Leita í fréttum mbl.is

Santa Barbara - Los Angeles

Jonna hitar upp spilin í Santa Barbara

í gær kvöddum við Jonnu... það er alltaf erfitt að kveðja góða vini en við höfum svo sannarlega átt góðan tíma saman þennan tíma sem við höfum verið hjá henni. Vandræðin eru bara að hún vinnur mig alltaf í Rommí... ég er viss um að hún æfði sig áður en við komum.

Það er tveggja tíma keyrsla þaðan til LA... Við komum við í Camarillo, í nokkrum búðum m.a. í Outlet-inu, þar sem við keyptum okkur skó. Ég sótti númerið fyrir maraþonið þar...

Lúlli uppgötvaði þá að hann hafði gleymt jakkanum sínum hjá Jonnu... svo við ákváðum að sækja hann eftir hlaupið daginn eftir (5.jan). 

New Years Race LA, 4.1.2013

Síðan sótti ég númerið fyrir New Years Race, downtown LA... Við rétt náðum að sækja númerið, tékka okkur inn á hótel... ég klæddi mig og við fórum í hlaupið í Hollywood. Það var ræst rúmlega 7pm... kvöldhlaup.
Það var ágætis ljósadýrð í kringum það... og leiðin flóðlýst í kringum Dodgers leikvanginn... Þetta var hálft maraþon, ekkert nema brekkur. Í fyrsta sinn EVER hljóp ég með síma og tók myndir á leiðinni. Ég var alveg komin með nóg þegar ég komst í markið... enda algerlega æfingalaus.

New Years Race LA, 4.1.2013 034

Það voru síðan tvær mílur í bílinn og umferðarhnútar á leiðinni til baka... ég held ég hafi sofnað kl 1:30 am og var þá ákveðin í að sleppa maraþoninu í Camarillo. Ég sá í athugasemd um hlaupið að það gæti verið mjög vindasamt þar.

í dag: Jakkinn... já við ákváðum að versla og skeppa aftur til Camarillo, koma við hjá Hrefnu og sækja jakkann til Jonnu... Svo við kvöddumst tvisvar -í-bili-


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband