Færsluflokkur: Lífstíll
13.1.2009 | 22:38
Kenndedy Space Center á Canaveralhöfða
Veðurspáin var 40% líkur á rigningu í Orlando, svo við renndum niður á Cocoa Beach.
Við völdum tollvegina - mikið fljótlegra en vorum samt sem áður rúma klst á leiðinni.
Á leiðinni stoppuðum við og keyptum okkur Kentucky kjúlla.... frábært
Ég sá í gær að það átti að skjóta upp eldflaug um hádegið... í morgun sá ég að það var búið að fresta skotinu til 7 um kvöldið...
Við ætluðum því að hafa daginn fyrir okkur til að kanna gamlar slóðir.Þegar við komum í Kennedy Space Center var búið að fresta skotinu þar til annað kvöld... svo þetta var fýluferð til að sjá með eigin augum, eldflaug skotið upp.
Cocoa Beach er mjög fallegur staður og skemmtilegar brýrnar sem maður keyrir yfir til að komast þangað.
Við renndum auðvitað að mótelinu sem við vorum á þegar við vorum hér síðast og kysstum fjöruna...
Lúlli fer nú ekki niður í fjöru á þess að láta hafið þvo á sér tærnar... Held það hafi verið svolítið kalt
Við skelltum okkur á sjóbretti
Við sluppum nær alveg við rigningu í dag og á Cocoa Beach var hitinn um 25 °C... það rigndi þegar við komum aftur til Orlando.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 23:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.1.2009 | 13:52
Geimskot á Canaveral
Við höfum framlengt dvölinni á þessu móteli amk fram á miðvikudag.
Við hringdum til Californíu í gær og töluðum við Jonnu og Braga. Þau hafa verið tölvulaus og þess vegna sambandslaus við Klakann... en það voru engar fréttir sem við gátum sagt þeim... nema að nú ætti að svissa andlitum í embættum.
Hér er allt við það sama, sól... 20% líkur á rigningarskúr í dag. Við slöppum bara af, kíkjum í búðir og á bekkinn við sundlaugina
Ég held ég hafi skilið það rétt að það á að vera geimskot frá Canaveralhöfða á morgun... http://www.kennedyspacecenter.com/event.aspx?id=37e78c3f-a9cc-4959-b82a-cf94999cede6
Við erum að spá hvort við eigum að kíkja á það.
Einu sinni gistum við á Cocoa Beach, rétt hjá... og misstum þá af geimskoti - vorum ekki með tölvu og því sambandslaus við heiminn.
SUPER 8 ORLANDO / NEAR UNIVERSAL
International Dr & (5900) American Way,
Orlando, FL 32819 US
Phone: 407-352-8383 herb. 146
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 18:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.1.2009 | 01:02
Áfanganum fagnað í Orlando
Ég náði þeim áfanga í dag að hlaupa hundraðasta maraþonið mitt.
Eftir hlaupið, sturtu og blogg http://byltur.blog.is/blog/byltur/entry/768543/ var skálað við Eddu og Emil í gegnum video-call á msn...
Dæturnar komu líka inn á msn og óskuðu mér til hamingju... Takk fyrir
Eftir það fórum við... Bíðari nr 1 og ég, út að borða... og nú slökum við á.
Lífstíll | Breytt 13.1.2009 kl. 14:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.1.2009 | 20:24
Tökum of oft áhættu
Svona slys eru alltaf sorgleg... og ættu að fá okkur almennt til að hugsa. Við erum nefnilega öll alltaf að taka áhættu... Í umferðinni, í fjármálum og með heilsuna... Við vitum hvað skaðar okkur en oftar en ekki þá hlustum við ekki á varnaðarorðin fyrr en það er orðið of seint.
Eins og einhver snillingur sagði einu sinni... Við reynum á seinni helmingi ævinnar að redda því sem við eyðilögðum á þeim fyrri.
![]() |
Létust við að taka jöklamyndir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.1.2009 | 13:27
Íslendingabók II
Ég er í þessari blessuðu Facebook... Segi nú alveg satt að ég hef ekki enn séð tilganginn... geri ekki annað en að samþykkja vini...
Fólk sem tengist getur skráð skyldleika sinn við einstaklinginn, kanski eykst ættfræðiáhugi með Facebook, hver veit!
![]() |
Næstum allir á Facebook |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 13:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.1.2009 | 00:13
Yndislegur dagur...
Veðrið var mjög gott, sól og hiti. Við erum að spá í Dinnershow einhversstaðar.
,,Dingl" heitir það þegar maður fer í mollin og Walmart... skoðar, spáir og kaupir. Við fengum okkur síðan göngu í góða veðrinu í mini-golf garði hér í götunni.
Ég vil nú ekki ganga mig upp að hnjám fyrir næsta maraþon, en maður gleymir sér alltaf. Við enduðum svo daginn á að borða aftur á Golden Corral. Það er svo mikið úrval á þessum buffetum.
Við byrjum alltaf á grænmetisdiski, síðan kjötrétti og svo desert, sem er ís, kaka og allskonar jammí og að lokum kaffi. Ég var að springa...
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.1.2009 | 21:11
Glæsilegt, til hamingju Ólafur
Ég er sérstaklega hrifin af framtaki Ólafs H. Johnson að reka menntaskóla með þessu sniði eins og Menntaskólinn Hraðbraut er rekinn.
Ég var í fyrsta árganginum sem útskrifaðist eftir aðeins 2ja ára nám. Kerfið er frábært, aðeins 3 fög í einu... 4 vikur í geðveiki... bara grín... 1 vika í próf og vikuna á eftir er frí, ef maður náði prófunum - annars var hún notuð til að taka prófið aftur.
Það er frábært að geta útskrifast á 2 árum - og þau eru svo fljót að líða :)
![]() |
Nýir eigendur að Menntaskólanum Hraðbraut |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 21:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.1.2009 | 23:31
Guði sé lof
Ég er sjómannskona og man eftir því að í vondum veðrum um hávetur... var nöturlegt að vita af manninum einhversstaðar úti á hafinu...
Það er virkileg blessun að allir komu heilir heim á síðasta ári og verður vonandi á þessu ári líka.
![]() |
Enginn mannskaði á sjó |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.1.2009 | 23:24
Kysstum Orlando í dag
Við komum til Orlando um hádegið. Við þekkjum okkur ágætlega hér, gistum á áttu í sömu innkeyrslu og sexan sem við höfum verið á síðustu ferðum. Síðast þegar við vorum hérna var verið að gera áttuna upp.
Það er allt í nágrenninu. Við fórum á Golden Corrall við exit 74A á 4. Frábært buffet sem við borðuðum líka á þegar við vorum hérna síðast. Við verðum hérna í amk viku.
SUPER 8 ORLANDO / NEAR UNIVERSAL
International Dr & (5900) American Way,
Orlando, FL 32819 US
Phone: 407-352-8383 herb. 146
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 23:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.1.2009 | 21:47
Komin aftur til Tallahassee
Við höfum keyrt í 8 klst í dag og ákváðum að gista í Tallahassee, sem er höfuðborg Florída. Það er sól og gott veður úti, ca 25 stiga hiti.
Við leggjum aftur í hann í fyrramálið og verðum sennilega í Orlando um hádegið.
Americas Best Value Inn, 2800 N.Monroe Street
phone 850 385 0136 herbergi 111
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nýjustu færslur
- Áramóta-annáll fyrir árið 2024
- Kefl - Denver CO - Santa Fe NM 8-13.nóv 2024
- Kefl - Portland OR - WA - ID 19-27. sept 2024
- Kefl - Chicago IL og fl. 4-12. júli 2024
- Kefl - Raleigh NC - Bristol TN 20-27. mars 2024
- Kef - Raleigh NC - Orlando - Kef.. 27 des 2023- 6.jan 2024
- Áramóta annáll fyrir árið 2023
- Virginia 9-20.nóv 2023
- Denver CO, WY og MT 1-9.okt 2023
- Kórferð til Bristol 27-30.sept 2023
Færsluflokkar
- 100 MARAÞON
- Afmæliskveðjur
- Annálar
- Bloggar
- Brandarar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- MARAÞON
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Apríl 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Desember 2021
- Desember 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Apríl 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- September 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Janúar 2018
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Ágúst 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007