Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Ferðalög

Manchester NH - Machias ME

Næsta maraþon er frá Lubec í Maine til nyrsta odda næstu eyju en hún fylgir Kanada. Keyrslan frá Manchester til Lubec var 7 tímar með 2 stuttum stoppum. Við lögðum af stað kl 6 am og komum til Lubec um kl 2 eh. 

Á meðan stóðu Edda og Emil í ströngu við að breyta heimferðinni hjá okkur og panta hótel fyrir okkur öll í Boston, þessa nótt sem við verðum að vera auka vegna verkfalls flugvirkja.

Ég fékk bolinn í Lubec en varð að fara yfir til Kanada til að sækja númerið mitt og láta skrá mig á landamærunum sem hlaupara fyrir morgundaginn. Við borðuðum í garðinum þar sem við sóttum númerið.... og drifum okkur til baka.

Ég hafði verið svo ljón-heppin að fá hótel í Lubec en fékk email frá konunni að hún gæti ekki opnað B & B vegna veikinda og hún bókaði okkur á hótel í Machias, 30 mín í burtu.

Eftir hlaupið á morgun keyrum við aftur til Manchester.

Machias Motor Inn, 103 Main Street, Machias 


Albany NY - Manchester NH

Við tékkuðum okkur snemma út, fórum til Eddu og Emils og brenndum svo í vestur... að skoða Howe Caverns. Þetta var stór og mikill hellir en búið að sverfa alla kanta af honum og gera 2ja metra göngubraut inn eftir honum öllum... við fórum í bátsferð í hellinum en það sem heillaði mig mest var hring-spiral-sorfin göng sem við fórum í lokin... Þau voru sprungu einstigi fyrir meðal-grannt fólk og virkilega skemmtileg. 

Eftir hellaferðina keyrðum við í tæpa 5 klst til New Hamshire.... tékkuðum okkur inn á hótelið og skruppum í Walmart.

Super  8
2301 Brown Avenue, Manchester NH 03103
Phone : (603) 623-0883 room 318 


Lake Placid - Albany NY

8.júní...Lúlli tékkaði okkur út meðan ég var í hlaupinu... og við keyrðum til Albany. Það var um tveggja tíma keyrsla. Við vorum bæði frekar þreytt og nenntum ekki út að borða. Við komum okkur fyrir á Áttunni sem við áttum pantaða og biðum eftir að heyra frá Eddu og Emil... en þau og Inga Bjartey fljúga til Boston á morgun og keyra hingað sama dag. 

9.júní... við kíktum í nokkrar búðir... sendi Eddu sms... Þau komu svo rúmlega kl 5 og við borðuðum saman á Golden Corrall. Síðan var framhaldið ákveðið.

10.júní... Ég fór á búðarráp með Eddu og Emil fh en eftir hádegið keyrðum við til Woodstock og heimsóttum Harriett og Steven, skoðuðum búðir og borðuðum kvöldmat hjá þeim. Keyrðum til baka um kl 20:30... þá er það hellaferðin á morgun.

Super 8,

1579 Central Avenue, Albany NY, 12205, phone: 518-464-4010 room 109


Shrewsbury MA - Lake Placid NY

Það voru um 250 mílur hingað upp eftir... sem er nokkurra stunda keyrsla. Úti er glampandi sól, hitinn 87 F... Við komum til Lake Placid um hálf 4 og tékkuðum okkur inn a hótelið og sóttum svo gögnin fyrir hlaupið á morgun. 

Ég hringdi í Lovísu og Hörpu á Viber og Eddu á Skype... allt góðar fréttir að heiman. Matthías glaður með litlu systir og allt gekk vel hjá þeim öllum... held að þau fái sérstakt dekur hjá Hrefnu. Venus að jafna sig eftir aðgerðina sem hann þurfti að fara í. Við verðum aðeins eina nótt hérna, keyrum strax eftir hlaup til Albany.

Econo Lodge Lake Placid,

5828 Casacade Road, Lake Placid NY, 12946 


Bloomington IL - Boston MA

Lúlli var svo bjartsýnn að hann hélt að við hefðum nógan tíma til að keyra til Chicago (309 mílur) og við gætum jafnvel komist með fyrra flugi til Boston... við brunuðum af stað strax eftir maraþonið en máttum bara þakka fyrir að ná okkar vél. Það voru þrengingar vegna vegavinnu, mikil umferð og tollvega greiðslur... allt tekur tíma. Svo vorum við ofrukkuð fyrir bílinn þegar við skiluðum honum hjá Thrifty.... og það tók líka tíma.

Flugið til Boston (American Airlines) tók um 2 klst, taskan kom nokkuð fljótt til okkar og við fengum mjög góðan bíl, Cervolet Malibu hjá Budget. Við vorum bara klst að keyra á hótelið.

Days Inn Shrewsbury Worcester

889 Boston turnpike, Screwsbury MA 01545


South Bend IN - Bloomington IL

Jonna sagði okkur að Bloomington væri höfuðborg Illinois... við héldum að það væri Chicago. En hingað keyrðum við i dag... komum aðeins við i La Porte hjá Steinþóri og Fjólu og fengum kaffi.

Veðrið er yndislegt, eitthvað annað en í hlaupinu í gærmorgun. Við keyrðum 200 mílur í dag og fundum strax startið fyrir morgundaginn... það er innan við 2 mílur frá hótelinu okkar.

Þegar við höfðum tékkað okkur inn, keyptum við okkur mat og morgunmat (hlaupið byrjar kl 5 am), ég setti í eina þvottavél og þurrkara á hótelinu og svo var talað heim bæði i gegnum Skype og Viber.

Super 8 Bloomington,

818 IAA Drive, Bloomington, IL 61701


Kef - Minneapolis - Wisconsin Dells

MÄ—r finnst orÄ‘iÄ‘ rosalega langt síÄ‘an ég var úti síÄ‘ast. En nú er ég komin út aftur. ViÄ‘ flugum til Minneapolis, en þaÄ‘ eru mörg ár síÄ‘an viÄ‘ höfum flogiÄ‘ þangaÄ‘. ÞaÄ‘ er 6 tìma flug og 5 tíma tímamunur. ViÄ‘ flugum oftast hingaÄ‘ á hausttíma og þá dimmdi svo snemma en nú gátum viÄ‘ keyrt 100 mílur í björtu. 

Stefnan var tekin á Wisconsin Dells, keyrÄ‘um í ca 4 tíma, um 230 mílur... og þaÄ‘ var steinsofnaÄ‘ um leiÄ‘. 

Americas Best Value Inn, Days End Motel

N 604 US Hwy 12 & 16

Wisconcin Dells, WI 53965 


Komin heim :)

Ég var vöknuð fyrir allar aldir... leit út um gluggann og sá að bílnum hafði verið pakkað inn í klakabrynju. Bíðari nr 1 hringdi með áhyggjur vegna þess að svo mörgum flugum hafði verið aflýst eða seinkað í kringum Little Rock eða Arkansas. Hann vildi endilega að ég reyndi að flýta fluginu ef það væri hægt.

Maðurinn í lobbýinu hringdi fyrir mig en fluginu fyrir hádegi hafði verið aflýst og mitt flug var það fyrsta til Denver. Ég ákvað að mæta mjög snemma og fara stystu leið að taka bensín, kaupa nesti og skila bílnum. Það var eins gott að ég ætlaði snemma af stað, því ég var 20 mín að þýða bílinn - rúðurnar og að opna framhurðina, rennihurðarnar afturí voru óvirkar. Göturnar voru eins og skautasvell og mér fannst ég ólýsanlega heppin að hafa bensínstöð við hliðina á hótelinu... og þar keypti ég líka nesti.

Í flugstöðinni var allt stopp - ekkert flug á áætlun og margir þegar búnir að missa af tengiflugum. Ég gat ekki tékkað kassann minn alla leið, en það átti ekki að vera vandamál ef flugið væri á réttum tíma... En svo varð rúmlega hálftíma seinkun á brottför frá hliði og löng röð í loftið. Mér var hætt að lítast á blikuna en treysti á Guð... það er nefnilega ekki flogið alla daga heim frá Denver. 

Doug Meadows frá Fort Collins, a fellow Maniac, var með sömu vél og hann bauð mér að taka kassann á komubandinu og koma honum á Icelandair ef allt færi á versta veg... og hann athugaði á skjánum hvar Icelandair vélin var á meðan ég beið eftir töskunni sem var tekin af mér. 

United Airlines lagði við rana niðri og innst inni í enda á terminal B. Vélin var svo lítil að handfarangur var tekinn af farþegum og afhentur við dyrnar við komu. Ég beið í 5 mínútur eftir töskunni, af þeim 20 mín sem ég hafði þar til Icelandair átti að fara... og síðan hljóp ég af stað... vegalengdin var svona ca 6 Leifsstöðvar og ég þurfti að taka lest að auki á milli terminala.

Þegar ég koma að Icelandair vélinni var búið að loka hliðinu og kona að koma út... Ég náði varla andanum þegar ég stundi að ég ætti sæti í vélinni. Konan hljóp niður ganginn og til baka aftur... þá hringdi hún og spurði hvort þau hefðu getað opnað dyrnar aftur og gerði miða fyrir mig. Ég hljóp niður ganginn og hef sjaldan verið eins fegin að ná flugi. Ég var svo fegin að ég hringi heim í Bíðarann til að láta hann vita að ég hefði náð fluginu... Það mátti ekki tæpara standa - Guði er enginn hlutur um megn. 

Eftir tveggja tíma flug kom flugfreyjan og sagði að "taskan" mín hefði náð um borð... en það hefur verið taska einhvers annars... það var örugglega mikið kaos í töskudeildinni þegar mikið af farþegum þarf að bíða og er jafnvel að skipta um flugleiðir. 

Því miður náði kassinn minn ekki um borð og næsta flugvél frá Denver kemur á fimmtudagsmorgun... en ég fékk tölvupóst frá Doug um að hann hefði tekið kassann og afhent starfsliði United hann ásamt töskumiðanum mínum og orðsendingu frá mér (sem var skrifuð á ælupoka) því það var enginn í afgreiðslunni hjá Icelandair.


Komið að heimferð

Veðrið í gær var hrikalegt, ég sleppti því alveg að fara út eftir hlaupið, át frekar eittthvað drasl sem ég var með og keypti mér sprite í sjálfsalanum. Fyrst var þrumu og eldinga-show og svo kom haglél... Allt var orðið hvítt um kvöldið.

Í morgun hefur nokkuð verið um frestun á flugi, Bíðari nr 1 hafði áhyggjur af því að ég kæmist ekki heim... svo ég fékk manninn í lobbý-inu til að hringja fyrir mig og fá staðfestingu á flugi eða jafnvel að fara fyrr. Nei, fluginu til Denver var frestað í morgun svo mitt flug er það fyrsta þangað.

Bíllinn var hvítur af snjó og ég ætlaði bara að skafa á íslenskan hátt... en NEI TAKK... það var eins og hann hefði verið hraunaður með ísregni undir snjónum... Ég býst við að það taki tíma að láta þetta bráðna. Svo sýnist mér líka að það sé glerhálka. 

Það er ekkert annað að gera en að fara snemma af stað, vera tímanlega. Ég á flug til Denver kl 13:24 eh og heim kl 16:15.


Denver CO - Little Rock AR

Þetta var 2ja tíma flug... í lítilli flugvél. Ég var fljót að fá bílinn, þennan flotta hægindastóla Van... Hótelið mitt var í innan við mílu fjarlægð frá flugvellinum. Nú er ég að fara í Walmart, CVS, Dollar Tree og fá mér að borða.

little-rock-arkansas-hotel-logo

Days Inn and Suits by the Airport
3200 Bankhead Dr. Little Rock AR 72206
http://www.hotellittlerockairport.com/  


Þetta er glæsilegt herbergi, með öllum þægindum.
Phone 501-490-2010 Room 135 :) 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband