Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
30.10.2008 | 20:52
Matt 11:28... Komið til mín, allir þér sem erfiði hafið og þungar byrðar og ég mun veita yður hvíld.
s.hl.23-Meira hef ég unnið, oftar verið í fangelsi, fleiri högg þolað og oft dauðans hættu.
-24- Af Gyðingum hef ég fimm sinnum fengið höggin þrjátíu og níu,
-25- þrisvar verið húðstrýktur, einu sinni verið grýttur, þrisvar beðið skipbrot, verið sólarhring í sjó.
-26- Ég hef verið á sífelldum ferðalögum, komist í hann krappan í ám, lent í háska af völdum ræningja, í háska af völdum samlanda og af völdum heiðingja, í háska í borgum og í óbyggðum, á sjó og meðal falsbræðra.
-27- Ég hef stritað og erfiðað, átt margar svefnlausar nætur, verið hungraður og þyrstur og iðulega fastað, og ég hef verið kaldur og klæðlaus.
-28- Og ofan á allt annað bætist það, sem mæðir á mér hvern dag, áhyggjan fyrir öllum söfnuðunum.
Við erum vön að telja síðast upp það sem er þyngst... Áhyggjan... sem er sálræn, er toppurinn hjá Páli. Páll gat þolað líkamlegu raunirnar en áhyggjurnar voru að sliga hann.
Þetta er nákvæmlega eins hjá okkur, hið sálræna er erfiðast... Þegar við lítum til baka, hefur ýmislegt gerst á lífsleiðinni...
Margir geta sagt það sama og Páll... hafa fengið höggin... verið húðstrýktir... grýttir... beðið skipbrot... komist í hann krappann... stritað og erfiðað... átt svefnlausar nætur... verið hungraðir og þyrstir... kaldir og klæðlausir... ANDLEGA
Andlegi þátturinn er erfiðastur, innri líðan, að hafa frið í sálinni. Þess vegna segir Drottinn: Matt 11:28
Komið til mín, allir þér sem erfiði hafið og þungar byrðar, og ég mun veita yður hvíld... Og Páll postuli sagði : Gjörið í öllum hlutum óskir yðar kunnar Guði með bæn, beiðni og þakkargjörð.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 22:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.10.2008 | 20:23
Til hamingju STELPUR...
Ísland á EM 2009 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.10.2008 | 10:48
Komin heim, heil á húfi
Við lentum kl 6:55 í Keflavík. Týri tengdasonur sótti okkur á bílnum okkar... við vissum að hann ætlaði að þrífa bílinn og filma... en hann er eins og NÝR. Það var myrkur þegar Týri sótti okkur og við sáum snilldarverkið ekki almennilega fyrr en birti og þá vorum við komin heim. Á skalanum 1-10 þá fær hann 11... fyrir verkið og ekki stigi minna.
Frábært ... og snilldarendir á góðri ferð
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.10.2008 | 15:02
Fjúgum heim í kvöld :o)
Jæja, þá er ferðin okkar búin. Þetta hefur verið svo fljótt að líða. Ferðin hefur öll tekist frábærlega vel, að vísu setti fjármálakrísan heima strik í reikninginn... en okkur skorti ekkert svo við höfum ekki efni á að kvarta yfir neinu.
Við erum búin að afreka ýmislegt... búin að keyra þvers og kruss um Ameríku og ég búin að hlaupa í 7 fylkjum, 4 þeirra voru ný, þannig að 29 fylki eru fallin... 21 eftir.
Við erum í þriðja sinn á sama hótelinu hér í Minneapolis... hér er tekið brosandi á móti okkur eins og gömlum vinum og fólk ekkert nema elskulegheitin... við erum hreinlega dekruð hérna. Ég spurði hvort við gætum fengið að tékka okkur út kl 12 á hádegi og var boðið að vera til kl 2.
Við eigum flug kl 7:55 í kvöld.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.10.2008 | 23:29
Job 42:5 Ég þekkti þig af afspurn, en nú hefir auga mitt litið þig!
Nú er ástandið þannig í þjóðfélaginu að hver ásakar hver annan og margir þurfa á styrk að halda. Allir vita eftirá hvað þurfti að gera, allir hafa réttu svörin og sjá núna hvaða viðbrögð hefðu verið rétt ... Eftirá er auðvelt að hafa réttu svörin - en var hlustað á þá sem sögðu eitthvað fyrir hrunið. Nei... þá hentaði ekki að hlusta, þá vildu allir græða.
Job var einn þeirra sem var vellauðugur í Gt og missti allt sitt... ekki aðeins búfénaðinn heldur öll börnin sín líka... Fyrir áfallið var Job vanur að vera hinum megin við borðið... hann var vanur að stappa stálinu í þá sem urðu fyrir ógæfu... nú þegar ógæfan hitti hann, þá lympaðist hann niður. Hann hefur kanski hugsað, hvernig getur þetta komið fyrir mig sem Guð hefur blessað ríkulega hingað til... Hann átti þetta ekki skilið, hann sem var réttlátur, ráðvandur og grandvar. Auðvitað var hann það allt fyrir sjálfan sig, öll verk framkvæmdi hann rétt, en kanski gleymdi hann því mikilvægasta... að rækta sambandið við Guð.
Við vitum að það er miklu auðveldara að reyna að vera sá sem styrkir, en að vera sá sem þolir. Nú hafa margir þolað missi eigna og fjármuna, en vonin að nú haldi allt upp á við, heldur fólki á floti.
Missir Jobs færði hann aftur til Guðs, honum varð það ljóst að hann sem taldi sig þekkja Guð áður, kynntist honum raunverulega ekki fyrr en hann þoldi mótlætið. Mótlætið, sem vissulega var honum erfitt og reyndi á hann, gaf honum nýja sýn á samband sitt við Guð.
Job 42:5 Ég þekkti þig af afspurn, en nú hefir auga mitt litið þig!
Trúmál og siðferði | Breytt 28.10.2008 kl. 13:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.10.2008 | 16:53
Næst síðasti dagurinn í USA
Við skiptum um áttu... strax við innskráningu á síðustu áttu byrjaði vesenið... Konan í afgreiðslunni sagðist ekki taka tékka og hún vildi ekki hafa vísakortið sem tryggingu þar til við færum. Eftir að hafa keyrt um og séð að við gætum hvergi skipt tékkunum seint á sunnudegi, fór ég til baka og krafðist þess að konan hringdi í yfirmanninn... auðvitað tóku þeir ferðatékka þeir eru eins öryggir og peningar.
Þegar við komum í herbergið þá var rúmstærðin ,,full" sem er minna en queen og ekki um það að tala að fá annað herbergi. Ég sagði konunni að við myndum þá fara næsta morgun... Ég svaf ekki hálfan svefn í svona litlu rúmi. Þegar við fórum í morgunmat um morguninn voru nokkrir menn með einhver tæki í næsta herbergi við hliðina... og við sáum þegar við bárum okkur út, að það stóð PEST CONTROL á bílnum þeirra og slöngur inn um gluggann á herberginu við hliðina...
Þess vegna er ótrúlegt að þau skuli hafa látið okkur vera í þessu herbergi.
En nú erum við komin í þriðja sinn á áttuna okkar í Roseville.
Super 8, Prior Ave N. Roseville MN 55113, phone 651-636-8888 room 148
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.10.2008 | 01:32
Komin til Minneapolis...
Ég hljóp í stormi og stórhríð í Mason City í morgun... til heiðurs Rut vinkonu í Noregi, en hún er 50 ára í dag. Strax eftir hlaupið keyrðum við til Minneapolis... ég var búin að panta á netinu, áttu í Brooklyn Center, en þegar til kom líkar okkur ekki hér og ætlum að færa okkur á morgun... á áttuna sem við vorum á síðast... í Roseville.
Núna erum við að skála fyrir velheppnaðri ferð. Við erum búin að ferðast í nær 6 vikur hér í USA... 2 dagar eftir... Keyra u.þ.b. 4 þús. mílur (ca 6.500 km)... hlaupa 7 maraþon sem eru samtals 183,4 mílur eða 295,4 km... og Bíðari nr. 1 hefur beðið í 38 klst. og 8 og hálfa mínútu meðan ég hljóp... fyrir utan hvað hann hefur beðið aukalega, ef ég hef farið snemma með rútu og það sem hann hefur beðið fyrir utan SUMAR búðir
Nú tökum við það bara rólega...
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 01:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.10.2008 | 16:31
Persónuleg ábyrgð...
Esekíel færði hinum rislágu útlögum fyrirheit um að betri dagar væru í vændum því Guð myndi leiða Ísraelsmenn heim og sameina Júda og Ísraels í eina þjóð. Guð myndi safna Ísraelsmönnum saman úr öllum áttum (Es 37.15-22) og að hann myndi grundvalla alheimsríki sitt í gegnum afkomanda Davíðs (24v). Esekíel einn spámannanna talaði um mannssoninn í spámannstextum sínum. Þetta er sá texti sem gyðingar nútímans tengja við Ísraelsríki dagsins í dag.
Gyðingar höfðu sterka hóptilfinningu og hneigðust til að strika yfir persónulegar syndir. Stærsta framlag Esekíels til þeirra, var skilgreining hans á persónulegri ábyrgð einstaklingsins, að hver einstaklingur innan Ísrael verði að standa reikningsskil gerða sinna (18.kafli) skilaboð sem gilda enn í dag. Má segja að þar hafi verið byggð brú yfir í Nýja testamentið... þar sem hver og einn ber ábyrgð á sinni sáluhjálp... og gerðum.
En þarf bara trú til þess að hver beri ábyrgð á sér... er það ekki í sambandi við alla hluti? Sá sem skuldar, þarf að borga skuld sína, sá sem brýtur lög, sætir dómi og svo framv.
Nú eru skuldadagar því við höfum öll tekið þátt í eyðslunni.
Allir tapa einhverju... ekki tapa trúnni og vitinu - það kemur betri tíð.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 20:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.10.2008 | 15:29
Ég get stofnað alþjóðlegan gjaldeyrissjóð bráðum
Komin með milljónir dollara og punda en vantar evrur. Það verður að segjast eins og er að ég er hreinlega að drukkna í vinningum erlendis frá eins og sjá má í athugasemdum þessara færslna. Ég held það sé vandfundin heppnari manneskja á Íslandi.
Einn stærsti lottóvinningur sögunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt 25.11.2008 kl. 10:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
25.10.2008 | 13:47
Til Hamingju :)
Óska öllum kandidötunum til hamingju, vildi að ég væri viðstödd afhendingu skírteinanna og gæti tekið á móti mínu en það æxlaðist þannig að ég er stödd í Bandaríkjunum.
Það er kostur á þessum tíma að vera stödd í vinveittu landi og vera ekki vísað út úr verslunum vegna þjóðernis, en aftur á móti er verra að vegna gjaldeyrismála á maður engan pening og get því ekkert verslað.
Eftir þriggja ára nám og barning við þessa blessuðu BA-ritgerð... þá er kærkomin tilbreyting að taka á móti áfangaskírteini og halda smá teiti... en það verður að bíða þangað til ég kem heim... en þá verður glaðst yfir skírteininu og áfanganum.
Hartnær 500 kandídatar brautskráðir frá HÍ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 13:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Kef - Raleigh NC - Orlando - Kef.. 27 des 2023- 6.jan 2024
- Áramóta annáll fyrir árið 2023
- Virginia 9-20.nóv 2023
- Denver CO, WY og MT 1-9.okt 2023
- Kórferð til Bristol 27-30.sept 2023
- Erie Pennsylvanía 7-11.sept 2023
- Seattle - Alaska - Seattle - heim, 25-30.júlí 2023
- Baltimore - Boston 29.maí - 11.júní 2023
- Washington DC 23-31.mars 2023
- Annáll fyrir árið 2022
Færsluflokkar
- 100 MARAÞON
- Afmæliskveðjur
- Annálar
- Bloggar
- Brandarar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- MARAÞON
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Apríl 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Desember 2021
- Desember 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Apríl 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- September 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Janúar 2018
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Ágúst 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007