Leita í fréttum mbl.is

Sjómannaafslátturinn

Ég er gift sjómanni og þess vegna hef ég haldið eyrunum opnum þegar þeirra mál hafa komið upp í þingumræðu. Nokkrir þingmenn hafa séð ofsjónum yfir þessum afslætti og þeir virðast ekki vita hvernig hann er til kominn.

Þegar kjarasamningar hafa verið lausir í gegnum tíðina, þá hafa sjómenn alltaf mætt afgangi og fengið minnsta hækkun í prósentum á fastakaupi. 
Það eitt er útaf fyrir sig undravert því almennt eru sjómenn taldir hálaunastétt og hækkun á fastakaupi myndi þá ekki skipta neinu máli því fastakaupið er bara lágmarkslaun á mánuði.
Launin eru aldrei trygg, þau fara eftir framboði og eftirspurn, þannig að ef það aflast vel fá menn jafnvel lægra verð fyrir aflann - sem þýðir lægri laun fyrir meiri vinnu.

Því miður er það þannig að stór hluti sjómanna hefur bara þessi lágmarkslaun sem eru langt fyrir neðan venjulegt tímakaup í landi - því vinnutíminn getur verið mjög langur, 12 tíma vinna á sólarhring á stærri skipum og stundum lengri tími á litlum bátum.

Sjómannaafsláttinn fengu sjómenn sem kjarabót þegar öll önnur stéttafélög fengu launahækkanir... það getur því verið erfitt að ætla að bæta þeim afnám hans með launahækkunum núna. Fólk er sífellt að horfa til nágrannalandanna... í Noregi er sjómannaafslátturinn mörgum sinnum hærri.

Berjumst fyrir hærri afslætti Smile 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Bryndís.Ég þakka skrif þín.Þau segja allt,sem segja þarf.

Sjómannafrádrátturinn fekkst,vegna þess að ekki náðust samningar við útgerðarmenn.Og verkfalli aflýst með lögum.

Það var ekki fyrsta og síðasta afskipti að deilum sjómanna og útgerðarmanna,til að afstýra verkföllum.Það hefur engin stétt starfað eftir settum lögum,sem og sjómenn.

Ingvi Rúnar Einarsson, 1.12.2009 kl. 09:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband