Leita í fréttum mbl.is

Persónuleg ábyrgð...

Við höldum í vonina að ástandið muni ekki versna meira og vari ekki lengi... Er það bara óskhyggja og hvað er ,,lengi" í alheimstímanum? Í gegnum söguna hafa ríki risið, orðið að heimsveldum og fallið... Ríki Davíðs reis, klofnaði síðan og hvort ríki um sig féll fyrir grannríkjum, þá risu upp spámenn til að stappa stálinu í fólk og leiða það á rétta braut.

Esekíel færði hinum rislágu útlögum fyrirheit um að betri dagar væru í vændum því Guð myndi leiða Ísraelsmenn heim og sameina Júda og Ísraels í eina þjóð. Guð myndi safna  Ísraelsmönnum saman úr öllum áttum (Es 37.15-22) og að hann myndi grundvalla alheimsríki sitt í gegnum afkomanda Davíðs (24v). Esekíel einn spámannanna talaði um mannssoninn í spámannstextum sínum. 
Þetta er sá texti sem gyðingar nútímans tengja við Ísraelsríki dagsins í dag. 


Gyðingar höfðu sterka hóptilfinningu og hneigðust til að strika yfir persónulegar syndir. Stærsta framlag Esekíels til þeirra, var skilgreining hans á persónulegri ábyrgð einstaklingsins, að hver einstaklingur innan Ísrael verði að standa reikningsskil gerða sinna (18.kafli) skilaboð sem gilda enn í dag. Má segja að þar hafi verið byggð brú yfir í Nýja testamentið... þar sem hver og einn ber ábyrgð á sinni sáluhjálp... og gerðum.

En þarf bara trú til þess að hver beri ábyrgð á sér... er það ekki í sambandi við alla hluti? Sá sem skuldar, þarf að borga skuld sína, sá sem brýtur lög, sætir dómi og svo framv. 
Nú eru skuldadagar því við höfum öll tekið þátt í eyðslunni. 

Allir tapa einhverju... ekki tapa trúnni og vitinu - það kemur betri tíð. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband