Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Lilja og Joe í Pueblo West

Brittny, Lilja og JoeVið áttum góða stund með Lilju og Joe.  Þau hafa búið í Pueblo í 12 ár. 

Við hittum Lilju í Selvoginum áður en við fórum út og fórum til USA viku á undan henni.  Það var skemmtileg tilviljun að hún búi þar sem við erum að ferðast og að tíminn hentaði til heimsóknar.

Joe fór í hjartaaðgerð fyrir 3 mán. og er að berjast við sýkingu í skurðinum. 

Með þeim á myndinni er Brittney, vona að ég skrifi það rétt, hún er dóttir Díönu yngstu dóttur þeirra.

Lilja ætlar að senda mér myndir sem hún tók af okkur saman.   Takk fyrir okkur


Labor day

loftbelgirVið keyrðum í gær frá New Mexico til Colorado Springs.  Við keyrðum allan tímann með eldingar fyrir framan okkur. 

Allt í einu skall á ,,rigning" sem mér fannst líkari slyddu, hvorugt var rétt, þetta voru flugur sem þöktu framrúðuna og rúðuþurrkurnar gerðu illt verra. 

Við vorum heppin að umferðin var ekki mikil, flugunar urðu eins og hvít skán á rúðunni, þó að það gerði síðan úrhelli, var skánin áfram á rúðunni.

Í dag, mánudag er verkalýðsdagur og hátíðisdagur.  Í mörgum búðum er aukaafsláttur og sérstök tilboð. 

loftbelgurUm morguninn var einhver loftbelgjakeppni.  Hver loftbelgurinn á fætur öðrum flaug yfir húsið og framhjá hótelglugganum hjá okkur. 

Við keyrðum til Pueblo West og heimsóttum Lilju og Joe.  Hún dekraði við okkur í mat og drykk.  Það voru teknar myndir og skoðaðar gamlar myndir.  Húsið þeirra er mjög skemmtilegt, við eigum eftir að heimsækja þau aftur þegar ég hleyp hér í Colorado.

Þessi belgur flaug framhjá og Lúlli tók myndina út um gluggann.

Mynd birt með góðfúslegu leyfi hans. 


Hörku bílstjóri

Lúlli töffari

Aksturinn hér í USA hefur verið mín deild en maðurinn er í þjálfun hjá mér.... hann er að verða hörku bílstjóri.

Við erum ca 2 mílur frá gamla bænum.  Í gær fórum við á rúntinn... maðurinn er gamall aðdáandi Morgan Kane ..... þess vegna var óhugsandi að fara í gegnum Santa Fe og hingað niðureftir.... án þess að kíkja á hina frægu Rio Grande.  Svo ég segi nú eins og er.... þá voru árbakkarnir ennþá mjög villtir og hálfgert drullusvað !

En á leiðinni þaðan keyrðum við fram á hlið hins fræga þjóðvegar 66.  Auðvitað vorum við ekki með myndavélina þá og urðum að keyra þangað aftur í dag..... ég varð að fara út og munda myndavélina.  Sjáið hvað maðurinn er mikill töffari  Cool


« Fyrri síða

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband