um hvað tímanum leið. Það var ekki einu sinni búið að skapa ,,tímann."

Sköpunarsögurnar eru tvær og heimildakenning Wellhausens telur þær skrifaðar eftir að ríki Salómons klofnaði í tvennt. Wellhausen telur aðra söguna vera skrifaða í Norðurríkinu Efraím (E-heimild) og hina í Suðurríkinu Júda (J-heimild).
Telur hann að eftir að gyðingar hafi orðið land-og musterislausir, þ.e. eftir að bæði ríkin féllu þá hafi saga gyðinga verið fléttuð saman á einhverjum ákveðnum tíma. Vegna þess að gyðingar töldu textann heilagan mátti ekki breyta honum og gætir því nokkurs misræmis í textanum og oft tvær frásagnir af sama atburði.

Fyrri sköpunarsagan 1.Mós.1:1-2:4, fylgir E-heimild en hún notar nafnið Elóhím fyrir Guð. Í fyrri sköpunarsögunni lýkur Guð verki sínu með því að skapa manninn. Samkvæmt þeirri heimild heitir fjallið helga Hóreb, Jetro er tengdafaðir Móse (2.Mós 3:1) og íbúar fyrirheitna landsins eru Amorítar.

Síðari sköpunarsagan 1:Mós.2:5-3:24 fylgir J-heimild en þar er notað nafnið Jahve sem er þýtt Drottinn Guð. Í síðari sköpunarsögunni byrjar Guð á að skapa manninn og hann mótaði hann með eigin höndum. Samkvæmt heimildinni heitir fjallið helga Sínaí, í 4.Mós 10:29 heitir tengdafaðir Móse, Hóbab Regúelsson og samkvæmt J-heimild eru íbúar fyrirheitna landsins, Kanverjar.  

Sitthvort nafnið, Elóhím eða Jahve, yfir Guð er því skýringin á því hvers vegna stendur Guð eða Drottinn Guð amk í Mósebókunum.


Rok og kuldi á Virginia beach

Neptúnus Virginia Beach mars2009 

Sólin skín en það er kalt hér núna... eins gott að maraþonið var ekki í dag. Ég ætlaði að sofa lengi af því að ég sofnaði frekar seint, en ég var vöknuð fyrir allar aldir.

Ég fór ekki út fyrr en eftir kl 10... kíkti í nokkrar búðir og fékk mér bröns á Ihop um 2leytið... þarf ekki að borða meira í dag.

Pálmatré í smokkum í Virginia Beach mars2009Ég fékk mér göngutúr í rokrassinum og kuldanum, meðfram ströndinni, þangað sem maraþonið endaði í gær... ætlaði að mynda sandlistaverkið sem var þarna í gær en það var ónýtt.  

Tók myndir af Sjávarguðinum Neptunus og pálmatrjánum sem eru í smokkum á veturna til að verja þau kuldanum.


Verð að vera með netið

Hljóp maraþonið í morgun, gekk bara ágætlega. Þegar ég kom til baka ætlaði ég auðvitað á netið... en tengingin virkaði ekki... svo það var ekki annað að gera en að kvarta. Þegar ég kom með tölvuna niður í lobbý-ið virkaði það.

Kom þá upp úr kafinu að það hafði verið tómt vesen með netið á 6.hæð... Nú er ég á 2.hæð - herbergi 209... því ekki get ég netlaus verið Wink


Virginia Beach

Ég lagði af stað kl 8 í morgun og var 3 og 1/2 tíma á leiðinni (217 mílur), keyrði suður 95 mesta allan tímann, en svo 64 E... tveggja akgreina sveitaveg, með 65 hámarkshraða... það keyrðu allir samt á 80.

Hótelið er á besta stað fyrir mig, göngufæri ca hálf míla á startið og styttra í markið, þannig að ég þarf ekki að pæla í bílastæði á morgun, enda er gert ráð fyrir þeim lengra í burtu.  ég fór á expo-ið, það var glæsilegt hjá svona litlu hlaupi... nóg til sölu en mig vantaði ekkert. ég var í klst. brasi við netið, ætlaði aldrei að komast inn, ég hafði nefnilega asnast til að uppfæra msn-ið og ég verð að henda því út aftur, tölvan er skelfing á eftir... svo ég lét þetta eiga sig og fór út eh.

Ég skrapp í Target, og fékk mér að borða. Ætla að taka saman hlaupadótið og fara snemma að sofa.

Super 8 Virginia Beach/At The Ocean
2604 Atlantic Ave,  Virginia Beach, VA 23451 US
Phone: 757-425-5971  Room 608 


Í Washington DC

Síðustu nótt gisti ég á sexu í Elkton, ég hefði getað keypt internetaðgang en þá hefði ég líka þurft að skipta um herbergi... svo ég lét það eiga sig. Ég var líka orðin þreytt, búin að keyra í 6 tíma og 45 mín... 430 mílur. Ég fékk mér bara kálpoka í Walmart og fór fljótlega að sofa.

Í dag er ég komin til DC, búin að kíkja í expo-ið, eins og ég bloggaði um á hlaupasíðunni minni... þó ég ætli að sleppa maraþoninu á morgun og svo skellti ég mér á Old Country Buffet. Nú ætla ég bara að fara í sturtu, kíkja í tölvuna og lesa... sennilega fer ég aftur snemma að sofa.

Super 8 Camp Springs/Andrews AFB DC Area
5151 B Allentown Rd
Andrews AFB I-95 Exit 9
Camp Spring, MD 20746 US
Phone: 301-702-0099 Room 173


Flaug til Boston - keyrði til Attleboro

það var enginn smá barningur að taka ákvörðun um að fara ein út... og ákvörðunin var svo óraunveruleg... eins og þetta væri ekki að gerast. Ég verð sem sagt ein hérna í 2 vikur. Vélin lenti um kl 7 á staðartíma.
Ég fannst ekki í tölvunni hjá Avis og varð að vekja upp heima til að fá staðfestingarnúmerið á pöntuninni, það tók 20 mín.  Svo þegar ég var komin í bílinn tók ég eftir að hann var skráður á annan... en þetta reddaðist sem sagt og ég lagði af stað í þetta líka skemmtilega slaufu-reddingar-vegakerfi.  Kl. 10 var ég komin á hótelið í Attleboro....

Super 8 N Attleboro, MA-Providence, 787 S Washington St. North Attleboro, MA 02760 US
Phone: 508-643-2900  Room 128


Hefði aldrei gerst ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði verið við stjórn!

Síðasta stjórn hefði aldrei fengið grænt ljós frá Vinstri grænum til áframhaldandi starfa eftir að boðað væri til þingkosninga. 
Sjálfstæðisflokkurinn má því eiga það að með þessu fordæmi verður hann að teljast ,,fjölskylduvænni" en núverandi stjórn... sem hefur eytt öllum sínum dýrmæta tíma í eitthvað annað en þau mál sem áttu að vera í forgangi s.s. endurreisn atvinnulífsins og skjaldborgin um heimilin. 
mbl.is Þjóðarbúið mun ná sér á strik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athyglisvert!

Mér finnst þessi grein Bubba sérstaklega athyglisverð... þar sem það er lokað fyrir Istorrent.

Ekki veit ég hvaða tekjur Bubbi gefur upp til skatts... það væri fróðlegt að tékka á því hjá tónlistarmönnum almennt, hvaða tekjur þeir gáfu upp árin fyrir lokun Istorrent og svo árið sem hefur verið lokað...


mbl.is Bubbi hótar að hætta útgáfu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband