Færsluflokkur: Lífstíll
8.8.2009 | 23:32
Lúlli í vínberja-stuði
Það er gler-rennihurð út úr herberginu, opnast bakvið á hótelinu og þar vaxa villt vínberjatré...
Við vorum með vínberjatré á Háahvamminum og þau þurftu stuðning... Þessi tré halla sér upp við rafmagnsstaur, svo þetta hljóta að vera ,,stuðvínber"
Eins og ég hef svo oft sagt... þá eru kanarnir ekki að pæla í umhverfis- eða sjónmengum.
Hér er allt vaðandi í staurum með símalínum og rafmagnsleiðslum í loftinu... hér stendur staurinn upp úr vínberjatrénu... eða manni sýnist það... kannski eru vínber farin að vaxa á símastaurum ???
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 23:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.8.2009 | 02:23
Korter í ferð
Kæruleysið var algert í gær, taskan var sótt út í geymslu korter í ferð... sem sagt í gærkvöldi og við áttum morgunflug til New York í morgun... Ég hleyp í PA á sunnudag og í MI laugardaginn á eftir.
Við eyddum 10 þús kr fyrir nokkru, í að breyta í morgunflug til að komast út úr New York í birtu... Vissulega komust við út úr borginni í birtu, en það var varla meira en það. Umferðin silaðist í borginni og þegar við komumst á hraðbrautina, var stórt bílslys á akgreininni á móti og trukkur að brenna á akbrautinni okkar. Við siluðumst áfram á I-80 W og engin undankomuleið klst saman, á 3 og hálfum tíma fórum við 50 mílur. Fórum aðeins út af til að borða.
Við áttum ekki pantaða fyrstu nóttina á hóteli... og kannski vegna umferðartafanna fylltust öll hótel við veginn, það var orðið niðdimmt og kl orðin 9:30 þegar við loksins fengum hótel.
Comfort Inn - Pocono Mountain
Route 940 @ 1-80 and I-476
White Haven, PA, US, 18661
Phone: (570) 443-8461 room 315
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.8.2009 | 19:46
Ferð í Selvoginn
Við fengum lánað hjólhýsið hjá Jónu og tjaldvagninn hjá Eddu og Emil í gær... Síðan var rennt í Selvoginn, Helga, Harpa og fjölskyldur komu líka. Við vorum 11 samtals.
Það fór virkilega vel um okkur - munur að enginn þurfti að vera í tjaldi.
Við fórum í stutta fjöruferð í gær... og lannnnnnnnga í dag.
Veðrið lék við okkur, sól en aðeins vindur... við grilluðum og spiluðum á spil í gær og var aðalspilið Bullshit... bein þýðing... nautasparð... en ,,Gengið"... þ.e. Dollarinn, Líran og Evran... hugðust ganga til Þorlákshafnar eftir fjörunni... í dag :)
Þegar við fórum að sjá í hús í Þorlákshöfn ?? - nenntum við ekki lengra og snérum við... í allt vorum við 4 tíma á gangi - löngu orðnar vatnslausar og að drepast úr hungri.
Við létum því VÍKINGASVEITINA koma með kók og súkkulaði út að vitanum og fengum far til baka. Þá var gott að hafa GSM.
Stelpunum fannst fjaran ekkkkki spennnnnandi.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 19:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.7.2009 | 16:37
Ísak Lúther 13 ára
Vá hvað tíminn flýgur... hann er orðinn 13 ára Hetjan gekk á Esjuna um daginn, þá var þessi mynd tekin. Frá Steini og upp á topp fengum við þoku og kulda...
og sannaðist að ,,það er kalt á toppnum"
Innilega til hamingju með daginn elsku strákurinn okkar...
Óskum þér gæfu og gengis og skemmtunar í kvöld, en við vitum að í kvöld verður mynda-dekurkvöld með pizzu og nammi
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.7.2009 | 22:35
Selvogsgatan á hraðferð
Maðurinn keyrði mig upp að neyðarskýlinu á Bláfjallavegi... þar sem vegurinn sker Selvogsgötuna. Þar stendur á skilti að leiðin sé 18 km.
Ég gekk ein... lagði af stað 11:52... nákvæmlega.Ég hafði ákveðið að ganga hratt og stoppa ekkert á leiðinni. Það fór nú aðeins út í öfgar því stundum hljóp ég næstum við fót. Einu sinni datt ég kylliflöt, stangaði jörðina en var svo blessuð að meiða mig ekki... og oft rak ég tærnar í án þess að detta.
Fuglarnir létu heyra í sér, yrðlingur skaust inn í vörðu þegar ég var komin upp að honum og nokkrar kindur voru með lömb á beit... ég var eina manneskjan á ferð.
Hraðametið mitt féll í þessari ferð því ég kom niður á veginn við Hlíðavatn kl 14:39. Gangan var semsagt 2 tímar og 47mín.
Hjólhýsið beið í Selvoginum þar sem Lúlli grillaði og dundaði við viðhald... við ætluðum upphaflega að gista þar en ég vildi fara heim eftir kvöldmatinn svo við renndum heim aftur.
Lífstíll | Breytt 23.7.2009 kl. 10:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.7.2009 | 19:56
Amma stendur sig ekki !
Hvað er að gerast... ég stend mig ekki..
Ég er vön að setja amk afmælisóskir til barnabarnanna hérna á síðuna.
Ég hafði svo mikið að gera í gær við að ná í skottið á Adam Degi afmælisbarni gærdagsins... að ég gleymdi alveg að blogga...
Innilega til hamingju með 10 ára afmælið hetju-strákur...
Meðfylgjandi er mynd af honum á Helgafelli, en Adam hefur klifið það nokkru sinnum og einu sinni haldið upp á afmælið sitt á toppnum.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.6.2009 | 14:48
Svaf í 16 tíma
Ég svaf svolítið í vélinni á milli Alaska og Salt Lake City... en svaf ekkert á leiðinni til New York. Við biðum 1 og 1/2 tíma í biðröð eftir flugtaki í vélinni og svo tók við rúmlega 5 tíma flug heim... og ég datt út af öðru hvoru á leiðinni.
Ég gekk frá dótinu þegar við komum heim, fór í Bónus og svoleiðis. Það var húsfélagsfundur kl 8 um kvöldið... á meðan ég beið eftir honum snarversnaði mér í ,,sibbunni" sem endaði með því að ég sleppti að fara á fundinn, fór í bælið... og svaf í 16 tíma - var meira að segja vakin með símanum.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.6.2009 | 12:57
Komin heim
Lúlli tékkaði okkur út af hótelinu kl 12 á hádegi á laugardag í Alaska... ég var að hlaupa til kl 1. Ég fékk að fara í sturtu eftir hlaupið, af því að konan var ekki búin að þrífa herbergið. Við keyrðum um, fengum okkur að borða á Golden Corral og áttum að skila bílnum kl 9 um kvöldið. Við skiluðum honum frekar snemma - það var svo sem ekkert að gera annað - tíminn var of stuttur til að fara eitthvað og við Garm-laus.
Flugið var 1:05 eftir miðnætti aðfaranótt sunnudags, millilent í Salt Lake City og New York og svo lentum við hér heima um kl 7 í morgun... á mánudagsmorgni.
Týri tengdasonur sótti okkur og við fengum kaffi hjá Helgu. Bíllinn okkar er ekki tilbúinn, hann þurfti smá andlitslyftingu, nýja framrúðu og taka af honum unglingabólur kringum falsið um leið.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 16:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.6.2009 | 13:36
Nóg að gera í dag
Við byrjuðum í Best Buy... eins og sést á hlaupasíðunni minni... og svo hófst eltingarleikur við staðina sem við þurftum að þekkja í sambandi við maraþonið.
Veðrið var ágætt í dag, það var sæmilega hlýtt og sól. Við erum á vitlausum tíma, vöknum og sofnum snemma. Við verðum lítið vör við náttúrufegurð í borginni, það er helst fjallasýnin. Hérna býr mikið af fólki sem hefur ,,grænlenskt" útlit... kannski afkomendur frumbyggja Alaska.
Lúlli mun tékka okkur út á meðan ég er í maraþoninu, við skilum bílaleigubílnum kl 9 í kvöld og eigum miðnæturflug til Salt Lake City... þaðan fljúgum við til New York ... og eigum annað næturflug til Íslands. Við komum heim að morgni 22.júní.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.6.2009 | 00:59
New York - Salt Lake City - Anchorage
Við vorum vöknuð fyrir kl 3 í nótt... enda áttum við langan dag fyrir höndum. Við gistum í New Jersey í nótt og áttum klst.keyrslu til JFK í New York. Sú ferð gekk eftir áætlum og við vöktum vörðinn í hliðinu hjá Avis... steinsofandi í vinnunni. Við höfðum keyrt 1368 mílur þessa viku sem við vorum á vesturströndinni.
Fyrra flugið var 6:45 til Salt Lake City... 4:40 klst... Biðin þar var frekar stutt 1:30 klst... síðara flugið var til Anchorage í Alaska. það tók svipaðan tíma eða 4:30 klst. og þá var klukkan 4 tímum á eftir. Við lentum kl 2:35 á staðartíma...
Við vorum furðu hress eftir nær 16 tíma ferðalag. Hótelbus-inn sótti okkur því við fáum ekki bílaleigubílinn fyrr en kl 9 í kvöld. Við keyptum pakka, hótel í 2 nætur og bíl í 2 sólahringa og það kemur betur út að taka bílinn seinna því við eigum kvöldflug heim... skynsamlegra að hafa bíl þegar við höfum tékkað okkur út og geta farið eitthvað áður en við fljúgum heim
Phone: 907-276-8884 Room 105
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Áramóta-annáll fyrir árið 2024
- Kefl - Denver CO - Santa Fe NM 8-13.nóv 2024
- Kefl - Portland OR - WA - ID 19-27. sept 2024
- Kefl - Chicago IL og fl. 4-12. júli 2024
- Kefl - Raleigh NC - Bristol TN 20-27. mars 2024
- Kef - Raleigh NC - Orlando - Kef.. 27 des 2023- 6.jan 2024
- Áramóta annáll fyrir árið 2023
- Virginia 9-20.nóv 2023
- Denver CO, WY og MT 1-9.okt 2023
- Kórferð til Bristol 27-30.sept 2023
Færsluflokkar
- 100 MARAÞON
- Afmæliskveðjur
- Annálar
- Bloggar
- Brandarar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- MARAÞON
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Apríl 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Desember 2021
- Desember 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Apríl 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- September 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Janúar 2018
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Ágúst 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007