Leita í fréttum mbl.is

Biblían bjargar!

Síðan ég varð nemi í guðfræði, breyttist skoðun mín þá því sem fólk kallar ,,öfgatrú" einhvers.... oftast hangir annað orð við sem tilgreinir hvaða trú, öfgarnar eiga við. 

Hver á meta hvað eru öfgar? 
Kristinn maður lætur ekki múslima rakka niður trú sína eða öfugt... við stöndum öll á okkar en af mismiklum eldmóði. Sá sem er trúlaus, vill fá að vera trúlaus, sá sem er heittrúaður, vill fá að vera heittrúaður. Það eru hinir hlutlausu og volgu sem sveiflast á milli, skipta oftar um skoðun en föt.

En óháð trúmálum.... allt sem við samþykkjum ekki sjálf eða fer upp fyrir þau mörk sem við höfum sett - köllum við öfgar... Svo reynum við að fara þennan gullna meðalveg....
En það er erfitt að vera á miðjunni - og má segja að við séum í raun aldrei á miðjunni, því við sveiflumst stöðugt til beggja hliða.

En hver skilgreinir hvað er á miðjunni... og eðlilegt á hverjum stað í heiminum ?
Eru það samfélagsaðstæður sem hafa verið þúsund ár í mótun eða er það ,,gests-augað"...  hinn óboðni gestur sem kemur og breytir einhverju .... eða er það einhver utanaðkomandi hagsmunaaðili?   Er þá hægt að færa þessa miðju til ? Og er þá það sem er eðlilegt - alltaf að breytast ?

Og á meðan ég var að skrifa þetta datt mér í hug þessi brandari.....

Á 19.öld komu menn á land í fjarlægri og frumstæðri ónefndri eyju. Eyjarskeggjar, fremur ófrýnilegir taka á móti þeim við ströndina og spyrja hvað þeir vilji.  Sæfararnir vildu selja þeim vopn fyrir gull, perlur og aðra dýrgripi og spyrja um leið hvort eyjan sé oft heimsótt af sæförum. 

Höfðinginn svarar: Það komu menn fyrir nokkrum árum og gáfu okkur þessa bók.... og hann rétti þeim Biblíuna..... Skipstjórinn fussaði og sveiaði.... og sagði að það væri bara bull og vitleysa sem stæði í henni... Þessi bók hefur ekki bjargað neinum sagði hann.....

Það er nú einmitt vegna þessarar bókar, sem við erum ekki búnir að éta ykkur.... sagði höfðinginn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mofi

Góður brandari Bryndís :)    Ég hef einmitt verið að velta þessu fyrir mér undanfarna daga, afhverju fólk kallar sumt öfgar og annað ekki. Gaman að fá sýnishorn frá mismunandi löndum hvað fólk í þeim kallar öfgar, held að það væri sérstaklega athyglisvert.

Mofi, 2.9.2008 kl. 09:16

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góð saga, Bryndís, og jafnvel þótt tilbúin væri, ættu menn að sjá, að hún er ekki tilefnislaus, heldur býr yfir sterkum sannleikskjarna. Kærar þakkir.

Jón Valur Jensson, 2.9.2008 kl. 11:22

3 identicon

Ég skynja það t.d. sem öfgar að geta ekki viðurkennt að hafa rangt fyrir sér og þá hefur trúin færst frá upprunalegum tilgangi sínum.  En það er bara mín skoðun.

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 01:07

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, þín skoðun, Sáli, ekki Abrahams! Viljirðu líta á upprunalegan tilgang trúarinnar, merkingu hennar og inntak, þeirrar hebresk-kristnu arfleifðar trúarinnar sem við ræðum hér um, ættirðu að lesa Hebreabréfið, 11. kafla og kannski sérstaklega 11.8–27.

Jón Valur Jensson, 5.9.2008 kl. 01:47

5 identicon

Úff Jón. Þú væntanlega þekkir þá skoðun mína að ég tel tilgang trúar vera þann einan að þroska okkur í þá átt að verða betri einstaklingar með því að finna í okkur æðra leiðarljós og fylgja því. Flestir kjósa leiðbeiningar trúarbragða hluta leiðarinnar eða allan lífsspottann en aðrir ekki.  það voru öfgapælingar Bryndísar sem kveiktu hjá mér smá tjáningaþörf en rík er nauðsýn þess að geta viðurkennt að hafa rangt fyrir sér, jafnvel um Biblíuna.  Þekki ekki viðkomandi texta en Mofi hefur a.m.k. verið svo almennilegur að birta mér textana beint þegar við diskúterum og hann svara í tilvitnunum.  Get ekki annað en viðurkennt að hafa lesið mun meira úr Biblíunni undanfarið en venja er

Breytir samt ekki þeirri skoðun minni að ég tek til mín það sem mér finnst eiga við grunntilgang minn og leyfi mér að skilja hitt eftir þótt þú kallir það hentistefnu.  Það hentar nefnilega heiminum örugglega betur að eiga fleiri en færri trúmenn sem geta haft rangt fyrir sér og það er hluti af því að ég sinni "minni" trú í verki.

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 02:30

6 identicon

öfgar eru ekki til að mínu mati. annaðhvort er maður með eða á móti .

Þetta orð er bara notað og búið til af efasemdarmönnum um menn sem þora að standa upp fyrir því sem þeir trúa á .

ég segi  mættu þeir verða fleiri sem standa með sjálfum sér og vita hvað þeir vilja

eins og ég

Helga Lúthersdóttir (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 21:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband