Færsluflokkur: Ferðalög
28.2.2014 | 02:41
Kefl - Denver CO
Ég er ein á ferð... Bíðari nr 1 keyrði mig upp á völl og ég skellti mér beint í lúxusinn í Betri stofunni. Flug kl 17:00.
Flugið til Denver tók 8 tíma og það er 7 tíma tímamunur. ég var heppin að sitja mjög framarlega svo ég var með fyrstu í útlendingaeftirlitið, var bara með handfarangur og komst beint í hótelrútuna. Hún tók frekar langan rúnt á nokkur hótel en ég var komin þangað um klst eftir lendingu... Það verður að teljast mjög gott. Ég keypti nótt á SLEEP INN en það var búið að skipta um nafn og er nú ECONO LODGE.

15900 East 40th Ave, Aurora CO 80011
Phone: (303) 373-1616 Room 309
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.1.2014 | 08:58
Los Angeles - Santa Rosa - Seattle - heim
Klukkan var stillt á 4:30 en Lúlli var búinn að vekja mig áður... Hótelið sem við vorum á, á örugglega heimsmet í þrengslum á bílastæðum. Við vorum lokuð inni, tveir bílar fyrir aftan okkur. Það var eins gott að við vorum komin út, tilbúin til brottfarar kl 5 því það tók sinn tíma að færa þessa bíla.
Við keyptum okkur SUBWAY og skiluðum bílnum til FOX sem var í sömu götu og hótelið. Við ætluðum að tékka inn 5 töskur en urðum að troða því í 4 á staðnum. Þegar við vorum laus við töskurnar fengum við okkur einn af Subway-inum.
Flugið var kl 8:40 til Seattle með millilengingu í Santa Rosa... við Lúlli fengum ekki sæti saman. Ég var aftast og sat við hliðina á ungum strák... og við uppgötvuðum eftir hálftíma að við vorum bæði íslensk.
Flugið til Santa Rosa var 1:20 mín, til Seattle var 1:50 mín og heim 7 klst. Við lentum kl 6:30 í Keflavík. Aldrei þessu vant fengum við töskurnar mjög fljótt... eða það héldum við, en við vorum rétt komin inn úr dyrunum þegar það var hringt frá Keflavík til að spurja hvort við hefðum tekið ranga tösku... Ójá, við vorum með eina tösku sem við áttum ekki. Hún var alveg eins og okkar, sama tegund, svipuð stærð og eins rautt krulluband... Svo ég keyrði töskuna í Reykjavík áður en ég fór í vinnuna.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 11:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.1.2014 | 04:27
Santa Barbara - Los Angeles

í gær kvöddum við Jonnu... það er alltaf erfitt að kveðja góða vini en við höfum svo sannarlega átt góðan tíma saman þennan tíma sem við höfum verið hjá henni. Vandræðin eru bara að hún vinnur mig alltaf í Rommí... ég er viss um að hún æfði sig áður en við komum.
Það er tveggja tíma keyrsla þaðan til LA... Við komum við í Camarillo, í nokkrum búðum m.a. í Outlet-inu, þar sem við keyptum okkur skó. Ég sótti númerið fyrir maraþonið þar...
Lúlli uppgötvaði þá að hann hafði gleymt jakkanum sínum hjá Jonnu... svo við ákváðum að sækja hann eftir hlaupið daginn eftir (5.jan).

Síðan sótti ég númerið fyrir New Years Race, downtown LA... Við rétt náðum að sækja númerið, tékka okkur inn á hótel... ég klæddi mig og við fórum í hlaupið í Hollywood. Það var ræst rúmlega 7pm... kvöldhlaup.
Það var ágætis ljósadýrð í kringum það... og leiðin flóðlýst í kringum Dodgers leikvanginn... Þetta var hálft maraþon, ekkert nema brekkur. Í fyrsta sinn EVER hljóp ég með síma og tók myndir á leiðinni. Ég var alveg komin með nóg þegar ég komst í markið... enda algerlega æfingalaus.

Það voru síðan tvær mílur í bílinn og umferðarhnútar á leiðinni til baka... ég held ég hafi sofnað kl 1:30 am og var þá ákveðin í að sleppa maraþoninu í Camarillo. Ég sá í athugasemd um hlaupið að það gæti verið mjög vindasamt þar.
í dag: Jakkinn... já við ákváðum að versla og skeppa aftur til Camarillo, koma við hjá Hrefnu og sækja jakkann til Jonnu... Svo við kvöddumst tvisvar -í-bili-
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 04:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.1.2014 | 16:42
Síðasti dagurinn í Santa Barbara - í bili.

Við sjáum nóg af óveðursfréttum, allt á kafi í snjó á austur-ströndinni, í Boston og New York, búið að fresta fleiri hundruð flugum... svo "flugurnar" bíða.
Hér er 20-25°c hiti og verið að slá grasið í garðinum.
Við erum búin að hafa það svo gott hérna, veðrið hefur verið óvenju gott miðað við árstíma, yfirleitt var ég í þunnri yfirflík þegar við gengum upp að strönd á haustin á fyrri árum, en nú dugar hlýrabolur.

Við höfum notið hátíðisdaganna í rólegheitum og við höfum tvisvar keyrt til Oxnard og Camarillo. Í seinna skiptið kom Jonna með okkur og við heimsóttum Hrefnu í Camarillo.
Við Lúlli kynntum Wal-mart fyrir Jonnu... Wal-martið sem hún hafði farið í einhverntíma á síðustu öld var eins og -hola-í-vegg- miðað við þetta. Við settum Jonnu beint í rafmagns-stólinn og hún þeyttist um alla búð
Nú er bara að pakka saman og vera tilbúin til brottfarar, því í fyrramálið keyrum við til Los Angeles.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 16:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.12.2013 | 14:28
Las Vegas NV - Santa Barbara CA
Joe er farið að lengja eftir fætinum en Össur er með verksmiðju í Californíu... svo við lofuðum að svipast um eftir fætinum á leiðinni - það tekur tíma að hoppa á öðrum ;)
Alltaf gaman að heimsækja Lilju og Joe í þeirra fallega hús. Við Þökkum kærlega fyrir okkur :)
Lilja og Joe leyfðu okkur að nota frystirinn í bílskúrnum undir matinn sem við förum með til Jonnu... eftir matinn pökkuðum við matnum aftur niður í frauðkassana, því við leggjum af stað til Santa Barbara strax eftir morgunmat.
Mánudagur 23.des...
Við fengum okkur æðislegan morgunmat á Palace Station áður en við lögðum af stað kl 9. það er Þorláksmessu morgunn. Við tókum pissustopp á Rest Ariu, tókum bensín, stoppuðum hálftíma í Walmart í Oxnard og komum til Jonnu kl 4... Það var mikil umferð alla leiðina en hún gekk mjög vel. Það var mikið faðmast enda um ár síðan við vorum hérna síðast. Við hittum nýja fjölskyldumeðliminn, séra Matthías mjá.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.12.2013 | 03:26
Hjá Lilju og Joe
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.12.2013 | 11:51
Keflavík - Denver - Las Vegas
Þetta er búið að vera langt og strangt ferðalag...
Við komum við hjá Hörpu og Helgu á leiðinni út á flugvöll... Þegar við vorum að stíga inn hjá Helgu fékk ég símtal frá AMEX þar sem þau voru að tilkynna mér að það þyrfti að loka kortinu vegna aðvörunar erlendis frá um að það hefði verið brotist inn í gagnabanka þar.
Þetta kom bæði á versta og ,,besta" tíma fyrir okkur... Slæmt að þetta gerðist NÚNA þegar maður er liggur við að stíga upp í flugvélina en ,,best" að vita áður en maður fer að kortið er lokað... það hefði verið hrikalegt að standa fyrir framan afgreiðsluborðið á bílaleigunni með lokað kort og vita ekki neitt. Við fáum annað sent með hraði hingað út...
Flugið til Denver tekur 8:50 og það varð 20 mín seinkun... Í Denver varð 1 og hálfs tíma seinkun á fluginu til Las Vegas og þegar við komum til Vegas beið ég tæpa 2 klst eftir bílaleigubílnum. Það var brjálað að gera hjá þeim og 2 menn að afgreiða bíla. Þegar ég ætlaði síðan að borga bílinn með hinum kortinu mínu - þá var búið að loka því... en kortið sem ég hélt að hefði verið lokað, það var opið.
Þegar við komum loksins á hótelið - um kl 3 um nótt á staðartíma... var ég orðin dauðþreytt og sofnaði um leið og hausinn datt á koddann.
Fyrir Lottu... hringdu í okkur... og þegar þú kemur leggðu bílnum í bílastæðahúsinu sem næst innganginum.
Palace Station Hotel and Casino
2411W Sahara Ave, Las Vegas 89102
Phone: 702 367-2411 room 1519
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 20:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.12.2013 | 18:44
Komin á klakann

Við byrjuðum í morgunmat og síðan að pakka þessu síðasta og raða töskunum í skottið. Þvíklík snilldar-röðun kom 7 töskum í skottið og 3 stærstu í annað aftursætið.
Eftir morgunmatinn löbbuðum við þessi 10 skref niður á strönd, því veðrið var hreint dásamlegt, rúmlega 20°c hiti og glampandi sól.
Við borðuðum á Golden Corral í Orlando áður en við keyrðum á Sanford flugvöll, flug kl 18:00

Mín hékk á barnum í flugstöðinni og drakk Margarítu. Ferðin hafði tekið frábærlega vel. Bílinn var smekk-fullur, hefði ekki komist einn poki í viðbót inn, þetta kallar maður bara snilld.
Flugið heim tók 6 og hálfan tíma (3 myndir)... og þá tók snjór og kuldi á móti manni. Það var skelfing að fara úr yfir 20°c hita í þetta veður en gott að koma heim. Emil sótti okkur út á völl. Ég lagði mig aðeins fyrir hádegi en fór síðan aðeins út að snatta.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 21:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.12.2013 | 15:45
Dagur 7, Cocoa Beach - Orlando - heim

Vá hvað tíminn er fljótur að líða... við vorum að koma hingað og erum á leiðinni heim.
Við fengum okkur morgunmat, kláruðum að pakka og skruppum á ströndina. Þessar amerísku viðar-staura-bryggjur eru alltaf jafn sjarmerandi.
Við gengum á ströndinni, Berghildur hékk aðeins á barnum á bryggjunni ég sannað það með mynd seinna því millisnúran er komin ofaní tösku.

Við þurfum grafískan hönnuð með þrívíddarhugsun til að raða töskunum í bílinn en ég held að Edda komist líka með ef hún situr undir tösku - annars verður hún að fara heim með næsta flugi
Þá er það bara að tékka sig út
Ferðalög | Breytt 4.12.2013 kl. 21:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.12.2013 | 00:39
Dagur 6 á Cocoa Beach Florida

Við reyndum aðeins að ná okkur aftur á strik í versluninni. Annars var planið að fara á ströndina en það breyttist snarlega þegar við fórum að tala um búðir.
Við eyddum góðum tíma í Best Buy en keyptum ekkert þar... fórum í JoAnn en lítið keypt... svo endar maður í Walmart og þar finnur maður flest af því sem manni vantar ekki. Ég setti þi þvottavél og þurrkara.
Við fórum heim aftur, Berghildur og Edda pökkuðu niður, ég hafði gert það jafn óðum.
Nú er heimferð á morgun
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Áramóta-annáll fyrir árið 2024
- Kefl - Denver CO - Santa Fe NM 8-13.nóv 2024
- Kefl - Portland OR - WA - ID 19-27. sept 2024
- Kefl - Chicago IL og fl. 4-12. júli 2024
- Kefl - Raleigh NC - Bristol TN 20-27. mars 2024
- Kef - Raleigh NC - Orlando - Kef.. 27 des 2023- 6.jan 2024
- Áramóta annáll fyrir árið 2023
- Virginia 9-20.nóv 2023
- Denver CO, WY og MT 1-9.okt 2023
- Kórferð til Bristol 27-30.sept 2023
Færsluflokkar
- 100 MARAÞON
- Afmæliskveðjur
- Annálar
- Bloggar
- Brandarar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- MARAÞON
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Apríl 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Desember 2021
- Desember 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Apríl 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- September 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Janúar 2018
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Ágúst 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007