Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008
31.8.2008 | 00:03
Aumingja fólkið...
Við hjónin vorum í New Orleans í lok febrúar á þessu ári.
Borgin var eins og draugabær.
Miðbærinn með háhýsunum og aðalhraðbrautirnar, brýr og slaufur þangað, voru að sennilega sá hluti borgarinnar sem var að komast í samt lag..... hinar ríku hótelkeðjur og stjórnsýsla hafa verið tryggð eða haft efni á að endurnýja eða laga húsnæðið....
en hin venjulegu íbúðarhverfi í margra kílómetra fjarlægð frá ströndinni voru nær auð.... litlu einbýlishúsin sem eru öll byggð úr timbri voru auð...við keyrðum um göturnar og það var búið á stökustað.... á kvöldin voru engin ljós þar, við vissum ekki hvort þeir sem bjuggu þarna hefðu rafmagn...
Í götu eftir götu voru húsin að hruni komin, ónýt eftir vind og vatn.
Þónokkuð af fólki bjó í tjöldum undir hraðbrautunum....
Við höfðum keypt okkur Garmin... en það var ekkert að marka það.... búðirnar voru farnar og kaninn byggir bara nýja búð á annarri lóð, það er ódýrara en að laga gamla húsnæðið.
Og nú þarf fólkið sem lagði í koma aftur og byggja upp eða laga húsið sitt.... að yfirgefa það aftur, þetta er skelfilegt...
Gustav að ná 5. stigi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.8.2008 | 23:40
Shit - skítur
Einmitt...
Það virðist vera þekkt aðferð að smygla eiturlyfjum inn í endaþarmi... eða að þau skili sér þá leiðina út ... og fyrir nokkrum árum var herferð gegn fíkniefnum meðal annars með þessari spurningu -
úr hvaða rassi kemur þitt efni? eða eitthvað í þá áttina...
þeim sem eru í neyslu - er kanski sama hvaðan efnin koma og hvar þau hafa verið geymd, en þetta fær vonandi þá sem ekki hafa prófað, til að segja nei við fíkniefnum.
Með fíkniefni í endaþarminum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 30.8.2008 kl. 00:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.8.2008 | 18:02
Skil á næsta leyti...
Ég er búin að liggja í ritgerðinni minni síðustu vikur....
og ef ég var ekki að lesa, skrifa og breyta... þá var blessuð ritgerðin á heilanum á mér, sem er líka nauðsynlegt... það nægir ekki að sitja bara við tölvuna...
En nú held ég að ég sjái fyrir endann á þessu. Ritgerðin var send til leiðbeinandans í dag...
OMG... hvað ég verð fegin þegar ég læt prenta hana endanlega út
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.8.2008 | 00:04
Misstu af fluginu...
Allur eftirmiðdagurinn fór í það að redda heimasætunni og kærastanum... þau misstu af fluginu heim frá Portúgal í dag.
Við vorum í stöðugu sambandi við Plúsferðir.... og hana á netinu.
Þau fóru með rútunni á völlinn og tékkuðu farangurinn inn... vélin átti að fara 13:40... 10 mín áður var kærastinn við brottfararhliðið og þá var þeim sagt að vélin væri farin. Þetta er ótrúlegt... því það hefur tekið amk hálftíma að leita að töskunum þeirra innan um hinn farangurinn.
Nákvæmlega sama gerðist fyrir dóttir Lúlla og fjölsk. í sumar... þau misstu af fluginu heim frá Spáni, ferðuðust líka með Plúsferðum... Vélin fór hálftíma fyrr.... það var reynt að kalla þau upp á spænsku en þau skildu það ekki... og framburður á íslenskum nöfnum er lélegur. Þau þurftu að bera allan kostnað af því að koma sér heim með öðru flugfélagi.
Á netinu er hægt að kaupa aukaviku á 18. þús á mann, en af því að þau misstu af fluginu verða þau að borga fyrir flugið heim, eins og þetta sé ekki nægilegur skellur fyrir þau.
Svo sér maður auglýsingar í sjónvarpinu sem segja - komdu út í plús-.... það er nú meira í mínus
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.8.2008 | 21:18
Saknaði Dorritar
Hvíllík hátíð í dag
Múgur og margmenni tóku á móti handboltalandsliðinu. Það var áhrifamikið þegar flugvélin renndi sér niður úr skýjunum á þess að snerta flugvöllinn... og hóf sig upp aftur.
Allur mannfjöldinn sem fylgdi hetjunum okkar eftir götunum og stemningin við Arnarhól.... þetta var allt draumi líkast...
Frammámenn og konur stigu á pall til að fagna og syngja.... en það vantaði einn eða eina.... Hvar var Dorrit?
Konan sem fagnaði svo innilega sigri okkar að öll settlegheit fóru fyrir bí.... var hvergi sjáanleg.
Hefur umræðan undanfarna daga um hvernig forsetafrú á að haga sér.... valdið sorg og hlédrægni hjá henni á sama degi og við hin leyfum okkur að hoppa og gráta af gleði.... það er sorglegt
Maðurinn er alltaf samur við sig... alltaf að segja öðrum hvernig þeir eigi að haga sér....
Í 2 Samúelsbók 6.kafla segir frá því þegar Davíð konungur dansaði af gleði er hann lét færa örk Guðs í musterið..... Sumum fannst þetta ekki hæfa konungi, en hann gat ekki hamið gleði sína.
Með stöðugan kökk í hálsinum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 28.8.2008 kl. 09:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.8.2008 | 10:53
Of langt á milli drykkjarstöðva í Reykjavíkurmaraþoni
Ég er búin að hlaupa nokkur maraþonin, ekki bara hér heima heldur einnig erlendis. Þrisvar hef ég verið í maraþonum þar sem menn dóu - steindóu- .... rétt innan við marklínuna.
Það getur vel verið að þetta hafi gerst í fleiri hlaupum án þess að ég hafi tekið eftir því..... en árið 2000 var ég í Chicago maraþoninu og þar dó 23 ára Canadamaður í markinu, fjöldinn allur fór frá marklínunni studdir af öðrum, í hjólastólum, eða á börum með poka í æð....
Í OC maraþoninu í Californíu 2007 dó einn og nú síðast 2008 dó 27 ára maður þegar ég hljóp í Little Rock í Arkansas. Sá hljóp maraþonið á rétt rúmum 3 tímum.
Það vantaði ekki að allir þessir menn kæmu inn á góðum tímum, vel æfðir menn, hefðu komist á verðlaunapalla..... þeir voru Boston-qualifiers..... en það er ekki krafa til að komast til himnaríkis.
Keppnin er mikil í mönnum.... það er gaman að geta borið tímann sinn saman við tíma annars og vera stoltur af honum.... svo það gleymist að hlusta á líkamann svo þeir komist heim til sín að hlaupi loknu.... það gleymist að vegalengdin sem maður er að kljást við hverju sinni er sigurinn.
En það er annað, sem ég er búin að segja oft í sambandi við Reykjavíkurmaraþon - það er alltof langt á milli drykkjarstöðva, erlendis er yfirleitt 1 míla (1,6 km) á milli drykkjarstöðva.
nánar um það á http://byltur.blog.is/blog/byltur/entry/625428/
Féll í yfirlið á síðasta kílómetranum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 27.8.2008 kl. 21:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.8.2008 | 17:37
Fyrir hvað?
Mikið var að einhverjir sem hafa náð framúrskarandi árangri eru sæmdir fálkaorðunni... útvarpið sagði nú riddarakrossi.
Í gegnum tíðina liggur við að hafa menn verið að fá þessa blessuðu orðu ,,fyrir að mæta í vinnuna sem þeir þiggja þegar laun fyrir"
Þess vegna er tími til kominn að heiðra þá sem eiga það skilið.... þ.e. handboltakappana og þjálfara liðsins...
Það sem ég skil ekki er.... hvers vegna formaður handknattleikssambandsins á að fá hana líka ! ég segi bara: Fyrir hvað?
Fálkaorðan bætist í orðusafnið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.8.2008 | 11:13
Edda á afmæli :-)
Edda systir á afmæli í dag....
Er ekki viss hvort hún heldur aldrinum leyndum.....
en það er annað !!!
hún heldur að hún sé yngsta systir..... ég er ekki svo viss... hún á nú afmæli á undan mér... ég á afmæli í lok nóvember
Þessa dagana er hún á fullu að undirbúa sýningu sem verður á Hafnargötu 2 í Keflavík.... sýningin stendur yfir frá fimmtudegi til sunnudags... eða á meðan Ljósanótt er...
þar sýnir hún handverk, skartgripi og málverk....
Þetta má enginn láta fara fram hjá sér
Afmæliskveðjur | Breytt 1.10.2008 kl. 22:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.8.2008 | 18:30
Hægri - vinstri
Í gamla daga þótti ekki gott að vera örvhentur.... ætla ekki að fara meira út í það... en sumir eru jafnhentir... þ.e. jafnvígir á báðar....
Þessi frétt framkallaði þegar í stað þrælgóðan brandara sem ég las einu sinni í Sjónvarpsvísinum og er nokkurnveginn svona.
Tveir menn buðu starfskonu sinni að spila golf með sér. Hún tók því og sagðist annað hvort mæta 6:15 eða 6:30.
Daginn eftir mætti hún 6:15 valdi sér kylfu og fór völlinn á mun færri höggum en þeir. Þeir voru vonsviknir, höfðu talið sig betri en hana í golfinu. Næsta morgun mætti hún á sama tíma, vann þá aftur með yfirburðum þótt hún slæi nú með vinstri hendi.
Vinnufélagarnir spurðu hvernig hún færi að þessu og spurðu hvað hefði ráðið því að hún notaði hægri höndina í gær en í dag þá vinstri.
Sko... sagði hún, ég kíki undir sængina hjá manninum mínum, ef vinurinn vísar til hægri, slæ ég með hægri hendinni, ef hann vísar til vinstri slæ ég með vinstri.
Vinnufélagarnir litu hvor á annan og spurðu: Hvað gerirðu ef hann vísar beint upp?
..... hm... þá mæti ég kl 6:30... sagði hún
Örvhentir" smokkfiskar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.8.2008 | 09:50
Bein skilaboð
Þegar ég hafði komið mér framúr í morgun og var að fá mér bita.... laumaðist maðurinn með eitthvað frá ískápnum að fartölvunni minni
Mér hafði sem sagt tekist að fara í ísskápinn án þess að taka eftir smágrein sem hann hafði klippt út úr 24 stundum.... stundum er maður blindur...
Greinin var um að ókláraðar ritgerðir nema í Háskóla Íslands væru þekkt vandamál......
Ég er að berjast í BA-ritgerðinni minni núna... og mér hefur ekki gengið sérlega vel að halda mér við efnið í sumar... það hvarlaði ekki að mér að ég væri ein að berjast... en vissi samt ekki að þetta væri vandamál. það sem kom mér á óvart var að það eru tímatakmörk varðandi skil, grunnnámið má ekki taka lengi tíma en 5 ár - eftir það taka fyrstu námskeiðin að fyrnast.... það er fúlt
Gullið hafði klippt greinina út til að drífa mig áfram... vel meint og skýr skilaboð
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nýjustu færslur
- Kef - Raleigh NC - Orlando - Kef.. 27 des 2023- 6.jan 2024
- Áramóta annáll fyrir árið 2023
- Virginia 9-20.nóv 2023
- Denver CO, WY og MT 1-9.okt 2023
- Kórferð til Bristol 27-30.sept 2023
- Erie Pennsylvanía 7-11.sept 2023
- Seattle - Alaska - Seattle - heim, 25-30.júlí 2023
- Baltimore - Boston 29.maí - 11.júní 2023
- Washington DC 23-31.mars 2023
- Annáll fyrir árið 2022
Færsluflokkar
- 100 MARAÞON
- Afmæliskveðjur
- Annálar
- Bloggar
- Brandarar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- MARAÞON
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Apríl 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Desember 2021
- Desember 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Apríl 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- September 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Janúar 2018
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Ágúst 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007