Færsluflokkur: Ferðalög
28.11.2012 | 13:50
Keflavík - Denver - Los Angeles
Ég held ég hafi aldrei verið á öðrum eins hlaupum þegar ég hef farið erlendis eins og í gær. Það var líka ástæðan fyrir að ég dreif fram ferðatöskuna á mánudag. Dagurinn í gær byrjaði hjá Frú Agnesi biskupi kl 10. Síðan fór ég heim og tók saman fötin sem við ætluðum með... hlaupafötin fóru ofaní tösku í gær.
Þá var það kirkjuprakkarastarfið kl 13:30... það var spurningamerki í dagskránni og það merkti GANGNAM STYLE og ball. Það mættu um 20 krakkar og við skemmtum okkur konunglega... Samveran var aðeins styttri í dag en venjulega og ég var búin að vaska upp og ganga frá öllu í húsinu 14:40.
Við brunuðum suður á flugvöll... Við urðum fyrir töfum í innrituninni, því flugið okkar, 21:30 frá Denver til LA virtist ekki vera til... Þetta endaði með því að töskurnar voru bara bókaðar til Denver.
Við höfðum smá tíma til að heilsa upp á Siggu í fríhöfninni og rífa í okkur smá bita í Betri stofunni. Flugið til Denver var rétt tæpir 8 tímar... Við vorum með fyrstu í eftirlitið en örugglega með þeim síðustu að fá töskurnar okkar...
Við vorum svo blessuð að við hliðina á útgöngudyrunum úr eftirlitinu var bás United Airlines og þar var maður sem ,,átti ekki að vera þarna núna"... hann gat sett okkur í flug kl 20:00 en hann hafði ekki miða á töskurnar svo við urðum að fara í innritun.
Tíminn milli fluga hefði ekki mátt vera styttri... við vorum rétt komin að hliðinu þegar við máttum fara inn í vél... sem var smekk-full... Síðasta flug - okkar flug fellt niður og við ,,bókuð" í vél sem við hefðum aldrei náð (18:00) en komumst með vél kl 20:00 sem var smekk-full.
Flugið til LA var rúmir 2 tímar og hótelið okkar í mílu-radíus frá bílaleigunni... það þarf ekki að taka það fram að ég steinsofnaði þegar hausinn snerti koddann.
| |
Inglewood, CA 90304 Room 217 |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.11.2012 | 13:47
Keflavík - Denver - Los Angeles
Ég held ég hafi aldrei verið á öðrum eins hlaupum þegar ég hef farið erlendis eins og í gær. Það var líka ástæðan fyrir að ég dreif fram ferðatöskuna á mánudag. Dagurinn í gær byrjaði hjá Frú Agnesi biskupi kl 10. Síðan fór ég heim og tók saman fötin sem við ætluðum með... hlaupafötin fóru ofaní tösku í gær.
Þá var það kirkjuprakkarastarfið... það var spurningamerki í dagskránni og það merkti GANGNAM STYLE og ball. Það mættu um 20 krakkar og við skemmtum okkur konunglega... Samveran var aðeins styttri í dag en venjulega og ég var búin að vaska upp og ganga frá öllu í húsinu 14:45.
Við brunuðum suður á flugvöll... Við urðum fyrir töfum í bókuninni, því flugið okkar, 21:30 frá Denver til LA virtist ekki vera til... Þetta endaði með því að töskurnar voru bara bókaðar til Denver.
Við höfðum smá tíma til að heilsa upp á Siggu í fríhöfninni og rífa í okkur smá bita í Betri stofunni. Flugið til Denver var rétt tæpir 8 tímar... Við vorum með fyrstu í eftirlitið en örugglega með þeim síðustu að fá töskurnar okkar...
Við vorum svo blessuð að við hliðina á útgöngudyrunum úr eftirlitinu var bás United Airlines og þar var maður sem ,,átti ekki að vera þarna núna" en hann gat sett okkur í flug kl 20:00 en hann hafði ekki miða á töskurnar svo við urðum að fara í innritun.
Tíminn milli fluga hefði ekki mátt vera styttri... við vorum rétt komin að hliðinu þegar við máttum fara inn í vél... sem var smekk-full... Síðasta flug - okkar flug fellt niður og við ,,bókuð" í vél sem við hefðum aldrei náð (18:00) en komumst með vél kl 20:00 sem var smekk-full.
Flugið til LA var rúmir 2 tímar og hótelið okkar í mílu-radíus frá bílaleigunni... það þarf ekki að taka það fram að ég steinsofnaði þegar hausinn snerti koddann.
| |
Inglewood, CA 90304 Room 217 |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.9.2012 | 14:40
Heimferð í dag... DEN - KEF
Við höfum haft það fínt á þessu undarlega hóteli... Herbergið er mjög gott, með eldhúsi og baði, en þjónustan er engin, maður verður að sækja allt í lobbý-ið, handklæði, kaffi og fara sjálfur með ruslið og búa um... Við erum ekki vön þessu.
En við erum miðsvæðis og í góðu hverfi, Target er bakvið hótelið og Sport Authority sem er uppáhalds íþróttabúðin mín. Stutt í allt sem við höfum þurft að fara.
Við förum að tékka okkur út bráðum og útrétta þetta síðasta... síðan er bara að skila bílnum og koma sér upp á flugvöll...
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.9.2012 | 12:56
Denver Colorado...
Beint flug til Denver er 7 tímar og 40 mín... síðast þegar við lentum hér fórum við með rútu í eftirlitið en núna vorum við látin ganga þangað og það var smá spotti... Allt gekk síðan vel, ég þurfti ekki að rífa upp pylsurnar sem Dísa átti að fá - gegnumlýsing nægði.
Flugvöllurinn er um 10 mílum fyrir utan Denver og bílaleigurnar á leiðinni... en það er reglan í USA-flugi að maður lendi í björtu og það sé svo orðið niðdimmt þegar maður fær bílinn.
Við stoppuðum í Walmart á leiðinni á hótelið og ég þekkti mig um leið og beygði út af I 70... Þetta var rétt hjá þar sem við vorum 2 daga í júní... Núna erum við við Cherry Creek.
Dísa og dóttir hennar biðu eftir okkur við hótelið þegar við komum svo við gátum skilað dótinu af okkur og hún var með fullan poka af ýmsu matarkyns fyrir okkur. Þá var bara að bera sig inn og fara að sofa enda klukkan rúmlega 4 um nótt á okkar tíma.
Homestead Cherry Creek
4444 Lettsdale Drive, Denver Co, 80246
phone: 303-388-3880, herbergi 102
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.7.2012 | 19:07
Selvogsgatan - tékk

Ég hef gengið Selvogsgötuna í fjöldaára... man ekki hvað ég hef farið hana oft... en oftast hef ég verið ein - með Guði :)
Á síðasta sumri - aldrei þessu vant - gekk ég ekki heldur hjóluðum við Lúlli í Selvoginn... en í morgun var sett -tékk- á Selvogsgötuna.

Ég var ein, Lúlli keyrði mig upp að björgunarskýlinu við Bláfjallaveg, veðrið var ágætt, svalur vindur í bakið og rigningarúði langleiðina... en síðan létti til og sólin lét sjá sig. Fyrir utan nokkra fugla, fann ég fé á leiðinni - humm... er samt ekkert ríkari ;)
Garmurinn mældi leiðina 14,5 km og ferðin tók mig 2 tíma og 57 mín.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.6.2012 | 21:02
Denver Colorado
Við sitjum í betri stofu UNITED í Terminal B... á Denver International Airport... Við þurftum að skila bílnum snemma, upp úr hádegi og því höfðum við góðan tíma til að fara í betri stofuna... En fyrir þá sem hafa skamman tíma er betra að sleppa því.
Stofan er svolítið útúr fyrir Icelandair farþega. Við þurfum að fara með lest yfir í Terminal A þaðan sem við förum um borð. Hér er enginn matur, bara snakk, kaffi og hægt að fá suma drykki frítt. Þeir sem ætla að stoppa hérna til að borða fyrir flugið... geta því líka sleppt að koma.
En hér er hægt að fara á netið :)
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 21:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.6.2012 | 01:10
Red Rock, Colorado
Keyrðum til Red Rock eftir hádegið í dag... Þetta er í 3ja sinn sem ég kem til Colorado og er í Denver. Í fyrsta sinnið hér var ekki tími til að fara, í annað sinnið gleymdi ég því en nú kom loksins að því.
Í gær hélt ég að töskuvesenið myndi verða til að við kæmust ekki en nú er það orðið að veruleika. Við eigum 2 DVD gospel tónlistardiska sem eru teknir upp á tónleikum í Red Rock. Þess vegna var æðislegt að koma loksins á staðinn.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 01:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.6.2012 | 04:22
Las Vegas, Nevada - Denver, Colorado

Vaknaði kl 5 í morgun... gengum frá því síðasta af dótinu og ég tékkaði okkur út. Það var stutt upp á flugvöll... Ég keyrði Lúlla að innrituninni og skilaði bílnum. Við höfðum keyrt um 1850 mílur...
Morgunmaturinn á Saga Lounge, bauð ekki upp á betra en meðal-Super8.
Þar munaði minnstu að ég týndi kortaveskinu mínu, það rann undir stólinn og japönsk kona benti mér á það.
Ég gat þakkað henni fyrir með dvd-diski um Ísland... ég held að hún hafi verið ánægðari en ég :)

Við flugum með UNITED til Denver. Ballið byrjaði þegar við sóttum töskurnar sem við þurfum að borga undir í Las Vegas...Stóra taskan hafði verið skorin upp meðfram rennilásnum á tveim hliðum... og síðan teipuð lauslega saman og utan á töskunni var poki með dóti flæktur í teipinu sem var merkt Transportation Security Administration... Þeir hafa ekki fattað að það átti að opna hana að framan.
Ég kvartaði í starfsmann UNITED en hann benti á TSA. Þar fékk ég spjald með símanúmerum og netfangi. Enginn svaraði í fyrra símanúmerinu en í því seinna lenti ég í könnun savings2go og átti að fá sendan vinning og alltaf beið kvörtunin mín út af töskunni...

Ég var gjörsamlega græn fyrir því að ég hefði lent í símtali sem hafði verið brotist inn í... Ég var að hringja í öryggisþjónustu Bandarísku flugvallanna... en ég sá síðan þegar ég fletti upp þessu savings2go á netinu, að þetta var svindl-fyrirtæki... og ég búin að gefa upp kortanúmer.
Ég sendi því kvörtunina mína til TSA varðandi töskuna á email og sendi annað email til Vísa á Íslandi og lét loka kortinu mínu. Þessir svindlarar skulu ekki fá krónu frá mér.
Hótelið okkar er frábært....
Best Inn and Suites,
4590 Quebec Street, Denver, CO 80216
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 15:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.6.2012 | 05:59
RIO, Casino Las Vegas... Újé ;)

Við skelltum okkur að sjá show-ið sem við ætluðum að sjá í síðustu viku... Höfðum verið þarna áður og fannst það skemmtilegt.
Eftir söng-og skemmtiatriði, byrjaði sýningin í loftinu en þá runnu vagnar með dönsurunum á brautum eftir loftinu og hentu niður perlufestum til þeirra sem veifuðu til þeirra...
Þegar við vorum að fara byrjaði skemmtiatriði á barnum... og við stóðum einmitt við barinn.
Barþjónarnir voru hreinustu snillingar, Lúlli náði hluta af því á vídeó... hreinasta snilld.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.6.2012 | 20:27
Palace Station Hotel and Casino

Komin á Kasíno-ið... við erum með herbergi við sundlaugina og það er spáð 40°c út vikuna. Ég held að þetta sé bara snilld að baka sig hér í garðinum... ekki getur maður komið heim náhvítur... eins og maður hafi dottið ofaní hveitipoka
Nú er bara að drekka nógu mikið
Palace Station Hotel and Casino
2411 W Sahara Ave, Las Vegas NV 89102,
Room 1629
Ferðalög | Breytt 14.6.2012 kl. 04:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Áramóta-annáll fyrir árið 2024
- Kefl - Denver CO - Santa Fe NM 8-13.nóv 2024
- Kefl - Portland OR - WA - ID 19-27. sept 2024
- Kefl - Chicago IL og fl. 4-12. júli 2024
- Kefl - Raleigh NC - Bristol TN 20-27. mars 2024
- Kef - Raleigh NC - Orlando - Kef.. 27 des 2023- 6.jan 2024
- Áramóta annáll fyrir árið 2023
- Virginia 9-20.nóv 2023
- Denver CO, WY og MT 1-9.okt 2023
- Kórferð til Bristol 27-30.sept 2023
Færsluflokkar
- 100 MARAÞON
- Afmæliskveðjur
- Annálar
- Bloggar
- Brandarar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- MARAÞON
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Apríl 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Desember 2021
- Desember 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Apríl 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- September 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Janúar 2018
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Ágúst 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007