Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Mannréttindi

Hver er með hvern í einelti ?

má ég vera memm

Það er hreint út sagt ótrúlegt hvernig þessir dómstólar virka... maður fer að efast um að þeir séu fyrir fólkið í landinu, einstaklinginn... heldur fyrir alls konar samtök og fyrirtæki.
Að berjast gegn þeim er að berjast við vindmillur.

Harpa gaf út bókina -Má ég vera memm?-

Nú spyr maður: Hver er með hvern í einelti?

 http://www.dv.is/blogg/harpa-luthers/2012/11/28/glanni-glaepur-og-sonnunargagnid/


Jól í skókassa

Vil minna þá á sem ætla að taka þátt í verkefninu ,,Jól í skókassa" að síðasti móttökudagur hjá KFUM og KFUK við Holtaveg er laugardaginn 6.nóv. milli 11-16 

Allar upplýsingar um verkefnið er að finna á www.skokassar.net  


Þau eru ekki í lagi

Hvernig væri að hugsa aðeins um OKKUR, Íslendinga... leyfið okkur að kjósa...

Snúið ykkur að þessari marglofuðu skjaldborg, Það fer að verða síðasti séns fyrir ykkur.... og hættið að ausa peningum í umsóknarferli að Evrópusambandinu sem meirihluti landsmanna hefur ekki áhuga á að ganga í og ALLIR eru að vara okkur við að ganga í.


mbl.is Áfram fundað í Lundúnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vökulög á alþingi...

Hvernig er þetta með alþingismenn... gilda ekki vökulög yfir þá eins og aðrar starfsgreinar í landinu. Þeir sem fylgjast með útsendingu frá alþingi geta verið fullvissir að Jóhanna fær sinn 12 tíma svefn, hún sest ekki í stólinn sinn nema þegar greiða þarf atkvæði.
Vökulög voru sett til að menn ofkeyrðu sig ekki á vinnu og héldu skerpu og athygli í lagi. Það þurfa alþingismenn einmitt að gera í Icesave-umræðunum.

Manni léttir að þetta sé ,,fjölskylduvænt" þing... Hvernig væri það annars? Ég vona bara að stjórnarandstaðan haldi út og þetta I-save Steingríms og Jóhönnu verði ekki samþykkt og reynt verði að gera US-save eins og hægt er.


mbl.is Þingfundi frestað til 12
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjómannaafslátturinn

Ég er gift sjómanni og þess vegna hef ég haldið eyrunum opnum þegar þeirra mál hafa komið upp í þingumræðu. Nokkrir þingmenn hafa séð ofsjónum yfir þessum afslætti og þeir virðast ekki vita hvernig hann er til kominn.

Þegar kjarasamningar hafa verið lausir í gegnum tíðina, þá hafa sjómenn alltaf mætt afgangi og fengið minnsta hækkun í prósentum á fastakaupi. 
Það eitt er útaf fyrir sig undravert því almennt eru sjómenn taldir hálaunastétt og hækkun á fastakaupi myndi þá ekki skipta neinu máli því fastakaupið er bara lágmarkslaun á mánuði.
Launin eru aldrei trygg, þau fara eftir framboði og eftirspurn, þannig að ef það aflast vel fá menn jafnvel lægra verð fyrir aflann - sem þýðir lægri laun fyrir meiri vinnu.

Því miður er það þannig að stór hluti sjómanna hefur bara þessi lágmarkslaun sem eru langt fyrir neðan venjulegt tímakaup í landi - því vinnutíminn getur verið mjög langur, 12 tíma vinna á sólarhring á stærri skipum og stundum lengri tími á litlum bátum.

Sjómannaafsláttinn fengu sjómenn sem kjarabót þegar öll önnur stéttafélög fengu launahækkanir... það getur því verið erfitt að ætla að bæta þeim afnám hans með launahækkunum núna. Fólk er sífellt að horfa til nágrannalandanna... í Noregi er sjómannaafslátturinn mörgum sinnum hærri.

Berjumst fyrir hærri afslætti Smile 


Sorglegt

Það er virkilega sorglegt þegar fáir menn af ákveðnu þjóðerni eyðileggja orðspor allra samlanda sinna.
Það hefur verið áberandi hversu margir Pólverjar hafa verið brotlegir við lög hér á landi... ofbeldi hefur viðgengist, þjófagengi hafa vaðið uppi og hlutir merktir íslenskum fyrirtækjum seldir á mörkuðum úti í nokkur ár og nú smygla þeir eiturlyfjum inn í landið. Hvað þarf eiginlega til að menn verði brottrækir héðan?
Þeir Pólverjar sem eru heiðarlegir vilja örugglega að hinir brotlegu verði brottrækir, því annars dragast þeir inn í vantraust okkar, því við erum svo gjörn á að setja allt undir sama hattinn.
mbl.is Reyndu að smygla 5995 e-töflum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrattinn á veggnum ???

Ég skrifaði hér fyrir neðan að ég væri fylgjandi banni við búrkum... ekki bara sem mannréttindamáli fyrir konur - heldur sagði ég að hryðjuverkamenn gætu falið sig undir búrkunum. Ekki voru allir sammála og var ég sökuð um að mála skrattann á vegginn... en hvað kemur á daginn !
Fréttablaðið greinir frá því í dag á bls. 4... að menn klæddir búrkum stundi rán...

Ræningjar í Bretlandi:
Búrkuklæddir þjófar á ferð
BRETLAND, AP Breska lögreglan leitar nú ræningja sem hafa framið þrjú vopnuð rán í landinu á undanförnum mánuðum. Í öllum tilvikum hafa ræningjarnir verið íklæddir búrkum, klæðnaði sem sumar múslimskar konur klæðast og hylur allan líkama og andlit. Á þriðjudag var úrum fyrir tugþúsundir punda stolið úr skartgripabúð í Banbury, norðvestur af London. Tvö svipuð rán hafa verið framin frá því í byrjun júlí og skoðar lögregla nú hvort sömu aðilar voru að verki í öllum tilvikum. - þeb  

Er það ekki bannað hér?

22.febr. nk. verða 13 ár síðan vélar þær sem héldu bróður mínum á lífi, voru teknar úr sambandi. Hann hafði ekki verið nema 10-14 daga í þeim. Við, aðstandendurnir vorum ekki spurð, okkur var tilkynnt hvað ætti að gera.
Það er alltaf einhver sem ber ábyrgðina á ákvarðanatökunni... en það er einhver honum lægri sem fylgir fyrirmælunum og ýtir á takkann.  Sá hinn sami vinnur alla daga við að bjarga mannslífum en nú snýst það við, honum er fyrirskipað að ljúka lífi einhvers. Þess vegna hlýtur að vera erfitt að taka slíkar ákvarðanir og enn erfiðara fyrir þann sem þarf að framfylgja þeim.


mbl.is Líknardráp veldur uppnámi á Ítalíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar er Brown?

Þetta er ótrúlegt... Það þarf að setja hryðjuverkalög á bresku ríkisstjórnina... 25 þús. manns deyja úr kulda á 4 mánuðum... og Bretar setja sig á háan hest gagnvart öðrum ríkjum. Ef einhverjir mættu skammast sín - þá eru það þeir.
mbl.is Gefa breskum eldri borgurum íslenska ull
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alhæfingar

Mér hefur fundist það svolítið áberandi upp á síðkastið, hvað fólk alhæfir. 
Mótmælendur á Austurvelli telja sig fulltrúa fyrir ALLA Íslendinga... einhver telur sig fulltrúa fyrir ALLA sem nenna ekki að mæta á Austurvöll...

Ég hef alltaf haldið að einstaklingur sem er ekki kosinn í forsvar fyrir nein samtök, mætti bara í eigin nafni og fyrir sig sjálfan.  

Einn bloggar og spyr hvort STÓR hópur Íslendinga séu nú ekkert annað en villimenn og skepnur...
Hvað er STÓR hópur Íslendinga með blogg og hve stór prósenta af ÞEIM var með orðbragð gegn Herði Torfa???  Það er óþarfi að setja ALLA á sama bás vegna þess að fáir haga sér illa.


Næsta síða »

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband