Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Lífstíll

Allentown PA - Elizabeth NJ

Lögðum sæmilega snemma af stað, það er ekki langt til Elizabeth, þar sem við ætlum að gista síðustu nóttina... á vesturströndinni. Á leiðinni keyrðum við framhjá Bethlehem og Nazareth... Það er mikið um Biblíuleg nöfn á þessu svæði.

limo við Econo Logde NJ.17.6.2009Við höfum aldrei reynt annað eins slaufuvegakerfi neins staðar og er hér í Elizabeth... Þetta er hreinasta ævintýri...
Við fengum ekki mótel á sæmilegu verði nær JFK... það eru um 30 mílur þangað... sem er ,,rétt hjá" í Ameríku og við verðum að vakna kl 3 í nótt í síðasta lagi. Við pökkuðum dótinu okkar og keyptum okkur nesti fyrir flugið... síðan verður farið snemma í bælið.
Nágranni okkar í næsta herbergi er á Limósíu.

Econo Lodge Newark International Airport >>
853 Spring St. (US 1 & 9)... Elizabeth, NJ, US, 07201
Phone: (908) 353-1365     Room 123
 


Hagerstown MD - Allentown PA

Við keyrðum á sunnudag frá Logan WV til Hagerstown MD, gistum þar 2 nætur... Við ætlum ekki að keyra svo langt, það gerðist bara. Eini sólardagurinn í WV var á meðan ég hljóp og við fengum steikjandi hita í gær í Hagerstown... annars hefur verið skýjað. Í dag (þriðjudag) keyrðum við til Allentown PA.

crystalcave.pa.16.06.09Á leiðinni þangað skoðuðum við Crystal Cave...
http://www.crystalcavepa.com/
Crystal Cave Video Tour
Þetta er hellir sem ég hef átt bækling um í mörg ár og taldi spennandi að skoða. Hellirinn var síðan frekar lítill og lítið að sjá... kannski vegna þess að ég hef skoðað svo marga stóra og glæsilega hella hér í Usa... 
Eftir að hafa tekið okkur hótel í Allentown, fórum við á The Old Country Buffet... það var komið að því... frábært.

Super 8
1033 Airport Road Allentown, PA 18109 US
Phone: 610-434-9550, room 234


Logan til Hagerstown???

Við förum í dag frá Logan og sennilega til Hagerstown... við verðum sennilega netlaus í nokkra daga. Þannig að sms kæmi að gangi til að senda skilaboð Woundering

Hvernig vissi hún hvað þetta var mikið?

Mér finnst harla ótrúlegt... að konan hafi átt 1 milljón dollara... eins og maður heyrir mikið um fátækt frá þessum landsvæðum þarna suðurfrá... 

En ef þetta er rétt... þurfa hjálparstofnanir þá ekki að hugsa sig um tvisvar áður en ákveðið er að veita aðstoð hverju sinni.

Bara til að leika sér með þessar tölur... ef maður áætlar að konan hafi byrjað að safna um tvítugt og hafi safnað í 40 ár... þá hefur hún þurft að leggja 68,4 dollara til hliðar á hverjum einasta degi (40 ár = 14.610 dagar)... til að eiga um 1 milljón dollara...


mbl.is Henti sparnaði móður sinnar á haugana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjórsárbakki

Þjórsárbakki 9.6.2009
Haraldur hringdi í gær og bauð okkur austur... ég hafði aldrei komið í bústaðinn og við þáðum boðið með þökkum Smile

Hvað eigum við að koma með með okkur... spurði Lúlli... sængurföt eða eitthvað... Haraldur þvertók fyrir að við kæmum með ,,nokkuð með okkur"... sagði svo: ,,bara föt"!!! ... Hjúkk maður, að við fengum að vera í fötum... annars hefðum við þurft að veita áfallahjálp alla leiðina Crying

Þjórsárbakki 9.6.2009Við vorum klst að renna austur... VÁ... hvílík höll
Sko ekkert smá slot Whistling

Við borðuðum hvílíkt góðan skötusel í kvöldmat, fengum okkur rauðvín og bjór og svo var farið í heita pottinn, sem er glænýr... svo enduðu allir á náttfötunum á eftir. Frábært.

Þjórsárbakki 9.6.2009Veðrið var rosalega gott. Landið er rennislétt þarna og gott útsýni yfir allt. Við reiðhöllina voru reiðhestarnir og merar bæði nýkastaðar og fylfullar í næsta hólfi.   

Við fórum svo heim um hádegið í dag, svo hjónin fái nú einhvern vinnufrið. Þó mikið sé búið, er enn margt eftir að gera...


Fórum norður á Mývatn

Við renndum norður á Mývatn á föstudaginn... helgarspáin var leiðinleg fyrir sv-hornið, góð fyrir norðan... og svo var Mývatnsmaraþonið á laugardag. Bíðarinn var harðákveðinn að fara þangað og ,,bíða"... svo ég hljóp á meðan hann beið Wink

1.sæti 50-59... Mývatnsmaraþon 30.05.2009Ég hljóp þetta blessaða maraþon sem ég hélt ég hefði hlaupið í alsíðasta skipti í hitteð-fyrra... hallinn á veginum fer alveg með mig.
Ég var svo óheppin að brjóta festinguna á glerinu í hlaupagleraugunum og hljóp með þau teipuð saman með límbandi... ég verð að hlaupa með sólgleraugu.
Við fengum ágætis veður, það var mjög hvass mótvindur fyrstu 23 km en í staðinn var engin fluga Woundering, öll umgjörð um hlaupið var góð og grillið á eftir var frábært.

Við gistum 2 nætur á Skútustöðum... lögðum af stað suður í dag, hvítasunnudag. Við misstum alveg af jarðskjálftunum sem voru fyrir sunnan bæði á föstudagskvöld og laugardeginum. 
Á leiðinni suður stoppuðum við á Blönduósi og grilluðum okkur lærisneiðar á tjaldstæðinu. Þegar við komum heim skein sólin á móti okkur Cool 


Dásemdar veður

Hvílíkt dásemdarveður er úti, ég er að spá í að skokka aðeins í dag... það er ekki hægt að láta svona veður fram hjá sér fara. Auðvitað er eina vitið að sleikja sólina og ís... heitt og kalt er að meðaltali gott Joyful

Það er annars erfiðast að eiga við letina sem færist yfir mann í svona veðri. Þegar vindurinn hættir að flýta sér... róast maður sjálfur - skrítið !!!


Valdarán...

Nýfæddur Lovísu og Gunnarsson

Litli kútur og mamman eru komin heim... og foreldrarnir komust að því á fyrsta sólarhringnum, hvað þau ráða litlu. Það er sá minnsti og sætasti sem stjórnar... amk í bili Joyful

Við... þessi eldri og reynari vissum þetta fyrirfram... hann er stjarnan sem beðið var eftir og allt mun snúast um. 

Ég stal þessari mynd af prinsinum á facebook Kissing


Gengið á Esjuna

Esjan 21.maí 2009Vala sótti mig rúmlega 9... Sjöbba systir hennar kom líka með. Veðrið var dásamlegt. Það voru ekki margir á leiðinni upp Esjuna þegar við lögðum af stað...
Ég tók tímann - bara að gamni mínu. Við vorum nákvæmlega 1:20 mín upp. Við fengum einhvern til að mynda okkur á toppnum.

Útsýnið var gott, þó var eitthvað mistur yfir Reykjavík... niðurleiðin tók slétta klst. og ferðin í það heila, að heiman og heim aftur... tók 4 tíma.

Cool alveg frábært...


Litla fjölskyldan farin aftur til Keflavíkur

nýfæddur Lovísu og Gunnarsson 20.maí 2009Heart Heart Heart

Litli krúttilingurinn og foreldrarnir fóru aftur á sjúkrahúsið í Keflavík í dag. Ekki er vitað hve lengi þau verða þar, en sá litli svaf af sér ferðalagið og hver veit hvort hann fái titilinn ,,ferðamála-frömuður Suðurnesja"  enda kominn með ,,þónokkra reynslu" af brautinni rúmlega sólarhringsgamall.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband