Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Lífstíll

Rok og kuldi á Virginia beach

Neptúnus Virginia Beach mars2009 

Sólin skín en það er kalt hér núna... eins gott að maraþonið var ekki í dag. Ég ætlaði að sofa lengi af því að ég sofnaði frekar seint, en ég var vöknuð fyrir allar aldir.

Ég fór ekki út fyrr en eftir kl 10... kíkti í nokkrar búðir og fékk mér bröns á Ihop um 2leytið... þarf ekki að borða meira í dag.

Pálmatré í smokkum í Virginia Beach mars2009Ég fékk mér göngutúr í rokrassinum og kuldanum, meðfram ströndinni, þangað sem maraþonið endaði í gær... ætlaði að mynda sandlistaverkið sem var þarna í gær en það var ónýtt.  

Tók myndir af Sjávarguðinum Neptunus og pálmatrjánum sem eru í smokkum á veturna til að verja þau kuldanum.


Verð að vera með netið

Hljóp maraþonið í morgun, gekk bara ágætlega. Þegar ég kom til baka ætlaði ég auðvitað á netið... en tengingin virkaði ekki... svo það var ekki annað að gera en að kvarta. Þegar ég kom með tölvuna niður í lobbý-ið virkaði það.

Kom þá upp úr kafinu að það hafði verið tómt vesen með netið á 6.hæð... Nú er ég á 2.hæð - herbergi 209... því ekki get ég netlaus verið Wink


Virginia Beach

Ég lagði af stað kl 8 í morgun og var 3 og 1/2 tíma á leiðinni (217 mílur), keyrði suður 95 mesta allan tímann, en svo 64 E... tveggja akgreina sveitaveg, með 65 hámarkshraða... það keyrðu allir samt á 80.

Hótelið er á besta stað fyrir mig, göngufæri ca hálf míla á startið og styttra í markið, þannig að ég þarf ekki að pæla í bílastæði á morgun, enda er gert ráð fyrir þeim lengra í burtu.  ég fór á expo-ið, það var glæsilegt hjá svona litlu hlaupi... nóg til sölu en mig vantaði ekkert. ég var í klst. brasi við netið, ætlaði aldrei að komast inn, ég hafði nefnilega asnast til að uppfæra msn-ið og ég verð að henda því út aftur, tölvan er skelfing á eftir... svo ég lét þetta eiga sig og fór út eh.

Ég skrapp í Target, og fékk mér að borða. Ætla að taka saman hlaupadótið og fara snemma að sofa.

Super 8 Virginia Beach/At The Ocean
2604 Atlantic Ave,  Virginia Beach, VA 23451 US
Phone: 757-425-5971  Room 608 


Í Washington DC

Síðustu nótt gisti ég á sexu í Elkton, ég hefði getað keypt internetaðgang en þá hefði ég líka þurft að skipta um herbergi... svo ég lét það eiga sig. Ég var líka orðin þreytt, búin að keyra í 6 tíma og 45 mín... 430 mílur. Ég fékk mér bara kálpoka í Walmart og fór fljótlega að sofa.

Í dag er ég komin til DC, búin að kíkja í expo-ið, eins og ég bloggaði um á hlaupasíðunni minni... þó ég ætli að sleppa maraþoninu á morgun og svo skellti ég mér á Old Country Buffet. Nú ætla ég bara að fara í sturtu, kíkja í tölvuna og lesa... sennilega fer ég aftur snemma að sofa.

Super 8 Camp Springs/Andrews AFB DC Area
5151 B Allentown Rd
Andrews AFB I-95 Exit 9
Camp Spring, MD 20746 US
Phone: 301-702-0099 Room 173


Laugardagur...

Þessi vika hefur liðið áfram... farin á nóinu. Nú fer að líða að næstu hlaupaferð hjá mér. Við förum út næsta miðvikudag... fljúgum til Boston og keyrum til Washington DC, Virginia Beach og endum í New Jersey. Komum heim aftur að morgni 1.apríl.
Handfylli af kettlingum
Töskurnar standa í ganginum, það tók því ekki að setja þær út í geymslu Errm 

Það var fjölmennt í Vogana í dag að skoða kettlingana, "börnin" hennar Emmu sem eru 2 1/2 vikna og nýfarnir að sjá. Þeir eru ekkert venjulega sætir Kissing


Drottinn er minn hirðir

Það eru margir sem halda upp á 23.Davíðssálm.  Þetta fékk ég sent frá Carroll Filmore og er þetta ágætis útlistun í fáum orðum um hverja línu í sálminum.

Drottinn er minn hirðir -  Það er persónulegt samband
mig mun ekkert bresta - hans er forðabúrið
á grænum grundum lætur hann mig hvílast - það er hvíld
leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta - það er endurnæring
Hann hressir sál mína - það er lækning
leiðir mig um rétta vegu  - Það er handleiðsla
sakir nafns síns - Það er tilgangur
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal - Það er prófsteinn
óttast ég ekkert illt, - það er vernd
Því þú ert hjá mér, - Það er trúfesti
sproti þinn og stafur hugga mig - það er agi/hlýðni
Þú býrð mér borð frammi fyrir fjendum mínum - það er von
Þú smyrð höfuð mitt með olíu - það er helgun
bikar minn er barmafullur - það eru alsnægtir
Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína - það er blessun
og í húsi Drottins bý ég langa ævi, - það er eilíft öryggi
Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta.


Varist súrdeig farísea og saddúkea

Matt 16:6-12 
-6- Jesús sagði við þá: Gætið yðar, varist súrdeig farísea og saddúkea.
-7- En þeir ræddu sín á milli, að þeir hefðu ekki tekið brauð. -8- Jesús varð þess vís og sagði: Hvað eruð þér að tala um það, trúlitlir menn, að þér hafið ekki brauð? -9- Skynjið þér ekki enn? Minnist þér ekki brauðanna fimm handa fimm þúsundum og hve margar körfur þér tókuð saman? -10- Eða brauðanna sjö handa fjórum þúsundum og hve margar körfur þér tókuð saman?
-11- Hvernig má það vera, að þér skynjið ekki, að ég var ekki að tala um brauð við yður. Varist súrdeig farísea og saddúkea.
-12- Þá skildu þeir, að hann hafði ekki talað um að varast súrdeig í brauði, heldur kenningu farísea og saddúkea.

Jóh 6:35 Jesús sagði þeim: Ég er brauð lífsins. Þann mun ekki hungra, sem til mín kemur, og þann aldrei þyrsta, sem á mig trúir.

Varnaðarorð Jesú eru þau að við eigum að varast að blanda öðrum trúarbrögðum inn í trú okkar á hann... en sífellt fleiri hinna frjálsu trúarsamfélaga eru farin að upphefja gyðinga, Ísraelsríki nútímans og Jerúsalem... Að sjálfsögðu eigum við að elska og virða alla, sama hverrar trúar þeir eru, en þessi upphafning er komin út í öfgar.

Súrdeig gyðinga á ekki samleið með Brauði lífsins.


Sá sem ákallar nafn Drottins mun hólpinn verða

Ég kom frekar vonsvikin heim í kvöld. Hafði verið á fundi... þar sem ég held að margir fundarmanna séu á rangri leið. Þegar ég kom heim leitaði ég í Biblíuna... dró korn... þau festust nokkur saman og ég raðaði þeim í þá röð sem ég losaði þau sundur og byrjaði að fletta.

Sálm 86:11-12
Vísa mér veg þinn, Drottinn, að ég gangi í sannleika þínum, gef mér heilt hjarta, að ég tigni nafn þitt.  Ég vil þakka þér, Drottinn, Guð minn, af öllu hjarta og tigna nafn þitt að eilífu,

Jóel 3:5
Og hver sem ákallar nafn Drottins, verður hólpinn. Því að á Síonfjalli og í Jerúsalem munu nokkrir lifa af eins og Drottinn hefir heitið. Hver sem ákallar nafn Drottins mun frelsast.
Önnur hugsanleg þýðing á síðustu setn.: Meðal þeirra sem frelsast eru þeir sem Drottinn kallar.

Lúk 22:29-30
Og yður fæ ég ríki í hendur, eins og faðir minn hefur fengið mér,
að þér megið eta og drekka við borð mitt í ríki mínu, sitja í hásætum og dæma tólf ættkvíslir Ísraels.

Sálm 130:7-8
Ó Ísrael, bíð þú Drottins, því að hjá Drottni er miskunn og hjá honum er gnægð lausnar.
Hann mun leysa Ísrael frá öllum misgjörðum hans.

Hver sá sem ákallar nafn Drottins, mun hólpinn verða... nafnið JESÚS gefur okkur frelsi. Jóel segir að NOKKRIR munu lifa af á Síonfjalli og í Jerúsalem... það eru þeir sem ákalla nafn Drottins Jesú Krists... en þjóð Guðs, Ísrael sem beið Drottins, þekkti hann ekki...
Þeir sem kannast ekki við mig á jörðu mun ég ekki kannast við á himnum sagði Jesús... við erum ávöxtur trúarinnar. Jesús er rótin sem við fáum næringuna frá.
Jóh 15:1   Ég er hinn sanni vínviður, og faðir minn er vínyrkinn.
Jóh 15:5   Ég er vínviðurinn, þér eruð greinarnar.

Þeir sem höfnuðu Jesú voru sniðnir af vínviðnum og Ísrael varð svo fámennur að Páll kallar hann leifar í Róm 9:27 og Róm 11:5. Aðeins leifar frelsuðust - hinir urðu forhertir og Guð gaf þeim sljóan anda... ALLT TIL ÞESSA DAGS... En Guð gengur ekki á bak orða sinna þó meirihluti lýðs hans hafi hafnað syninum. Guð er trúr þeim sem tóku við Jesú og hann græddi heiðingjana á vínvið sinn í stað þeirra sem voru sniðnir af.
Lýður Guðs ber enn nafnið Ísrael.
Hvers vegna?  Lýður Guðs skipti hvorki um nafn eða kennitölu... hann skipti um fólk og skipar nú eingöngu þá sem ákalla nafnið Jesús... Hjá honum munu þeir sem trúa á Krist fá miskunn og verða leyst frá misgjörðum sínum. AMEN


Ríki maðurinn og Lasarus

Jesús sagði allt í dæmisögum og ein þeirra fjallar um ríka manninn og Lasarus. Dæmisögur hafa þann eiginleika að geta talað inn í margar aðstæður, þær er hægt að túlka á margan hátt. En Jesús hlýtur að hafa haft einhverja sérstaka meiningu í huga þegar hann sagði hverja og eina þeirra.

Sagan um ríka manninn og Lasarus í Lúk.16:19 fjallar ekki um að einhver hafi sankað að sér auð, hvort sem það var á heiðarlegan eða óheiðarlegan hátt og að sá fátæki væri hlunnfarinn af þeim ríka.
Nei, ríkidæmi ríka mannsins felst í því að hann og bræður hans voru gyðingar, þeir áttu fyrirheit Guðs - Lögmál Móse og spámennina. Fátækt Lasarusar fólst í því að hann var heiðingi.

Gyðingar kölluðu heiðingja ,,hunda" og þessi dæmisaga og Mark 7:26 segir að heiðingjar vildu gjarnan seðja sig á því sem félli af borðum gyðinga. Þeir vildu þiggja molana (fróðleiksmolana) sem eru Guðs orð en gyðingar héldu því fyrir sig.
Mark.7:26 Hverjir voru fátækir?  
http://bryndissvavars.blog.is/blog/bryndissvavars/entry/659218/

Ríkidæmið og fátæktin í sögunni er því andlegt en ekki veraldlegt.


Númer EITT

Orðið ,,testamenti” þýddi til forna eiður, skrifleg tilmæli, erfðaskrá eða ákvæði. Gríska og hebreska merkingin getur líka verið ,,sáttmáli.”  Sáttmáli í hinni fornu veröld þýddi bindandi samkomulag milli tveggja aðila og það var oft innsiglað með dýrafórn þ.e. blóði fórnardýrs.  Móses stofnsetti hinn Gamla sáttmála með dýrafórn á altari Guðs. Þennan sáttmála kallar Nýja testamentið lögmálið og boðorðin

Lögmálið samanstendur af 613 ákvæðum [1] og Boðorðin eru 10.... báðar tölurnar hafa þversummuna EINN.... Við höfum bara eitt líf og einn Guð og hann á að vera númer eitt hjá okkur.

[1] The Baker, Pocket Guide to The Bible (Kevin O´Donnell) bls. 19

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband