Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Íþróttir

Cleveland Ohio

Við tékkuðum okkur kl 7 út í morgun... fyrir maraþonið... keyrðum til Lowell, þar sem ég borgaði mig inn í hlaupið (var á sér samningi) og fékk númerið afhent.

Lúlli beið eftir mér... ræfillinn Frown... því þetta tók þvílíkan tíma enda erfiðasta maraþon sem ég hef nokkurntíma hlaupið. Ég var gjörsamlega búin á eftir...

Strax eftir maraþonið keyrðum við í 4:30 tíma áleiðis til New York... tókum aftur sama hótel og í vesturleiðinni og fengum meira að segja sama herbergi. Jeminn hvað það var gott að komast loks í sturtu.

Americans Best Value Inn
14043 Brookpark Rd, Cleveland Ohio 44142   room 410 eins og síðast :)


Korter í ferð

Kæruleysið var algert í gær, taskan var sótt út í geymslu korter í ferð... sem sagt í gærkvöldi og við áttum morgunflug til New York í morgun... Ég hleyp í PA á sunnudag og í MI laugardaginn á eftir.

Við eyddum 10 þús kr fyrir nokkru, í að breyta í morgunflug til að komast út úr New York í birtu... Vissulega komust við út úr borginni í birtu, en það var varla meira en það. Umferðin silaðist í borginni og þegar við komumst á hraðbrautina, var stórt bílslys á akgreininni á móti og trukkur að brenna á akbrautinni okkar. Við siluðumst áfram á I-80 W og engin undankomuleið klst saman, á 3 og hálfum tíma fórum við 50 mílur. Fórum aðeins út af til að borða.

Við áttum ekki pantaða fyrstu nóttina á hóteli... og kannski vegna umferðartafanna fylltust öll hótel við veginn, það var orðið niðdimmt og kl orðin 9:30 þegar við loksins fengum hótel.

Comfort Inn - Pocono Mountain
Route 940 @ 1-80 and I-476
White Haven, PA, US, 18661
Phone: (570) 443-8461     room 315


Selvogsgatan á hraðferð

Maðurinn keyrði mig upp að neyðarskýlinu á Bláfjallavegi... þar sem vegurinn sker Selvogsgötuna. Þar stendur á skilti að leiðin sé 18 km.
Ég gekk ein... lagði af stað 11:52... nákvæmlega.
Lagt í Selvogsgötuna 2009Ég hafði ákveðið að ganga hratt og stoppa ekkert á leiðinni. Það fór nú aðeins út í öfgar því stundum hljóp ég næstum við fót.  Einu sinni datt ég kylliflöt, stangaði jörðina en var svo blessuð að meiða mig ekki... og oft rak ég tærnar í án þess að detta. 
Fuglarnir létu heyra í sér, yrðlingur skaust inn í vörðu þegar ég var komin upp að honum og nokkrar kindur voru með lömb á beit... ég var eina manneskjan á ferð.
Hraðametið mitt féll í þessari ferð því ég kom niður á veginn við Hlíðavatn kl 14:39. Gangan var semsagt 2 tímar og 47mín.

Hjólhýsið beið í Selvoginum þar sem Lúlli grillaði og dundaði við viðhald... við ætluðum upphaflega að gista þar en ég vildi fara heim eftir kvöldmatinn svo við renndum heim aftur.


Fórum norður á Mývatn

Við renndum norður á Mývatn á föstudaginn... helgarspáin var leiðinleg fyrir sv-hornið, góð fyrir norðan... og svo var Mývatnsmaraþonið á laugardag. Bíðarinn var harðákveðinn að fara þangað og ,,bíða"... svo ég hljóp á meðan hann beið Wink

1.sæti 50-59... Mývatnsmaraþon 30.05.2009Ég hljóp þetta blessaða maraþon sem ég hélt ég hefði hlaupið í alsíðasta skipti í hitteð-fyrra... hallinn á veginum fer alveg með mig.
Ég var svo óheppin að brjóta festinguna á glerinu í hlaupagleraugunum og hljóp með þau teipuð saman með límbandi... ég verð að hlaupa með sólgleraugu.
Við fengum ágætis veður, það var mjög hvass mótvindur fyrstu 23 km en í staðinn var engin fluga Woundering, öll umgjörð um hlaupið var góð og grillið á eftir var frábært.

Við gistum 2 nætur á Skútustöðum... lögðum af stað suður í dag, hvítasunnudag. Við misstum alveg af jarðskjálftunum sem voru fyrir sunnan bæði á föstudagskvöld og laugardeginum. 
Á leiðinni suður stoppuðum við á Blönduósi og grilluðum okkur lærisneiðar á tjaldstæðinu. Þegar við komum heim skein sólin á móti okkur Cool 


Gengið á Esjuna

Esjan 21.maí 2009Vala sótti mig rúmlega 9... Sjöbba systir hennar kom líka með. Veðrið var dásamlegt. Það voru ekki margir á leiðinni upp Esjuna þegar við lögðum af stað...
Ég tók tímann - bara að gamni mínu. Við vorum nákvæmlega 1:20 mín upp. Við fengum einhvern til að mynda okkur á toppnum.

Útsýnið var gott, þó var eitthvað mistur yfir Reykjavík... niðurleiðin tók slétta klst. og ferðin í það heila, að heiman og heim aftur... tók 4 tíma.

Cool alveg frábært...


Denver - New York - Keflavík

Eftir 2ja vikna ferðalag, 1.976 mílna keyrslu, og 2 maraþon var tími til kominn að fara heim.
Heimferðin var 19 tíma ferðalag í allt... ég lagði snemma af stað út á flugvöll, enda þurfti ég á tímanum að halda. Lenti í veseni á flugvellinum í Denver, var með aukatösku og þarna voru þau ströng á handfarangur, þannig að ég varð að yfirþyngja aðra töskuna og síðan þurfti ég afpanta farið heim fyrir Bíðara Nr. 1
En allt small saman að lokum og ég sem vaknaði kl 6 í Denver var lent í Keflavík kl 6 í morgun og 6 tíma tímamunur... Bíðarinn sótti mig.

Ég er ekki vön því að leggja mig en af því að ég ætla í Flugleiðahlaupið kl 7 í kvöld, þá lagði ég mig í nokkra tíma.

Dodge City KS - Pueblo West CO

Ég var í lélegu netsambandi á Tavelodge, þurfti að fara með tölvuna í lobbýið til að tala við Bíðara Nr 1.
Ég frétti á leiðinni til Dodge City (á mánudag) að það hefði komið í útvarpinu að konan sem var önnur í mark í Oklahoma maraþoninu hefði dottið niður í markinu... ef hún hefði ekki verið í alvarlegu ástandi hefði ekki verið sagt frá því í fréttum.
Nú er ég komin út úr fylkinu svo ég hef ekki frétt hvort konan náði sér eða ekki... en ég hef þrisvar verið í maraþoni þar sem menn hafa dáið á marklínunni.

Í gær keyrði ég til Pueblo West... um 280 mílur... NO POLICE ON THE WAY. Ég keyrði að hluta til sömu leið og þegar ég keyrði til Oklahoma... þ.e. hina sögufrægu leið til Santa Fe.. The Historical Route to Santa Fe, US 50.
Á leiðinni græddi ég aftur klukkutímann sem ég tapaði, svo nú er 6 tíma tímamunur við Ísland.
Lilja og Joe tóku á móti mér með höfðingsskap og við Lilja tókum smá rúnt eftir kvöldmat þangað sem hún vinnur.
Ég lét bíðarann vita að ég væri komin til Pueblo en svo fórum við öll snemma í háttinn.


Keflavík - New York

Ég pakkaði í morgun og Björg vinkona keyrði mig út á völl... Það voru allir uppteknir, að útrétta, vinna, í viðtali eða í prófi. Ég skildi Bíðara nr 1 AFTUR eftir heima. Hann má ekki fljúga strax, fór í hjartaþræðingu í gær... og bíllinn í viðgerð... við erum að eldast Wink 
Flugið til New York tók tæpa 6 tíma... ég horfði á 3 bíómyndir. Ég var ekkert nema kæruleysið á leiðinni út... með fyrstu mönnum út úr vélinni en hafði gleymt að fylla út pappírana. Það tók 1 klst frá lendingu og þangað til ég var fyrir framan afgreiðsluborðið hjá jetBlue í næsta terminal.

jetblue er besta flugfélag í heimi... afgreiðslukonan fékk fulla endurgreiðslu fyrir mig á flugmiða Bíðara nr 1 - ekkert mál.  Öll sætin í flugvélinni eru Saga-class sæti... Mesta legroom EVER. Núna eru þeir komnir með netið í biðsalinn... þess vegna sit ég og blogga. Ég er að bíða eftir flugi til Denver, það varð einhver seinkun á vélinni, en flugið á að taka 3 klst.

Þetta er hlaupaferð - hvað annað, ég hleyp fyrst í Oklahoma City og síðan í Fort Collins Colorado.


Verð að vera með netið

Hljóp maraþonið í morgun, gekk bara ágætlega. Þegar ég kom til baka ætlaði ég auðvitað á netið... en tengingin virkaði ekki... svo það var ekki annað að gera en að kvarta. Þegar ég kom með tölvuna niður í lobbý-ið virkaði það.

Kom þá upp úr kafinu að það hafði verið tómt vesen með netið á 6.hæð... Nú er ég á 2.hæð - herbergi 209... því ekki get ég netlaus verið Wink


Í Washington DC

Síðustu nótt gisti ég á sexu í Elkton, ég hefði getað keypt internetaðgang en þá hefði ég líka þurft að skipta um herbergi... svo ég lét það eiga sig. Ég var líka orðin þreytt, búin að keyra í 6 tíma og 45 mín... 430 mílur. Ég fékk mér bara kálpoka í Walmart og fór fljótlega að sofa.

Í dag er ég komin til DC, búin að kíkja í expo-ið, eins og ég bloggaði um á hlaupasíðunni minni... þó ég ætli að sleppa maraþoninu á morgun og svo skellti ég mér á Old Country Buffet. Nú ætla ég bara að fara í sturtu, kíkja í tölvuna og lesa... sennilega fer ég aftur snemma að sofa.

Super 8 Camp Springs/Andrews AFB DC Area
5151 B Allentown Rd
Andrews AFB I-95 Exit 9
Camp Spring, MD 20746 US
Phone: 301-702-0099 Room 173


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband