Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Íþróttir

Virginia 9-20.nóv 2023

Sögulegum áfanga verður náð í þessari ferð.. en ég mun hlaupa maraþon í Richmond í Virginiu á laugardag.. og klára þá öll 50 fylkin í 3ja sinn.

9.nóv.. Flugið til Baltimore var 6 tímar.. við flugum yfir Grænland.. við vorum nokkuð fljót í gegnum eftirlitið og þurftum ekki að bíða lengi eftir rútunni á bílaleiguna..
Hún var hins vegar yfirfull, fólk stóð og þegar bílstjórinn þurfti snögglega að hemla, hentist kona á göngugrindina hans Lúlla og braut pokann af henni.. á bílaleigunni tók tíma að fá réttu manneskjuna á staðinn að taka skýrslu..
Við fengum loksins bíl og vorum að fara þegar ég uppgötvaði að hann var rafmagnsbíll, ég snéri við, vil ekki rafmagnsbíl.. fengum annan, vorum komin að slánni.. þegar það kom viðvörunarljós í mælaborðið.. snéri við og fékk þriðja bílinn.. myndaði skemmdir og að það vantaði bensín á hann en við komumst af stað.. Klst keyrsla á hótelið, þar sem pöntunin fannst ekki og kostaði yfir klst samtal við hotels.com sem er nú lika orðið expedia og eitthvað annað.. O boy, hvað ég var þreytt þegar ég komst í rúmið..

10.nóv.. Ég sótti gögnin fyrir hlaupið og undirbjó að vakna um miðja nótt til að fara í hlaupið.. 
 
11.nóv.. Vá.. Richmond Virginia.. síðasta fylkið.. Mér tókst það.. er samt ekki alveg búin að ná þessu.. að ég hafi klárað í 3ja sinn ÖLL 50 FYLKI USA.. ótrúlegt.. eftir ca 150 flugferðir til USA, mörg hundruð hótelgistingarnar og tugþúsundir mílna keyrslu.. þá er þessu takmarki náð. Og Kananum finnst þetta svo stórmerkilegt því ég hef aldrei búið í USA.
Ég var alveg óvænt tekin í viðtal við CBS12 fréttastöðina fyrir maraþonið.. 
 
12-20.nóv.. létum við fara vel um okkur, vorum 3 daga í Aberdeen í Maryland og 4 daga í Cherry Hills í New Jersey.. en 20.nóv þaðan keyrðum við til Baltimore.. í flug heim.

M I S S I O N    A C C O M P L I S H E D  ✔️

 


Seattle - Alaska - Seattle - heim, 25-30.júlí 2023

Þessi ferð var HRAÐFERÐ til Alaska.. inn og út úr landinu.. og eftir að ég kom heim hugsaði ég að nú væri ég orðin of gömul fyrir hraðferðir.. Þetta var þriðja ferðin mín til Alaska. Ég hef farið 2x til Anchorage en aldrei til Juneau sem er höfuðborg Alaska.

25.júlí.. keyrði Lúlli mig á völlinn.. ég átti kvöldflug út til Seattle.. 8 tíma flug og 7 tíma munur.. Ég var fljót í gegnum eftirlitið en þurfti að bíða klst eftir hótel-skuttlunni.. 
26.júlí.. átti ég flug um hádegi til Juneau í Alaska, flugið var rúmir 2 tímar og 1 tími í tímamun bættist við.. ég var ekki með bílaleigubíl svo ég samdi við leigubílsstjórann um keyrslu í maraþonið..
27.júlí.. auðvitað vaknaði ég um miðja nótt.. og ekki vandamál að mæta kl 6 am í maraþonið til að fá númerið mitt.. Hlaupið var ræst kl 7.. mér gekk ágætlega.. ég var svo heppin að sjá 2 birni og ná mynd af þeim í húsagarði hinu megin við götuna.. Þetta er í fyrsta sinn sem ég sé birni í náttúrunni..
28.júlí.. Maraþon nr 2.. mér gekk ekki eins vel, tímamunur og þreyta gerðu vart við sig og svo var ég með sár á 2 tám frá deginum áður.. eftir maraþonið, fékk ég far upp á hótel, þar sem ég gat þvegið mér í vaskinum og skipt um föt.. og tekið skuttlu upp á flugvöll..
Þar sem ég var mætt tímanlega.. settist ég niður og tók því rólega.. þegar ég stóð upp klst síðar gat ég varla gengið og þurfti að útskýra fyrir fólkinu í eftirlitinu að ég væri ekki fötluð, ég hafi bara verið að hlaupa.. ég átti kvöldflug til Seattle og tapaði 1 klst, þannig að ég lenti þar um miðnætti.. tók skuttlu á hótelið og datt í rúmið án þess að fara í sturtu.. 
29.júlí.. tékkaði ég mig út og tók skuttluna kl 11 upp á flugvöll.. flugið heim var kl 15:50, næturflug eins og alltaf.
30.júlí.. lent kl 6 am og ég ósofin.. svo ég lagði mig fram að hádegi..

já góðan daginn.. held að þetta hafi verið síðasta hraðferðin mín..

Washington DC 23-31.mars 2023

23.mars.. Ég fór ein út enda var þetta eingöngu hlaupaferð og mikil keyrsla. Ég lenti í DC, fékk ágætan bíl og átti hótel í innan við klst fjarlægð.. næstu 2 daga voru langar keyrslur suður til Seneca í Suður Carolínu..

26.mars.. Brekkumaraþon í Seneca S-Carolina í dag.. ekki óvön því.. en það hafðist 🏃‍♀️👌🥳Eftir hlaupið keyrði ég 90 mílur eða um 145 km til North Carolina þar sem næsta maraþon er..

27.mars.
Marflatt maraþon í Mills River N-Carolinu.. í dag. Eftir maraþonið var 4 klst keyrsla norður, yfir Virginiu og inn í W-Virginiu.. um 220 mílur eða um 360 km.. það var æðislegt að komast í bað og í rúmið.. Ég á hótel hér í 4 næstur og get tekið 2 maraþon, 2 fylki hér, því fylkismörkin liggja við hlaupaleiðina..

29.mars.. Annað brekkuhlaup, Maraþon Bluefield í W-Virginu.. WV er Mountain MAMA.. söng John Denver.. Þetta var erfitt, fæturnir ekkert nema blöðrur en ég var ákveðin að fara daginn eftir.. svo ákveðin að ég þorði ekki úr sokkunum og svaf í þeim..

30.mars.. Um morguninn fór ég í morgunmat, var sennilega komin með vökvaskort því ég drakk of mikið af safa, vatni og kaffi og fékk heiftarlega í magann.. og hætti við hlaupið.. 

31.mars.. ég hafði lofað Indverja að vera samferða mér til DC.. ég hafði hins vegar ekki gert mér alveg grein fyrir hvað ég þyrfti að fara snemma af stað.. þegar ég lofaði því og tíminn var alltaf að færast fram.. Það endaði með því að ég þurfti að vakna kl 2am og við vorum lögð af stað kl 3 um nóttina.. því hann ætlaði að fá fluginu sínu breytt og þurfti að vera mættur milli 8 og 9 á völlinn..

Maður þarf að hafa athyglina í lagi þegar maður keyrir í 5 tíma (330 mílur) á 120 km hraða í niðamyrkri.. og vegavinna og þrengingar öðru hverju að auki.. svo ég sagði að hann ætti að leggja sig.. Ég skilaði honum af mér á flugvellinum um kl 8am.
Í DC keyrði ég niður að Hvíta húsinu, lagði bílnum síðan nálægt Lincoln minnismerkinu.. enda hafði ég ekki barið það augum áður.. þegar ég var að mynda kirsuberjatrén sem eru í blóma.. sá ég fólk með gæludýrin sín, hund og 2 gopher eða marðardýr??.. Ég þurfti að berjast við þreytuna um eftirmiðdaginn, eftir að hafa keyrt alla nóttina.. Ég reyndi að dingla mér í Walmart, tók blóðþrýstinginn.. hann var fínn. Ég fór síðan í fyrra lagi að skila bílnum, sem var bara ágætt og alltaf blessun að skila honum í heilu lagi.

Ferðin var á enda, 8 dagar... næturflug kl 20:35 til Íslands
3 maraþon.. SC, NC og WV
Ég keyrði 1.396 mílur eða um 2.300 km.



 

 


Keflavík - Dallas TX - San Diego CA - Los Angeles - St Barbara - San Luis Obispo - San Francisco - Eureka - Crescent City - Portland OR .. 30.maí-18.júní 2018

Þriðja árið í röð og alltaf á sama tíma, fórum við út með Völu og Hjödda. Að þessu sinni millilendum við í Dallas Texas og gistum og fljúgum daginn eftir til San Diego. 

30.maí
Tómas keyrði okkur á völlinn í hádeginu og við fórum beint á betri stofuna. Þar vorum við í góðu yfirlæti og höfðum það gott... fluginu var seinkað um hálftíma. Við flugum með Vatnajökli og það kom okkur algerlega á óvart að þetta er í allra fyrsta sinn sem Icelandair flýgur til Dallas. Við vorum dekruð á leiðinni með freyðivíni, íspinnum og minjagrip um fyrsta flugið, merkt töskumerki. Þetta var langt flug en fljótt að líða, við tókum skuttlu á hótelið okkar og fórum í háttinn.
     Days Inn Airport, Irving Grapevine DFW  Airport North,
      4325 W John Carpenter Fwy Irving 75063 Dallas Texas, room 329
      Tel: 972 621 8277

31.maí - 4.júní ... Days Inn, Hotel Circle,
      543 Hotel Circle S San Diego 92108 room 130
      Tel: 619 297 8800

Við sváfum ekkert sérstaklega vel... við hittum Völu og Hjödda í morgunmat kl 7 am, við eigum pantaða skuttlu á völlinn kl 8am. Allt gekk eftir áætlun nema Hjöddi var tekinn í nefið í eftirlitinu vegna hnjánna. Flugið með American Airlines var tæpir 3 tímar og 2ja tíma munur í viðbót... 7 tíma munur við Ísland. Við fengum fínan bíl hjá Dollar. Við byrjuðum á Walmart, fengum okkur Burger King og tékkuðum okkur svo inn á hótelið enda á kolvitlausum tíma. 
1.júní ...
Við borðuðum morgunmat á IHOP, fórum niður að höfn að skoða styttuna af dátanum sem var að kveðja elskuna sína, svo sóttum við Vala númerin okkar og mokuðum dóti niður í pokana okkar... fórum á bílastæðið fyrir 5 km á morgun... þá fórum við í annað Walmart og borðuðum á Panda Express. þá var bara að taka saman hlaupadótið og stilla klukkuna á 4:30am og snemma að sofa...
2.júní ...
Við vorum mætt eldsnemma á bílastæðið en ég ákvað að færa okkur nær startinu og fann bílastæði í sömu götu, við vorum heppin að komast áður en götum var lokað. Við Vala hlupum 5 km og gekk báðum vel, strákarnir biðu á meðan. Eftir hlaupið fengum við okkur morgunmat á Buffetinu, versluðum og skoðuðum okkur um, fórum yfir stóru brýrnar og nutum okkar í sólinni. Eftir kvöldmat fórum ég snemma að sofa, klukkan stillt á 2:30 fyrir maraþonið á morgun.
3.júní ...
Allt um maraþonið á byltur.blog.is. Eftir hlaupið fórum við út að borða og aðeins í Walmart, það var glampandi sól í dag og sumir orðnir sólbrenndir. Ég þvoði hlaupagallann í þvottahúsinu og pakkaði sem mestu. Við keyrum til LA á morgun.
4.júní...
Við borðuðum morgunmat á herberginu og lögðum af stað um kl 9. Fyrsta stopp hjá okkur var í Kristalkirkjunni í Garden Grove... sem við Lúlli erum búin að heimsækja nokkrum sinnum... Við vissum að hún varð gjaldþrota fyrir nokkrum árum en nú var verið að taka allt í gegn og breyta... nýji eigandinn er Kaþólska kirkjan og hún á að opna 17.júlí 2019

Við skoðuðum okkur um og héldum áfram. Næsta stopp var í Long Beach þar sem við kíktum á Queen Mary. Síðan var Gler kirkjan í Palos Verdes heimsótt, en hana heimsækjum við Lúlli reglulega... Það var líka verið að gera við hana EN við fengum að fara inn og skoða. Svo gátum við ekki keyrt fram hjá Redondo Beach án þess að berja ströndina og Jonnuhús augum. Að lokum tékkuðum við okkur inn á hótelið og fórum út að borða á Tailenskum stað rétt hjá. 
     

5-8.júní ... Value Inn Worldwide LAX, 4751 W Century Blvd,
     Inglewood 90304 LA.... room 306
     Tel: 310 491 7000
Við skruppum í Walmart og keyptum okkur allt í morgunmat... Síðan lá leiðin á Hollywood Blvd til að skoða stjörnurnar í götunni og svo handa og fótaförin fyrir framan leikhúsið. Veðrið var yndislegt og við nutum okkar. 
Við keyrðum snarbratta og krókótta ævintýraleið upp á besta stað fyrir myndir með Hollywood skiltið í baksýn og þaðan fórum við á aðal útsýnisstaðinn yfir LA... Griffith observatroy.
6.júní... Við eyddum öllum deginum í Universal Studios, sáum allt sem okkur langaði til að sjá en það tók allan daginn, þó nokkur show voru ný.
7.júní ... Við eyddum morgninum á Redondo Beach... við Vala hlupum eftir ströndinni, 5km... nokkuð sem ég hélt ég ætti ekki eftir að gera aftur.
Svo gengum við um bryggjuna og kíktum á markaðinn sem er bara á fimmtudögum. Við kíktum inn í nokkrar búðir í nágrenninu og borðuðum á HomeTown Buffet... því fyrsta sem við kynntumst í USA. Þetta var æðislegur dagur.
8.júní ... Við kvöddum Los Angeles í morgun og keyrðum norður 101 ... stoppuðum í St Barbara, skoðuðum dómshúsið, gengum og keyrðum aðeins um. 

Við heimsóttum, föðmuðum og kysstum elsku Jonnu okkar. Hún verður 96 ára í júlí, er orðin mjög þreytt en enn skýr í kollinum... Matti er líka orðinn gamall og þreyttur og það var erfitt að kveðja þegar við fórum...
Við gengum upp á ströndina okkar... og keyrðum til San Luis Obispo og gistum á:
     

9.júní ... Peach Tree Inn...
     2001 Monterey Street San Luis Obispo 93401 CA US
     Tel:  +18002276396    room 106

Við héldum áfram ferðinni norður... við ætluðum að keyra norður nr 1, Big Sur en fyrir ári skreið heilt fjall yfir veginn og hann er enn lokaður. Við keyrðum því 101 til Salinas og svo suður 1... og svo norður aftur og til San Francisco...
     

10-12.júní... El Camino Inn ...
     
7525 Mission St Daly City 94014 CA  US
     Tel: +16507558667room 135
Við skiptum um bílaleigubíl um hádegið... síðan fórum yfir stóru brúna til Oakland og til baka... keyrðum síðan að Pier 39, gengum þar um þessa skemmtilegu bryggju, sáum sæljónin flatmaga á prömmunum og fórum við eina salibunu upp og niður hinar víðfrægu og snarbröttu brekkur San Francisco. 
11.júní... 
Frábær dagur í dagur í dag. Við gátum ekki stillt okkur að fara aftur í rússíbanabrekkurnar... Veðrið var æðislegt, sól og aðeins vindur... síðan skiptum við Vala um föt og við hlupum yfir Golden Gate brúna og til baka, rúma 6 km. Hetjurnar okkar Lúlli og Hjöddi gengu yfir brúna og til bakaðŸ˜Å 
Við keyrðum að inngangi elstu götu San Francisco, Dragon's Gate við China Town.

12.júní...
 
Quality Inn Eureka - Redwoods Area,
     1209 4th St Eureka 95501 CA US
     Tel: +17074431601   room 
Sögðum bless við San Francisco... keyrðum yfir Golden Gate, norður til Eureka. Stoppuðum nokkrum sinnum á leiðinni. Keyrðum "Ave of the Giants" í Redwood Weott Humbolt State Park... Ótrúleg tré... hvorki hægt að lýsa þeim með orðum eða myndum.

13.júní... Super 8 Crescent City
     685 US Highway 101 South Crescent City 95531 CA US
     Tel: +17074644111  room 120
Við héldum áfram norður 101... með stoppum. Lengsta stoppið var við "Trees of Mystery" en það var þokumistur og rigningarúði yfir Redwood akkúrat á meðan við stoppuðum þar og því lítið skyggni til að fara upp á topp. Við keyrðum til Crescent City... við Vala skildum strákana eftir á hótelinu og keyrðum til baka. Þá hafði létt til og við gengum upp stíginn ca 45 mín og tókum síðan kláf upp á topp... 
Dásamlegur dagur og ólýsanlegt ævíntýri.

14-17.júní... Portland Suites Airport East
     1477 NE 183rd Ave Portland 97230 OR US
     Tel: +15036612200  room 212

Við keyrðum til Portland Oregon... allur dagurinn fór í keyrslu norður 101 og að skoða sæljóna hellana við Florens. Í Portland versluðum við í töskurnar og slökuðum á... og tókum svo síðasta dag ferðarinnar til að keyra austur og skoða Latourell Falls, Multnomah Falls og Stonehenge á Maryhill í WA. Leiðin að seinni fossinum, sem Garmurinn vildi að við færum var lokuð vegna skógarelda sem voru í fyrra svo við notuðum annað exit... mun minna mál að gera það en þegar fjallið skreið og lokaði veginum á Big Sur þegar við vorum þar. 

Borðuðum á Black Bear Diner... Komið að heimferð.


Noregur 23-28 ág 2016

23.ág
Noregur 23.ág 2016Við fljúgum að sjálfsögðu báðar leiðir með Icelandair... og fyrir flug fengum við okkur morgunmat í betri stofunni. Flugið var með einni millilendingu (Bergen) þar sem við biðum klst í vélinni og héldum svo áfram til Stavanger.

Við fengum stóran og flottan bíl á vellinum og héldum til Kopervik. Garmin og Noregur eru EKKI vinir... en við komumst í ferjuna og með stórum aukahring til Haugasunds... enduðum við loks í Kopervik. Þar urðu fagnaðarfundir því ferðin var orðin frekar löng með öllum útúrdúrum. Emilía átti svolítið erfitt með að skilja að það þyrfti ekki að sækja okkur því við kæmum á bíl ??? Settum við hann með töskunum eða hvað ??? Við pöntuðum pizzu og tókum það rólega.

24.ág.
Íbúðin þeirra er mjög skemmtileg. Bryndís og stelpurnar vakna kl 6. Símon var á næturvakt um nóttina svo hann svaf lengur, stelpurnar fóru á leikskólann og Bryndís fór í skólann. Við Lúlli fórum á rúntinn fh en eh fór ég með Bryndísi að sækja stelpurnar í leikskólann og versla í matinn :)
Eftir kvöldmat kíktum við í heimsókn til Gunnu og Olavs. Þau búa ekki langt frá í flottu húsi á þrem hæðum. 

25.ág.
Emilía Líf göngugarpurTil hamingju með afmælið Edda systir :)
Það var skipulagsdagur í leikskólanum hjá stelpunum og field-trip í skólanum hjá Bryndísi... og henni var sagt að hún mætti taka börnin með svo ég mætti líka... þegar til kastanna kom var ekki hægt að vera með kerru því þetta átti að vera ganga meðfram fjörunni... ég skutlaði því Evu Karen heim til Símonar og langafa og brenndi á eftir þeim.... ég gekk svo eftir þeim út í Ferkingstad og náði þangað í nestistímanum... og svo gengum við til baka... ég fór ekki alveg rétta leið og gekk sennilega um 9 km en þau um 8 km... Emilía var mjög dugleg að ganga. Á eftir fórum við og sáum litlu frelsisstyttuna en koparinn sem var notaður í NY-styttuna var fenginn úr námu þar við... Við horfðum á Rambó 4 um kvöldið. 

26.ág.
Ferjan frá StavangerAllt sem er skemmtilegt er svo fljótt að líða... Við fórum með Bryndísi og stelpunum í leikskólann og svo kvöddumst við... Við Lúlli keyrðum áleiðis til Stavanger og urðum að taka ráðin af Garmin... fara göngin með hringtorginu til að stytta leiðina í ferjuna... og svo keyra til Stavanger... Við fundum hótelið - ótrúlegt en satt - og gögnin - enn ótrúlegra - því Garmurinn hringsnýst hérna, lætur okkur keyra göngugötur og lokaðar götur... Eftir ótal hringi fundum við út að hótelið, gögnin og startið var í 200 metra radíus. EN engin bílastæði nálægt hótelinu... næsta bílastæðahús var niður við höfn í um 400m fjarlægð. Við tókum allt sem við mundum eftir með okkur... snörluðum brauð úr COOP Prix á móti og fórum snemma að sofa. 

27.ág
Sverd i Fjell Stavanger NorgeKlukkan var stillt á 5:45 og svo breytt í 6:30... eftir hefðbundinn undirbúning fórum við morgunmat og mættum á startið 20 mín fyrir 9.
Maraþonið var ræst kl 9... og hægt að lesa um það á byltur.blog.is
Eftir hlaupið ákváðum við að skoða minnismerkið sem var á verðlaunapeningnum - Sverd i Fjell - og það tók ótrúlegan tíma vegna lokaðra gatna sem enginn vissi að væru lokaðar og fleira. Við fengum okkur hambó á Burger King og fórum á hótelið... 

28.ág... Heimferð kl 14:35


Denver CO - Ísland

14.júní
Það hefur ekki verið nein miskunn hjá fararstjóranum... vaknað í síðasta lagi 6:30, morgunmatur kl 7 og lagt af stað fyrir kl 8 am.

Við pökkuðum í gær því við ætluðum að eyða deginum í að skoða Red Rock útileikhúsið. Við vorum ótrúlega heppnin með veður, sól og blíða (var smá rigning í gærkvöldi) og útileikhúsið ótrúlega flott... það var smá snjór/hagl í klettaskorum... kannski var haglél þar á sama tíma og við fengum haglið í gærmorgun.

Við nutum okkar í blíðunni og lögðum svo af stað að kaupa það síðasta... NESTI fyrir heimleiðina, taka bensín, skila bílnum og taka rútuna í flugstöðina.

Flugið heim var kl 17:20 og tók 6:45mín...

Þessi ótrúlega ævintýraferð er á enda.
Við keyrðum 2.417 mílur og flugum 5 flug. Fylkin sem við fórum í voru CO, NV, AZ, UT, WA, MT og WY. Hápunktur fyrri hluta ferðarinnar var þegar við gengum The Kaibab Trail niður í Grand Canyon og upp Bright Angel Trail daginn eftir, uþb 26 km leið, með allan búnað á bakinu.
Á hverjum degi sáum við ótrúlega flotta staði (Hoover Dam, Monument Valley, Antelope Canyon, Horseshoe Bend, Meteor Crater, Sedona Canyon, Montezuma Castle, Red Rock Canyon, Yellowstone, Jackson Hole og Red Rocks... fyrir utan dagana sem við áttum í Las Vegas... og að auki náði ég í seinni hluta ferðarinnar, maraþoni í síðasta fylkinu í ANNARRI UMFERÐ um USA... How cool is that :)
það er spurning hvort það sé hægt að toppa þessa ferð... TAKK ÖLL FYRIR SAMVERUNA.

15.júní.
Týri sótti okkur upp í flugstöð, TAKK FYRIR ÞAÐ.

Hótel... rúmið heima :)


Helena - Bozeman MT

Við erum búin að þræða helstu verslanir í Helena. GERA GÓÐ KAUP ÚT UM ALLT :) :) :)

Í morgun mætti ég svo á réttum tíma í rútuna til að klára maraþon í MT sem er síðasta fylkið í öðrum hring um USA.

Lúlli, Vala og Hjöddi tékkuðu okkur út á meðan og eftir markmynd og fataskipti var brunað til Bozeman.

Comfort Inn,

1370 N-7th Ave, Bozeman MT 59715

phone 406 587-2322 room 221


Jackson MS - New Orleans LA

Við tékkuðum okkur út af Days Inn kl 5 am... og keyrðum í miðbæinn þar sem Jackson Mississippi Blues Maraþonið byrjar og endar. Lúlli verður að bíða þar eftir mér.

Við fengum stæði á besta stað fyrir hann, því það var spáð rigningu í upphafi hlaups og svo sól, þarna hafði hann ágætis yfirsýn yfir start og mark... og stutt í bílinn. 

Hlaupið var ræst kl 7 am og því er gert skil á byltur.blog.is

Strax eftir hlaupið keyrðum við til New Orleans tæplega 200 mílur og tékkuðum okkur inn á Travelodge, ágætis hótel og mér sýnist vera stutt í búðir hérna. Við fljúgum heim á mánudag, fyrst til New York og svo heim um kvöldið.

Travelodge 
220 Westbank Express Way, Harvey, LA 70058
Phone: 504 366 5311  room 129


Orlando - heim í snjóinn og ófærðina

Space Coast Marathon 29.11.2015Það er óhætt að segja að veðrið hafi leikið við okkur í Florida... en nú erum við komin heim í óveðrið.

Ég, Edda og Berghildur pöntuðum þessa ferð fyrir heilu ári... en svo ætluðu Lovísa og Gunnar að fara í krús og það varð úr að þau færu út á undan og ég kæmi með Indíu og Matthías 26.nóv og við færum öll saman heim 2.des. 

Ferðin út var erfið en gekk vel... erfitt 8 tíma flug plús 1 tíma seinkun útí vél, en krakkarnir í vélinni voru ótrúlega dugleg að hafa ofan af fyrir sér og Indía gat aðeins sofið. Lovísa og Gunnar tóku á móti okkur á vellinum. 

Beðið eftir flugi heim frá OrlandoVið systur vorum 2 daga í Orlando áður en við fórum til Cocoa Beach og hlupum í Space Coast Marathon-inu og vorum síðan 2 daga aftur í Orlando. Þá borðuðum við öll saman daginn áður en við fórum heim.

Flugið heim var 6 tímar... og Lúlli tók á móti okkur með skóflu til að moka Berghildar bíl út. Hrefna sótti Gunnar, Matthías og töskurnar en Lovísa og Indía komu með okkur til að taka þeirra bíl heima hjá okkur. 

Guði sé lof að allt gekk vel, allir eiga ljúfar minningar frá ferðinni.


Keflavik - Seattle WA - Portland OR

Föstudagur 2.okt.
Ég var ekki búin að taka allt úr töskunum úr síðustu ferð svo sumt var tilbúið... en þetta er svolítið stutt á milli ferða þegar næsta flug er hátt í 9 tímar.

Flugið var um kl 5eh og við lentum í Seattle kl 2am (7eh á þeirra tíma) ég var komin í gegn um skoðun og búin að fá töskuna klst síðar og bílinn eftir enn annan tíma... og ég var 4 tíma með stoppi í Walmart á leiðinni, til Portland Oregon. 

Ég sendi Bíðaranum sms að ég væri komin og sofnaði á leiðinni á koddann.

Í dag laugardag, ætla ég að versla aðeins, sækja gögnin fyrir Portland Marathon og setja helstu staðina í garminn minn.

RODEWAY INN and Suites, 
10207 SW Park Way, Portland OR 97225
Phone: (503) 297-2211 room 273


Næsta síða »

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband