Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Lífstíll

Rapport

Ég skrifa orðið svo sjaldan að hver færsla er nokkurs konar rapport... eða yfirlit yfir það sem hefur gerst. Það mikilvægasta er að ég er búin að fá vinnu í kirkjunni minni, Ástjarnarkirkju, með starfsheitið æskulýðsfulltrúi. FRÁBÆRT :D

Síðan hef ég byrjað í samsvarandi starfi hjá Kálfatjarnarkirkju, þó það sé ekki búið að ganga frá starfssamningi. ÆÐISLEGT :D

Þá hef ég verið að dunda eitthvað annað... Mér hefur tekist að gera afmælisvídeó fyrir öll börnin og barnabörnin og EITT stórafmæli (Jonnu) á síðustu 12 mán... síðasta afmælisvídeóið var fyrir Hafþór Örn... en þau eru öll á Youtube.com 

 

 

 

 

 

Síðan hef ég gert 2 vídeó um Ratleik Hafnarfjarðar 2012... hið fyrra var um Ratleiksnámskeiðið sem ég stóð fyrir í ágúst sl... fyrir börn 12-14 ára... en við náðum ekki að klára allan leikinn, m.a. vegna veðurs.

 

September 2, 2012 3:34 PM 

 

 

og hið síðara var um allan ratleikinn en við systur (ásamt fleirum) náðum að finna öll 27 spjöldin.

 

September 28, 2012 1:00 PM 


Heimferð í dag... DEN - KEF

Við höfum haft það fínt á þessu undarlega hóteli... Herbergið er mjög gott, með eldhúsi og baði, en þjónustan er engin, maður verður að sækja allt í lobbý-ið, handklæði, kaffi og fara sjálfur með ruslið og búa um... Við erum ekki vön þessu.

En við erum miðsvæðis og í góðu hverfi, Target er bakvið hótelið og Sport Authority sem er uppáhalds íþróttabúðin mín.  Stutt í allt sem við höfum þurft að fara. 

Við förum að tékka okkur út bráðum og útrétta þetta síðasta... síðan er bara að skila bílnum og koma sér upp á flugvöll... 


Denver Colorado...

Beint flug til Denver er 7 tímar og 40 mín... síðast þegar við lentum hér fórum við með rútu í eftirlitið en núna vorum við látin ganga þangað og það var smá spotti... Allt gekk síðan vel, ég þurfti ekki að rífa upp pylsurnar sem Dísa átti að fá - gegnumlýsing nægði.

Flugvöllurinn er um 10 mílum fyrir utan Denver og bílaleigurnar á leiðinni... en það er reglan í USA-flugi að maður lendi í björtu og það sé svo orðið niðdimmt þegar maður fær bílinn. 

Við stoppuðum í Walmart á leiðinni á hótelið og ég þekkti mig um leið og beygði út af I 70... Þetta var rétt hjá þar sem við vorum 2 daga í júní... Núna erum við við Cherry Creek.

Dísa og dóttir hennar biðu eftir okkur við hótelið þegar við komum svo við gátum skilað dótinu af okkur og hún var með fullan poka af ýmsu matarkyns fyrir okkur. Þá var bara að bera sig inn og fara að sofa enda klukkan rúmlega 4 um nótt á okkar tíma.

Homestead Cherry Creek
4444 Lettsdale Drive, Denver Co, 80246
phone: 303-388-3880, herbergi 102 


Selvogsgatan - tékk

Selvogsgatan 2012

Ég hef gengið Selvogsgötuna í fjöldaára... man ekki hvað ég hef farið hana oft... en oftast hef ég verið ein - með Guði :)

Á síðasta sumri - aldrei þessu vant - gekk ég ekki heldur hjóluðum við Lúlli í Selvoginn... en í morgun var sett -tékk- á Selvogsgötuna.

Fundið fé

Ég var ein, Lúlli keyrði mig upp að björgunarskýlinu við Bláfjallaveg, veðrið var ágætt, svalur vindur í bakið og rigningarúði langleiðina... en síðan létti til og sólin lét sjá sig. Fyrir utan nokkra fugla, fann ég fé á leiðinni - humm... er samt ekkert ríkari ;)

Garmurinn mældi leiðina 14,5 km og ferðin tók mig 2 tíma og 57 mín. 


Hvað varð um framtakssemina ?

TO-DO listinn var margra metra langur... og ég ætlaði að byrja að strika út af honum um leið og ég kæmi heim...

1... þrífa - tékk...
2... útskriftarveisla - tékk... 
3... litapartý... tékk...
4... 5... 6... 7... og svo framv.

EN ég hef ekki einu sinni tékkað á listanum... hef sem sagt EKKERT gert af því sem ég ætlaði að gera... nema dandalast úti á hjólinu, hlaupið og gengið í ratleiknum :) 

Það er tvennt til ráða... byrja á einhverju eða strika bara út það sem er ekki bráðnauðsynlegt og ef ég byrja á því sem er efst... þá verður nr 1 að bíða betri tíma :)


Red Rock, Colorado

Keyrðum til Red Rock eftir hádegið í dag... Þetta er í 3ja sinn sem ég kem til Colorado og er í Denver. Í fyrsta sinnið hér var ekki tími til að fara, í annað sinnið gleymdi ég því en nú kom loksins að því.

Í gær hélt ég að töskuvesenið myndi verða til að við kæmust ekki en nú er það orðið að veruleika. Við eigum 2 DVD gospel tónlistardiska sem eru teknir upp á tónleikum í Red Rock. Þess vegna var æðislegt að koma loksins á staðinn. 

 

Thumbnail

 


Palace Station Hotel and Casino

Las Vegas 2012

Smile Komin á Kasíno-ið... við erum með herbergi við sundlaugina og það er spáð 40°c út vikuna. Ég held að þetta sé bara snilld að baka sig hér í garðinum... ekki getur maður komið heim náhvítur... eins og maður hafi dottið ofaní hveitipoka Pinch

Nú er bara að drekka nógu mikið W00t

Palace Station Hotel and Casino
2411 W Sahara Ave, Las Vegas NV 89102,
Room 1629  


Úff... 40°c í Las Vegas

Nú verður Venus abbó... Las Vegas 2012

Vegna þess að það varð breyting á ferðalaginu hjá okkur þá vantaði okkur gistingu síðustu nótt. Við höfðum keyrt frá Lehi til Vegas og fórum beint á áttuna. Ljónið hitti bangsa á leiðinni.
Þar fyrir utan opnaði ég tölvuna og pantaði herbergi fyrir punkta... ferlið tók ekkert smá langan tíma... netið var svo hægt og pöntunin fór ekki í gegn strax fyrir mín mistök... en loksins því hótelið var nær uppselt. 

Þetta er miklu betra hótel en Casino-ið sem við förum á í dag og verðum þar til 16.júní. 

Super 8 - Las Vegas
4250 Koval Lane, Las Vegas, NV 89109 

phone 402-794-0888,  room 1078 


Lehi, Utah

Það var ekki löng keyrsla frá Beaver til Lehi. Við gistum hér í tvær nætur fyrir Utah Valley Marathon. Þetta er ágætis hótel en ég gerði smá mistök ??? eða ég man ekki hvort það var hægt að fá hótel á viðráðanlegu verði nær.  Ótrúlega óskemmtileg götuheiti hér... snúin til að setja í Garmin.

Days Inn, Lehi Utah,
280 N 850 E84043 Lehi  


Beaver, Utah

Við lögðum snemma af stað frá Vegas... rúmlega 8 enda ekki eftir neinu að bíða. Það var hálf míla frá hótelinu að I-15 North og síðan voru 390 mílur að næstu beyju... þ.e. að Hótelinu í Utah. Vegurinn var beinn og breiður og hraðinn frá 75-80 mílur, leyfilegt að fara í 85 eða um 140 km.   I LOVE IT

Á leiðinni stefndum við beint á fjallgarð og héldum að við værum að fara í göng gegnum fjallið, en allt í einu opnaðist rosalega flott leið, niður snarbratt og krókótt gljúfur. Lúlli tók videó af hluta af því - maður veit alltaf of seint að maður hefði átt að hafa myndavélina tilbúna. 

Við stoppuðum í Beaver u.þ.b. á hálfri leið og tókum hótel.  

Best Western Paradise Inn,
314 West 1425 North
Beaver Utah 84713


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband