Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Matur og drykkur

Virginía Beach til Elkton Md

Ég vaknaði snemma... fyrir kl 6 í morgun. Hellti mér á og borðaði beyglu með kaffinu. Gullið mitt hringdi... alltaf gott að heyra í honum.

Ég var búin að ákveða að keyra norður í dag. Ég hefði getað verið hérna lengur en það er ekki nógu hlýtt því íslenska rokið nær hingað... ég er svo heppin að vera við ströndina Wink

Ég tók dótið saman, tékkaði mig út og var lögð af stað kl 8... Garmurinn segir að það séu 330 mílur til Elkton og það reyndist vera rétt.
Ferðin gekk ágætlega. Ég fór gegnum Norfolk, göngin yfir til Hampton og norður 64. Ég stoppaði einu sinni í klukkutíma í Fredericksburg.
Seinfarnasti kaflinn var í gegnum Washington DC... þar slitnar hraðbrautin í sundur og ég þurfti að þræða litlar götur hægri - vinstri til að komast aftur á I-95 hinum megin við borgina.

Garmurinn sendi mig ekki alveg sömu leið og ég fór suður... ég fór t.d. ekki yfir stíflu fyrir norðan DC og eftir íslenskum sveitavegi (ein akgrein í hvora átt) áður en ég beygði inn á 222 eitt augnablik og svo á 95... Ég var 7:30 tíma með stoppinu á leiðinni.


Virginia Beach

Ég lagði af stað kl 8 í morgun og var 3 og 1/2 tíma á leiðinni (217 mílur), keyrði suður 95 mesta allan tímann, en svo 64 E... tveggja akgreina sveitaveg, með 65 hámarkshraða... það keyrðu allir samt á 80.

Hótelið er á besta stað fyrir mig, göngufæri ca hálf míla á startið og styttra í markið, þannig að ég þarf ekki að pæla í bílastæði á morgun, enda er gert ráð fyrir þeim lengra í burtu.  ég fór á expo-ið, það var glæsilegt hjá svona litlu hlaupi... nóg til sölu en mig vantaði ekkert. ég var í klst. brasi við netið, ætlaði aldrei að komast inn, ég hafði nefnilega asnast til að uppfæra msn-ið og ég verð að henda því út aftur, tölvan er skelfing á eftir... svo ég lét þetta eiga sig og fór út eh.

Ég skrapp í Target, og fékk mér að borða. Ætla að taka saman hlaupadótið og fara snemma að sofa.

Super 8 Virginia Beach/At The Ocean
2604 Atlantic Ave,  Virginia Beach, VA 23451 US
Phone: 757-425-5971  Room 608 


Varist súrdeig farísea og saddúkea

Matt 16:6-12 
-6- Jesús sagði við þá: Gætið yðar, varist súrdeig farísea og saddúkea.
-7- En þeir ræddu sín á milli, að þeir hefðu ekki tekið brauð. -8- Jesús varð þess vís og sagði: Hvað eruð þér að tala um það, trúlitlir menn, að þér hafið ekki brauð? -9- Skynjið þér ekki enn? Minnist þér ekki brauðanna fimm handa fimm þúsundum og hve margar körfur þér tókuð saman? -10- Eða brauðanna sjö handa fjórum þúsundum og hve margar körfur þér tókuð saman?
-11- Hvernig má það vera, að þér skynjið ekki, að ég var ekki að tala um brauð við yður. Varist súrdeig farísea og saddúkea.
-12- Þá skildu þeir, að hann hafði ekki talað um að varast súrdeig í brauði, heldur kenningu farísea og saddúkea.

Jóh 6:35 Jesús sagði þeim: Ég er brauð lífsins. Þann mun ekki hungra, sem til mín kemur, og þann aldrei þyrsta, sem á mig trúir.

Varnaðarorð Jesú eru þau að við eigum að varast að blanda öðrum trúarbrögðum inn í trú okkar á hann... en sífellt fleiri hinna frjálsu trúarsamfélaga eru farin að upphefja gyðinga, Ísraelsríki nútímans og Jerúsalem... Að sjálfsögðu eigum við að elska og virða alla, sama hverrar trúar þeir eru, en þessi upphafning er komin út í öfgar.

Súrdeig gyðinga á ekki samleið með Brauði lífsins.


Friðum kengúrur...

Ég hvet alla til að skrifa sig í athugasemdir... og safna þannig undirskriftum um að friða ástralskar kengúrur.
mbl.is Ástralir ósáttir við hvalveiðar Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fáar en góðar verslanir...

Flugstöðin er þægileg, það eru góðar verslanir þarna en það er sama þar og annarsstaðar þar sem FRÍVERSLUN er... það er dýrt að versla þar. Allar flughafnir eru dýrar.

Nú er það þannig að farþegar fá ekki að hafa með sér vökva... lengi vel var hægt að fá kranavatn í matsölunni, en nú er það hætt, vatnið er bara selt á flöskum.
Kranarnir á klósettunum uppi eru með sjálfvirkt blönduðu heitu og köldu vatni - sem er ódrykkjarhæft... en niðri fyrir framan hlið Ameríkuflugsins eru vaskarnir með gömlum krönum og hægt að fá sér kalt vatn.
mbl.is Keflavík meðal bestu flugstöðva í heimi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bónus besta kjarabótin

Ef það er eitthvað sem er okkur nauðsynlegt núna í þessari kreppu, þá er það að hafa lágvöruverslun eins og Bónus. Bónus hefur haldið niðri verði í öllum öðrum matvöruverslunum. Ég vona að Bónusbúðirnar lifi og dafni áfram.
mbl.is Ódýrast í Bónus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótrúleg vitleysa frá upphafi til enda...

Í fyrsta lagi segir greinin að ,,tvöfalt fleiri fimm til sex ára börn, sem búa á heimilin þar sem streituvaldar er fáir, of feit "... er ekki eitthvað að þýðingunni hér...

Síðan segir að 4,2 % af ÖLLUM hópnum hafi verið of þung, einungis hluti þeirra hefur þá verið frá heimilum með hærri streituvöldum... Hvað orsakaði yfirþyngdina hjá hinum?


mbl.is Streita stuðlar að offitu barna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vísa-rán um hábjartan dag

Jamm... var að kíkja á vísareikninginn. Maður minn, við erum bæði með Visa Business Card... og í síðustu ferð notuðum við okkur Priority Pass... BETRI STOFA á íslensku. Þegar við fengum kortin var þetta innfalið, sem sagt eitt af ,,kostum" þess að vera með þetta kort.

En á Visa reikningnum er rukkun upp á 3.500 kr. á mann... það kostaði okkur sem sagt 7.000 kr. að fá þarna nokkrar kexkökur, kaffi, bjór og internet aðgang.  Það var svo lélegt það sem var matarkyns að fólk fór niður á almenna svæðið til að kaupa sér mat.

Ef við hefðum bara verið niðri, hefðum við getað keypt okkur flottar steikur, bjór, kaffi og fl. og átt afgang. Internet aðgangurinn var það eina sem ég hefði ekki fengið.


Warner Robins, Georgía

Við komum rétt eftir hádegið, þetta er stærri bær en við héldum, allar helstu keðjurnar eru hér. Við komum okkur fyrir og erum að fara út að borða.

Super 8 Warner Robins, 
105 Woodcrest Blvd. Warner Robins, GA 31093-8825 US
Phone: 478-923-8600 Room 111


Yndislegur dagur...

Orlando.jan2009Við dingluðum okkur í dag...

Veðrið var mjög gott, sól og hiti.  Við erum að spá í Dinnershow einhversstaðar.
,,Dingl" heitir það þegar maður fer í mollin og Walmart... skoðar, spáir og kaupir.  Við fengum okkur síðan göngu í góða veðrinu í mini-golf garði hér í götunni.

Orlando.jan2009 Ég vil nú ekki ganga mig upp að hnjám fyrir næsta maraþon, en maður gleymir sér alltaf. Við enduðum svo daginn á að borða aftur á Golden Corral. Það er svo mikið úrval á þessum buffetum.

Við byrjum alltaf á grænmetisdiski, síðan kjötrétti og svo desert, sem er ís, kaka og allskonar jammí og að lokum kaffi.  Ég var að springa... 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband