Leita í fréttum mbl.is

Allt er þegar þrennt er

Máltækið segir: Allt er þegar þrennt er og Gamla testamentið segir að Guð hafi gert 3 sáttmála. 
Sá fyrsti var við Nóa, 1.Mós.9;11 en tákn hans er regnboginn.

-11- Minn sáttmála vil ég gjöra við yður: Aldrei framar skal allt hold tortímast af vatnsflóði, og aldrei framar mun flóð koma til að eyða jörðina.
-12- Og Guð sagði: Þetta er merki sáttmálans, sem ég gjöri milli mín og yðar og allra lifandi skepna, sem hjá yður eru, um allar ókomnar aldir:
-13- Boga minn set ég í skýin, að hann sé merki sáttmálans milli mín og jarðarinnar.

Annar sáttmálinn var við Abraham 1.Mós.17:9 en tákn þess sáttmála er umskurnin.

-9- Guð sagði við Abraham: Þú skalt halda minn sáttmála, þú og niðjar þínir eftir þig, frá einum ættlið til annars.
-10- Þetta er minn sáttmáli, sem þér skuluð halda, milli mín og yðar og niðja þinna eftir þig: Allt karlkyn meðal yðar skal umskera.
-11- Yður skal umskera á holdi yfirhúðar yðar, og það sé merki sáttmálans milli mín og yðar. 

Síðasti sáttmálinn var gerður á Sínaí-fjalli 2.Mós.31:12 og tákn hans er hvíldardagurinn.

-12- Drottinn talaði við Móse og sagði:
-13- Tala þú til Ísraelsmanna og seg: Sannlega skuluð þér halda mína hvíldardaga, því að það er teikn milli mín og yðar frá kyni til kyns, svo að þér vitið, að ég er Drottinn, sá er yður helgar.
-14- Haldið því hvíldardaginn, því að hann skal vera yður heilagur. Hver sem vanhelgar hann, skal vissulega líflátinn verða, því að hver sem þá vinnur nokkurt verk, sá maður skal upprættur verða úr þjóð sinni.
-15- Sex daga skal verk vinna, en sjöundi dagurinn er algjör hvíldardagur, helgaður Drottni. Hver sem verk vinnur á hvíldardegi, skal vissulega líflátinn verða.

Fyrst sáttmálinn var við Nóa, annar við Abraham og niðja hans og sá síðasti til Ísraelsmanna í eyðimörkinni. Margir telja regnbogann enn vera sáttmála við Guð, kristnir menn stunda ekki umskurn og enginn... sama hversu trúaður hann er... virkilega heldur hvíldardaginn.

Samt sem áður er hvíldardagurinn það eitt það besta sem Guð hefur gefið okkur, því við þurfum að hvíld og endurnæringu - á sál og líkama.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband