Leita í fréttum mbl.is

Boðorðin tíu

Ég fékk heljarinnar athugasemd frá Prédikaranum varðandi pistil sem ég nefndi ,,Aðeins ein synd". http://bryndissvavars.blog.is/blog/bryndissvavars/entry/637734 
Þessu ber mér að svara og stend ég áfram föstum fótum á minni skoðun að syndin sé aðeins ein og hún er vantrú á Drottinn vorn Jesú Krist. Eins og Prédikarinn hef ég Biblíuna mér til stuðnings.Þó syndin sé aðeins ein eru boðorðin tíu samt sem áður enn í fullu gildi. Það er hins vegar STÓR munur á hvort þau eru öll synd eða hvort hluti þeirra sé brot á samfélagsreglum manna.

Prédikarinn benti réttilega á að ef eitt þeirra er brotið er búið að brjóta þau öll og mér finnst ég lesa það út að hann telji brot á þeim vera synd.
Jesús Kristur læknaði á hvíldardögum, en þá má ekkert verk vinna en hann var samt syndlaus.
Kristur boðaði breytingar… og hann er ekki að tala um boðorðin tíu þegar hann segir í Matt. 5:19
Hver sem því brýtur eitt af þessum minnstu boðum og kennir öðrum það, mun kallast minnstur í himnaríki, en sá, sem heldur þau og kennir, mun mikill kallast í himnaríki.
í versum 22-48 kemur listinn yfir boðin sem um er rætt….og Jesús segir ekki að brotin séu synd, heldur mun sá sem brýtur þau og kennir kallast minnstur í himnaríki.

Jesús dró boðorðin tíu saman í tvöfalda kærleiksboðorðið....
Lúk 10:27
Hann svaraði: Elska skalt þú Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni, öllum mætti þínum og öllum huga þínum, og náunga þinn eins og sjálfan þig.

Róm 13:9  Boðorðin: Þú skalt ekki drýgja hór, þú skalt ekki morð fremja, þú skalt ekki stela, þú skalt ekki girnast, og hvert annað boðorð er innifalið í þessari grein: Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig.
Frá 1. versi kaflans er Páll að tala um samfélagsleg atriði, fólk sem lifir í samfélagi verður að taka tillit til hvors annars, við troðum ekki á hvort öðru og segjumst svo elska bæði Guð og náungann. Og hann segir í Galatabréfinu: Gal 5:14
Allt lögmálið er uppfyllt með þessu eina boðorði: Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig.

Jóh 16:8
Þegar hann [Jesús] kemur, mun hann sanna heiminum, hvað er synd og réttlæti og dómur,
Jóh 16:9
syndin er, að þeir trúðu ekki á mig,
Róm 6:23
Laun syndarinnar er dauði, en náðargjöf Guðs er eilíft líf í Kristi Jesú, Drottni vorum.
Róm 3:23
Allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð,

Hver var synd englanna samkvæmt 2.Pét 2:4  Jú, þeir skiptu Guði út fyrir annan höfðingja, ekki þyrmdi Guð englunum, er þeir syndguðu. Baráttan er nefnilega um tignirnar og völdin.

Spurning er hverjum maður játast, á hvern maður trúir en ekki hvort mér takist að halda boðorðin, því það hefur engum manni tekist.
Jóh 16:9  syndin er, að þeir trúðu ekki á mig.
Post 10:43  Honum bera allir spámennirnir vitni, að sérhver, sem á hann trúir, fái fyrir hans nafn fyrirgefningu syndanna.
Jóh 8:24 
Þess vegna sagði ég yður, að þér munduð deyja í syndum yðar. Því ef þér trúið ekki, að ég sé sá sem ég er, munuð þér deyja í syndum yðar.

Trúarjátningin felst í því að játa Jesú Krist.  Sá sem játar hann mun frelsast fyrir náð hans en ekki fyrir nein af þeim verkum/boðum sem sá hinn sami reyndi að halda. Það er hins vegar annað mál að þeir sem játast Kristi og fylgja honum, reyna eftir fremsta megni að ganga hinn þrönga veg og lifa í sátt, samlyndi og í kærleika til náungans og á þann hátt reynum við að halda öll boðorðin... Jesús dró þau saman í eitt boðorð -tvöfalda kærleiksboðorðið- kanski er það boðorðið sem Jóhannes og postularnir eru að tala þegar þeir tala um boð Guðs.

1.Jóh 5:1-5
Hver sem trúir, að Jesús sé Kristur, er af Guði fæddur, og hver sem elskar föðurinn elskar einnig barn hans. -2- Að vér elskum Guðs börn þekkjum vér af því, að vér elskum Guð og breytum eftir boðorðum hans. -3- Því að í þessu birtist elskan til Guðs, að vér höldum hans boðorð. Og boðorð hans eru ekki þung, -4- því að allt, sem af Guði er fætt, sigrar heiminn, og trú vor, hún er sigurinn, hún hefur sigrað heiminn. -5- Hver er sá, sem sigrar heiminn, nema sá sem trúir, að Jesús sé sonur Guðs?

1Jóh 5:11-13
Og þetta er vitnisburðurinn, að Guð hefur gefið oss eilíft líf og þetta líf er í syni hans. -12- Sá sem hefur soninn á lífið, sá sem ekki hefur Guðs son á ekki lífið. -13- Þetta hef ég skrifað yður, sem trúið á nafn Guðs sonar, til þess að þér vitið, að þér hafið eilíft líf.

Þetta nægir í bili - en af nógu er að taka Kissing


Heppnari nakin...

Tveir starfsmenn spilavítis stóðu við spilaborð þegar ákaflega hugguleg ljóska kom aðsvífandi og kvaðst ætla að veðja 20.000 dollurum á eitt númer í borðinu. "Ég vona að ykkur sé sama" sagði ljóskan, "en ég er alltaf heppnari þegar ég er nakin" og þar með svipti hún sig klæðum, studdi á spilahnapp og skrækti "nú er lag, mig vantar ný föt!"

Síðan hoppaði hún hæð sína og hrópaði "Yes, yes, ég VANN, ÉG VANN!", þreif fötin sín ásamt öllum peningunum sem voru á borðinu og hvarf á braut.

Gjafararnir störðu undrandi hvor á annan, að endingu gat annar þeirra  stunið upp: "Á hvaða tölu veðjaði hún?" Hinn svaraði: "Það veit ég ekki, varst þú ekki að fylgjast með því?"

LÆRDÓMUR: Ljóskur eru ekki allar heimskar, EN karlmenn eru og verða KARLMENN!

Vinkona mín sendi mér þennan, spurning hvort við getum notað þetta bragð, þó við séum ekki ljóshærðar !


Bloggfærslur 14. september 2008

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband