Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009

Gleðilegt ár 2010

glitrandi rósElsku vinir og allir þeir sem hafa haft fyrir því að kíkja inn á síðuna mína og jafnvel sagt sína skoðun.

Gleðilegt ár til ykkar allra og þakka ykkur fyrir athugasemdirnar. 
Maðurinn þroskast og verður víðsýnni í skoðanaskiptum við aðra hvort sem þeir eru á sama máli eða hafa þveröfugt álit. Það eru alltaf margar hliðar á öllum málum.

Eigið góð og slysalaus áramót og megi ykkur ganga allt í haginn á nýju ári og þið blessun hljóta.


Nú kemur það í ljós

Nú kemur í ljós hvort maður sem hefur verið í pólitík getur verið ópólitískur. 70% þjóðarinnar er á móti samþykktinni. Ef Sjálfstæðiflokkurinn hefði marið samþykktina í gegn þá væri ekki spurning... ÓRG myndi ákveða þjóðaratkvæðagreiðslu. En af því að ÓRG er VG-maður þá er ég viss um að hann skrifar undir.
mbl.is Forseti tekur sér frest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Örlagastund - vona að það verði fellt

Það er ekki eins og það þýði að við ætlum ekki að borga, málið er að þessir menn sem áttu að semja fyrir OKKUR, með OKKAR hagsmuni í huga, virðast hafa gleymt hvað þeir áttu að gera. Alltaf er eitthvað nýtt að koma fram... það var hægt að semja betur - allir aðrir hafa t.d. fengið lægri vexti. Ef lægri vextir væri það eina sem hægt væri að fá fram - þá er mikið unnið. 

Ef stjórnin fellur við þetta þá er það eina rétta að koma á þjóðstjórn... ekkert flokkavesen.


mbl.is Icesave-umræðu lýkur í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vökulög á alþingi...

Hvernig er þetta með alþingismenn... gilda ekki vökulög yfir þá eins og aðrar starfsgreinar í landinu. Þeir sem fylgjast með útsendingu frá alþingi geta verið fullvissir að Jóhanna fær sinn 12 tíma svefn, hún sest ekki í stólinn sinn nema þegar greiða þarf atkvæði.
Vökulög voru sett til að menn ofkeyrðu sig ekki á vinnu og héldu skerpu og athygli í lagi. Það þurfa alþingismenn einmitt að gera í Icesave-umræðunum.

Manni léttir að þetta sé ,,fjölskylduvænt" þing... Hvernig væri það annars? Ég vona bara að stjórnarandstaðan haldi út og þetta I-save Steingríms og Jóhönnu verði ekki samþykkt og reynt verði að gera US-save eins og hægt er.


mbl.is Þingfundi frestað til 12
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fékk þetta hjá Hörpu

Nú bráðum er þetta ár á enda
svo vináttu engill vil ég senda
hann fyrirgefur og friðsemd bætir
hressir þig við og hjartað kætir
eflir þig fyrir nýja árið
knúsar þig og þurrkar tárið
áhyggjum í ruslið hendir
erfiðleika til baka sendir
hann sendir bæði blessun og hlýju
þitt ljós mun lýsa á ári nýju
sendu hann til allra átta
áður en þú ferð að hátta.


Við hvað eru fólk hrætt?

Það heyrist alltaf hæst í þeim sem mótmæla og eru ósáttir. Það er eðlilegt því þeir sem eru sáttir þurfa ekki að kvarta... við erum yfirleitt löt við að hrósa og láta vita af því sem okkur líkar vel við. Þeir sem eru kristnir eru orðnir alltof umburðarlyndir gagnvart öðrum trúarhópum og trúlausum.

Ég held að kristið fólk verði að fara að spyrna við fótum... og krefjast þess að börnin þeirra fái sína ,,trúarfræðslu" eins og áður...
Það er ekki eins og það eigi sér stað einhver heilaþvottur og maður spyr sig, við hvað er þetta trúlausa fólk hrætt??? Er það hrætt við að börnin þeirra kjósi að trúa á Jesú... er þeim þess vegna svo umhugað um að börnin þeirra heyri ekki boðskapinn... þetta heitir að taka valið frá börnunum sínum. Kristni er ríkistrú hér en hér er ekki skipulagður átrúnaður með kröfu um fylgni... okkar er valið en... Kristur var sannspár hvernig málin myndu þróast.

Lúk 18:8 Ég segi yður: Hann mun skjótt rétta hlut þeirra. En mun Mannssonurinn finna trúna á jörðu, þegar hann kemur?


mbl.is Má bara rifja upp sögu Jesú og Maríu í kirkjum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jólakveðja


Sendi ættingjum og vinum nær og fjær óskir um
Gleðileg jól og farsælt komandi ár.
Þakka liðið ár og bíð spennt eftir næsta...


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Sýnum Hrafnkeli stuðning...

Ekki það að Guð viti ekki við hvern er átt þegar bænir eru beðnar, en er samt ekki skemmtilegra að beygja nafn mannsins rétt og segja að við sýnum Hrafnkeli stuðning og að við óskum Hrafnkeli alls hins besta. Hann heitir Hrafnkell en ekki Hrafnkétill.
mbl.is FH-ingar senda Hrafnkatli styrk í Kaplakrika í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða máli skiptir þetta

Hvaða máli skipta mannasetningar... allt kaþólska veldið horfir framhjá þeim eina sem frelsar, Jesú Kristi. Dýrðlingar eða ekki, það er engin frelsun í gegnum þá. Það sem ég skil ekki er afskiptasemi gyðinga... ekki veit ég til þess að þeir játi kristna trú eða nokkuð sem við henni kemur. Enginn getur bæði verið gyðingur og kristinn. Að vera gyðingur er að aðhyllast vissan lífstíl, nokkuð sem er ekki innan ramma vissra landamæra - það varðar trú.

Kristin trú og Gyðingdómur er sinn hvor átrúnaðurinn... og er EKKI blandað saman. Þeir sem aðhyllast kristna trú en horfa sífellt framhjá Kristi inn í gyðingdóminn, gera það sama og kaþólikkar - sem horfa framhjá Kristi á dýrðlingana sína.


mbl.is Páfar í dýrlingatölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erfitt að sanna kökubakstur...

Vegna kreppunnar hef ég bakað jóla-smákökurnar öðru hverju allt þetta ár í stað þess að kaupa kex... Hafa engiferkökurnar verið í uppáhaldi hjá mér, ódýr og stór uppskrift, einföld og vinsæl. Síðast bakaði ég tvöfalda uppskrift áður en prófin byrjuðu og er sá skammtur að verða búinn... 
það verður því að taka aftur til hendinni ef eitthvað á að vera til á jólunum...

Þetta er bara frábært... gott að þetta er borðað :)


Næsta síða »

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband