Leita í fréttum mbl.is

Dodge City KS - Pueblo West CO

Ég var í lélegu netsambandi á Tavelodge, þurfti að fara með tölvuna í lobbýið til að tala við Bíðara Nr 1.
Ég frétti á leiðinni til Dodge City (á mánudag) að það hefði komið í útvarpinu að konan sem var önnur í mark í Oklahoma maraþoninu hefði dottið niður í markinu... ef hún hefði ekki verið í alvarlegu ástandi hefði ekki verið sagt frá því í fréttum.
Nú er ég komin út úr fylkinu svo ég hef ekki frétt hvort konan náði sér eða ekki... en ég hef þrisvar verið í maraþoni þar sem menn hafa dáið á marklínunni.

Í gær keyrði ég til Pueblo West... um 280 mílur... NO POLICE ON THE WAY. Ég keyrði að hluta til sömu leið og þegar ég keyrði til Oklahoma... þ.e. hina sögufrægu leið til Santa Fe.. The Historical Route to Santa Fe, US 50.
Á leiðinni græddi ég aftur klukkutímann sem ég tapaði, svo nú er 6 tíma tímamunur við Ísland.
Lilja og Joe tóku á móti mér með höfðingsskap og við Lilja tókum smá rúnt eftir kvöldmat þangað sem hún vinnur.
Ég lét bíðarann vita að ég væri komin til Pueblo en svo fórum við öll snemma í háttinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband