Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009

Bræður Keikó

Háhyrningar er vargar, þeir gera meira en veiða sér til matar, þeir murka lífið úr bráðinni og leika sér að henni í leiðinni.
Þrátt fyrir þetta var lagt í óhemju kostnað á sínum tíma til að ,,bjarga" Keikó... Börn um allan heim tæmdu sparibaukana sína og enginn sagði þeim að þessar skepnur dræpu sér til skemmtunar dýrin sem þessum sömu börnum þótti vænt um og voru í næstu laug í dýragarðinum.


mbl.is Háhyrningar murkuðu lífið úr höfrungum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Prófin búin...

Undecided... vona að ég hafi náð þeim...
Mikill léttir, nú taka önnur mál við. Það er t.d. engin ferð í pöntun og jólapakkar Icelandair dýrari en ef maður kaupir beint á vefnum... ótrúlegt en satt... svo plan B... hvað var það aftur ?

Okkur er boðið í 2 stúdentaveislur um helgina... gaman gaman,
Hafþór og Sigrún
TIL HAMINGJU með árangurinn Kissing

Svo á ég eftir að kíkja á eitthvað jóla... jóla... jóladót og pakka...


Rataðist rétt á munn...

Í vikunni var auglýsing frá lottóinu þar sem Siggi Sigurjóns var lottókúla nr 34... og á einum stað sagði hann, veljið mig... og svo kom, sjáumst á laugardaginn... og talan kom upp í kvöld...
2 skipta með sér pottinum - og held ég að þeir séu vandfundnir hér á landi sem hafa ekki þörf fyrir vinning af þessu tagi.

Kannski völdu einhverjir töluna út af auglýsingunni :)


mbl.is Tveir skipta 60 milljónum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru gömlu útlegðarlögin enn í gildi?

Það segir í Íslands-og mannkynssögu I að á þjóðveldisöld hafi verið þrenns konar refsing verið í gildi, Útlegð (sekt), fjörbaugsgarður og skóggangur.
Fjörbaugsgarður var 3ja ára útlegð frá landinu en skóggangur var ævilöng útlegð.

Það er spurning hvort þessi lög hafi nokkurn tíma verið afnumin eða ef þau hafi verið afnumið hvort það sé ekki ráð að taka þau upp... og nota gagnvart þeim sem hafa ,,nýlega" fengið ríkisborgararétt eða búa hér án ríkisborgararétts og eru í afbrotum.


Brandari

"An Arab at the airport: *Name? -Abdul al-Rhazib.
*Sex? -Three to five times a week.
*No, no... I mean male or female? -Male, female, sometimes camel.
*Holy cow! - Yes, cow, sheep, animals in general.
*But isn't that hostile? -Horse style, doggy style, any style!...
*Oh dear! -No, no! Deer run too fast!"

Er það nóg ?

Nægir að standa frammi fyrir ögrandi verkefnum - konur landsins sem hluti af ráðþrota fjölskyldum berjast fyrir lífi sínu...
Ég tel það mikil mistök hjá Nýju lífi að velja Jóhönnu... Hún hefur ekkert gert til að verðskulda þessa útvalningu. Hún mætir ekki einu sinni í vinnuna sína, forsætisráðherrastóllinn hefur verið tómur meiri hluta ársins.

Þeir sem eiga eftir að segja blaðinu upp - gera það sennilega núna.


mbl.is Jóhanna valin kona ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Próf... talið niður

Eitt próf búið... annað á morgun og það síðasta næsta miðvikudag Grin... þá verður kátt í kotinu Joyful

Afmælisbörn desember mánaðar eru:
Berghildur systir átti facebook afmæli 6.des...
Tinna Sól verður 9 ára 26.des... hún er jólastelpan okkar
Sigurður Bragi verður 21.árs, 29.des

Til lukku allir Wizard


Flokkshreinsun!

Þetta er hreint með ólíkindum... Stjórnin sem ætlaði að hafa allt uppi á borðinu drullar nú yfir sjálfa sig dag eftir dag... og nú er verið að hreinsa til í flokknum fyrir atkvæðagreiðslu um I-save... til að þeir sjálfir verði SAVE.
Þetta lið hugsar eingöngu um að verma ráðherrasæti... þeim er skítsama um fólkið í landinu.

Og forsetinn var og er kommi og passar sig á að vera ekki á landinu þegar það þarf að undirrita plaggið.


mbl.is Atli í leyfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nauðung?

Það er þá alla vega á hreinu að danskar konur stunda vændi af fúsum og frjálsum vilja.

Frítt kynlíf fyrir ráðstefnugesti er svipað tilboð og hjá dagblöðum og tímaritum hér á landi...  frí áskrift fyrsta mánuðinn...


mbl.is Danskar vændiskonur bjóða ókeypis þjónustu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú eiga allir lífeyrissjóðina

Mesta arðrán sögunnar er þessi blessaði lífeyrissjóður sem er orðinn aðaltrygging landsins fyrir skuldum. Upphaflega var skattlagt inn svo var skattlagt út og nýlega var Skattman með hugmyndir um að fá sjóðinn lánaðan... en látum það vera hvernig er leikið sér með þá peninga sem fólk var skyldað til að geyma til elliáranna.
En til hvers að spara? Af hverju á ekki bara að eyða peningunum strax, þeir rýrna þá ekki á meðan.
Ríkisstjórn landsins passar að fólk fái aldrei nema ákveðna upphæð á mánuði, það eitt er ekki hvetjandi til sparnaðar. Og séreignarsparnaður - til hvers?

Ef einhver á sparnað einhversstaðar... þá sker ríkið ellilaunin niður um samsvarandi upphæð. Atvinnurekendur hafa t.d. ekki verið skyldugir til að greiða í lífeyrissjóð, en það skiptir ekki máli fyrir þá þegar upp er staðið, því atvinnurekandinn fær jafn háa upphæð í ellilaun og sá sem vann hjá honum fær samtals í ellilaun+lífeyrissjóðgreiðslur... samt borgaði hann alla sína ævi í sjóð til elliáranna.

Hver er tilgangurinn? Er ekki bara best að ríkið hirði lífeyrissjóðina, segji upp öllu starfsfólkinu sem reiknar skerðingar fram og til baka... og borgi bara sömu ellilaun til allra landsmanna.
Launþeginn fengi þá aðeins meira í budduna í bili - ekki veitir af.

 


mbl.is Vilja tryggja aukið eftirlit með lífeyrissjóðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband