Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Lífstíll

Förum frá Jackson

Við erum að taka saman dótið og koma okkur af stað.
Ég sá í sjónvarpinu að loftrakinn var 96% í gær þegar ég hljóp maraþonið... kann nú ekki alveg á þetta, en það er alltaf allt blautt hérna. Ég blés hárið á mér slétt og eftir smá stund voru komnar krullur í mig.

ENN... nú hefur sem sagt tilgangi ferðarinnar hingað verið náð... Smile og næst er það Florída. 


Fékk hún ekki að skila úlpunni?

Fyrirgefið... ég er ekki alveg að skilja þetta... Hvers vegna fór þessi dýralæknir með málið í blöðin? Hver var tilgangurinn? Fékk hún ekki að skila úlpunni eða hvað? 


mbl.is Harma umfjöllun um Cintamani
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýjársdagur í Jackson Mississippi

Enn einu sinni... Gleðilegt nýjár... og takk fyrir það gamla Kissing

Við notuðum Nýjársdag til að keyra frá Tallahassee til Jackson, með smá viðkomu í Mobil Alabama. Við ætluðum að smella okkur á buffet þar en það var orðið kínverskt og við erum ekki á þeirri línu. Við vorum á sömu slóðum... þar sem við gistum þegar ég hljóp þar á 2.jan 2005. 

Við komum til Jackson um 7 leytið, þurftum að færa klukkuna aftur um klst. Nú er 6 tíma tímamunur við Ísland. Við verðum hér fram á sunnudag.

Super 8, 2355 Highway 80 West Jackson, MS 39204 US
Phone: 601-948-0680 Room 130


Gamlársdagur í Tallahassee North, Florida og brúðkaup í Californíu

Við erum á leiðinni til Jackson. Lögðum nokkuð snemma af stað. Komum við heima hjá Freddie og Carroll í Orlando áður en við lögðum í hann. Það var virkalega blessuð stund.

Um hádegið lögðum við af stað til Jackson og um 5 leytið ákváðum við að gista í Tallahassee. Tókum sexu, fengum okkur eitthvað að borða og smá í glas.  Áramótunum fagnað án flugelda eins og undanfarin fjögur ár sem við höfum fagnað áramótunum í Usa. Við sáum skaupið á netinu... mér fannst það bara ágætt... loksins sá maður ný leikara-andlit Smile

Steinunn frænka í Kaliforníu gifti sig í dag, sá heppni er Howard Green... og það er ekkert ,,grín"... ég held ég fari rétt með... að hann sé aðstoðarframkvæmdastjóri hjá Disney. Svo að eftir þennan dag er Steinunn ,,Meira hátta" orðin, Steinunn ,,Grín"
Til hamingju... Steinunn, Bragi, Jonna og börn.

Heart  Við Lúther... óskum brúðhjónunum alls hins besta, KissingKissing  allrar þeirrar hamingju sem hægt er að njóta til hins síðasta dags. Megi himins blessun umvefja þau og heimili þeirra. 


Komin til Orlando

Flugið var 7 tímar og 20 mínútur. Ég horfði á 3 bíómyndir Shrek 3, Walk the line og Narnía. Icelandair hefur skipt um flugvöll hér eins og á fleiri stöðum og við lentum um 45 mílum frá hótelinu sem við gistum á.  Eftir langt flug var því smá keyrsla eftir fyrir okkur. Miðað við vegalengdirnar í Ameríku, þá er þetta ,,rétt hjá"

Við fórum því fljótlega að sofa þegar við loksins fengum herbergið okkar, við vorum víst ,,yfirbókun" og okkur var komið fyrir á næsta hóteli við hliðina.

Í dag leggjum við af stað til Jackson Cool


Allt að komast í samt lag

Ég er búin að vera lengi að jafna mig eftir þessi næturflug. Við vorum 2 sólarhringa á leiðinni og allt virtist fara í rugl við þetta. Við þurfum að jafna okkur á svefnleysi og 8 tíma tímamun.

En nú hlýtur þetta að komast í samt horf Joyful
Ég er búin að skila af mér því dóti sem ég tók með heim fyrir aðra, koma einhverju í verk og heilsa upp á einhverja... en hef ekki hlaupið enn... tek hring á morgun.


Komin heim

Við komum heim í morgun, lentum kl 6:10 í Keflavík. Við fórum út af hótelinu um hádegi á þriðjudag, flugum næturflug til Boston (4:30 klst) lentum þar kl. 7 um morguninn...
Vegna þess hve langt var á milli fluga urðum við að taka töskurnar og bíða í 10 klst. á flugvellinum eftir að geta tékkað okkur aftur inn. Þegar við höfðum gert það fórum við á Priority Pass inn á betri stofu...þar sem átti að vera matur og drykkur... meiri drykkur - smá kökunasl... gott að við vorum með nesti með okkur. 

Flugið heim var kl. 8:35 í gærkvöldi og flugtími 4:10. Tvö næturflug taka aðeins á... Pabbi og mamma sóttu okkur á völlinn. Ég svaf sirka 1 klst í hvoru flugi og er orðin svolítið drusluleg. Ætla samt að hanga uppi í dag til að snúa strax á íslenskan tíma. Nú er ég búin að taka upp úr töskunum og ganga frá dótinu og farin að þvo þvott - ekki veitir af Wink


Það er allt hægt !

LasVegas 9.des.2008
Við eyddum síðasta deginum okkar í Las Vegas, við að skoða nokkrar stórkostlegar byggingar við Las Vegas Blvd.-The Strip.

Við byrjuðum á glæsilegu hóteli með jólaþorpi en í garðinum fyrir framan var vígt vatnsorgel í gærkvöldi. 
Í gær voru reyndar líka opnuð ný bílastæði við hið fræga kennimerki Las Vegas... skilti sem ferðamenn láta oft mynda sig við. Vegna bílastæðavandamála hafa orðið slys og oft legið við slysum við staðinn.
LasVegas 9.des.2008 Við fórum ekki þangað Shocking

Síðan skoðuðum við The Planet Hollywood Miracle Mile... þegar við gengum um inni í húsinu, var eins og við værum úti á götu í Austurlöndum... það kom þrumuveður og rigndi í miðjunni... okkur fannst það reyndar ekkert sniðugt  GetLost

LasVegas 9.des.2008 Þaðan fórum við á Mandalay Bay og skoðuðum spilasalina með allri ljósadýrðinni. Það kostar ekkert að skoða Smile

Síðasta húsið sem ég dró hinn fótalausa Bíðara nr. 1 inní, var ,,The Venetian"
Það var ótrúlegt að sjá...
LasVegas 9.des.2008á annarri hæð í húsinu, var umhverfið eftirlíking af Feneyjum...  

Þarna sigldu um gondólar og menn sungu ,,O sole mio"
ÞAÐ ER GREINILEGA ALLT HÆGT

Þarna er ég komin ,,til Feneyja" Joyful
Nú sit ég og blogga á flugvellinum í Vegas, flugvélin sem á að flytja okkur til Boston er komin.
LasVegas 9.des.2008 Hér eru spilakassar út um allt... JUST IN CASE... ef einhver ætli nú með peninga burt W00t 

Það hafa verið spilakassar á hverju strái, í Albertson, Wal-Mart og hvaðeina...
hér eru meira að segja spilakassar við töskufæriböndin...

Nú kveðjum við Borg Ljósanna eða ,,borg syndarinnar" eins og Bragi sagði að Las Vegas væri kölluð... ég hefði alveg viljað vera lengur Cool


Heimferðin

Heimferðin verður svolítið strembin... þar sem við tökum 2 næturflug.

Við tékkum okkur út af hótelinu okkar kl 11 í dag. Við ætlum að skoða okkur betur um... m.a. Mandala Bay, hótelið þar sem ég sótti gögnin og maraþonið byrjaði fyrir utan og svo ætlum við að skoða gamla bæinn. Við þurfum að ganga núna endanlega frá farangrinum.

Við þurfum að skila bílaleigubílnum um kl 8 í kvöld og eigum flug til Boston um miðnætti. Það er 4 tíma munur og svipaður flugtími þannig að við lendum þar í fyrramálið... og svo eigum flug heim um kvöldið.. þ.e. annað kvöld. Tæknilega séð, komum við heim eftir 2 sólarhringa, þegar þetta er skrifað. 


Las Vegas, Nevada

Við kvöddum Redondo með tárum... borðuðum morgunmat á Home Town Buffet og keyrðum þaðan til Las Vegas. Það voru um 400 mílur þangað.
Garmurinn átti ekki í neinum vandræðum með að finna hótelið okkar... og við fórum strax að ná í gögnin fyrir hlaupið á morgun. Auglýsingin fyrir hótelið sagði að það væri þráðlaust net... en það er víst bara í lobby-inu... svo ég sit þar og blogga.

Econo Lodge, 1150 Las Vegas Blvd. So.
Phone (702) 382-6001   Room 153

Lýsing hótelsins.....
The Econo Lodge® hotel is ideally located on the famous Las Vegas Strip, only one mile from downtown Las Vegas and the Fremont Street Experience, featuring five blocks of fun, shops, casinos, and a 90-foot-high light and sound show every night.

This Las Vegas hotel is only five miles or less from many major casinos and attractions including the Las Vegas Convention Center, the Fashion Show mall, the Thomas & Mack Center arena and the University of Nevada, Las Vegas (UNLV). The McCarran International Airport is less than seven miles away.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband