Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008
31.5.2008 | 23:56
Í San Diego
Kvöddum öðlingana og höfðingja í ST. Barbara og renndum suður í Redondo Beach.
Það er ekki netsamband á hotel Jonnu, svo við fórum á moggann í Best Buy til að fá fréttir af jarðskjálftanum heima.
Við kysstum ströndina, bryggjuna, buffetið og búðirnar. Vorum á Hótel Jonnu í 2 nætur. Borðuðum breakfast á HomeTown Buffet áður en við keyrðum til San Diego í dag, laugardag.
Það er sól og hiti. Gistum á Rodeway Inn núna, ekki svo langt frá Convention Center, þar sem gögnin eru og 10-12 mín frá flugvellinum þar sem ég fer í rútuna á startið.
Við sóttum gögnin, þetta er stórt hlaup og við sóttum gögnin mjög seint, en fannst mér expo-ið vera lélegra en síðast...
Við tókum það rólega á eftir, prufukeyrðum á rútustaðinn og settum hann í Garminn og fórum á mótelið.
I LOVE IT
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.5.2008 | 16:10
íslensk veisla
Það var íslensk veisla hér í gær, einiberjakryddað lambalæri med alles. Steinunn og Stephen sonur hennar komu í mat. Síðan var horft a LA Lakers og spilað UNO.... hvað annað.
Við tökum því bara rólega þessa dagana, á morgun keyrum við niður í Redondo og verðum þar í 2 daga, veit ekki hvort ég kemst á netið þar. En svo keyrum við suður til San Diego og verðum þar í 2 daga áður en við fljúgum til Salt Lake City.
Við verðum bara viku i Californiu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.5.2008 | 22:57
Brandari
Við hlógum lengi að þessum.....
Jonna og Bragi fóru með okkur í breakfast á IHOP í morgun. Frábær staður og góður matur. Bragi krafðist þess að stelpurnar sætu frammí.
Þegar við komum heim aftur keyrði Jonna inn í bílskúr eins og vanalega.
Við vorum að taka af okkur beltin þegar Bragi segir..... Jonna, þú ert ekki komin nógu langt.
Jonna var að færa bilinn aðeins nær, þegar Bragi segir: Jonna.... fyrirgefðu.... þú ert komin nógu langt, það er ég sem er afturí.
Bloggar | Breytt 28.5.2008 kl. 15:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.5.2008 | 14:28
Komin heim...
Góðan daginn
þetta var langur dagur i gær. vöknuðum kl 3 um nóttina, flugum kl 6 til New York (flugtimi ca 1 klst), og þaðan til Long Beach (flugtimi 5:35) þar sem við lentum um hádegi i gær á staðartima. Við vorum að ferðast med jetBlue i fyrsta sinn og það er hreint út sagt frábært. það er svo gott fótapláss hjá þeim að við þurftum ekki að standa upp þó farþeginn i gluggasætinu þyrfti að fara fram á ganginn. Hvert sæti var með sjónvarp med 30-40 stöðvum sem voru ókeypis. Við munum örugglega taka jetBlue fram yfir önnur flugfelög.
það tók okkur siðan rúma 2 tima að keyra til St.Barbara, i Ameriku er það ,,rétt hjá".Við vorum með eina ferðatösku af mat... eins og venjulega. Saltfisk i einum frauðkassa sem var skoðaður á hverjum flugvelli. Kassinn var opnaður og lokað mjög fljótt aftur .... út af lyktinni. Hinn kassinn var með frosnu læri og bjúgum... þessir tollverðir höfðu aldrei séð bjúgu...
En nú erum við komin heim til Californiu. Auðvitað var tekið höfðinglega á móti okkur, slegið upp stór-veislu og spilað UNO...
á é í ú ó ý ð þ Þ æ ö Ú Ó Ð
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.5.2008 | 01:03
Flugfélög
Við eigum flug eldsnemma, kl 6 í fyrramálið.
Við höfðum keypt flugmiða hjá Jetblue og þeir tóku sér það bessaleyfi að færa flugið fram um 2 tíma og senda okkur til Long Beach í staðinn fyrir LA. Við fáum 50$ afslátt hvort á næsta flugi sem við pöntum.
Okkur finnst orðin nokkur einstefna í flugmálum. Icelandair hefur t.d. allan rétt hjá sér. Einusinni keyptum við far og þeir stafsettu nöfnin okkar beggja rangt. Ég lét vita þegar netpósturinn kom. Í annað sinn keyptum við far innanlands í Bandaríkjunum gegnum þá, og tókum eftir því af tilviljun þegar miðarnir komu í pósti... að ég átti flug 2 dögum á undan Lúlla.
Svo kom það fyrir að Lúlli keypti far á netinu til Bandaríkjanna og víxlaði tveim stöfum í nafninu mínu... breyting kostaði 4000-. Við höfum greitt 5.000- á mann fyrir breytingu á brottfarardegi (held það kosti nú 10.000-)
Í gær fengum við e-mail að Icelandair hafi fellt niður flugið okkar til Minneapolis í september.... það eina sem okkur er boðið er að fara degi fyrr en degi seinna.... okkur ætti að minnsta kosti vera borgað sama gjald og þeir taka fyrir breytingu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.5.2008 | 00:41
Frændur og VINIR okkar Danir
Við höfðum það huggulegt við að horfa á Eurovision í tölvunni. Erum í St Albans í Vermont USA.
Það var svolítið bras við að tengjast inn á hana en gekk að lokum.
Þetta var nú meiri klíkuskapurinn á alla kanta, allir að gefa nágrönnum og vinum stig.... en hvernig á annað að vera??? Hjá mörgum þjóðum austantjalds hefur fólk blandast mikið, lönd klofnað, menning og tungumál eru svipuð... Býr einhver í sínu heimalandi þar?
Frakkar gáfu Tyrkjum 12 stig, allir þessir atvinnulausu múslimar þar hafa kosið Tyrkland. Gyðingar um alla Evrópu hafa kosið Ísrael.... Kanski það séu svona margir Íslendingar í Danmörku.
Eða... erum það bara við sem erum afbrýðisöm, eigum fáa vini og enga nágranna sem við getum skipst á atkvæðum við. Hin Norðurlöndin voru svo vinsamleg svona einu sinni að kjósa okkur og þar sköruðu frændur okkar og vinir DANIR fram úr öllum öðrum.
En eitt stóðst... 14.sætið, maðurinn var búinn að segja það... sagðist vita það... hafa sambönd
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.5.2008 | 10:33
Flogin út...
Loksins
Það var pakkað fyrir hádegi, enda síðasti séns.
Við fljúgum til Boston um fimm-leytið, keyrum þaðan í kvöld til Manchester í New Hamshire.
Höldum síðan áfram á morgun til Burlington, Vermont þar sem fyrsta hlaupið er.
Ég er ekki komin í hlaupagallann, en er komin í hlaupagírinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.5.2008 | 21:37
Ég fer í fríið...
Ég reyndi að mála í dag, var gjörsamlega andlaus vissi ekkert hvað átti að fara á strigann. Ég sem hef varla mátt vera að því að mála eftir áramót... verð að bæta þetta upp þegar ég kem heim aftur.
Við fljúgum til Boston á föstudag og ég er ekki einu sinni búin að sækja ferðatöskuna út í geymslu. Það eina sem ég er búin að gera... er að sækja gjaldeyririnn...
Þetta fer kanski versnandi með aldrinum, það kemur kanski að því einhverntíma.... að ég gleymi að fara út. Nei, Við gætum ekki gert krökkunum það, þeim hlakkar svo til að losna við okkur.
Það verður að henda einhverju í tösku á morgun.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.5.2008 | 10:37
Útskrift frestað
Það var mikið að gera í gær...
Ég fór fh með eintak af ritgerðinni til leiðbeinanda míns og hann gaf mér þá umsögn síðar um daginn, að ég þyrfti meiri tíma og vinna betur í henni. Ekki þýðir að deila við þá sem vita þetta best. Svo ég hef frestað útskriftinni fram í okt.
Þessi frestun breytir samt sem áður ekki því... að ég er farin í árs frí
Við hjónin fórum eh í Bláa lónið, og áttum dekurdag þar.
Fengum saltskrúbb og nudd og flutum síðan um eins og tveir sykurpúðar.
Þegar heim var komið var ekki hægt annað en halda áfam að slappa af.... enda er það nú orðið mitt aðalstarf
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.5.2008 | 19:12
Hið ljúfa líf
Það er heldur betur völlur á minni. Gerði bara það sem ég vildi um helgina.....
Ég hef verið að kíkja á ritgerðina öðru hverju, laga uppsetningu og bara dunda við þetta... í hvert skipti heyrist í manninum.... er verið að bæta við lokaorðin ? ? ?
Ég ætla að láta prenta hana út og binda inn á Lyng ljósritunarstofu á þriðjudag.
Þá á bara eftir að renna með hana til leiðbeinandans og vona hið besta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nýjustu færslur
- Kef - Raleigh NC - Orlando - Kef.. 27 des 2023- 6.jan 2024
- Áramóta annáll fyrir árið 2023
- Virginia 9-20.nóv 2023
- Denver CO, WY og MT 1-9.okt 2023
- Kórferð til Bristol 27-30.sept 2023
- Erie Pennsylvanía 7-11.sept 2023
- Seattle - Alaska - Seattle - heim, 25-30.júlí 2023
- Baltimore - Boston 29.maí - 11.júní 2023
- Washington DC 23-31.mars 2023
- Annáll fyrir árið 2022
Færsluflokkar
- 100 MARAÞON
- Afmæliskveðjur
- Annálar
- Bloggar
- Brandarar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- MARAÞON
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Apríl 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Desember 2021
- Desember 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Apríl 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- September 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Janúar 2018
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Ágúst 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007