Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Þarf ekki að breyta kosningafyrirkomulaginu?


Þetta er nú ótrúlegt.... aumingja kjósendur Framsóknar í Reykjavík.... Hvað flokk kusu þeir?

Er ekki kominn tími til að breyta kosningafyrirkomulaginu... annað hvort kýs maður mann eða flokk.
Komist flokkur að, þá á hann visst marga menn inni, fari einhver úr flokknum þá er sætið áfram flokksins...
Manneskja sem er búin að segja sig úr flokki á ekki að fara með völdin sem hún fékk í gegnum flokkinn sem hún vill ekkert hafa með lengur... þeir sem kusu hana í upphafi geta endað með að hafa kosið og þar með stutt þann flokk sem það vildi síst að kæmist að.  


mbl.is Marsibil segir sig úr Framsóknarflokknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aldrei að segja aldrei...

Þarna sannast máltækið að maður á aldrei að segja aldrei.
Mér hafði einhvernveginn skilist .... af fréttum eftir ermasundsafrekið... að Benedikt hefði fengið yfir sig nóg af sundi og vatni..... og ætlaði varla í bað aftur !!!


mbl.is Benedikt synti Drangeyjarsund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Berjast áfram - klára þetta

Nú stendur berjatíðin sem hæst. Ég er búin að tína í 2 daga og borða þessa dásamlegu hnoðra hjúpaða sykri á kafí í rjóma... Tounge

En nú er ég búin að leika mér nóg, alvaran verður að fá smá pláss... og ég verð hreint að berja mig áfram með þess BA ritgerð mína.  Þetta gengur ekkert... en nú tek ég á þessu og klára þetta.

Veðrið hefur verið allt of gott í sumar til að hanga inni yfir bókum og svo uppgötvaði ég.... að ég á enn fjölskyldu, hún hefur ekki gefist upp á að sjá mig grúfa mig ofaní bækurnar síðustu 6 ár. 

Við höfum svo sannarlega notið þess að fara í gönguferðir, grilla og skemmta okkur saman Grin og hvaða gráða slær því við Wink


Fékk hún óskarinn?

Mér líst vel á Hönnu Birnu. Held hún eigi eftir að plumma sig vel í starfinu. Ég sá í fyrirsögn að hún hefði fengið Óskar inn...... fékk hún óskarinn?
mbl.is Hanna Birna borgarstjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að komast í Beckham...

Ææjjjjj..... aumingja maðurinn.... fastur á bekknum

En þeir eru eitthvað ekki að skilja þetta lögreglan og sjúkraliðarnir í Hong Kong.  Sko.... maðurinn var ekki hommi fyrst hann var ekki laus eftir fjögurra tíma átök með lögreglu og sjúkraliðum í karlkyni.... svo þeir hefðu átt að kalla á kvenlögreglu og hjúkrunarkonur.... hann hefði kanski losnað fyrr !

Þetta er tvímælalaust tilefni fyrir nýtt orðatiltæki.... að komast í ,,bekkham".


mbl.is Ýmislegt reynt til þess að fá fullnægingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að borga í beinhörðum...

Alltaf heyrir maður eitthvað nýtt. Hann hefur sjálfsagt verið lengi að AURA saman fyrir bílnum, grey karlinn. Varla hefur hann farið í strætó að kaupa bílinn... smámynt er engin smá-mynt þegar hún er orðin í kílóatali. Umhugsunarvert af hverju hann treysti tékkum en ekki seðlum.
Þetta segir maður nú að sé að borga í beinhörðum.
mbl.is Greiddi nýjan bíl með smámynt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orðlaus

Ef maður verður nokkurntíma orðlaus þá er það við svona fréttir. Það dynja yfir okkur fréttir þar sem foreldrar fara illa með börnin sín. Börn lokuð inni árum eða áratugum saman og nú ungt barn eitt heima og í hlekkjum á meðan foreldarnir vinna úti.
Fer heimurinn versnandi eða erum við bara á öld upplýsinganna, að frétta af hlutum sem hægt var að leyna endalaust áður.
Ekkert er nýtt undir sólinni, segir prédikarinn.
mbl.is Hlekkjaður við vaskinn á meðan foreldrar voru í vinnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hellisbúar í berjaleit


Í helli við Búrfell Ég, Evran og smámyntirnar hennar fórum í göngu í dag... í sól og sumaryl.  Leiðin lá á Búrfellið, þar sem ég hafði farið í rannsóknarleiðandur þangað í gær. Við komust varla áfram fyrir berjum... eins og í gær. 

Ferðin varð að einni allsherjar ævintýra-hellaferð.
Við skoðuðum 100metra hellinn og fleiri hella á svæðinu á leiðinni að Búrfellinu. Það er greinilegt að við verðum að fara eina ferð enn á svæðið og þá með vasaljós.
Við vorum síðast að skoða hellana saman á þessu svæði fyrir 3 árum þegar ratleikurinn með hellaþemanu var í gangi.

Við gleymdum okkur alveg í þessum hellum, hefðum jafnvel getað lagst út.... en Evran vakti okkur til veruleikans.... því hún þurfti að komast í Bónus fyrir lokun. Joyful

Nóg var af berjunum.... vantaði rjómann....  


Ber-ja-ganga

Berghildur passaði að við villtumst ekkiCool   Veðrið var svo dásamlegt að það var ekki hægt að vera inni... Ég hringdi í ferðatékkann (Berghildi)... hún var ekki að gera neitt af viti frekar en ég... Þá var ekki annað að gera en að fara í gönguferð. Eftir á er ég ekki alveg viss hvort ég eigi að flokka þetta sem berjaferð eða gönguferð.

á toppi Húsfells 12.8.2008Sólin skein og ég vildi fara á Húsfell... hef ekki gengið á það áður.
Þetta átti ekki að verða svo langur gangur en það fór svo að ég náði ekki heim fyrir kvöldmat. 
Við gengum okkur upp að hnjám, það stórsér á Berghildi og oft urðum við að berja okkur áfram.... það var svo mikið af berjum þarna.

Útsýni frá Húsfelli yfir Búrfell 12.8.2008Í stuttu máli þá gengum við á 5 tinda, slógum tvær flugur í einu höggi og tíndum ber en vorum ekki týndar sjálfar. 

Við gengum í nær 5 og hálfan tíma, stoppuðum lítið og gengum þvers og kruss, það má eiginlega segja að við höfum skannað svæðið frá Kaldárseli til Húsfells og Búrfells. 

Ef einhverjum vantar upplýsingar þá talið við okkur  Tounge

Dagurinn var í einu orði sagt frábær... og þjónustufulltrúinn setti lokahnykkinn á, því hann beið með nýsteiktar fiskibollur... hans einka-uppskrift... og svo fengum við okkur bláber með sykri og rjóma á eftir.
Þetta er ekkert annað en fullkominn endir á góðum degi Kissing


Blessuð blíðan


Veðrið var dásamlegt í dag, það hafði verið spáð dropum í dag og þess vegna frestuðum við Leggjabrjóti.... en svo var hið besta veður og við Lovísa hittum Hörpu, Óla og strákana á Hvaleyrarvatni.  

Það hefði mátt vera meira logn og færri ský, en við gerðum gott úr þessu, sólin kíkti aðeins á okkur... Við höfðum með okkur rónastólana okkar, einnota grill, pylsur og alles. Strákarnir veiddu síli með sósusigtum og settu í dollur.... þeim fannst þetta rosa gaman.  Wink


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband