Færsluflokkur: Lífstíll
2.1.2013 | 20:15
Humble Texas til Port Allen Louisiana
G L E Ð I L E G T Á R
Internetið var lagað eftir jólin á Áttunni í Humble og við vorum í betra sambandi við alla. Maraþonið á Nýjársdag (í gær) gekk vel og verðlaunapeningurin hreint ótrúlega flottur. Við vorum búin að pakka í tvær töskur og við hentum því síðasta niður í morgun. Við höfum verið hérna í tvær vikur. Nú förum við til Port Allen LA og þaðan til Jackson Mississippi.
Við vorum lögð af stað til Port Allen LA fyrir hálf átta í morgun, leiðin var 248 mílur og við stoppuðum tvisvar á leiðinni til að teygja úr okkur. Við vorum komin þangað um kl 2 eh. og þá nennti maður engu - bara slappað af.
Super 8 -Port Allen
821 Lobdell Highway, Port Allen, LA 70767
PH: 225-381-9134 room 155
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 20:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.12.2012 | 14:12
Gleðileg jól
Við höfum haft mjög lélegt internet samband hér í Humble Texas... alltaf dettandi út af netinu. Hér er kominn Jóladagsmorgunn og hátíð kristinna í USA gengin í garð. Við óskuðum hvort öðru gleðilegra jóla kl 18 á íslenskum tíma í gær, aðfangadag.
Við óskum öllum ættingjum og vinum gleðilegra jóla, vonum að hátíðin verði hátíð ljóss og friðar í hjörtum allra. Njótið hátíðarinnar.
http://www.youtube.com/watch?v=IauT13dRW3E&feature=share&list=UU3cPhEuKo9FdMn6D0DNB8Iw
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 14:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.12.2012 | 16:17
Tómar tafir
Næsta skref er að taka taxa upp í Rental Car Center og ná í bílinn. Við værum löngu lögð af stað til Humble ef allt væri samkvæmt áætlun. Vondandi fáum við töskurnar og náum að keyra í sæmilega björtu til Humble. Ég vil helst sleppa við að fá þær í pósti eftir marga daga - jafnvel eftir jól.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 16:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.12.2012 | 14:41
Heimferð í dag, LV - DEN - KEF
Allar ferðir taka víst enda. Það er heimferð í dag, við pökkuðum í gær og bíðum núna eftir að morgunverðar buffetið opni kl 7.
Við erum búin að hafa það mjög gott, höfum heimsótt Lilju, Joe og Diane síðustu daga. Kvöddum þau í gær. Við höfum verið í þéttu sambandi við Jonnu - sem er mun auðveldara þegar það er sami tími hér og í Californíu. Ekki spurning að alls staðar er allt gert til að manni líði vel og hafi það gott.
Við eigum flug um kl 11 til Denver, bíðum eitthvað þar og fljúgum síðan heim. Pabbi og mamma munu sækja okkur á völlinn engin smá þjónusta.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.12.2012 | 03:19
Los Angeles - Santa Barbara - Las Vegas
Ég svaf bara ágætlega í LA, enda búin að vera á löngu ferðalagi... Við vöknuðum snemma á miðvikudagsmorguninn og fengum okkur morgunmat. Uppáhaldsbúðin mín, DOLLAR TREE var við hliðina - ekki spurja hvað ég kom með marga poka út þaðan...
Síðan héldum við af stað til St Barbara, stoppuðum aðeins í Oxnard eða Ventura á leiðinni. Komum rétt um eitt-leytið til Jonnu - það voru fagnaðarfundir. Eftir kaffisopa fórum við að heimsækja Braga á endurhæfingarheimilið. Hann þekkti okkur og breiddi út faðminn.
Við heimsóttum Braga aftur í gær, sátum með honum í dagstofunni undir lifandi tónlist. Við erum búin að vera í góðu yfirlæti hjá Jonnu, en stoppum stutt í þetta sinnið. Bara svona rétt að koma með jólamatinn
Í morgun fórum við á IHOP með Jonnu og Steinunni, það var komið að ,,bless-í-bili"
Við lögðum af stað um hálf 11 og með nokkrum stoppum, umferðarteppu og mikilli rigningu í Pasadena þá komum við loksins til Vegas um hálf 7... Við vorum búin að keyra um 2 tíma í myrkri... og þurfum kannski að breyta klukkunni um klst.
Við höfum verið tvisvar á þessu hóteli áður og líkar vel...
Palace Station
2411 W Sahara Ave, room 1119
https://palacestation.sclv.com/
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 04:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.10.2012 | 15:14
Rapport
Ég skrifa orðið svo sjaldan að hver færsla er nokkurs konar rapport... eða yfirlit yfir það sem hefur gerst. Það mikilvægasta er að ég er búin að fá vinnu í kirkjunni minni, Ástjarnarkirkju, með starfsheitið æskulýðsfulltrúi. FRÁBÆRT :D
Síðan hef ég byrjað í samsvarandi starfi hjá Kálfatjarnarkirkju, þó það sé ekki búið að ganga frá starfssamningi. ÆÐISLEGT :D
Þá hef ég verið að dunda eitthvað annað... Mér hefur tekist að gera afmælisvídeó fyrir öll börnin og barnabörnin og EITT stórafmæli (Jonnu) á síðustu 12 mán... síðasta afmælisvídeóið var fyrir Hafþór Örn... en þau eru öll á Youtube.com
Síðan hef ég gert 2 vídeó um Ratleik Hafnarfjarðar 2012... hið fyrra var um Ratleiksnámskeiðið sem ég stóð fyrir í ágúst sl... fyrir börn 12-14 ára... en við náðum ekki að klára allan leikinn, m.a. vegna veðurs.
September 2, 2012 3:34 PM
og hið síðara var um allan ratleikinn en við systur (ásamt fleirum) náðum að finna öll 27 spjöldin.
September 28, 2012 1:00 PM
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 15:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.9.2012 | 14:40
Heimferð í dag... DEN - KEF
Við höfum haft það fínt á þessu undarlega hóteli... Herbergið er mjög gott, með eldhúsi og baði, en þjónustan er engin, maður verður að sækja allt í lobbý-ið, handklæði, kaffi og fara sjálfur með ruslið og búa um... Við erum ekki vön þessu.
En við erum miðsvæðis og í góðu hverfi, Target er bakvið hótelið og Sport Authority sem er uppáhalds íþróttabúðin mín. Stutt í allt sem við höfum þurft að fara.
Við förum að tékka okkur út bráðum og útrétta þetta síðasta... síðan er bara að skila bílnum og koma sér upp á flugvöll...
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.9.2012 | 12:56
Denver Colorado...
Beint flug til Denver er 7 tímar og 40 mín... síðast þegar við lentum hér fórum við með rútu í eftirlitið en núna vorum við látin ganga þangað og það var smá spotti... Allt gekk síðan vel, ég þurfti ekki að rífa upp pylsurnar sem Dísa átti að fá - gegnumlýsing nægði.
Flugvöllurinn er um 10 mílum fyrir utan Denver og bílaleigurnar á leiðinni... en það er reglan í USA-flugi að maður lendi í björtu og það sé svo orðið niðdimmt þegar maður fær bílinn.
Við stoppuðum í Walmart á leiðinni á hótelið og ég þekkti mig um leið og beygði út af I 70... Þetta var rétt hjá þar sem við vorum 2 daga í júní... Núna erum við við Cherry Creek.
Dísa og dóttir hennar biðu eftir okkur við hótelið þegar við komum svo við gátum skilað dótinu af okkur og hún var með fullan poka af ýmsu matarkyns fyrir okkur. Þá var bara að bera sig inn og fara að sofa enda klukkan rúmlega 4 um nótt á okkar tíma.
Homestead Cherry Creek
4444 Lettsdale Drive, Denver Co, 80246
phone: 303-388-3880, herbergi 102
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.7.2012 | 19:07
Selvogsgatan - tékk

Ég hef gengið Selvogsgötuna í fjöldaára... man ekki hvað ég hef farið hana oft... en oftast hef ég verið ein - með Guði :)
Á síðasta sumri - aldrei þessu vant - gekk ég ekki heldur hjóluðum við Lúlli í Selvoginn... en í morgun var sett -tékk- á Selvogsgötuna.

Ég var ein, Lúlli keyrði mig upp að björgunarskýlinu við Bláfjallaveg, veðrið var ágætt, svalur vindur í bakið og rigningarúði langleiðina... en síðan létti til og sólin lét sjá sig. Fyrir utan nokkra fugla, fann ég fé á leiðinni - humm... er samt ekkert ríkari ;)
Garmurinn mældi leiðina 14,5 km og ferðin tók mig 2 tíma og 57 mín.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.7.2012 | 22:12
Hvað varð um framtakssemina ?
TO-DO listinn var margra metra langur... og ég ætlaði að byrja að strika út af honum um leið og ég kæmi heim...
1... þrífa - tékk...
2... útskriftarveisla - tékk...
3... litapartý... tékk...
4... 5... 6... 7... og svo framv.
EN ég hef ekki einu sinni tékkað á listanum... hef sem sagt EKKERT gert af því sem ég ætlaði að gera... nema dandalast úti á hjólinu, hlaupið og gengið í ratleiknum :)
Það er tvennt til ráða... byrja á einhverju eða strika bara út það sem er ekki bráðnauðsynlegt og ef ég byrja á því sem er efst... þá verður nr 1 að bíða betri tíma :)
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Áramóta-annáll fyrir árið 2024
- Kefl - Denver CO - Santa Fe NM 8-13.nóv 2024
- Kefl - Portland OR - WA - ID 19-27. sept 2024
- Kefl - Chicago IL og fl. 4-12. júli 2024
- Kefl - Raleigh NC - Bristol TN 20-27. mars 2024
- Kef - Raleigh NC - Orlando - Kef.. 27 des 2023- 6.jan 2024
- Áramóta annáll fyrir árið 2023
- Virginia 9-20.nóv 2023
- Denver CO, WY og MT 1-9.okt 2023
- Kórferð til Bristol 27-30.sept 2023
Færsluflokkar
- 100 MARAÞON
- Afmæliskveðjur
- Annálar
- Bloggar
- Brandarar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- MARAÞON
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Apríl 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Desember 2021
- Desember 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Apríl 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- September 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Janúar 2018
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Ágúst 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007