Færsluflokkur: Lífstíll
5.12.2008 | 16:26
Hótel Jonna, Redondo Beach
Við förum héðan um hádegið, við hefðum viljað vera lengur hjá öðlingunum, vinum okkar og frændfólki mínu en... við verðum að halda áfram förinni. Við keyrum niður til Redondo Beach á ,,HÓTEL JONNU" besta hótel í heimi.
Takk takk, elsku Jonna að lána okkur íbúðina
Við verðum bara eina nótt þar... nú er tíminn farinn að styttast. Snemma á laugardagsmorguninn keyrum við til Las Vegas og ég hleyp þar á sunnudag... ég hef ekki netsamband í Redondo og verð því ekki ,,í sambandi" strax.
á é í ú ó ý ð þ Þ æ ö Ú Ó Ð
Lífstíll | Breytt 7.12.2008 kl. 03:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.12.2008 | 14:26
Kveðjum Seattle fyrir hádegi... :)
Jeminn, hvað við erum fegin að fara héðan. Við höfum verið að tala við fólk um veðráttuna hérna, í gærkvöldi var þvílík svartaþoka að við áttum í vandræðum með að keyra til komast í mat.
Fólk segir að það snjói kanski 2svar á ári en það taki fljótt upp... í staðinn er endalaus rigning og þokumistur yfir öllu.
Í stuttu máli er fátt sem okkur finnst heillandi fyrir staðinn, vegakerfið minnir á kaosið í Boston og vegir mjög slæmir. En alls staðar sem við förum er fólkið sjálft mjög vingjarnlegt, hjálplegt og kurteisin í umferðinni til fyrirmyndar
Um 11 leytið eigum við flug til Long Beach, Californíu og við getum varla beðið okkur hlakkar svo til
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.11.2008 | 22:45
Komin til Seattle..
Við áttum flug frekar seint í gær frá Boston, millilentum í New York... þar var 2ja tíma bið og síðan 6 tíma flug til Seattle. Það er ekki spurning jetBlue er besta flugfélagið.
Við komum um miðnætti... og enn seinna á hótelið... var alltof þreytt til að blogga ferðalaginu. Veðrið hér er mjög ,,íslenskt" rigning og hráslagalegt. Það er annað sem er líka mjög ,,íslenskt".... það er gatnakerfið... ég er í vandræðum og er með garminn.
Nú erum við búin að kíkja í bæinn og erum að fara á Buffet að borða...
Thanksgiving-útsölurnar máluðu borgina rauða í dag... kaninn verslaði brjálað en okkur finnst Seattle vera rándýr borg.
Á meðan við verðum hér gistum við á Econo Lodge North (WA162) 14817 Aurora Avenue North , Seattle, WA, US, 98133
Phone: (206) 367-7880... Room 227
Lífstíll | Breytt 29.11.2008 kl. 02:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.11.2008 | 00:43
Komin til Boston
Það er nýbreyttni hjá Icelandair að farþegar þurfa að borga fyrir heyrnartól og mat. Ég sem á fullt af gömlum heyrnartólum - gleymdi þeim. Nú þarf ekki lengur að borga fyrir bíómyndirnar... ég horfði á 2 á leiðinni út.
Við vorum bara með nesti, langlokur úr Bónus og sáum ekki eftir því... þeir sem keyptu sér í flugvélinni fengu alveg eins langlokur og við - þeir borguðu bara meira.
Á morgun eigum við flug til Seattle.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.10.2008 | 01:32
Komin til Minneapolis...
Ég hljóp í stormi og stórhríð í Mason City í morgun... til heiðurs Rut vinkonu í Noregi, en hún er 50 ára í dag. Strax eftir hlaupið keyrðum við til Minneapolis... ég var búin að panta á netinu, áttu í Brooklyn Center, en þegar til kom líkar okkur ekki hér og ætlum að færa okkur á morgun... á áttuna sem við vorum á síðast... í Roseville.
Núna erum við að skála fyrir velheppnaðri ferð. Við erum búin að ferðast í nær 6 vikur hér í USA... 2 dagar eftir... Keyra u.þ.b. 4 þús. mílur (ca 6.500 km)... hlaupa 7 maraþon sem eru samtals 183,4 mílur eða 295,4 km... og Bíðari nr. 1 hefur beðið í 38 klst. og 8 og hálfa mínútu meðan ég hljóp... fyrir utan hvað hann hefur beðið aukalega, ef ég hef farið snemma með rútu og það sem hann hefur beðið fyrir utan SUMAR búðir
Nú tökum við það bara rólega...
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 01:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.10.2008 | 23:22
Nú.... ég hélt þeir ætluðu að fjölga í hópnum...
![]() |
Skátar fá kynlífsráðgjöf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.2.2008 | 11:35
New York
Gistum í New York í nótt og fljúgum kl 10;30 til New Orleans í Louisiana.
Allt gekk að óskum, hitinn var um frostmark þegar við komum en í morgun þegar vöknuðum var snjókoma.
Hótelið stendur í brekku, sem er svo sem ekkert athugavert við, en það skrítna er, að gangurinn inni fylgir brekkunni...... sem er nokkuð löng og brött. við erum heppin frekar ofarlega í brekkunni, því lobbyið er efst.
Lífstíll | Breytt 1.6.2009 kl. 11:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.2.2008 | 22:28
Einn góður... af því að ég er að fara til USA á morgun,
Þrír nýkvæntir menn sátu og gortuðu yfir því hvernig þeir stjórnuðu konunum sínum.
Sá fyrsti hafði kvænst konu frá Colorado, hann hafði sagt henni að hún ætti að sjá um uppþvottinn og þrif í húsinu. Það tók tvo daga að koma henni í skilning um þetta, en á þriðja degi þegar hann kom heim var hún búin að vaska upp og þrífa húsið.
Næsti hafði kvænst konu frá Nebraska. Hann hafði gefið sinni konu skipanir að hún ætti að sjá um að þrífa, uppþvottinn og elda matinn. Fyrsta daginn sá hann engan árangur, næsta dag hafði það skánað en þriðja daginn var húsið hreint og matur á borðinu.
Þriðji maðurinn hafði kvænst íslenskri konu. Hann hafði sagt henni að hennar skyldur væru að halda húsinu hreinu, sjá um uppvaskið, slá grasið, þvo þvottinn og hafa heita máltíð á borðinu á matmálstímum.
Hann sagði að fyrsta daginn hafi hann ekki séð neitt....
annan daginn sá hann ekki neitt heldur...
en þriðja daginn var bólgan aðeins farin að hjaðna þannig að hann sá aðeins út um vinstra augað
.. nægilega mikið til að finna sér matarbita og setja diskana í uppþvottavélina.
Lífstíll | Breytt 1.6.2009 kl. 11:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.2.2008 | 19:29
Regnboginn
Ég byrjaði að mála aftur á föstudaginn og þegar ég var að velja litina sem ég var að mála með, rifjaðist upp atvik úr síðustu utanlandsferð. Edda sagði... þú verður að blogga þessu á netið...
Við vorum semsagt í Californíu og Arizona í 3 vikur núna eftir jólin.
Að venju fórum við í the Crystal Cathedral en þar er alltaf glæsileg jóladagskrá og sviðið skreytt þannig að það er eins og maður færist 2000 ár aftur í tímann.
Við hittum líka Hafdísi frænku í hennar kirkju í Rolling Hills. Samkomum Aðventista er skipt niður í Lexíu og samkomu sem innifelur barnasögu.
Konan sem sagði börnunum söguna, safnaði þeim upp að sviðinu, hún sjálf var með hátalara svo salurinn heyrði það sem hún sagði þeim. Við sátum aftast og heyrðum lítið í börnunum.
Konan var að kenna þeim nauðsyn þess að borða allskonar grænmeti og ávexti til að fá öll vítamínin. Litirnir voru þeim til leiðbeiningar um að ,,borða allan regnbogann"
Þið verðið að borða alla liti á hverjum degi ..... sagði hún, svo kom smá þögn.....
Nei...... ég er ekki að meina ,,Skittles"
Lífstíll | Breytt 1.6.2009 kl. 11:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Áramóta-annáll fyrir árið 2024
- Kefl - Denver CO - Santa Fe NM 8-13.nóv 2024
- Kefl - Portland OR - WA - ID 19-27. sept 2024
- Kefl - Chicago IL og fl. 4-12. júli 2024
- Kefl - Raleigh NC - Bristol TN 20-27. mars 2024
- Kef - Raleigh NC - Orlando - Kef.. 27 des 2023- 6.jan 2024
- Áramóta annáll fyrir árið 2023
- Virginia 9-20.nóv 2023
- Denver CO, WY og MT 1-9.okt 2023
- Kórferð til Bristol 27-30.sept 2023
Færsluflokkar
- 100 MARAÞON
- Afmæliskveðjur
- Annálar
- Bloggar
- Brandarar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- MARAÞON
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Apríl 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Desember 2021
- Desember 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Apríl 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- September 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Janúar 2018
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Ágúst 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007