Færsluflokkur: Matur og drykkur
6.7.2009 | 20:52
Esjan í dag
,,Gengið" tók sig til og gekk á Esjuna í dag. ,,Dollarinn" mætti ein, ,,Evran" var með 2 smápeninga og ,,Líran" kom með 1 smápening. Smámyntirnar, Ísak Lúther, Adam Dagur og Tinna Sól... voru sannkallaðar hetjur, þær klifu Esjuna í fyrsta sinn í dag... fóru alla leið upp á topp ásamt mæðrum sínum og mér, ömmunni...
Ég hef gengið öðru hverju á Esjuna en aldrei nokkurn tíma pælt í því hve spottinn er langur.
Á síðustu öld... hu-hummm.. tók ég tvisvar þátt í Esjuhlaupinu og var þá 52 mín á toppinn og þá var farin lengri leiðin... og þegar ég fór með Völu á Esjuna í maí sl. þá sagði hún mér að ÍR-ingarnir reiknuðu erfiðleikagráðuna á við 10 km.
Við fórum lengri leiðina upp í dag og ég tók báða ,,garmana" með mér. Garmin úrið mældi 3,5 km upp að Steini og 4,2 km upp á topp, en vegagarmurinn mældi 2,6 km beina vegalengd.
Þegar við vorum komin upp að Steini - kom þokan æðandi upp hlíðina með raka og brennisteinsfýlu... við héldum áfram þó við værum algerlega búin að missa útsýnið og krakkarnir voru bara enn meiri hetjur í roki og kulda á toppnum. Keðjurnar voru mest spennandi
Þetta var erfitt en verður hetjuskapur í minningunni og en það er óvíst hverjir verða þreyttastir í kvöld
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 20:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.7.2009 | 20:53
Dýrðardagur í dag
Það var rigning í morgun, DAGUR fyrir innivinnu :) og maðurinn hélt myndarskapnum áfram - búinn að mála herbergið. Næst er að kaupa og setja saman fataskápa.
Á morgun er planið að ég sjái áfram um almannatengsl og fari á Esjuna á morgun með börnum og barnabörnum. Þar verða sumir hetjur í annað sinn. Það er gríðarlega mikilvægt í svona ferðum að hafa mikið nesti og taka sér góðan tíma. Spáin er góð... en það er jafn nauðsynlegt og nestið.
28.6.2009 | 14:20
Bústaðaferð - hittingur
Okkur var boðið í bústaðinn til Haraldar og Helgu um helgina. Hann bauð bræðrum sínum og stelpunum hennar Bubbu ásamt mökum. Það var vel mætt en Hafsteinn, Grétar og Hrönn komu ekki. Bíllinn okkar var í andlits-aðgerð svo við vorum samferða Jónu.
Fólk dreif á staðinn um kvöldmat... sumir lentu í smá villu á leiðinni... og sannaðist þá gamla sjónvarpsauglýsingin... Nú er gott að hafa GSM...
Við grilluðum undir góðri músík og við stelpurnar skáluðum í ekta Margarítu... með saltrönd á staupinu, klaka og lime... Úaaaa
Enginn var með gítar... en þeim mun meira var kjaftað saman. Lolla var með hjólhýsi en Gyða og Erna með fellihýsi... Við Lúlli, Ragnar, Sverrir og Jóna sváfum í bústaðnum.
Sverrir og Erna komu með fjórhjólin sín... Veðrið var æðislega gott, þó að auðvitað kólnaði þegar kvöldaði... að við sátum úti fram á rauða nótt.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 14:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.6.2009 | 12:57
Komin heim
Lúlli tékkaði okkur út af hótelinu kl 12 á hádegi á laugardag í Alaska... ég var að hlaupa til kl 1. Ég fékk að fara í sturtu eftir hlaupið, af því að konan var ekki búin að þrífa herbergið. Við keyrðum um, fengum okkur að borða á Golden Corral og áttum að skila bílnum kl 9 um kvöldið. Við skiluðum honum frekar snemma - það var svo sem ekkert að gera annað - tíminn var of stuttur til að fara eitthvað og við Garm-laus.
Flugið var 1:05 eftir miðnætti aðfaranótt sunnudags, millilent í Salt Lake City og New York og svo lentum við hér heima um kl 7 í morgun... á mánudagsmorgni.
Týri tengdasonur sótti okkur og við fengum kaffi hjá Helgu. Bíllinn okkar er ekki tilbúinn, hann þurfti smá andlitslyftingu, nýja framrúðu og taka af honum unglingabólur kringum falsið um leið.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 16:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.6.2009 | 15:18
Þjórsárbakki
Haraldur hringdi í gær og bauð okkur austur... ég hafði aldrei komið í bústaðinn og við þáðum boðið með þökkum
Hvað eigum við að koma með með okkur... spurði Lúlli... sængurföt eða eitthvað... Haraldur þvertók fyrir að við kæmum með ,,nokkuð með okkur"... sagði svo: ,,bara föt"!!! ... Hjúkk maður, að við fengum að vera í fötum... annars hefðum við þurft að veita áfallahjálp alla leiðina
Við vorum klst að renna austur... VÁ... hvílík höll
Sko ekkert smá slot
Við borðuðum hvílíkt góðan skötusel í kvöldmat, fengum okkur rauðvín og bjór og svo var farið í heita pottinn, sem er glænýr... svo enduðu allir á náttfötunum á eftir. Frábært.
Veðrið var rosalega gott. Landið er rennislétt þarna og gott útsýni yfir allt. Við reiðhöllina voru reiðhestarnir og merar bæði nýkastaðar og fylfullar í næsta hólfi.
Við fórum svo heim um hádegið í dag, svo hjónin fái nú einhvern vinnufrið. Þó mikið sé búið, er enn margt eftir að gera...
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 15:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.5.2009 | 14:19
Tannheilsa barna
Ég horfði á Kastljósið í gær, hef annars ekki mikinn áhuga á svona ,,spurningaþáttum" því fólki gefst svo sjaldan færi á að svara - spyrjandinn er venjulega kominn með aðrar spurningar áður.
En umræða þáttarins var um hvort það væri til bóta fyrir tannheilsu barna að setja á sérstakan skatt á sykur.
Í allri umræðunni sem hefur farið fram um tannheilsu barna virðist engum detta í hug að HVETJA BÖRNIN TIL AÐ BURSTA TENNURNAR.... umræðan snýst öll um að fá ókeypis tannlæknaþjónustu.
Ég man þegar ég var lítil og fékk lýsispillu á hverjum morgni í skólanum... þetta var liður í heilsuátaki... þetta sama er hægt að gera með tannburstun. Við vitum að mörg börn nenna ekki að bursta tennurnar, en sé það gert að reglu að bursta þær eftir nestistímann í skólanum þá verður það að vana. Hvert barn gæti átt sinn tannbursta í sinni körfu eða hillu í skólastofunni.
26.5.2009 | 14:06
Dásemdar veður
Hvílíkt dásemdarveður er úti, ég er að spá í að skokka aðeins í dag... það er ekki hægt að láta svona veður fram hjá sér fara. Auðvitað er eina vitið að sleikja sólina og ís... heitt og kalt er að meðaltali gott
Það er annars erfiðast að eiga við letina sem færist yfir mann í svona veðri. Þegar vindurinn hættir að flýta sér... róast maður sjálfur - skrítið !!!
24.4.2009 | 23:11
Oklahoma City
Ég var komin af stað um hálf 9 ... stoppaði einu sinni í klst á leiðinni og keyrði upp að hótelinu í Oklahoma City kl 3. Í þetta sinn passaði ég mig á að lenda ekki í löggunni á leiðinni, en einn fór fram úr mér á svaka ferð og eftir smá stund keyrði ég framúr honum - löggan náði honum
Þetta er höfuðborgin í Oklahoma. Ég þarf að raða saman púslinu á morgun, sækja gögnin, fara á start og finish og athuga með bílastæðamál.
Þegar ég var búin að tékka mig inn, leitaði ég að Buffeti, en það var búið að loka því - hætt... ekki í fyrsta sinn sem það er búið að loka, þegar ég kem.
Aðalvandamálið í sambandi við þessi Buffet er, að fólk tekur sér helmingi meira en það borðar og því er hent. Af því fólk borgar eitt verð - ber það enga virðingu fyrir matnum... En kannski finn ég annað Buffet á morgun - ÉG SKAL FINNA ANNAÐ
Phone: 405-677-1000 Room 123
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 23:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.4.2009 | 20:09
Dæmið ekki - Matt. 7.kafli
-1- Dæmið ekki, svo að þér verðið ekki dæmdir.
-2- Því að með þeim dómi, sem þér dæmið, munuð þér dæmdir, og með þeim mæli, sem þér mælið, mun yður mælt verða.
-3- Hví sér þú flísina í auga bróður þíns, en tekur ekki eftir bjálkanum í auga þínu?
-4- Eða hvernig fær þú sagt við bróður þinn: Lát mig draga flísina úr auga þér? Og þó er bjálki í auga sjálfs þín.
-5- Hræsnari, drag fyrst bjálkann úr auga þér, og þá sérðu glöggt til að draga flísina úr auga bróður þíns.
Við ætlum ekki alltaf að dæma, en við leggjum ósjálfrátt mat á allt sem gerist eða er umhverfis okkur... ef við segjum frá því er nær öruggt að einhver skilur orð okkar á annan veg en ætlast er til... Gróa er lögð af stað á næsta bæ... Málin snúast oft ekki um það sem við segjum - heldur hvernig viðmælandinn skilur það og segir frá því.
Alltof oft les fólk ANNAÐ en það sem er skrifað og svo á fólk það til að blanda skyldum málum við og eftir þann LESSKILNING er komin niðurstaða sem oft er ekkert nálægt upphafinu.
Í þessu getum við séð okkur báðum megin við borðið.
-6- Gefið ekki hundum það sem heilagt er, og kastið eigi perlum yðar fyrir svín. Þau mundu troða þær undir fótum, og þeir snúa sér við og rífa yður í sig.
Heiðingjar voru hundar í augum gyðinga... Við eigum að bera boðskapinn áfram en Jesús segir okkur að meta hvort hjarta hins heiðna sé opið fyrir hinu heilaga orði eða hvort hann myndi snúa því upp í öfugmæli og troða það niður. Þá myndi ,,hundurinn eða svínið" fremur loka hjörtum þeirra sem væru nálægt þeim og boðskapurinn (perlan) væri engum dýrmæt.
-15- Varist falsspámenn. Þeir koma til yðar í sauðaklæðum, en innra eru þeir gráðugir vargar.
Jesús er góði hirðirinn, hirðir sauðanna. Hann segir okkur að varast þá sem boða falskar kenningar INNAN safnaðanna. Það að falsspámaðurinn sé í sauðaklæðum, merkir að hann þykist eða telur sig vera kristinn.
-19- Hvert það tré, sem ber ekki góðan ávöxt, verður upp höggvið og í eld kastað.
-20- Af ávöxtum þeirra skuluð þér því þekkja þá.
-21- Ekki mun hver sá, sem við mig segir: Herra, herra, ganga inn í himnaríki, heldur sá einn, er gjörir vilja föður míns, sem er á himnum.
-22- Margir munu segja við mig á þeim degi: Herra, herra, höfum vér ekki kennt í þínu nafni, rekið út illa anda í þínu nafni og gjört í þínu nafni mörg kraftaverk?
-23- Þá mun ég votta þetta: Aldrei þekkti ég yður. Farið frá mér, illgjörðamenn.
Við erum lærisveinar og eigum að bera fagnaðarerindið áfram, FYLGIÐ JESÚ... Falsspámaðurinn ber ekki ávöxt fyrir ríki Guðs - hann kemst ekki þangað inn.
Við eigum að byggja á Orði Guðs, Jesús á að vera kletturinn í lífi okkar. Falskar kenningar koma eins og sviptivindar og steypiregn og geta hrakið okkur til og frá og að lokum geta þær skolað okkur burt frá Sannleikanum.
Matur og drykkur | Breytt 6.4.2009 kl. 20:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.3.2009 | 18:06
Elkton MD - Sea Isle City NJ
Ég lagði af stað rétt fyrir kl.8. Svaf frekar illa í nótt, kannski stressuð yfir að eiga eftir að finna hótel í New Jersey. Ég var nefnilega margbúin að tékka á nokkrum síðum og það var allt svo dýrt og langt í burtu.
Þess vegna var það best að kíkja á staðinn... það voru um 100 mílur þangað og þá komst ég að því að flest allt er lokað þarna á þessum tíma... þetta er eiginlega draugabær
Svo ég keyrði 10-12 mílur í burtu og fékk mér gistingu á Econo Lodge. Þessi mótelkeðja er óðum að verða í eigu Indverja og um leið og mótelin verða fjölskyldufyrirtæki, þá byrja þau að drabbast niður
Eftir að hafa sett tölvuna í gang og talað við Bíðara nr.1 þá ákvað ég að fara og athuga hvort það væri ekki buffet hér nálægt.
Ég verð hérna í 2 nætur. Ég tékka mig út á sunnudagsmorguninn þegar ég fer í maraþonið.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 22:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Kef - Raleigh NC - Orlando - Kef.. 27 des 2023- 6.jan 2024
- Áramóta annáll fyrir árið 2023
- Virginia 9-20.nóv 2023
- Denver CO, WY og MT 1-9.okt 2023
- Kórferð til Bristol 27-30.sept 2023
- Erie Pennsylvanía 7-11.sept 2023
- Seattle - Alaska - Seattle - heim, 25-30.júlí 2023
- Baltimore - Boston 29.maí - 11.júní 2023
- Washington DC 23-31.mars 2023
- Annáll fyrir árið 2022
Færsluflokkar
- 100 MARAÞON
- Afmæliskveðjur
- Annálar
- Bloggar
- Brandarar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- MARAÞON
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Apríl 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Desember 2021
- Desember 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Apríl 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- September 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Janúar 2018
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Ágúst 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007